Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 43
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 43 Nei, sagði ég. Ég skildi ekki síð- asta þátt Spaugstofumanna af því ég vissi ekkert um þessa stöð. Ég veit eiginlega meira um fréttastöð Spaugstofunnar. Það trúa þessu ör- ugglega ekki margir. En ef ég ætti að fylgjast nákvæmlega með öllu sem er að gerast myndi ég ekki njóta þess að hafa hætt." Ertu eins pólitískur ogþú varst? „Nei, nei, það er engin pólitík núna, með stórum línum. Allt meira og minna sama tóbakið. Það væri hægt að sameina alla flokkana í ein- um flokki. NATÓ er jafnvel orðið eins konar lögregla, bandalag allra flokka gegn hryðjuverkamönnum. Og svo er að mestu sátt milli borg- arastéttarinnar og þeirra sem voru í kröfugöngunum í gamla daga. Hitt er annað mál að það þarf að hjálpa mörgu fólki, já, það er allt annar handleggur. í þessum póker hafa fáir tekið mikið til sín úr pottin- um. Það er alltaf verið að rífast um hluti sem þarf ekki að rífast um. Og það er oft miklu meira ósætti innan flokkanna sjálfra en milli þeirra." Ertu sjálfstæðismaður engu að síður? „Ég myndi ekki ganga fram fyrir skjöldu eins og ég gerði í kalda stríð- inu. Ég er ekki lengur alveg klár á því hvað er að vera sjálfstæðismaður, en ég treysti vel þeim gömlu samstarfs- mönnum mínum á Morgunblaðinu sem nú standa þarna í brúnni.“ „Ég byrjaði alla daga sem ritstjóri á því að setja upp svuntuna með það að mark- miði að standa mig vel í eldhúsinu." Hanna óþreytt á Matthíasi Hanna, eiginkona Matthíasar er að sjálfsögðu stór hluti af lífi hans. Það þarf væntanlega sterka konu til að búa með svona fyrirferðarmikl- um manni íheilan mannsaldur? „Ég held hún hafi gefið mér meira en ég henni," segir Matthías. Hann hlær svo þegar ég spyr hvort hún sé ekki orðin þreytt á að hafa hann heima öllum stundum. „Spurðu hana. Hún hefur ekki minna að gera en ég, bæði í jólastarfi Vemdar, stjóm sóknamefndar Nes- kirkju og Bamaverndarnefhd Reykja- víkur. Auk þess er hún í stjóm sjálf- stæðisfélags Nes- og Melahverfis. Ég er mikið í Þjóðarbókhlöðunni og á göngu út og suður. Mér finnst Grasagarðurinn í Laugardalnum yndislegur staður og labba þar fram og aftur og sömuleiðis í Nauthóls- víkinni. Þá hugsa ég mikið og leysi ýmislegt sem á hugann leitar. Svo hef ég náttúrlega gefið út bók á hverju ári eftir að ég hætti á blaði allra landsmanna. Ég hef haft tíma og tækifæri tO að ljúka bókum sem ég hef verið með í smíðum lengi. Og forlagið mitt sér í gegnum fingur við mann sem einu sinni skrifaði met- sölubækur en er löngu hættur því og enginn getur grætt á lengur. Hefur ekki leyft að bækur hans séu sendar í samkeppni um fslensku bók- menntaverðlaunin sem eiga víst að vera einhvers konar gæðastimpill. En em þau það? Ég hef mikla fyrir- vara á því. Þau em hins vegar aug- lýsingavæn, svo ég tali nútímamark- aðsmál. Það er fyrir öllu og um það snýst þetta. En ég hef þegið heiðurslaun Al- þingis, það er gott og virðulegt kompaní. Og mildl viðurkenning þótti mér á sínum tíma, þegar á móti blés. En Hanna hefur alltaf verið mjög sjálfstæð kona. Þegar hún var ung rak hún sína eigin hárgreiðslustofu og yngri sonur okkar Ingólfur, lækn- ir í Edinborg og lektor við háskólann þar, sagði ungur stúdent, þegar hann á kvennadegi var spurður um konur og karlrembu að hann þekkti það ekkert því pabbi hans væri laun- þegi og mamma hans atvinnurek- andi!" Aldrei verið sérstök hetja eða karlmenni Er hvötin til að skrifa alltaf jafn- sterk? „Já, ég hef augsýnOega genetfska löngun til að skrifa. Og yrkja." Þarftu þá ekkert að aga þig til skriftanna? „Nei, ljóðskáldið er eins og trén. Fuglarnir ákveða hvenær þau syngja og ég verð eins og aðrir að fara eftir náttúrulögmálum. Ég vinn aUtaf eitthvað á hverjum degi. Ég varð illi- lega veikur í vor, lenti í mOdum ristilskurði, og eftir að ég kom úr honum, spreUlifandi, hef ég verið mjög frjór og haft gaman af að lifa." Matthías var búinn að flnna lengi til en eftir þessa reynslu ber hann ódrepandi virðingu fyrir læknunum sínum og dáist að því hversu færir þeir eru og vel menntaðir. Varstu erfiður sjúklingur? „Nei, það held ég ekki. Ég gerði það sem mér var sagt, enda ástæða til að treysta þessu góða fólki þarna á Landspítalanum. Fyrir uppskurðinn fékk ég ein- hvern kraft af hæðum og kveið ekki fyrir neinu. Ég hefði ekki trúað því að óreyndu að ég gæti farið í gegn- um svona veikindi með því hugar- fari sem ég gerði. Mér fannst það eftirminnilegt þegar einn læknanna sagði við mig: Nú flytjum við þig af þínu teppi yfir á okkar teppi og þá ræður þú engu. Hugsaðu bara um eitthvað sem þú trúir á. Og ég tók því. Ég hef aldrei verið nein hetja eða karlmenni. Mér fannst ég samt vera sæmUegt efni í karlmenni þarna á nýja teppinu á Landspítal- anum." Hugsjónir ekki í tísku Ljóðskáldið býður upp á meira kaffi og þjónninn kemur með cappuccino að þessu sinni. Matthías tekur upp krítarkortið og vill borga strax. „Ég veit þú hefur svo mikla ánægju af að sjá hvernig gengur á þessar fyrningar," segir hann hlæj- andi við þjóninn. Þjónninn gengur kampakátur á brott en við Matthías ræðum örlítið um peninga og hugsjónir. Honum fmnst skorta á hugsjónir í samfélag- inu. „Við erum peningasamfélag. Það er ekki í tísku að hafa hugsjónir og það sem ekki er í tfsku fer í ösku- tunnuna. Peningar eru það sem hugsað er um á íslandi í dag. Það sem hefur breytt fjölmiðlunum hvað mest er að mikOl meirihluti frétta og frásagna er um peninga, peninga- stofnanir og pólitfk um peninga. Það snýst aOt um þessa endalausu pen- inga." Átt þú ekki helling afþeim ? „Ekki heOing, en ég á nóg fyrir mig, þótt ég hafi nú verið launalaus aOlengi. Ég geri ekki ráð fyrir að ég eigi eftir að fara á vonarvöl en ég verð að spjara mig. Það lifir enginn á ljóðlistinni eingöngu, hún er ávísun á fátækt. Þess vegna hef ég unnið að öðrúm störfum aOa mína hundstíð! Og aOtaf greitt mína skatta! Breska skáldið Auden sagði ein- hverju sinni að hann vissi ekki til að Ijóð hefðu nokkurn tíma haft nein áhrif. Ég er að vísu ekki alveg sam- mála þessu vegna þess að ljóðskáld- in í sjálfstæðisbaráttunni íslensku höfðu vissulega áhrif á umhverfið. Nú vantar okkur sjálfstæðisbaráttu. Ef ég ætti að óska íslensku þjóðinni einhvers myndi ég óska henni nýrr- ar sjálfstæðibaráttu sem stæði undir nafni. Eina skiptið sem ég veit til að ljóð hafi komið að raunverulegum not- um var í Japan, skömmu áður en Bandaríkjamenn köstuðu sprengj- unum á Hiroshima og Nakasaki. Það var komið ákaflega Ola fyrir Japön- um, þeim var að blæða út í stríðinu, en ætluðu samt að verja eyjarnar tO síðasta blóðdropa. Þá var Hiroshito Japanskeisara sagt að frænka hans væri farin að bursta tennurnar upp úr ösku af gömlu ljóðabókunum sín- um. Þar komu ljóð að einhverju gagni." „Og forlagið mitt sér í gegnum fingur við mannsem eimismni skrifaði metsölubæk- ur en er löngu hættur því og enginn getur grætt á lengur." Hættir að hræðast langafa Við ljúkum við kaffið og Matthías hefur orð á því að þetta sé orðið ansi langt viðtal. „Þú ert ekki öfundsverð af því að þurfa að vinna úr þessu hrafli. Svo veistu að ég verð að fá að lesa það yfir. Þú manst líka að ég er smá- smugulegur í yfirlestrinum," segir hann glottandi og verður aOt í einu eins og Jack Nicholson í framan. Ég hlæ og þykist engu kvíða. VO samt áður en ég kveð fá að vita eitt- hvað um afahlutverkið. „Það er stórfínt hlutverk," segi^ Matthías. „Ég er lfka orðinn langafi.’' Sonur Brynhildar og Haralds rflcis- lögreglustjóra, nafni minn Matthías, og Saga, kona hans, eignuðust tví- bura sem þroskast mjög skemmti- lega og ég hef mfldð yndi af. Þeir heita Haraldur og Daníel. Þeir eru kraftaverk, þeir voru svo litlir þegar þeir fæddust í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum misserum. Ég sá um dag- inn húfuna annars þeirra sem hann fékk nýfæddur og hún var svona á fuglshöfuð. Nú eru þeir vel gangandi og ég held þeir séu hættir að vera hræddir við langafa sinn." ^ edda@dv.is Notaðirhílar umm Jólin Komdu i Brímborg Jólagjöfin til þin: 40.000 kr. ávísun uppíNokian eða Pirelli dekk hjá Max1: sumar- eða vetrardekk að eigin vali, kaupir þú notaðan bil frá Brimborg. Fjöldi notaðra bíla í sölu á hverjum degi. Veldu bílinn áður en hann selst Smelltu núna. Jólatilbodið gildir aðeins til aðfangadags, 24. desember nk. Smelttu þér á netið - www.brimborg.is - smelltu þér á notaðan bíl hjá Brimborg. Reynsluaktu hjá Brimborg Reykjavík eda Akureyri. Við kaupum af þér gamla bílinn: Staðgreitt. Þú veltir fyrir þér hvemig best er að losna við gamla bílinn. Brimborg kaupir hann af þér staðgreitt* veljir þú bíl frá Brimborg. Þú færð peninginn beint í vasann - eða greiðir upp lánið á gamla bílnum. Þú losnar við allt umstang við að selja og minnkar þinn kostnað. Komdu og skoðaðu notaðan bíl í dag. Komdu í Brimborg - ræddu við söluráðgjafa notaðra bíla um hvernig best er að skipta gamla bílnum uppí notaðan bíl hjá Brimborg. laktubíl bnmborg Öruggur stadur til ad vera á Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | www.brimborg.is * Brimborg greiðir þér gamla bllinn 45 dögum eftir aö uppitaka á gamla bllnum er frágengin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.