Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 Helgarblað W Morðingi í skáldsögu hét Laxness Halldór Kiljan Laxness kom meö Gull- fossi tii Reykjavíkurfímmtudaginn 25. maí 1961. Þetta vor varhann enn ásamt Gunn- ari Gunnarssyni ísérstökum heiðursflokki listamanna, sem Alþingi veitti 33.200 krónur. Á meöan hann var erlendis, haföi nafnið Laxness verið nefnt í óvæntu sam- hengi. íslensk blöð birtu fréttir afþvíþetta vor, að árið áður hefði komið út í Banda- ríkjunum reyfarinn Danger is My Line. Höfundurinn var Stephen Marlowe, en á bak við hann leyndist Bandaríkjamaður- inn Milton Lesser, sem gaf út 2-3 slíkar sögur á ári. Sagan hefst á því, að sænskur starfsmaður Sameinuðu þjóðanna er myrtur að undirlagi Kremlverja, því að hann er eini maðurinn, sem getur miðlað málum í fískveiðideilu íslendinga og Breta. Bandarískur leynilögreglumaður er sendur til íslands. En með honum fylgist skuggalegur náungi íslenskur, Einar Lax- ness, sem reynist vera leigumorðingi á vegum Kremlverja. Tekst Bandaríkja- manninum eftir miklar raunir að ráða nið- urlögum hans. Þjóðviljinn var hinn versti yfírþví, að Marlowe skyldihafa notað nafn Einars Laxness. En skýringin á því er auð- sæ: Marlowe hefurgluggað ííslenska bók- menntasögu Stefáns Einarssonar og sett nafhið saman úr Einari Benediktssyni og Halldóri Laxness. Til dæmis hét læknir einn í sögunni, sem var kommúnisti og reyndi að drepa fólk afhugsjónaástæðum, Kvaran. Laxness, bls. 262. Vinur Laxness var hommi og njósnari I Moskvu voríð 1954 hitti Lax- ness gamlan kunningja, sem hann hafði kynnst í Rúss- landsferð sinni sum- aríð 1949, kanadíska norræn ufræðinginn John Watkins. Þá hafði Watkins verið starfsmaður sendi- ráðs lands síns, en nú var hann orðinn sendiherra í Moskvu. Hann þýddi þrjár smásögur eftir Lax- ness á ensku ogheim- sótti hann síðar á ís- landi. En þessi virti bókmenntamaður bjó yfír leynd- armáli. Hann var samkynhneigð- ur, sem var þá brottrekstrarsök úr utanríkisþjónustunni, og átti eftir að verða eitt fómarlamb stjóm- málalögreglu Ráðstjómarríkjanna, sem nú var auðkennd með stöfun- um K.G.B. ísendiherratíð sinni í Moskvu 1954-1956 gekk Watkins f gildru lög- reglunnar. Hann varljós- myndaður, þar sem hann naut ásta með ung- um fíugumanni lögregl- unnar í gistiherbergi í borginni. Watkins gekk eftir þetta erinda Ráð- stjómarríkjanna í starfí, en varð aldrei beinlínis njósnarí. Þetta komst ekki upp, fyrr en flótta- menn að austan sögðu frá því, en þá hafði Watkins dregið sig í hlé. Hann viðurkenndi brot sitt 1964, en dó um svipað leyti úr hjartaslagi. Laxness, bls. 133-134. Laxness um borð í Gullfossi Skáldið fór margar ferðir með því skipi. Hér að koma heim eftir að hafa veitt nóbels- verðlaununum viðtöku. Hannes klárar Laxness Nú sér fyrir endann á ævisöguskrifum Hannesar Hólmsteins um Halldór Laxness. Þriðja og síðasta bindið er að koma út og heitir Laxness líkt og hin tvö fyrri hétu Halldór og Kiljan. Hannes hefur víða leitað fanga og í þriðja bindinu eru leiddir fram ýmsir karakt- erar; hommi, njósnari og morðingi í skáldsögu - sem heitir Laxness. Ekki er víst að Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni hafi órað fyrir hvað eftir ætti að ganga þegar hann hóf að rita ævisögu Halldórs Laxness í þremur bindum. Grun- laus gekk hann til skrifta en fyrr en varði logaði allt í málaferlum við ættingja skálds- ins sem óvíst er hvernig enda. Hannes Hólmsteinn hefur þó verið trúr sjálfum sér og lokið verkinu sem aðrir hefðu vafalítið gefíst upp á miðað við viðtökur þeirra sem næstir stóðu viðfangsefninu. Eftir standa nú þrjú bindi með ítarlegum ffásögnum af lífi skálds sem á bækur í öllum bókahillum landsmanna sem eiga eftir að standa þar um aldur og ævi sem vitnisburður um rit- höfund sem náði eyrum þjóðar sinnar. Hér birtast tvö brot úr bók Hannesar; forsmekkur að því sem lesendur eiga von á þegar þeir opna jólapakkana á aðfanga- dagskvöld. ÍUm.BUÐM Sunnuhlíö 12.603 Akureyri s.462-14 Skipholt 21.105 Reykjavík s.552451 Fróbcerir söngvarar Jónsi í Svörtum fötum Allt sungið ó íslensku elgina. - Dreifing: Sími 897 7922 aria@isiandia.is mun órita geisladiskinn í Kringlunni og Smóralind um hi Diskurinn inniheldur meða! annars lögin: Sweet Child of Mine - Guns N'Roses We Are Tlie Champions - Queen Ifs My Ufe - Bon Jovi More Than Words - Extreme Allt er á tjá og tundri - Sálin hans Jóns míi Fjöllin hafa vakað - Bubbi Morthens
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.