Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 16
16 LAUCARDAGUR 3. DESEMBER 2005 Sport DV Liverpool-Wigan Cisse og Hamann líklegir en Sissoko er i banni. Filan og Thome eru meiddir. Laukl. 12.45. Blackbum-Everton Tugay kemur inn sem og Neill og Dickov. Arteta er tæpur og Cahill er í banni. Lau kl. 15. Bolton-Arsenal El-Hadji Diouf er búinn með bannið og Giannakopoulos og Pedersen eru búnir að ná sér. Hleb er loksins klár en Cole og Clichy verða ekki með, Lau kl. 15. Chelsea-Middles- braugh Robben og Drogba orðnir góðir en Cresop og Makele eru meiddir. Ehiogu, Parnaby og Southgate eru allir tæpir hjá Boro og Nemeth, Mendieta og Parlour verða ekki með. Lau kl. 15. Newcastle-Aston Villa Owen og Emre eru meiddir, Dyer veikur og Babayaro í banni. Milner má ekki spila. Lau kl. 15. Totten- ham-Sunderland Allir klárir hjá Tottenham, valið stendur á milli Keana og Defoe. Elliott tæpur og þeir Arca, Wright og Stubbs verða ekki með. Lau kl. 15. WBA-Fulham Davies og Watson ættu að snúa aftur sem og Kanu og Greening. Boa Morte búinn aðnásér. Laukl. 15. Man. Utd-Portsmouth Giggs kemur inn.Stefanovic, O'Brien og Hughes eru allir tæpir. Lau kl. 17.15. CharKon-Man. CHy Kishishev er í banni, Young er veikur og Bartlett og Euell verða líklega ekki með. Barton spilar og Reyna og Sinclair ættu að vera klárir. Sun kl. 16. iiinmæii \ v'kunnar „Ég myndi elska þaö að hafa Highbury sem garðinn minn Vandamál í fjöl- skyldunni BróðirJoey [ Barton, sem hér fagnar marki fyrir Manchester City, er sennilega á leið- inni í lífstíðarfangelsi. Mutu bað umpening jimmy Floyd Hasselbaink segir í nýútkominni sjálfsævisögu sinni aÖ þaö hafi veriö Adrian Mutu sem hafi upphaflega beðiö um aÖ leik- rrmnn fengu bónusgreiðslu fyrir sigur Chelsea á Arsenal í fjórð- ungsúrslitum Meistaradeildarinn- ar árið 2003. Eiður Smári Guöjohnsen skoraði sigurmark Chelsea-manna á Highbmy. Hasselbaink segir að allir leik- menn hafi fengið einhverja summu í bónus en að hún hafi ekki veriö ólögleg, eins og haldið hefur verið fram í enskum íjöl- miðlum undanfarið. BOLTINN EFTIRVINNU Laurent Robert Hent úr liðinu on ætði með krökkum InnleggThierry Henry, markahæsta leik- manns Highbury frá upphafí, um hvað eigi að gera með vallarstæðið eftir að Arsenal flytur á nýja leikvöll sinn á næsta timabíli. Bowyer sættist á 20 milljónir Lee Bowyer, leikmaður Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, hefur náð sáttum við Sarfraz Najeib og samþykkt að greiða honum 20 milljónir í skaðabætur. Arið 2001 var hann einn þeirra sem réðst á Najeib fyrir utan krá í Leeds. Jonathan Woodgate var einnig fimdinn sekur á sínum tíma og gert að ) vinna 100 f klukkustundir í ' samfélagsþjón- ! ustu. Báðir voru ' þeir leikmenn [ Leeds á þeim tíma. I Bowyer var ekki \ fundinn sekur en | Najeib höfðaði I einkamál gegn hon- I um en því lauk fyrr í f vikunni með fyrr- Laurent Robert á ekki sjö dagana sæla hjá Portsmouth eins og stendur. Fyrrir skömmu var Alain Perrin, knatt- spymustjóri liðsins, rekinn frá félaginu og segir Robert að hann hafi verið gerður að blóraböggli fyrir slæmu gengi liðsins og brottvikningu Perrin. Um síðustu helgi lék Portsmouth gegn Chelsea og tapaði, 2-0. Robert var ekki í leikmannahópi liðsins og fékk meira að segja að eigin sögn ekki miða á leikinn. Til að fuUkomna niður- læginguna var honum gert að æfa með þremur unglingaliðsmönnum alla vik- una. „Ég veit ekki af hverju ég var ekki í hópnum. Þú verður að spyrja Mand- aric, stjómarformanninn af því," sagði Robert sem er í láni hjá Portsmouth frá Newcastle út leiktíðina. „Ég er ekki meiddur og hef ekki verið að æfa með aðaliiðinu alla vikuna. Á föstudaginn segir svo Joe Jordan, tímabundinn knattspymustjóri liðsins, að ég muni ekki spila og ég verði að æfa með þremur krökkum. Ég er mjög reiður og í miklu uppnámi." Robert segir að það sé verið að hafa hann fyrir sök vegna slæms gengis liðsins í haust. „Það virðist vera þannig að þegar við leikum iila og töp- um þá sé það mér að kenna. Það em vissir aðilar í þessu félagi sem em að reyna að koma mér héðan burt.“ Robert er afar skap- bráður maður sem setur það ekki fyrir sig að segja það sem honum liggur á hjarta. Það kom því afar fáum á óvart að hann skyldi vera einn sá fyrsti sem fékk að fjúka úr liði Newcastle eftír að Gra- eme Souness tók við því. Það var fyrirséð að þeim tveimur átti ekki eftír að semja. Aðeins nokkrum dögum eftir að láns- samningur- inn til Heitur kroppur og heitur haus Laurent Robert er afar skapbráður maðursem seturþað ekki fyrirsig að segja það sem honum liggur á hjarta. Hér erhann fáklæddur eftir einn leikinn. DV-mynd: NordicPhoto/AFP Portsmouth gekk í gegn sektaði Newcastle Robert um heilar tvær milljónir króna fyrir að ráðast á Souness ífjölmiðlum. Síðan þá hef- ur hann verið sektaður um nærri 600 þúsund krónur fyrir að neita að sitja á varamannabekk Portsmouth er liðið mætti Sunderland í októ- ber. Hann hefur meira að segja gengið svo langt að lið Portsmouth sé það lélegt að ekki einu sinni Thierry Henry eða David Trezegu- et gætu bjargað liðinu frá faili úr úrvalsdeildinni í vor. Þrátt fyrir allt þetta virð- ist Robert vera áhugasamur að vera áfram hjá félaginu og vill helst semja við félagið til tveggja ára að tímabilinu loknu. Vitað er af áhuga Bolton og Middlesbrough á honum en hann sagðist ánægðui' þar sem hann væri. „Eg er hamingjusamur hjá Portsmouth og mun ekíd skipta um félag þegar í janúar." Þvílík vika... Best farinn, Perrinn farinn og ég svona royal í Digranesinu..George Best skellti sér á diskóið eftir harða baráttu við Bakkus frænda sinn. Gott ef hann er ekki að djarnma með Bon Scott og Hendrix í þessum töluðu orðum. Guð veri með honum. United virðist hafa fundið taktinn og stökk í annað sætið. Ekki gaman fyrir Mandaric að fá Chelsea í heimsókn þegar hann syrgði vin sinn. Ég neita þvf ekki að það greip um sig nett örvænting þegar Perrinn var rekinn - hver á að skemmta manni í staðinn? McCarthy verður líklega að duga. Lamps með 160. leikinn og er orðinn markahæstur aft- ur. Smárinn bara orðinn regul- ar í Chelsea, en það er örugg- lega af því hann er með svo massíft PR. Ætli hann hafi ekk- ert beðið Jimmy Floyd að tóna niður gamblsögumar í ævisög- unni?. Wigan er loksins farið að líta út eins og 1. deildarlið og tapaði öðrum leiknum í röð. Hvað getur maður sagt um Peter Crouch í þessari viku.... jú, af hveiju var hann ekki tilnefndur á Gulltuðr- unni? Gaupi: Hvað er líkt með Peter Crouch og Titanic? Þau hefðu aldrei átt að fara frá Southampton. Ég er farinn eins og...George Best. Hvíl í friði meistari. Kominn á bekklnn Laurent Ro- bert var ekki leikmannahópi Portsmouth gegn Chelsea og fékk meira að segja að eigin sögn ekki miðaá leikinn. Til að full- komna niðurlæginguna varhon- um gert að æfa með þremur ung- lingaliðsmönnum alla vikuna. Einn tveir og Bæsep maður! ^JjBBftíÉSS Það blæs eiginlega að vera United maður í augnablikinu, ég held meira að segja að það sé skárra að vera púllari! Nei reynd- ar veit ég ekki alveg með það en það er helvíti nálægt því. Eg man eftir gömlu góðu tímunum þegar við vorum allaveganna með myndarlegasta liðið. Ég gat alltaf sagt: „Já okey við töpuðum en við töpuðum allaveganna fokking myndarlegir!" En það er bara eig- inlega ekki hægt í dag! Okey hverjir eru eftir í United sem eru myndarlegir. Cristiano er þarna sem betur fer, ef hann væri ekki þarna þá værum við úti að drulla. Síðan erum við með Giggs, Gary Neville og Ruud Van Nistelrooy. Þetta eru einu myndarlegu mennirnir sem eru eftir. Við vorum án efa með flottasta liðið. Við vorum nátt- úrulega með David Beckham, hann einn lét milljónir kellinga tylla sér fyrir framan sjónvarpið til þess að horfa á United. Sfðan vorum við með Keano, sem er mjög hrár, og dömurnar fíla það. Við vorum með kynlífsvélina Phil Neville, Bangsann hann Teddy og síðan að sjálfsögðu kónginn Eric Cantona. Þetta voru the good old times. Síðan mættu menn eins og Park, Chadwick og fleiri. George Best er dáinn. Hann afrekaði það að losa í 5 kellingar sem báru titilinn Ungfrú heimur. Respect. Peter Crouch er ekki ennþá bú- inn að skora fyrir Liverpool. Og ég sem hélt að ljóshærða vændiskon- an hann Forlan væri lélegur! Hann er bara hátíð við hliðina á rass- hausnum honum Crouch. boltanum Jimmy Floyd er að gera ævi- sögu. Það þarf eiginlega að láta korktappa í hann því að þar fjall- ar hann um að hann og Guddi feiti hafi verið spilaffklar. Mega menn ekki tylla sér fyrir framan eitt spilaborð í góðu flippi án þess að vera kallaðir spilafíklar! Nennir einhver að skeina honum Jimbo! Gary Neville er orðin fyrirliði United. Eftir að hafa prófað að láta kínverjann hann Park fá bandið þá ákvað skoski þver- hausinn að láta harðasta leik- mann United sjá um þetta. Hann gerði loksins eitthvað rétt! Annað mikilvægt er það að Thierry Henry var víst að koma út úr skápnum. Kemur ekkert á óvart, en annar hver maður í Arsenal keyrir á öfugum vegar- helmingi. Michael, bróðir Joey Barton Sennilega í lífstíðarfangelsi Hinn 17 ára gamli Michael Barton, bróðir Joey Barton sem leik- ur með Manchester City, hefur verið fundinn sekur um að hafa myrt annan táning að nafni Ant- hony Walker. Walker var myrtur af 1P§|!§ Barton og félaga hans, Paul Taylor, eingöngu vegna þess að hann var dökkur á hör- und. Hann var á gangi með kærustu sinni, iem er með linsa húð, gengu þau framhjá Barton og Taylor. Þeim fannst ástæða til að kalla að þeim og elta þau uppi. Á endanum var Walker myrtur með ísexi. Það var Taylor sem beitti morð- vopninu en Barton var einnig fund- inn sekur um morð þar sem hann byrjaði að hrópa og kalla að parinu, ásamt því sem hann útvegaði morð- vopnið. Fjölskylda Barton tók tíðindun- um Úla í réttarsalnum og brast í grát. Fjölskylda fórnarlambsins táruðust einnig og féllust í faðma. Móðir Ant- hony, Gee Walker, sagði að þau hafi alla tíð vitað að þetta væri eini mögulegi úrskurðurinn. Aðspurð hvort hún fyrirgefi morðingjum son- ar síns sagði hún að hún yrði að gera það. „Ég og mín fjölskylda stöndum við það sem við trúum á - fyrirgefn- ingu." Lífstíðarfangelsi er skyldurefsing við glæp sem þessum í Bretlandi en dómari á þó enn eftir að kveða upp refsingu þeirra Barton og Taylor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.