Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 Helgarblað DV Björg Long og Ragnar Rögnvaldsson eru falleg hjón. Þau eiga og reka bak- aríið Bakarinn á hjólinu í Álfheim- um. Helgarblaðið sótti þau heim þar sem mikið var hlegið og jafnvel tárast á köflum þegar góðverk voru rædd. „Undirbúningur fyrir jólin hefst um miðjan nóvember hjá okkur. Þá erum við að leggja í enskar ávaxta- kökur og þýsku stollenbrauðin," svarar Ragnar bakari með meiru og bætir við að undirbúningurinn sé langur. „Við leggjum áherslu á þetta hefbundna öll jól hjá okkur. Enska ávaxtakakan, þýsku stollenbrauðin og um tíu tegundir af gómsætum smákökum." Björg kinkar kolli og bætir við að í ár hafi þau ákveðið að bjóða upp á ósteikt laufabrauð. „Laufabrauðið hefur fallið í góðan jarðveg. Fólk kaupir það ósteikt og steikir það sjálft heima." Aðspurður hvort laufabrauðið sé virkilega eins auðvelt viðfangs heima í eldhúsi og hjá fagmanninum segir Ragnar: „Það er ekkert mál að skera það út með hníf eða laufabrauðshjóli. Þá getur fólk skorið út sína eigin stafi. Palmín-feitin er einfaldlega hituð þar til hún byrjar að sjóða. Síðan er laufa- brauðið steikt en það er eldsnöggt að steikjast. Svo snýr maður því við,“ segir hann og fullvissar blaðamann um að margar ömmur og mömmur kunni á þetta. „En við leiðbeinum vissulega fólki ef og þegar spurningar varðandi baksturinn vakna." Rækta hvort annað að loknum vinnudegi „Björg minnir mig á að ræða ekki um bakaríið og mál sem tengjast því þegar ég kem heim úr vinnunni," við- urkenrúr Ragnar þegar við spyrjum hann hvernig það sé að vinna saman og búa saman. „Við tölum um rekst- urinn niður frá en þegar við erum heima einbeitum við okkur að böm- unum og okkur," segir hann og Björg brosir fallega. „Björg kann að rækta ástina og minnir mig á það," segir hann einlægur. Jólin hefjast hjá Hjálpræðishernum „Mér finnst jólin vera að byrja þegar ég loka bakaríinu á aðfanga- dag," segir Ragnar en hann vinnur alltaf á aðfangadag. „í lok dagsins fer ég alltaf ár hvert með afgangana úr bakaríinu niður í Hjálpræðisherinn. Ég er kominn þangað um klukkan hálftvö. Þar fæ ég rosalega góðar móttökur. Fer þangað með splunkúnýtt brauð með súpunni," segir Ragnar og bætir við að á Hern- um sé kærleikurinn sannarlega að verki. „Á leiðinni heim er vinnan búin og ég búinn að gera eitt lítið góð- verk. Þá hlýnar mér um hjartaræt- urnar og spila lagið „Driving home for Christmas" með Chris Rea. Þá em jólin komin. Þá bíður mín tveggja daga frí með íjölskyldunni minni." elly@dv.is Okkar metnaður... þinn styrkur Rope Yoga Líkamsrækt magi - rass - læri Body Combat/Body Step Fitness box Kennari: Svava S. Svavarsdóttir Body Step skemmtilegur tími á pöllum f takt við hressilega tónlist. Eykur þol og styrkir rass og læri. Mjög líflegir og skemmtilegir tímar. Body Combat eru hressir og líflegir tíma sem hafa slegið í gegn. Blanda úr helstu sjálfsvarnar íþróttum einsog karate, kickboxi og Tae Kwando í takt við orku- mikla tónlist. Tekur virkilega á og stuðlar að aukinni samhæfingu, auknu þreki, auknum liðleika og styrk. Tímar: Þriðjudags- og fimmtudagsmorgnar kl. 6:05-7:05 Kennari: Ásta Björg Ásgeirsdóttir Hraðir tímar. Sippað og boxað í takt við hraða tecknó-tónlist. Fitubrennsla og styrking. Tímar: þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18:30-19:30 Kennari: Birgir Birgisson “Rope Yoga er kerfi vellíðunar og þjálfu- nar sem tekur beint á gagnkvæmum tengslum líkama og hugar. Hugsanir og gjörðir falla saman við heimspeki og iðkun til að skapa verundarástand sem eflir lífsfyllingu og hamingju. Að sama skapi þá sameinar Ropeyoga öndun, hreyfingu og hugsun. Þessi sameining öndunnar og hreyfingar hefur þrek og heilsu upp í nýjar hæðir og iðkendur sjá sjálfa sig í nýju Ijósi og öðlast þar af leiðandi mátt til að skapa nýjan og gjö- fulan veruleika.” Sbr. Guðni Guðnason http://www.ropeyoga.is Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 20-21 hefst 29. nóv. Kennari: Guðfinna Tryggvadóttir Upphitun í 10-15 mín. þá annaðhvort á gólfi eða á pöllum. Styrktarþjálfun í 40 mín. þar sem áherslan er lögð á kvið, rass og læri. Notuð eru handlóð, teygjur og eigin líkamsþungi í æfingunum. Vöðvateygjur og slökun í 5-15 mín. Tíminn hentar öllum aldurshópum. Þú vinnur í takt við þinn líkamsstyrk og þína getu. Kennarinn leggur sig fram við að sinna því. Ktá*»l0 Mánaðarkort, frá Verð 15.690 tá « f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.