Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 Fréttir DV Hafnir tengj- ast netinu íbúar Hafna í Reykja- nesbæ geta loksins tengst internetinu ef marka má bæjarráð Reykjanesbæjar. Á fundi ráðsins í gær var samþykkt að ganga til samninga við Símann um tengingu ljósleiðara og ADSL. íbúarnir í Höfnum hafa lengi verið útundan hvað varðar áform Reykja- nesbæjar en þeir drekka meðal annars lélegt vatn frá Hitaveitu Suðurnesju. Þó er von á að það lagist á næstunni. Fækkar í Eyjum Samkvæmt bráða- birgðatölum frá Áka Heinz í ráðhúsinu í Vestmannaeyj- um heldur íbúum áfram að fækka í Eyjum að því er fram kemur á vefsíðu sunn- lenska.is. Þann 1. desember í fyrra voru íbúar í Eyjum 4.227 en eru samkvæmt bókum Áka 4.184 nú ári síðar og munar þar 43 íbú- um. Áki á ekki von á því að þessi tala breytist mikið en breytingum í þjóðskrá verður lokað að kvöldi 9. desember. Síðustu tólf mánuði eru brottfluttir 263, aðfluttir 209, fæðingar voru 38 og látnir 34. Vilja sjúkra- flugvél Bæjarráð Isafjarðarbæj- ar krefur heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti um tafarlaus skýr svör um það hvort ráðuneytið hygg- ist fara eftir þeirri beiðni ráðsins að staðsetja'sj úkra- flugvél á ísafírði þar til bætt hefur verið úr aðflugsskil- yrðum á flugvöllunum á Isafirði og Þingeyri að því er fram kemur á vef Bæjarins besta, bb.is. Eins og sagt hefur verið frá á vefnum þá verður Þingeyr- arflugvöllur lokaður fram á vor og er fullljóst að ekki verður notast við hann í vetur, hvorki til sjúkraflugs né flugs af öðru tagi. Sonur hjónanna Ólafs Halldórssonar og Láru Maríu Theodórsdóttur hefur náð ótrú- legum framförum eftir að mistök við meðgöngu og fyrir fæðingu hans gerðu hann að 90 prósent öryrkja. Mistökin voru rekin til ófullnægjandi meðhöndlunar, eftirlits og viðbragða starfsmanna Landspítalans. í gær dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur spít- alann til að greiða 24 milljónir í skaðabætur vegna mistakanna. _________ 11 Ólafur og Lára ásamt Halldóri syni sínum Stolt af stráknum og fagna sigrinum. Dæmdar 24 milljónir vegna læknamistaka „Við lítum á þetta sem mikinn sigur,“ segir Ólafur Halldórsson sem í gær vann 24 milljónir í skaðabætur vegna læknamistaka sem gerðu son hans að 90 prósent öryrkja. 13 ár eru síðan sonur Ólafs kom í heiminn á Landspítalanum en röð mistaka starfs- fólks sjúkrahússins leiddu til þess að drengurinn varð fyrir stór- felldu heilsutjóni vegna súrefnisskorts í meðgöngu og fæðingu. Líf Ólafs Halldórssonar og konu hans Láru Maríu Theodórsdóttur gjörbreyttist við fæðingu sonar þeirra. Þau voru sjálfstæðir atvinnu- rekendur á Höfn í Hornafirði en síð- ustu ár hafa þau neyðst að reka tvö heimili til þess að geta sótt þá þjón- ustu sem heymarskerðing og þroskahömlun, Halldórs sonar þeirra, kallar á. Annars vegar heima á Höfn - og hins vegar á sambýli við Sléttuveg í Reykjavík. Landspítalinn varðist af hörku Heymarskerðing og þroskaseink- un Hcdldórs em raktar til ófullnægj- andi meðhöndlunar, eftirlits og við- bragða af hálfu starfsmanna Land- spítalans við meðgöngu og fyrir fæð- ingu hans. Vegna þessa stefndu for- eldrar Halldórs Landspítalanum og kröfðust 70 milljóna króna í skaða- bætur. Ólafur Halldórsson segir að kæmferlið hafi verið fjölskyldunni erfitt. „Þetta var allt mjög þungt í vöfum. Endalausar skýrslutökur sem tóku mjög langan tíma," segir hann. Landspítalinn varðist einnig kæm hjónanna af hörku og neitaði að taka ábyrgð á mistökunum. Greinileg einkenni fóstureitrunar Halldór Ólafsson fæddist í maí 1993. Nokkmm dögum áður en hann fæddist kvartaði móðir hans, Lára María, undan minnkuðum hreyfingum. Hún hafði greinileg einkenni fóstureitmnar. Þrátt fyrir það dróst það á ijórða sólarhring að ljúka meðgöngunni. í dómi héraðs- dóms segir að ónógt og ómarkvisst eftirlit og ákvarðanatökur starfs- manna kvennadeildar Landspítal- ans hafi leitt til þess að svona fór og féllst því á skaðabótakröfu hjón- anna. Ströng barátta Fjölskyldan var stödd á öðru heimili sínu í gær þegar DV hafði samband. Hjónin Lára og Ólafur segjast gera sér grein fyrir að ekki sé um fullnaðarsigur að ræða því óvíst sé hvort Landspítalinn ætli að áfrýja niðurstöðunni til Hæstarétt- „Soriur okkar hefur náð miklum framför- um síðustu ár og get- urorðið bjargað sér með ótrúlega margt." ar. Faðirinn Halldór er á leiðinni austur um helgina að sinna fyrir- tæki sínu eins og hann hefur gert síðustu ár. „Þetta hefur verið löng og ströng barátta," segir hann. „Til að byrja með var þetta full vinna fyrir kon- una að sinna syni okkar. Við grátum það samt ekki. Emm frekar þakklát því þetta hefði getað farið mun verr. Sonur okkar hefur náð mikl- um framförum síðustu ár og getur orðið bjargað sér með ótrúlega margt," segir Ólafur stoltur af syni SÍnum. andri@dv.is Prófkjör framsóknarmanna í Reykjavík. Friðrik undirfeldi „Það er allt í lagi og kostar ekki neitt," segir Friðrik Ind- riðason, blaðamaður og rit- höfundur, aðspurður um það hvernig sé að vera orð- inn flokksbundinn fram- sóknarmaður. Friðrik skráði sig í flokkinn nú í vikunni gagngert til að halda þeim möguleika opnum að bjóða sig fram í 1. sæti í prófkjöri flokks- ins. Og fara þá fram gegn Birni Inga Hrafnssyni, aðstoðarmanni Hvað liggur á? Halldórs Ásgrímssonar, sem þegar hefur lýst því yfir að hann sækist eftir því sæti. Framboðsfrest- ur rennur út í lok þessa mánaðar og kosningar fara fram í lok janúar. Prófkjörið verð- ur opið þó svo að þeir sem kjósa verði að undir- Friðrik Indriðason Hefur gengið i flokkinn ogernú að ihuga það að fara fram gegn Birni Inga. „Ég er í klippingu akkúrat núna/'segir Elísabet Thorlacius fyrirsæta. Svo er ég bara á leiðinni íjólahlaðborð á Fjörukránni í kvöld með góðum vinum. rita stuðningsyfirlýsingu við flokk- inn. Slík yfirlýsing er reyndar ekki eitthvað sem reyndir kosningasmal- ar setja fyrir sig og Friðrik segist. hafa aðgang að slíkum. Hann hefur hins vegar ekki tekið endalega ákvörðun um að fara fram til að leiða listann. „Ég er að skoða ýmsa möguleika í stöðunni. Ekkert hefur verið fastá- kveðið enn. Birni Inga er vitanlega enginn greiði gerður með því að vera sjálfkjörinn. Framsókn er í hrikalegri stöðu í borginni og öll umræða hlýtur að gagnast flokkn- um," segir Friðrik. Björn Ingi segist fagna því að sem flestir taki þátt í prófkjörinu þó ekki vilji hann tjá sig sérstaklega um hugsanlegt framboð Friðriks. „Ég vona bara að sem flestir sæk- ist eftir því að leiða listann," segir Björn Ingi sem nú er staddur í Bandaríkjunum. Skíði fyrir bensín Skíðafélag ísfirðinga og Bens- ínorkan hafa gert með sér sam- komulag þess efnis að Skíðafélagið fái þúsund krónur í hvert sinn sem ísfirðingar og nærsveitungar skrá sig fyrir svokölluðu bensín- frelsiskorti að því er fram kemur á vef Bæjarins besta, bb.is. „Bensín- frelsi er kort sem notað er til greiðslu á bensínstöðvum Orkunn- ar. Kortið er líkt og símafrelsið, fýr- irframgreitt og hagræði notenda þess er bæði einfaldleiki í notkun og einnig þriggja krónu afsláttur á hvern lítra eldsneytis," segir í til- kynningu frá Skíðafélaginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.