Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 Fréttir DV Ólafur Geir Jonsson Ólafur Geir er hress og mikill vinur vina sinna. Hann er á lausu og það er ávallt stuð í kringum hann. Hann er skapstór og hugsar stundum ofmikið um útlit- ið. Hann þyrfti að læra að strauja og vaska upp. „Hann Óli Geir er mjög hress og skemmtilegur strákur. Hann er mikill vinur vina sinna og ávallt hægt að treysta á hann. Það er líka hægt að treysta á Óla Geir i gott flipp. Hann er mjög metnaðargjarn eins og kemur bersýnilega I Ijós I sjónvarpsþættinum hans Splash og hann vill öllum vel. Hvað gallana varðar þá á hann til að taka sér ofmikið fyrir hendur en nær oftast að klára öll sín verk- efni. Hann er líka náttúruleg Ijóska." Jóhann Davíð vlnur. „Óli Geir er rosalega góður og traustur vinur. Það er hægt að treysta á það að það sé ávallt stuð I kringum hann en það er mjög gaman að vera með stráknum. Hann er líka duglegur og klárar ávallt það sem hann tekur sér fyrir hendur fyrir utan skólann kannski. Hann er hugsar mikið um útlitið en það gæti llka hinsvegar verið galli. Ég á það til að þurfa að bíða svo mikið eftir honum á meðan hann gerir sig til á kló- settinu. Hann er skapstór og kannski offljótur upp." ÁrniÞór Armannsson. tyrrverandi sam- starfsmaöur og vinur. Til að byrja meðerhann nátt- úrulega fucking herra Island. Fyrir utan það þá er hann er vinur vina sinna og elskar alla. Strákur- inn er á lausu og á mjög góðan bróðursem er fyndinn og gáfaður. Óli Geir elskar alla, bæöi konur og karla. Hann getur verið skapstór og morgunfúll og hatar að hlusta á bróður sinn spila á gítarinn. Hann þyrfti að læra að strauja og vaska upp. Það þyrfti llka aö senda hann I húsmæðraskól- ann. Jóhann Þór Jónsson, bróöir og sam- starfsmaöur. ólafur GeirJónsson er fæddur 23. maí áriö 1985. Hann er nýkrýndur herra ísland. Hann er meö sjónvarpsþáttinn Splash á Sirkus en hann ásamt bróður sínum stofn- aöi fyrirtæki í kringum vefsjónvarp sem þeir settu á stofn fyrir nokkru siðan. Hann æfir körfubolta og stundar nám viö Fjölbrauta- skóla Suöurnesja. Lögreglan í stuði reÆ Keflavík w var við eftirlit á skemmti- „Jjmmk stað í bænum í f'yrrakvöld 'M þegar grunur kom upp um *l|s að einn gestanna væri með fíkniefni á sér. Við leit á manninum fannst bútur af meintu hassi sem lagt var hald á. Lögreglan hefur undanfarna daga handtek- ið fjöldann allan af fólki og gert nokkrar húsleitir í því sem virðist fíkniefna „rassía" þar í bæ. Um dag- inn handtók lögreglan í Keflavík karlmann sem var með 170 grömm af meintu hassi í íbúð sinni. Gullmiðanum var útbýtt í gær og eru útgefendur vægast sagt misánægðir með nið urstöður dómnefnda. Jóhann Páll Valdimarsson á JPV óttast að verðlaunin verði marklaus, Snæbjörn Valdimarsson á Bjarti ætlar að bíta í hið súra epli en i Eddu valhoppa menn um ganga. Jóhann Páll Valdimarsson Ekki spurningin um hversu margar bækur forlagsins eru á lista heldur að þarséu verðug- „Jájá, auðvitað. Neinei, það er ekkert hægt að vera að væla yfir þessu. Auðvitað hefði ég viljað fá fleiri inn. En það er bara svona. Maður þarf að bíta í þetta súra epli,“ segir Snæbjörn Arngríms- son formaður Félags íslenskra bókaútgefenda og forleggjari á Bjarti um tilnefningar til hinna íslensku bókmenntaverðlauna: Gullmiðann. Sannarlega eru þeir misánægðir útgefendur eftir að Gullmiðanum var útbýtt í gær í beinni útsendingu Kastljóss Ríkissjónvarpsins. Snæ- björn lét þess svo getið í DV fyrir skemmstu að allt undir þremur til- nefningum yrðu sér vonbrigði. Bjartur hlaut aðeins eina tilnefn- ingu. Má því búast við að einhver styr standi um Gullmiðann en í fyrra varð allt brjálað. Fór Eiríkur Guð- mundsson útvarpsmaður fyrir mikl- um óánægjukór sem gaf lítið fyrir Gullmiðann. Enginn rithöfundur vildi mæta upp á von og óvon Fyrirfram ætlaði félag bókaútgef- enda að boða breiðan hóp rithöf- unda til leiks í Kastljósið og var hug- myndin sú að þeir mættu þar upp á von og óvon. Blaðamaður DV var því á staðnum spenntur að sjá hverjir myndu láta sig hafa það að mæta. Hann var hins vegar merkilega þétt- ur hópur rithöfunda sem kom og var ekki að greina neitt óöryggi þeirra á meðal. Við eftirgrennslan kom á daginn að bókaútgefendur höfðu runnið á rassinn með að boða rit- höfunda í óvissuna. Snæbjörn stað- festir það: „Nei, sú hugmynd Kast- ljósmanna gekk ekki upp. Þetta mætti gríðarlegri andstöðu meðal rithöfunda." Hvar er Stóra orðabókin? „Ég hef svo sem ekki mikið um tilnefningarnar að segja. Þetta er val þriggja manna nefndar með mis- munandi skoðanir og málamiðlan- ir,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson á JPV. Jóhann Páll reynir ekki að þykjast kátari en hann er með nið- urstöðuna. „Ég hef í gegnum tíðina aldrei verið með neinar fyrirfram vænting- ar um tilnefningar en tvisvar hef ég þó ekki verið í vafa um að bók yrði tilnefnd en svo varð ekki í hvorugt skiptið. Það var annars vegar Orða- heimur eftir Jón Hilmar Jónsson sem ekki var tilnefnd þegar hún kom út og það er mér enn hulin ráð- gáta hvernig hægt var að sleppa henni. Eins var það í ár. Ég var ekki með neinar vangaveltur um hvaða bækur yrðu tilnefndar en taldi raun- ar sjálfgeflð að afrek Jóns Hilmars, Stóra orðabókin um íslenska mál- notkun, yrði tilnefnd en svo varð ekki.“ Jóhann Páll segir bókmennta- verðlaunin einskonar samkvæmis- leikur útgefenda og ekki nema gott eitt um það að segja verði það til að vekja athygli á bókum en óttast að leikurinn verði marldaus gangi hann í berhögg við það sem eðlilegt má teljast. Aðspurður hvort Eddan megi ekki teljast ótvíræður sigurvegari Gullmiðans segir Jóhann Páll ekki spurt um hversu margar bækur ein- stakir útgefendur eigi á listanum heldur að verðugar bækur rati inn á Huldumenn stíga fram Þeir stigu loks fram í dagsljósið á fimmtudagskvöld, huldumenn- imir f nefndunum en tvær þriggja manna dómnefndir völdu verldn sem tilnefnd vom. Úr flokki fræði- rita og bóka almenns efnis skip- uðu: Árni Bergmann formaður, Páll Björnsson og Guðfinna S. Bjarnadóttir. Nefndina í flokki fagurbókmennta skipuðu: Hrefna Haralds- dóttir formaður, Kristján Árnason og Þóra Arnórs- dóttir. Nú mun þriggja manna lokadómnefnd taka við og velja eina bók úr hvomm flokki. Forseti íslands af- hendir verðlaunin í byrjun næsta árs og skipar for- mann lokadómnefndar sem er Dr. Herdísi Þorgeirsdótt- ur. Með Herdísi í lokadómnefnd sitja formenn dóm- nefndanna tveggja. hann. „En ég hef ekki lesið þessi verk og vil engan dóm um þau fella.“ Gleðidagur í Edduhúsi „Við hjá Eddu emm ákaflega ánægð. f skýjunum yfír þessum til- nefningum. Glöð að fá svona margar góðar bækur frá okkur tilnefndar. Bæði skáldsögur og rit almenns eðl- is. Þetta er óneitanlega gleðidagur hér í Edduhúsi," segir Kristján Bjarki Jónasson og leynir hvergi ánægju sinni. Kristján nefnir að Rokland Hall- gríms og Sólskinshestur Steinunnar hafi fengið afbragðs dóma og sama megi segja um Jón Kalman. „Við vit- um að við erum sterk í almennu deildinni og gerðum ráð fyrir því að fá tilnefningar þar. En í bókmennta- deildinni veit maður aldrei, þar er aRt óráðnara." í fýrra urðu feilcilegar deilur um Gullmiðann en Kristján býst ekki við svo hatrömmum deilum nú. „Aðal- lega var það einn maður, Eiríkur Guðmundsson, sem hafði heilan miðil undir sig til þess að viðra óá- nægju sína. En vel má vera að mönnum flnnist halla á einhvern núna. Það sem var leiðinlegt í fyrra var að umræðan gerðist subbuleg, útgefendur voru sakaðir um að vera með lélegar bækur og nefndarmenn um að geta geta ekki tekið ákvarðan- ir. Erfiðara verður að halda því fram núna.“ Óvíst um uppþot Nefndur Eirfkur tilheyrir bók- menntahópi sem nefndur hefur ver- ið Bjartsklíkan. Þar er höfðuðpaur Snæbjörn sjálfur. „Ég held að Eiríkur sé sestur á friðarstól. Ég sé heldur ekki á hvaða vettvangi uppþotið ætti að vera. Á Kistunni? Blaðinu? Ég veit að fólk talar um það á götum úti að sumt komi þarna á óvart. En ég veit ekki hvort einhver ætlar að fara að gera mikið mál úr þessu," segir Snæ- bjöm. Snæbjörn segist geta nefnt alla útgáfuröðina aðspurður um hvaða bækur hann vildi hafa séð tilnefndar til Gullmiðans. „Mér hefði ekld þótt skrítið að sjá Jón Hall þarna inni með Krosstré. Eða Sjón með Argóar- flísina. Það hefði ekki komið mér á óvart. Jújú, ég býst við því að ein- hverjir séu spældir. Og einhverjir eigi eftir að kvarta. Ég er viss um það. En við höldum friðinn hér á Bjarti." Snæbjörn vill sem sagt una nið- urstöðunni og tekur nú til við að líma sem mest hann má þennan eina gullmiða sem Bjartur fékk á bók Jóns Kalmans. „Alltaf gaman að líma." jakob@dv.is „Jújú/ ég býsivið þvi að einhverjirséu spældir. Og einhverjir eigi eftir að kvarta. Ég er viss um það. En við höldum friðinn hér á Bjarti" Gullmiðahafar Ekki bára munar um það fyrir höfunda að fá Gullmiðann á bók sína í slagnum um sæti á sölu- listum heldur keppa þessar tíu bækur um verðlaun upp á 750 þúsund krónur. AIls voru lagðar fram af útgefendum 82 bækur, 45 í flokki fagurþókjnennta og 37 í flcikki bóka alm'enns efnis. For- lögin leggja með hverri bók um 25 þúsund þannig að fýrirbærið stendur að mestu undir sér sjálft á þann veg. Fræðirit og bækur almenns efnis: Ég elska þig stormur eftir Guðjón Friðriks- son. Edda útgáfa. Fuglar í náttúruís- lands eftir Guðmund Pál Ólafsson. Edda útgáfa. íslensk tunga I-III eftir Guðrúnu Kvaran, Höskuld Þráinsson og Kristján Árnason. Edda útgáfa. Jarðhitabók eftir Guð- mund Pálmason. Hið íslenska bókmenntafélag. Kjarval, aðalliöfundur Kristín Guðnadóttir. Nesútgáfan. Fagurbókmenntir Hrafninn eftir Vilborgu Davíðsdóttur. Edda út- gáfa. Rokland eftir Hallgrím Helgason. Edda útgáfa. Sólskinshestur eftir Steinunni Sigurðar- dóttur. Edda útgáfa. Sumarljós, og svo kem- ur nóttin eftir Jón Kalman Stefánsson. Bjartur. Tími nornarinnar eftir Áma Þórarinsson. JPV útgáfa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.