Símablaðið - 01.12.1968, Side 25
þeirra sem getur greint þessi veiku merki,
VF-viðtækið endurbætta. Hann lokar fyrir
truflandi skipsstraumstækin, það er aðeins
hlustandi á VF-tækið. Neyðarmerkin heyr-
ast enn, en kallmerki stöðvarinnar hefur
ekki náðst þegar hinar fjarlægju morse-
stöðvar byrja aftur sendingar að loknu
þagnartímabilinu. Hvaða stöð er þetta sem
sendir AAAAA.. . auk SOS, og hvers
vegna hætta erlendu stöðvarnar ekki send-
ingum? Getur það verið ... ? Loftskeyta-
maðurinn ritar á blað þá einstöku stafi,
sem hann greinir og að lokum nær hann
örugglega kallmerkinu ,,SOS de TFRVC
all alive . ..“
Skyndilega fer fagnaðaralda um land
allt. Frá varðskipinu Ægi berast þau gleði-
tíðindi, að loftskeytamaðurinn, Kristján
Júlíusson, hafi heyrt dauft neyðarkall frá
hinni týndu flugvél, og að áhöfnin væri
heil á húfi.
Örlögin spinna þráð, en hvernig hefði
sá þráður spunnizt ef Kristján hefði ekki
verið með sitt betrumbætta VF-viðtæki um
borð í skipi sínu.
Örlög hins „stolta“ VF-viðtækis eru nú
endanlega ráðin, það skipar veglegan sess
í tækjasafni Landssímans.
FRÁ FRAMKVÆMDUM
VIÐ APA I I #.Y
Á síðastliðnu sumri var framkvæmdum
haldið áfram við Apavatn. Þær urðu þó
minni en til var ætlazt, sem stafaði af því,
að teikningar og útboðslýsingar hafa ekki
enn verið fullgerðar. Unnið var við að bera
ofan í veginn og má nú segja, að hann sé
orðinn all sæmilegur og fær öllum bílum.
Einnig var unnið við að bera ofan í vænt-
anlegt bílastæði, en það verður, fyrst um
sinn, notað sem athafnasvæði við hús-
bygginguna.
Nokkrir félagar fóru austur í haust með
byggingarefni, svo sem rör og steypustyrkt-
arjárn og þá um leið var komið fyrir
vinnuskúr og lagt í hann rafmagn.
Mælt var fyrir aðalbyggingunni og hún
staðsett á landinu, ennfremur var mælt
fyrir skolplögn frá húsinu og rotþró, en
rotþróin er staðsett þannig, að hún nýtist
fyrir væntanleg einbýlishús, samkvæmt
skinulagi.
Ákveðið hefur verið að bjóða út sjálfa
húsbyginguna, en að aðrar framkvæmdir
svo sem húsgrunnur og leiðslulagnir verði
unnar í tímavinnu. Fenginn var bygging-
armeistari frá Selfossi, Sigfús Kristinsson,
til að sjá um þessar framkvæmdir. Gerður
hefir verið grunnur hússins, en það stend-
Báröur Danielsson, Reynir Villijálmsson og
Bjarni Ölafsson vinna að undirbúningi mœl-
inga í Austureyjarnesi.
ur á steyptum járnbundnum súlum, enn-
fremur er unnið að undirstöðum undir ar-
inn.
Væntanlega verður mjög bráðlega hægt
að bjóða út byggingu hússins og ættu því
þær framkvæmdir, sem þegar hafa verið
gerðar, að verða þess valdandi, að fram-
kvæmdir á næstkomandi vori geti hafizt
miklu fyrr en ella þar sem allri jarðvegs-
vinnu er lokið.
SÍMAB'LAÐIÐ