Símablaðið - 01.12.1968, Qupperneq 35
lyst á kvöldmatnum og þegar hann fann
að illskan var að ná undirtökunum, rauk
hann út og skellti á eftir sér. Lengi, lengi
gekk hann um göturnar hamstola af reiði.
Hann sá fyrir sér fröken Elínborgu, mjóir
fætur innan í ljósum ísgarnssokkum og
svo harpan, logagyllt. Ja, — þessi Trabant-
bíll ætlaði að verða þeim dýrkeyptur. 1
mörg ár hafði hann lagt hart að sér til
þess að komast yfir íbúð og nú var svo
komið, að hann gat hvergi tyllt sér nema
á einhvern valtan eldhúskoll. Þetta hugs-
aði hann og gekk áfram, en tíminn flaug
hjá. Þegar hann kom heim aftur var harp-
an hljóðnuð og eiginkonan komin í bólið.
Hún var að lesa í bók eins og fyrri daginn.
„Bara nú rólegur," hugsaði Dabbi um leið
og hann klæddi sig í náttfötin.
„Hvar hefur ÞÚ verið?“ spurði konan.
„Rólegur nú,“ sagði hann við sjálfan sig,
,,rólegur.“
„Ég er að tala við þig,“ sagði konan og
skellti aftur bókinni. Það vissi á illt, en
hann var þrjózkur og anzaði ekki. Þegar
hann var kominn upp í slökkti hún ljós-
ið. í myrkrinu hófust þessar smáskærur,
sem hún hafði náð svo einstakri leikni í.
Fyrst gaf hún honum örlítið trukk með
hælnum, óvart. Svo leið góð stund, augn-
lokin tekin að síga. Þá setti hún rassinn
í hann, ósköp nærgætið og kvenlega, en
nóg til þess að hann glaðvaknaði. Það var
augljóst, að hún ætlaði að beita hann
svæsnustu fantabrögðum og því ekki um
annað að ræða en hrökklast fram. í fyrstu
ætlaði hann að sitja uppi við í eldhúsinu, en
svo datt honum snjallræði í hug. . . Bað-
kerið. Þar gæti hann lagzt fyrir. Hann
sóttí sængina sína og' kodda. Svo þurrkaði
hann bleytuna úr baðkerinu, skreið upp
í og breiddi ofan á sig. Þarna lá hann í
hnipri og í krómaðri sturtunni grillti hann
andlit sitt, toginleitt og afskræmt eins og
í spéspegli, en honum var ekki hlátur í
hug. Kulda lagði úr baðkerinu og hann
reyndi að hugsa jákvætt og flæma þannig
myrkrið úr sálinni. Það var nú til að mynda
Trabantbíllinn. Hann myndi færa þeim
hjónum mikla og djúpstæða hamingju.
Næsta sumar gætu þau farið í langar öku-
ferðir, kannski út á Seltjarnarnes eða suð-
ur í Fjörð. Nú, og svo var það banka-
bókin. Það var notalegt að vita af henni
undir dýnunni í hjónarúminu og ekki laust
við að legði straum þaðan. Þessi bók var
nánast eini fasti punkturinn í veröldinni,
fannst honum, annars var allt á hreyfigu,
jafvel þræl járnbent steinhúsið. Þetta hugs-
aði hann og sem snöggvast sá hann fyrir
sér hitt fólkið í blokkinni. Hver vísitölu-
fjölskyldan upp af annarri að bylta sér í
rúminu, til og frá eins og eftir taktmæli.
Spara og spara, tikk-takk, spara og spara,
tikkitti-takk, tikkitti-takk. En allt í einu
heyrði hann umgang frammi.
„Mikið var, að hún lætur í minni pokann,“
hugsaði hann, „bezt hún fái að dekstra mig
í þetta sinn.“ Það var tekið í húninn og
dyrnar opnuðust.
„Guð minn góður,“ var kallað fyrir aftan
hann og það var ekki rödd eiginkonunnar.
Bláíær vatnsdropi lak úr krananum og
hvarf í niðurfallið og Dabbi hefði helzt
viljað fara sömu leið.
„Ætlið þér að dveljast þarna lengi?“ sagði
fröken Elínborg og hann hélt að rödd
hennar myndi kljúfa hann í tvennt, þann-
ig var hún, háskalega skræk og illþyrmis-
leg.
„Ekki mjög,“ stundi Dabbi.
„Hvað svona hérumbil?“ Hann skreið upp
úr baðkerinu og hélt sænginni fyrir fram-
an sig, vildi með því verjast augnaráði
hennar.
„Ég er að fara núna,“ sagði hann og ská-
skaut sér framhjá henni.
„Ekki nema það þó,“ sagði fröken Elín-
borg, ,,að þurfa að reka heimilisfólkið upp
úr baðkerinu svona um miðja nótt... Ég
vona að það eigi ekki eftir að endurtaka
sig,“ bætti hún við og skellti á hann hurð-
inni. Dabbi ríghélt í sængina og honum
fannst náttbuxurnar vera að síga niður á
hæla. Þegar hann hafði jafnað sig eilítið
rauk hann inn í svefnherbergi. Konan
hafði kveikt á leslampanum og sat uppi
við.
„Ja-ja, sérðu nú eftir að hafa verið að
stökkva upp á nef þér?“ sagði hún drjúg
með sig.
SÍM AB LAÐIÐ