Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 14
74 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 Fréttir DV Biskupspassinn Karl Sigur- björnsson flýgur sinar feröir mec diplómatapassa upp á höndina. | Vladimir Ashkenazy Eini heimsfrægi islenski lista■ maðurinn sem ermeð diplómatapassa. I Árni Mathiesen Með passa. [ Jón Krist- jánsson Með passa. Einar K. Guðfinnsson Ekki með passa. Geir Haarde Með passa. Davíð Odds- son Með passa. Eftir þriggja mánaða ferli hefur DV loks borist listi yfir þá ein- staklinga, sem eru handhafar þjónustu- og diplómatískra vega- bréfa. Á listanum eru 452 aðilar, sem flestir starfa fyrir utanríkis- ráðuneytið. Mun fleiri en eru á listanum eiga rétt á að fá bréfin. Sækja þarf sér- staklega um þau og vekur því athygli hversu margir gera það ekki. Það kemur heim og saman við það litla álit sem þeir sem til þekkja hafa á þeim. Snobbvegabréf „Mér er sagt að núorðið séu þau óvíða nokkurs virði - nema þá sem einhver stöðutákn, snobbvegabréf," segir Mörður Árnason alþingismað- ur. Helgi Gíslason, sendiherra og prótókolimeistari í utanríkisráðu- neytinu, segir muninn á þjónustu- vegabréfum og diplómatískum vegabréfum nánast engan. Nema að þau diplómatísku þykja heldur fínni pappír. Handhafar vegabréfanna njóta ákveðinnar fyrirgreiðslu en Helgi segir það þó aðallega vera ef eitthvað komi upp á og þá gagnvart ríkisstjórnum viðkomandi ríkja. „En sumstaðar þykir þetta örugglega meira spennandi en annars staðar. Ég veit ekki hversu gagnlegt þetta er," segir Helgi. Jóhann Benediktsson, sýslumað- ur á Keflavíkurflugvelli, hikar ekki við að leita á fólki með passana. „Hvað íslendinga varðar, þá skiptir okkur engu máli hvort þeir sem hingað koma hafi slfka pappíra. Leitað hefur verið hjá handahafa slíkra passa og þeir ekki sáttir," segir Jóhann. Afhentu ekki listann í september fór DV fram á að fá lista yfir handhafa þjónustu- og diplómatískra vegabréfa sem utan- ríkisráðuneytið gefur út. Málinu var vfsað til útíendingaeftirlitsins, sem vísaði þvf aftur til utanríkisráðu- neytisins. Beiðninni var hafnað og DV kærði utanríkisráðuneytið til úr- skurðarnefndar um upplýsingamál sem heyrir undir forsætisráðuneyt- ið. í höfnuninni var vísað í lög um persónuvernd og meðferð persónu- upplýsinga. Ekki var með góðu móti séð hvernig vegabréfalistinn varðaði persónuvernd og á þeirri forsendu kærði DV ráðuneytið. Helgi Gíslason fór fram á það fyrir hönd ráðuneytis- ins að kærunni væri vísað frá. Úrskurðamefndin tók kæmna til urnfjöllunar og vísaði henni frá- „Þar sem umbeðnar upplýsingar í máli þessu er að finna í rafrænni skrá sem haldin er kerfisbundið, fellur erindið ekki undir gildissvið upplýsinga- laga," stóð í úrskurðinum. Tekið upp á Alþingi Málið vakti athygli Marðar Árna- sonar og lagði hann þann 3. nóvem- ber inn formlega fyrirspurn um lista yfir handhafa passanna á Alþingi, eins og sá listi lá fyrir 1. september. Henni var beint til Geir Haarde ut- anríkisráðherra, sem þurfti að svara innan tíu daga. „Þessi úrskurðarnefhd á ekkert við um þingið. Þingið á að fá þær upplýsingar sem því sýnist. Þetta er úthlutun á gæðum. Stuðst er við ákveðnar reglur og er opinber at- höfn. í lýðræðisríki á þetta að vera öllum opið," sagði þingmaðurinn. Leyndin sem yfir Jistanum hvíldi gaf ástæðu til að ætla að farið hefði verið fijálslega með vegabréfin. „Ég hef í sjálfu sér enga ástæðu til að halda annað en að allt sé með felldu. Ég tel hins vegar að DV og aðrir fjölmiðlar hafi fullan rétt á að fylgjast með þessu. Úr því að utan- rikisráðuneytið færist undan því að svara ykkur mun ég láta á það reyna hvort utanríkisráðherra geri slíkt hið sama og víki sér undan því að svara Alþingi þessu." 452 með passa Fyrirspum Marðar og DV var umdeild og fjallaði Björn Bjamason dómsmálaráðherra um málið á heimasíðu sinni. „Mörður Árnason, þingmaður Samfýlkingarinnar, hefur tekið við af DV að leita að upplýsingum um, hverjir hafi svonefnda diplómata- passa, það er sérstaka gerð vega- bréfa. Eg átta mig ekki á því, að hverju er verið að leita með þessum fyrirspumum DV og nú Marðar á Al- þingi," sagði Björn. Nú í vikunni barst loks listinn og kom þá í ljós að alls em 452 hand- hafar vegabréfanna. „Ég lít svo á að fjölmiðlarnir hafi unnið sigur í málinu," segir Mörður. „Upplýsingar sem beðið var um hafa fengist þó þurft hafi að fara ijallabaksleið að þeim. Mín meining í upphafi var einfaldlega að styðja bón DV sem mér fannst fullkomlega eðlilegt að yrði svarað. Ég átti ekki von á öðm innihaldi en hér er.“ Kemst allra sinna ferða án diplómatapassa Þegar listinn er skoðaður kemur bersýnilega í ljós að ekki allir sem eiga kost á því nýta sér þann mögú- leika að sækja um vegabréfin. Til að mynda hafa aðeins átta þingmenn fengið þjónustuvegabréf. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og þingmaður, hefur til að myúda ekki mikla trú á þessum pössum. „Síðan ég varð þingmaður eða ráðherra hef ég ekki notað slíkt vegabréf, en þó komist allra minna ferða hindrunarlaust og án vand- ræða við landamæri," segir Björn. Og eini maðurinn sem er undir 18. og 19. lið, um heimsfræga lista- menn, er Vladimir Ashkenazy. Nei, enginn Kristján, engin Björk. „Síðan ég varð þing- maður eða ráðherra hefég ekki notað slíkt vegabréf, en þó kom- ist allra minna ferða hindrunarlaust ogán vandræða við landa- mæri." Þurfa enga passa Hæstaréttardómararnir Jón Stemar Gunnlaugsson og Hrafn Bragason eru ekki með neina passa nema þá sömu og sauð- svarturalmúginn. Halldór Ásgríms- son Með passa. klB )► . - - 7t i « VííF*' l — Aðstoðarmennirnir Aðstoðarmenn Islands Bjorn Ingi Hrafnsson og lllugi Gunnarsson eru með diplómatapassa. Illugi er reyndar hættur núna ■m ■assBöSSfflawBaas Rnrkiu Þorvaldsson og Garðar Gísiason eru oll með diplómatapass* "leð Passa Guðmundur Bjarnason, forstjóri Ibuðalánasjóðs, Karl Stemar Guðnason, forstjóri Trygginga- stofnunar rlkisms, og Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró eru með þjónustupassa frá utanríkisráðuneytinu. Með venjulega passa Bogi Nilsson ríkissak sóknari og Ásmundur Stefánsson ríkissátta- semjari eru ekki með dipiómatapassa. , Vigdís Finnbogadóttir Með diplómatapassa sem fyrrverandi forseti ís- lenska lýðveldisins. Halldór Blöndal Fyrrverandi forseti Alþingis er einn afaðal- mönnunum og að sjálfsögðu með dipiómatapassa. Rendi og löggan Haraldur Johannessen rikislog- reglustjóri og Sigurður Þórðarson, yfirmaður Ríkisend , urskoðunar, eru báðir með diplómatapassa. Valgerður Sverrisdóttir Ekkimeð passa. Árni Magnús son Með passa. Sigríður Anna Þórð- ardóttir Með passa. Björn Bjarna- son Ekki með passa. Þorgerð- ur Katrin Gunnars- dóttir Ekki með passa. Guðni Ágústs- son Meðpassa. Sturla Böðvars- son Með passa. Jón Sig- urðsson Seðia- bankastjóri und- anfarin tvö ár en ekki með neinn diplómatapassa 'Mv % 'asssk Birgir ísleifur Gunnars son Vék fyrir Davíð Odds syni en er enn með passa. Finnur Ingólfsson Hætti fyrir þremur árum sem seðla- bankastjóri en er enn með diplómatapassa. Eiríkur Guðnas Seðlabankastjóri með passa. m m Sjö konur og einn karl með þjónustupassa Átta alþingis- menn, Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir, Sólveig Péturs- dóttir, Steingrimur J. Sigfússon, Siv Friðieifsdóttir, Drlfa Hjartar- dóttir, Rannveig Guðmunds- dóttir, Jóhanna Sigurðardóttir og Margrét Frlmannsdóttir eru einu þingmennirnir sem eru með þjónustuvegabréf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.