Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 12
12 LAUCARDAGUR 3. DESEMBER 2005 Fréttir DV Dýrara að eiga hund Gjaldskrá vegna hunda- halds í Árborg árið 2006 hækk- ar um 23 pró- sent á næsta ári vegna viðvarandi halla í málaflokkunm. „Er þetta sú hækkun sem þarf til að um- sýsla með hundahaldi standi undir sér,“ segir landbúnaðarnefnd Arborg- ar og bendir á mikinn kostnað við hundaeftirlit. Þorsteinn G. Þorsteinsson sem er í minnihluta í nefndinni sagðist furða sig á hækkuninni. „Ég óska eft- ir að það verði upplýst hvernig kostnaðarhlutum í eftirlitsgjaldi skiptist," bók- aði Þorsteinn og hvatti til hagræðingar. Skurðstofan alltaf opin Guðjón Hjörleifsson, þingmaður sjálfstæðis- flokksins og fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyj- um, segir íbúa þar geta vel við unað með ijár- styrki á fjáríög- um. Þetta segir Guðjón í samtali við fréttablaðið Vaktina í gær. „Það tekur oft tíma að koma nýjum liðum inn í fjárlög. „Þetta gekk mjög vel að mínu mati í ár," segir Guðjón og nefnir meðal annars tíu milljóna króna aukaframlag til að tryggja 24 tíma rekstur skurðstofu í Eyjum. Níræður gef- urtrélista- verk Aibert Ríharðsson og Ríkharður Ingibergsson hafa boðið Fjarðabyggð að gjöf 40 trélista- verk eftir Ríkharð. Magni Kristjáns- son lagði til við bæjaráðið að gjöfin yrði þegin og var það samþykkt. Ríkharður er 93 ára. „Hann var giftur konu frá Nes- kaupstað. Einu kvaðirnar sem fylgja gjöfinni sem tel- ur 40 verk eru að þeim verði komið fyrir á viðeig- andi stað og sýndur sómi,“ sagði Magni. Menningar- nefnd sveitarfélagins hefur verið falið að ganga frá málinu. Samkvæmt nýrri rannsókn bresku hafrannsóknarstofnunarinnar lítur út fyrir að Golfstraumurinn dvíni með kólnandi veðri i Evrópu. Hitastig á íslandi og í Norð- ur-Evrópu gæti lækkað um nokkrar gráður og þar af leiðandi leitt af sér ástand líkast isöld. ■s. Kaldara á fslandi Ef Golfstraumurinn veikist meira verður hitastig um 2 gráðum iægra. sökkva niður í djúpið og ýta undir að heitur sjór að sunnan færist norður. Líkur benda því til að á meðan hitastig í heiminum hækki og bræði jökla og ísinn á norðurpólnum muni lofthiti í Evrópu minnka. Bresku vísindamennirnir segja að fr ekari rannsóknir þurfi á Golfstraum- inum til að niðurstöðumar gefi glögga mynd af því sem koma skal. Þó séu óteljandi breytur sem beri að taka tillit til - til dæmis aukningu koltvísýrings í lofthjúp jarðar. Kuldi í Evrópu Héðinn Valdimarsson sjávarfræð- ingur hjá Hafrannsóknarstofnun dregur úr spá Bretanna. „Okkar rannsóknir hafa ekki sýnt fram á minnkandi Golfstraum," segir Héðinn. „Ef eitthvað er hafa þær sýnt fram á hið gagnstæða.“ Héðinn segir þó enga ástæðu fyrir fslendinga að hætta við að byggja hús niðri við sjó og flytjast á fjöll upp. „En ef þetta er rétt hjá þeim mun verða kaldara héma," segir Héðinn. Hann bendir þó á að hringrás sjávarins sé stórfengið ferli sem taki hundmðir ára. Því sé nauðsynlegt að rannsaka málið frekar til að draga skynsamar ályktanir í kjölfarið. anna og norður til okkar,“ sagði Magnús en þetta er einmitt það sem Bretamir segja vera að gerast. Einnig ber að hafa í huga að ef ís pólanna bráðnar veldur það því að neðstu byggðarlög landsins em í hættu. Hlýr sjór úr Karíbahafi Golfstraumurinn liggur meðfram austurströnd Bandaríkjanna og send- ir hlýjan sjó úr Karíbahafinu norður. Hann skiptist í tvennt suðvestur af ís- landi þar sem hluti hans kemur að ströndum íslands á meðan hinn fer til Evrópu. Ástæða minnkunarinnar er rakin til lægra saltmagns þess kalda sjós sem kemur frá norðurpólnum og fer suður með vesturströnd Grænlands. Lægra saitmagn þýðir lægri eðlis- massa og því nær kaldi sjórinn ekki að Magnús Tumi Hjá Háskóla Islands. Héðinn Valdi- marsson Hjá Haf- rannsóknarstofnun. Breskir vísindamenn hafa fundið sannanir fyrir því að töluvert hafi dregið úr krafti Golfstraumsins. Segja það leiða til mikilla kulda á fslandi, í Skandinavíu og Norður-Evrópu. Vísindamenn- irnir, sem vinna hjá bresku hafrannsóknarstofnuninni, segja loftlagsbreytingarnar og hækkun hitastigs í heiminum tilkomn- ar vegna gróðurhúsaáhrifanna. Golfstraumurinn ræður miklu um hitafar á íslandi og nágrannalöndum okkar. Án hans væri hitastig hérlendis töluvert lægra, bæði í sjó sem í lofti. Samkvæmt vísindamönnunum er Golfstraumurinn á undanhaldi og gæti hitastigið lækkað á nokkmm ára- tugum. Þessar niðurstöður vekja mikla athygli út um allan heim enda nýtur breska hafrannsóknarstofnunin mikillar virðingar. Norðurland kólnar Vísindamenn hjá Hafrannsóknar- stofium íslands draga heldur úr spá Bretanna en segja þó að möguleikinn sé fýrir hendi. Niðurstöður rannsóknar þeirra eru þær að Golfstraumurinn sé um 30 prósent veikari en hann hefur verið um árabil. Hraði minnkunarinnar hefur einnig valdið vísindamönnum áhyggjum en þeir eru þó ekki vissir um að það eigi eftir að slokkna algjör- lega á straumnum. Samkvæmt spánni má gera ráð fyrir þvi að á næstu áratugum verði lækkun hita vart á og við Norðurland. Einnig myndu fiskar eins og þorskur- inn leita í hlýrri sjó. Kvikmynd á réttri braut Svipuð umræða þessari komst í hámæli fyrir rúmu ári síðan. Þá var frumsýnd bandaríska kvikmyndin The Day After Tomorrow, sem byggði á svipuðum vísindalegum grunni og ,Vl>««*nbKU. HrraJb&tbnir ANEKKAS .comj «113 í iiiTvntN tlnit uvirm l uroju mtii índ QBHnews WadnMday, 30 Novembar 2005; 16:53 GKT Ocean chanqes ’will cool Europe' Heimsfrétt Tiðindin vekja athygli út um allan heim. mælingar bresku hafrannsóknarstof- mmarinnar. „Þessi atburðarrás sem myndin byggir á, að það verði hlýnun á jörð- inni vegna gróðurhúsaáhrifa sem leiðir til bráðnunar jökla, er eitthvað sem við virðumst vera að horfa á núna,“ sagði Magnús Tumi Guð- mundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Islands, í kjölfar frumsýn- ingar myndarinnar. „Af því leiðir að mikið ferskvatn kemur í úthöfin og eitthvað af ísjökum vegna þess að pólamir byrja að broma. Ferskvatnið getur myndað lag ofan á sjónum vegna þess að það er léttara og þannig getur sloklóiað á Golfstraumnum sem flytur varma meðfram austurströnd Bandaríkj- LEIKIR HELGARINNAR LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 15.00 Liverpool - Wigan (b) 15.00 Bolton - Arsenal EB2 (b) 15.00 Newcastle - Aston Villa EB3 (b) 15.00 Tottenham - Sunderland EB4 (b) 15.00 Blackbum - Everton EB5 (b) 17.15 Man.Utd - Portsmouth (b) SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 16.00 Charlton - Man.City (b) MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 20.00 Birmingham - West Ham lb) ISLANDSMETI DESEMBER Á TÍMABILINU 3. DESEMBER TIL 4. JANUAR SYNUM VIÐ YFIR 60 LEIKI í BEINNI ÚTSENDINGU í ENSKU ÚRVALSDEILDINNI TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT í SÍMA 800 7000, Á WWW.ENSKUS EÐA í NÆSTU VERSLUN SÍMANS. EHSHI1 B O L T I N ICELANDAIR AK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.