Símablaðið - 01.12.1968, Síða 22
Snorri og Otto voru brautryðjendur á sviði
radíótækni hér á landi. Snorri lauk prófi
við bréfaskóla í Bandaríkjunum árið 1934
með svo hárri einkunn, að skólinn bauð
honum strax vel launaða stöðu.
Annað það, sem mér er einnig minnis-
stæðast og sem vakti aðdáun mína á tækni-
framförum, er þegar Landsíminn stofnaði
telex sambönd við útlönd, en það gerði
einstaklingum og fyrirtækjum mögulegt
að hafa beint fjarrita-(teleprinter)-sam-
band við vicskiptafyrirtæki um allan heim.
Þetta og opnun talsambands við útlönd,
finnst mér hafa verið merkustu tækni-
framfarirnar í fjarskiptamálum Landsím-
ans að ógleymdum hinum öru sjálfvirkni
framkvæmdum víða um land, sem bera
vott um stórhug símamálastjóra og svo
því, hve vel menntuðum verkfræðingum
og öðrum tæknimönnum stofnunin hefur
nú á að skipa.“
„Varstu nokkuð orðinn var við starfs-
þreytu eftir svona langan starfsferil?“
„Ekki svo að orð sé á gerandi. Það er
heilsufarið, sem ræður mestu um það
hvernig menn endast í starfi sínu og ég hef
þá trú, að menn geti sjálfir ráðið miklu
um heilsu sína með reglusömu líferni og
ég tel mig hafa verið í þeim flokki. Hins
vegar er því ekki að neita, að þótt ég hafi
lengst af verið heilsugóður, hlýtur lögmál-
ið að segja til sín eftir því, sem árin fær-
ast yfir. Og þótt einhver hafi átt að segja,
að það lengi lífið að drekka mikið vatn
og lítið brennivín, eiga allir sitt skapa-
dægur.“
H.H.
Ríkarður Sumarliðason
Símablaðið hefir ætíð fagnað því þegar
starfsfólki Landssímans hefir verið gefinn
kostur á námsferðum til útlanda og það er
ánægjulegt til þess að vita ,að forráða-
menn stofnunarinnar hafa sýnt vaxandi
áhuga á, að stuðla að slíkum ferðum.
Fyrr á þessu ári dvöldu tveir menn úr
Radíótæknideildinni, þeir Ríkarður Sum-
arliðason og Viggó Benediktsson í Eind-
hoven í Hollandi og kynntu sér ýmsar
nýjungar á „Central Application Labara-
tory“ hjá Philips.
UTANFARIR
I hendi Ríkarðar, þar sem hvíta örin bend-
ir á, er 3 stiga magnari, sem hefir 80 DB-
mögnun.
Eindhoven er 200 þúsund manna borg
og hjá Philips vinna um 40 þúsund manns.
Blaðið hitti þá Ríkarð og Viggó og bað
þá að svara nokkrum spurningum.
„Var þetta ekki þriðja námsferð þín til
Philips, Ríkarður?“
„Jú, ég fór fyrst árið 1959 með styrk
úr sjóði þeim, sem Mikla norræna ritsíma-
félagið gaf L. í. á 50 ára afmæli L. f. Þá
dvaldist ég í Eidenhoven í þrjá mánuði.
Árið 1963 fór ég fyrir stuðning frá L. í.
og nú í ár kom boð frá Philips og fór ég
þessa ferð á vegum L. f. Þess verður að
geta, að fyrir milligöngu Snorra Arnar,
fyrrverandi umboðsmanns Philips hér á
landi, var hægt í þessum ferðum, að fá
að fylgjast með tilraunum er unnið var að
SÍMAB LAÐIÐ