Símablaðið - 01.12.1968, Side 31
SPARNAÐUH
Eitir Ö«V H. BJARNASON
Trabantbíll, —■ það var draumurinn. Ef guð
lofaði ætluðu þau að festa kaup á honum
að vori. En til þess urðu þau að leggja hart
að sér og það höfðu þau líka gert. Dabbi
hafði dregið í við sig um einn og annan
óþarfa, var til að mynda kominn oní tíu
sígarettur á dag og strætisvagna notaði
hann ekki nema heim á kvöldin.
„Þú hefur gott af smá hreyfingu,“ sagði
konan þá sjaldan hann reyndi að merja
út aukamiða í vagninn.
Um tíma hafði hún viljað þvæla hon-
um yfir í neftóbak og beitt til þess vís-
indalegum rökum upp úr erlendum tíma-
ritum.
„Sígarettur eru lífshættulegar," hafði hún
sagt, en hann hafði varizt drengilega.
„Neftóbak sogast upp í heila manneskja."
„Hvaða heila?“ kom þá.
Líf þeirra var að sönnu heldur viðburð-
arsnautt og ekki jók fæðan á tilbreyting-
una, fiskur og kartöflur meginuppistaðan,
en munaðarvarning sáu þau hjónin ekki
nema í búðargluggum og litu þá undan.
„Eigum við ekki að hafa kjöt annanhvern
sunnudag?“ hafði Dabbi spurt skömmu
eftir að þessi Trabantbíll kom til sögunn-
ar, en fengið þvert nei.
„Bara hrossakjöt eða þá belju?“
„Nei,“ hafði konan sagt, „þú ert nógu and-
skoti feitur og luralegur.“
Þetta píslarvætti hafði fært þeim hjón-
um nokkra innistæðu á banka. Stundum
eftir að þau voru háttuð, sótti Dabbi spari-
sjóðsbókina undan rúmdýnunni. Þau lögðu
saman tölurnar í henni, töldu rétt að
ganga úr skugga um, að þeir í bankanum
hefðu ekki gert neina skyssu. Á þessum
augnablikum fundu þau svo glöggt, að þau
elskuðu hvort annað. Það var aðeins eftir
gengisfellingar, að skyggði á hamingju
þeirra. Og í eitt skipti hafði konan farið
að orga.
„Stjórnmálamenn eru fífl,“ hafði hún sagt,
en strax og hún var búin að jafna sig,
tók hún orð sín aftur, sagði að þetta væru
góðir menn og gerðu sitt bezta. Þeir væru
bara ekki duglegri í vinnunni sinni en
þetta.
„Þjóðin er ung,“ hafði Dabbi sagt, „þeir
eru að æfa sig manna greyin.“
Svo var það eitt kvöld, búið að
svæfa börnin og þau hjónin sátu inni í
stofu og létu fara vel um sig. Það var
haust og septemberliljan í gluggakistunni
um það bil að springa út. Dabbi var að
reykja síðustu sígarettu dagsins, en kon-
an að lesa í bók. Hann andaði reyknum
djúpt, djúpt að sér og reyndi að fá út úr
hverjum smók þó nokkuð meira en sann-
gjarnt var að ætlast til. í gegnum bláan
mökkinn sá hann konu sína og hann undr-
aðist þessa manneskju, lestrarfýsn hennar
og hvernig hún svona vel gefin og fróð
um marga hluti, gat verið gift réttum og
sléttum lagermanni. Það var ekki einasta
að hún hefði gagnfræðapróf og þroski
hennar numið staðar þar. Nei, ó-nei. Hún
var stöðugt að mennta sig, las allt sem
hún náði í, ekki aðeins bækur heldur bók-
staflega allt, leiðarvísa utan á pökkum og
dósum ef ekki vildi betur til. Jafnvel Borg-
arbókasafnið var ekki nógu viðamikið, til
þess að seðja þessa hungruðu sál. Hún
spændi í sig hvern rekkann af öðrum og
kvartaði undan því, að þeir á safninu væru
ekki nógu duglegir að panta bækur.
SÍMÁB LAðið