Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 23
DV Helgarblað (slandsmeistari í vaxtarrækt Hreinn náði ótrúlegum árangri þegar hann hætti ruglinu og fór að rækta skrokkinn og andann. um, rónana, dópistana og tugthús- limina. Þeir voru hreinustu hetjur í mínum huga. Margir þeirra voru líka mikil hörkutól og unnu eins og ber- serkir milli þess að þeir lögðust í dóp og drykkju." Hreinn lýsir því í bókinni þegar hann og vinir hans kynntust dópinu í fyrsta sinn. Þá voru þeir staddir á veit- ingastaðinn Litla brytanum sem var í sama húsi og Kaffi Austurstræti var síðar. Karlamir sem þar voru fyrir sátu að sumbli en voru að pukrast með pilluglös sem vöktu áhuga Hreins og vina hans. „Við vorum fljótir að koma okkur í kynni við þessa ícarla og mér tókst að verða mér úti um slatta af þessum töflum. Þetta voru prelúdíntöflur, kallaðar „prellar". Lyfið hefur örvandi áhrif líkt og amfetamín, nema hvað áhrifin vara miklu lengur. Hafi vínið verið mér opinberun áður voru þess- ar töflur hreinasta himnaríki. Eftir þetta dugði áfengið aldrei eitt og sér. Við komum okkur í kynni við lækna sem voru ósínkir á lyfseðlana og þeir voru margir. Við fengum ómælt ávís- að á örvandi lyf af öllum tegundum og svo auðvitað róandi til að ná okkur niður. Maður varð lflca fljótlega lunk- inn að ræna lyfseðlum og skrifa bara út sín lyf sjálfiir." Mikil samkennd á bísanum Það fór þó ekki hjá því að lífið á bísanum tæki sinn toll þegar Hreinn fetaði samviskusamlega í fótspor hetjanna sinna og lenti ítrekað í lög- reglunni. „Við Leifur vorum orðnir góð- kunningjar lögreglunnar og þekktir fyrir ofbeldi og glæpi. Ég þurfti oft að sitja inni og taldi mér það til tekna. Inn á milli fórum við bræður á ver- tíðir, meðal annars til Eyja, þar sem við vorum frægir að endemum. Þar eignaðist ég reyndar konu og tvö börn og í Eyjum átti ég mín bestu ár. Það endaði samt með að ég drakk mig út úr sambandinu og skildi kon- una eftir eina með bömin. Mér þykir samt vænt um að Eyjamenn, sem eru frægir fyrir að segja skemmtileg- ar sögur, hafa nú bætt okkur bræðr- um í sagnabankann." Hreinn er gæddur miklum per- sónutöfrum og hann segir glaðlynd- ið og kímnigáfuna meðfædda. „Mér fannst ótrúlega gaman í þessu langa partíi á bísanum. Það rflcti mikil samkennd meðal utan- garðsmannanna, þeir sem áttu eitt- hvað gáfu alltaf með sér. Það þýddi að maður gat oftast gengið að dópi eða víni vísu. Menn fóru túra á sjó og komu hlaðnir góðgætinu í land og öllum var velkomið að deila þessu með þeim. Partíin stóðu á ákveðnum stöðum daga og nætur og ég var undir áhrifum upp á hvern dag. En svo kom að því að veislan var búin.“ Uppgjöf á Arnarhóli Hreinn segist muna upp á dag hvenær þyrmdi yfir hann og hann fann að þetta yrði aldrei aftur gam- an. „Þetta Var í ágúst sumarið 74 þegar við héldum upp á ellefu hund- ruð ára afrnæli íslandsbyggðar. „Sumarið var sérlega gott og ég hafði búið í tjaldi inni í Laugardal þar „Nú eruþetta stór- karlar sem flytja inn efnin, áhættan er mik- il og efnin dýr. Þar af leiðandi erþessi heim- ur miklu harðari." sem fór alveg þokkalega um mig. En þar sem ég sat uppi á Arnarhóli og horfði á flugeldasýninguna fann ég að nú var nóg komið. Vinir mínir voru farnir að tína tölunni, ýmist höfu þeir hengt sig eða dáið vegna lífemisins og mig langaði ekki að taka þátt í þessu lengur." Á þessum tí'ma var Hreinn hættur að geta nærst og var andlega og lflc- amlega í hörmulegu ástandi. „Ég forðaðist að borða því það fylgdu því svo mikil átök. Ásgeir Hannesson pylsusali kallaði stund- um í mig og gaf mér eina, tvær pyls- ur sem ég þáði en það rann alltaf af mér svitinn á eftir. Ég var bara gjör- samlega búinn. Ég var búinn að finna það í nokkurn tíma að þrekið var farið að minnka. Þetta stuð og kæruleysi sem var á mér var ein- hvem veginn farið. Ég varð uppfullur af móral, skíthræddur við lögguna og gat ekki stolið lengur. Umhverfið var lflca að breytast, það var ekki lengur auðvelt að verða sér úti um lyfin, búið að banna prellann og dexann og allt þetta dóp sem við vomm að bryðja. Hættur að þora að stela Ég man einu sinni á þessum tíma að ég vaknaði upp um fjögurleytið um nótt í kjallara í Vesturbænum. Ég hafði skriðið ofan í kjallarann um miðjan dag og sofnað og þegar ég vaknaði var ég blankur og vínlaus og leið hörmulega. Ég rölti af stað og það eina sem gat bjargað mér var að ná í brennivín. í gamla daga hefði ég ekki Deildi þýfi með fórnarlambinu Hreinn hristir höfuðið en getur ekki stillt sig um að segja mér aðra sögu í sama dúr. Þá var hann staddur í Þórskaffi, sem var einn af þeim stöð- um sem liðið á bísanum stundaði, ekki síst til að stela veskjum af fólki. „Það var þama einn nýkominn af sjó með úttroðið veski sem ég stal af honum. Hann var alveg gmnlaus en af því hann hélt hann ætti nógan pen- ing bauð hann fullt af fólki með sér í partí. Ég horfði úr fjarlægð á fólkið raða sér í leigubflana, en skyndilega fóm allir út aftur og vom greinilega að leita að einhvetju. Það var að sjálf- sögðu veskið sem var nú í mínum fór- um. Ég gaf mig fram og bauð mann- inum að lána honum pening og það endaði méð að hann og vinir hans fóm með mér í partí. Ég veitti höfð- inglega alla nóttina og lét manninn fá einhvem pening daginn eftir svo hann kæmist heim. Hann var óskap- lega þakklátur og leit á mig sem sér- stakan velgjörðarmann. Ég .fæ enn hræðilega sektarkennd þegar ég hugsa um þetta." Líf utangarðsmanna harðara ídag Þegar Hreinn gafst upp leitaði hann sér hjálpar á Silungapolli. Hann vill samt ekki ræða of mikið um árin sem hann hefur verið edrú en þau skipta nú tugum. Én allt á það að birtast í annarri bók. Hann er þó að sjálfsögðu eins og nýr maður og segist hafa átt góða ævi. „Ég á fimm börn með þremur konum og er í góðu sambandi við börnin. Eftir nokkur ár edrú fór ég líka að huga að skrokknum á mér og stundaði vaxtarrækt af kappi. Þar náði ég nokkuð góðum árangri og var tvisvar í fyrsta sæti og tvisvar í öðru sæti í íslandsmeistarakeppni í vaxtarrækt. Einu sinn varð ég lflca í öðru sæti í Norðurlandakeppni. Það þótti mér skemmtilegt, langelstur af keppendunum." Þó líf Hreins á bísanum hljómi martraðarkennt segir hann líf utan- garðsfólks í dag miklu harðara og erfiðara. „Ég fann þegar ég var um það bil 25 ára og búinn að vera í þessum bransa í tíu ár hvað unga fólkið sem var að koma inn þá var allt öðruvísi. Ofbeldið var miklu meira og korn- ungar stelpur voru að selja sig fyrir dópi. Nú, tæpum þrjátíu árum síðar, er það enn verra. Við fengum okkar dóp hjá læknum og þetta var ekki svo dýr útgerð. Við seldum kannski pillur af og til á vægu verði, en að- gangur að efnunum var greiður. Nú eru þetta stórkarlar sem flytja inn efnin, áhættan er mikil og efnin dýr. Þar af leiðandi er þessi heimur miklu harðari. Ég hef mikla samúð með þeim sem ánetjast þessum heimi því ég veit auðvitað sjálfur hvað þetta líf verður nöturlegt á endanum." Hreinn segir að hugarfarið skipti öllu máli í þeim árangri sem hann hefur náð. „Það er alltaf von, ég er sjálfur lifandi dæmi um það. En það kostar vinnu og maður verður að til- einka sér nýtt hugarfar." Hreinn hlakkar til að fylgja bók- inni sinni eftir og vonar að hún geti orðið fólki til gleði og vonandi gagns. „Þó ég skrifi þessa bók í léttum dúr fer það ekki fram hjá þeim sem les að þetta er dauðans alvara. Mér finnst lflca að sögur af utangarðs- mönnum þessa tíma eigi heima á bók. Þarna eru margir skemmtilegir og áhugaverðir karakterar sem eiga það skilið að lifa áfram með þjóð- inni." edda@dv.is hikað við að fara einhverstaðar inn og ná mér í peninga en þama var það bara dottið úr mér. Ég þorði ekki að stela. Þegar ég kom niður á Austurvöll sá ég mann sem lá sofandi á bekk og undan frakkanum stóð brennivíns- flaska. Það hefði verið minnsta mál að stela flöskunni og láta sig hverfa en ég gat það einhvem veginn ekki. Maður- inn var lflca með veski á sér og ein- hvem pening en í staðinn fyrir að stela öllu heila draslinu vakti ég hann og sagði honum lygasögu um að tveir menn hefðu verið að eiga við hann og ég hefði hrakið þá í burtu. í þakklæti sínu settist maðurinn upp og deildi með mér flöskunni." Engittjól án þeinra! Þegar íslensku ostarnir eru bornirfram, einir sér, á ostabakka eða til að kóróna matargerðina - þá er hátíð! Dala-Yrja Sígildur veisluostur sem fer vel á ostabakka. Gullostur I Bragðmikill hvitmygluostur, glæsilegur á veisluborðið. OJLL OSTUR Jóla-Yrja Bragðmild og góð eins og hún kemurfyrir eða í matargerð. Gráðaostur Tilvalinn til matargerðar. Góður einn og sér. Höfðingi Bragðmildur hvítmygluostur sem hefur slegið í gegn. Jóla-Brie A ostabakkann og með kexi og ávöxtum. Jólaostakaka tneð skógarberjajyllingu Kætir bragðlaukana svo um munar. Jólaosturinn 2005 “ Sérframleiddur ostur í œtt við Gouda Mjúkur og mildur. Blár kastali Með ferskum ávöxtum eða einn og sér. ' Rjómaostur A kexið, brauðið, í sósur og ídýfur. Hrókur Ljúffengur hvítmygluostur með gati í miðjunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.