Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 37
D'V Helgarblað LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 37 Edda Garðarsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir eru leikmenn meistara- flokks Breiðabliks og landsliðsins. Þær voru báðar valdar í lið ársins á loka- hófi KSÍ í október. Þær stöllur ræddu opinskáar og óhræddar um fótboltann, ástina sem blómstrar milli þeirra og hvað það er sem við hin þurfum að huga að ef við viljum í raun og veru ná árangri. „Andlegur styrkur er líka mjög mikilvægur, halda alltaf áfram að berjast - þjálfa hugann í að geta tek- ið á móti hveiju sem er, innan vallar sem utan. Allt getur gerst, hvort sem maður missi sæti í byrjunarliði, hóp, eða sæti í landsliði. Mikilvægt er að hætta aldrei. Erfiðleikar gera mann sterkari og reyndari, og ef maður leggur sig allan fram og er þolinmóð- ur þá fær maður sitt tækifæri." „Mér finnst frábært hversu opið flest fólk er hér á íslandi. Ég hef aldrei fundið fyrir neinum fordóm- um, né verið mismunað út af því að ég er samkynhneigð. Það verður líka frábært ef þetta nýja frumvarp verð- ur samþykkt. Ég tel að við höfum verið ótrúlega heppnar. Það er ekki sjálfgefið að samkynhneigðum sé tekið svona vel. Við bjuggum báðar í Bandaríkjunum í fjögur ár. Það var oft mjög erfitt en ég er mjög þakklát fyrir að geta verið ég sjálf án þess að einhver dæmi mig. Auðvitað er til fólk sem þarf alltaf að sjá neikvæðu hliðamar á öllu, en maður blæs á svoleiðis framkomu með fræðslu og kærleika," segir Ólína og bætir við einlæg og óhrædd að sama skapi við umræðuna: „Við eigum góða vini sem taka okkur einsog við emm. Við emm báðar rosalega lánsamar að eiga frábærar fjölskyldur á bak við okkur, mömmur okkar em sterkar og standa með okkur í gegnum súrt og sætt.“ Framtíðin sýnir stöðuhækkun hjá Eddu og Ólínu í tarotspánni sem Helgarblaðið lagði fýrir þær stöllur í vikunni sem leið og það liggur bein- ast við að spyrja þær hvort takmarki þeirra sé nú náð í fótboltanum. TAROTLESNING „Nei, ekki ennþá. Ólína stefnir á það að stimpla sig vel inn í landslið- ið og spila vel á þeim vígstöðvum. Svo náttúmlega viljum við báðar komast á stórmót, draumurinn er HM, með landsliðinu. Okkkur dreymir um að fara út sem atvinnu- menn einhverrn tímann, kannski í eitt ár eða svo. Það er einstaklings- bundið að hverju fólk stefnir, ég held að stelpur verði að finna innra með sér hversu langt þær ætla sér, og ár- angur er mjög persónubundinn," svarar ÓKna aðspurð hvemig toppn- um sé náð hjá íslenskum afrekskon- um í fótboltanum. „í okkar augum er toppurinn á íslandi tvöfaldur sigur. Það er að vinna bæði ís- landsmeistaratitilinn og bikarinn á sama árinu. Það besta af öllu er að vera valin í landliðið og mesti heið- urinn er að fá tækifæri á að standa sig sem fulltrúi íslenskra fótbolta- kvenna. Hollt að eiga stóra drauma en það geta ekki allir orðið meistar- ar." Marktæk ráð „Hollt og fjölbreytt mataræði, hugsa vel um heilsuna, æfa rétt og vel, setja sér markmið til að standa við þau, og rækta andlegu hliðina til jafns við þá líkamlegu. Mataræði er stór hluti af heifbrigðu líferni, maður verður að passa upp á það númer eitt. Ekki vera í rusli (ruslfæði) því að maður er það sem maður borðar. Sofa vel, og halda sig frá öllum óþverra. Latibær er fínt fordæmi þar. Svo er auðvitað mikilvægt að æfa vel, eða eins og einhver sagði „æfingin skapar ekki meistarann, aukaæfingin skapar meistarann". Það er lrka mikilvægt að taka á því á æfingum og leggja sig alla í hverja æfingu, því það skilar sér að lokum. Líkamlegur styrkur er mikilvægur, það er rosalega mikilvægt að styrkja sig, lyfta rétt og huga að öllum líkam- anum, til að fyrirbyggja meiðsli og til að hoppa hærra, hlaupa hraðar, skjóta fastar, skora meira," segir Ólína og er flugskörp að mati spyrils og gefandi þegar spurð um fótbolt- ann og mataræðið. „Andlegur styrkur er líka mjög mikilvægur, halda alltaf áfram að berjast - þjálfa hugann í að geta tek- ið á móti hverju sem er, innan vallar sem utan. Allt getur gerst, hvort sem maður missi sæti í byrjunarliði, hóp, eða sæti í landsliði. Mikilvægt er að hætta aldrei. Erfiðleikar gera mann sterkari og reyndari, og ef maður leggur sig allan fram og er þolinmóð- ur þá fær maður sitt tækifæri." Traust í stelpnahóp Svakalegar breytingar birtast hérna þegar tarotspÚin eru lögð fyrir þær stöllur. Hvað er í gangi hjá ykk- ur? „Við sjálfar vorum ekki að skipta um lið en nokkrar breytingar hafa orðið hjá Breiðablik. Það er mikil- vægt að allir nái að mynda tengsl inná vellinum og ég held að við get- um gert það með þessum hóp. Traust í stelpnalióp er lykilatriði, og ég held því fram að Breiðablik sé það sterk liðsheild að það sé ekkert sem geti skákað andanum hjá okkur, ekki einu sinni DV. Við höfum 100% trú á því sem við erum að gera, og viljum stuðning frá okkar eigin félagi, og hinum félögunum þegar við förum í Evrópukepnina næsta sumar. Sterkt lið byggist upp á liði, ekki einstak- lingum. Liðið okkar byggist á æfinga- hópnum, fólkinu sem starfar í kring- um hópinn, andinn innan félagsins, stuðningsmennirnir, og trú á því að við getum bætt okkur og náð langt." Samkynhneigðar og ánægðar „Mér finnst frábært hversu opið flest fólk er hér á íslandi. Ég hef aldrei fundið fyrir neinum fordóm- um, né verið mismunað út af því að ég er samkynhneigð. Það verður líka frábært ef þetta nýja frumvarp verð- ur samþykkt. Ég tel að við höfum verið ótrúlega heppnar. Það er ekki sjálfgefið að samkynhneigðum sé tekið svona vel. Við bjuggum báðar í Bandaríkjunum í fjögur ár. Það var oft mjög erfitt en ég er mjög þakklát fyrir að geta verið ég sjálf án þess að einhver dæmi mig. Auðvitað er til fólk sem þarf alltaf að sjá neikvæðu hliðarnar á öllu, en maður blæs á svoleiðis framkomu með fræðslu og kærleika," segir Ólína og bætir við einlæg og óhrædd að sama skapi við umræðuna: „Við eigum góða vini sem taka okkur einsog við erum. Við erum báðar rosalega lánsamar að eiga frábærar fjölskyldur á bak við okkur, mömmur okkar eru sterkar og standa með okkur í gegnum súrt og sætt." Hvað er framundan? „Okkur langar báðar að spila er- lendis einn daginn, með sterku liði og stimpla okkur þannig inn annars staðar en á litlu eyjunni okkar. Þegar upp er staðið er fjölskyldan það eina sem skiptir máli. Við eigum yndisleg- ar fjölskyldur sem hafa reynst okkur ótrúlega vel í alla staði. Annars reyn- um við að lifa lífinu til fulls og njóta þess að vera til. Þetta er rosaleg spurning um tilgang lífsins. Við vilj- um njóta þess að vera til, elska, lifa í kærleikanum, gefa og þiggja, vera með fjölskyldu og ástvinum, og sjá ekki eftir neinu." elly@dv.is S Helgarblaðið spáir I af- rekskonumar Eddu og Ótinu. Framtlð þeirra sýn- ir stöðuhækkun og batn- andi aðstæður hjá þeim. Einnig er augljóst sam- hengi milli iiðan kvenn- anna sem tengist sjálfs- trausti þeirra á persónu- lega sviðinu og ekki siður I sportinu. Þeim er báðum ráðlagt að efast hvorki um framhaidið né frama sinn sem er um það bil að breytast til batnaðar. 2 stafir Náið samband birtist. A þessu stigi málsins er óumflýjanlega komið að þeim tímapunkti varð: andi þær að ákveða hvert skal haldið. Þið hafið augljósiega gengið f gegnum fyrsta stig ykk- ar sambands og þurfið að huga að næsta skrefi. Stafirnir tveir á spili þessu tákna stöðu ykkar og markmiðum sem tengjast óumflýj- anlega ákvörðun þinni varð- andi framtíð ykkar. Skilgreinið betur drauma þína, áætlanir og tilgang f Iff- inu áður en þið ákveðið hvað skal verða. XIII - Breytingar Að baki hugsjóna þess- ara kvenna er vægast sagt mikill kraftur. Þessi kafli er á enda og nýr um það bil að hefjast. Tilefni ertil fagnaðar þegar breytingarnar eiga sér stað. Umtalsverð- ar breytingar munu fyrr en síðar eiga sér stað. Hér eru á ferð- inni breytingar til batnaðar. Brúðkaup, nýtt starf eða fiutningar gætu verið svarið en þið ættuð að muna að breyt- ingar geta verið erfiðar til að byrja með og aðlögunarhæfni ykkar gæti komið sér vel. VII - Stríðsvagninn Þið (Edda og Ólína) hafið nú þegar ákveðið ýkkur hvert þið ætlið ykkurog hvernig þið kjósið að nýta vitsmuni ykkar og tíma. Þið virðist vita hvert þið ætlið ykkur f lífinu og hvernig markmiðum skal náð og ekki sfst hvar tækifærin liggja. Metnað- ur, drifkraftur sem sjaldan sést, og sá eiginleiki og vilji til að ganga ófarinn veg býr greinilega innra með ykkur báðum. Þið eruð færar um að takast á við framtfðina ef þið agið sjálfið með jákvæðu hugarfari og jafn- vægi. Kjarkur einkennir ykkur. *" "" ‘»>111,., Ari Trausti Guðmundsson AriTrausti Guðmunds- ‘ son er 57áraídag. „Maðurinn veitir í ein- lægni og býst við að aðrir geri slíkt hið sama og sú er raunin þegar horft er til framtíðar mannsins. MnsbeÚm (20. jan.-18.febr.) Ef þú ert um það bil að taka einhverri áskorun ættir þú að íhuga vel stöðu þína og taka þér góðan tíma til umhugsunar áður en þú stígur næsta skref og það á vel við helgina framundan. Fiskarnir (19. fetr.-20./nan) Hér er stjörnu fiska ráðlagt að sætta sig við aðra eins og þeir birtast hverju sinni. Lærðu að hugsa fyrst og fremst um eigið sjálf. Hugaðu fyrst og fremst að eigin málum áður en þú skiptir þér að þeim sem þú umgengst. Næstu dagar færa þér stundir sem breyta áherslum þfnum án efa. Hrúturinn (2lwars-l9.april) Aðstæður ýta undir stress hjá þér af einhverjum ástæðum yfir helg- ina. Þú skalt reyna eins og þú mögulega getur að halda ró þinni og standa í báð- ar fætur varðandi skoðanir þfnar og ekki síður tilfinningar þinar. NaUtið (20. april-20. mai) Leyfðu þér að hvilast oftar á áhyggjum sem virðast eiga huga þinn hérna. Þú ert mjög næm/ur og ættir að huga betur að jafnvægi milli sálar, lik- ama og huga. Hér birtist fyrirboði um fullkomið jafnvægi ítilverunni hjá stjörnu nautsins sem geislaraf ánægju og innra jafnvægi. Tvíburamir(2/. maí-21.júnl) Erfiðar uppákomur kunna að birtast þér um þessar mundir en þar er án efa dulbúið tækifæri til að skapa nýj- ar hugmyndir og efla gleði þína og ná- ungans. Búðu þig undir stórt stökk í átt að velgengni kæri tvíburi. faább'm (22. júnl-22.júlí)______ ; Vertu ákveðin/n gagnvart um- hverfi þinu ef þú kýst að njóta farsældar í lífinu. Með ómældri þolinmæði ert þú fær um að styrkja fjárhag þinn til muna og þú ert fær um að hjálpa náunganum ef þú einsetur þér að huga að þörfum annarra. LjÓnið (2ljúli-22. ógiht) Þú ert uppfull/ur af hæfileik- um og mannúð ef marka má Ijónið. Meyjan (21. ágúst-22. sept.) Tilfinningar eru staðreyndir og er fólk sem borið er í heiminn undir stjörnu meyju minnt á þá staðreynd þessa dagana (yfir helgina). Vogin (23.sept.-23.okt.) Leitaðu að þínum sönnu hvöt- um. Hér er einnig komið inná markmið þín og jafnvel áhugamál sem bæta samskipti þ(n og gagnkvæma virðingu í ástar- eða vinarsambandi sem þú ert staddur/stödd (. Mundu að þú hefur fullan rétta á tilfinningum þínum. Sporðdrekinn a4.oia.-21.nivj Hér birtist upphafi þegar stjarna sporðdrekans er skoðuð. Ljúktu við verk sem þú hefur jafnvel látiö sitja á hakanum allt of lengi. Bogmaðurinn(22./j(íi'.-2/.tej Opnaðu huga þinn fyrir sjón- armiðum annarra ef þú tileyrir stjörnu bogmannsins. Og það enn betur en þú hefur tileinkað þér ef þú kýst að afkasta meiru í framtlðinni. Steingeitin (22.des.-19.jan.) Sættu þig við núverandi að- stæður og taktu öllu sem geristmeð réttu viðhorfi án þess að láta skap þitt eyðileggja fyrir þér á nokkurn hátt en þar með breytir þú ábyrgðartilfinningu þinni (einstakan hæfileika til að taka öllu með jafnaðargeði. SPÁMAÐUR.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.