Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 Helgarblað DV tá Matthías Johannessen, skáld og ritstjóri Morgun- blaðsins í á fimmta áratug, er langt í frá sestur í helgan stein þótt hann hafi látið öðrum eftir rit- stjórastólinn. Þvert á móti nýtur hann þess að vera sinn eigin herra og skrifa bara það sem hon- um sjálfum hugnast. Hann nýtur daganna, kannski sem aldrei fyrr, því í vor gekkst hann undir erfiða aðgerð sem tókst vonum framar. Þegar verkirnir hurfu fylltist Matthías nýjum lífsneista. Nú gengur hann daglega, ýmist í Grasagarðinum í Laugardal eða Nauthólsvíkinni. Matthías vill að við hitt- umst á Mímisbar, það er hans fundastaður. Sigurður þjónn heilsar honum fagnandi og býr til handa honum svissneskan mocca. „Það er ein leið til að láta oní sig súkkulaði," segir Matthías hlæjandi og spyr svo frétta af mér. Við höfum ekki sést lengi en vor- um samferða á Mogga í 20 ár. Þá átti Matthías það til að stoppa mann á göngunum, spyija frétta og ræða svo hástemmt eitthvert málefni sem honum var sérlega hugleikið. Stund- um botnaði ég ekkert í því sem hann var að segja en fannst þetta alltaf jafn spennandi. Nú hefur Matthías sent frá sér ljóðabókina Kvöldgöngu með fugl- um, sem er hin tuttugasta og önnur í röðinni. Ég er bara búin að lesa hana lauslega og viðurkenni fyrir Matthí- asi að líkt og á göngunum forðum daga skil ég ekki alltaf hvert hann er að fara. Matthías tekur þessu ljúfmann- lega og útskýrir fyrir mér að í ljóðlist sé viðfangsefnið alltaf tilfinningar mannsins. „Þegar ég orti þessa bók held ég að ég hafi gert mér grein fyrir því að unga skáldið sem orti Jörð úr ægi á sínum tíma var í þessari nýju bók að yrkja um reynslu sína hálfri öld síð- ar. Kvöldganga með fuglum fjallar um reynslu skáldsins á þessari hálfu öld og ferðalag hans um heiminn. Þarna eru gleði og fögnuður, dauði og vonbrigði og þegar þetta fléttast allt saman verða til ljóðaflokkarnir í þessari bók. Þetta er eins og að ganga í gegnum þéttan skóg. Maður veit ekki alltaf hvar maður er stadd- ur. En erum við ekki alltaf að leita að sjálfum okkur? Ég ætlast ekki til að menn skilji allt sem stendur þarna. Þeir eiga að skilja það sínum skiln- ingi. Ég gef lesandanum færi á því að njóta nýrrar reynslu án þess að hann sé mataður á henni." Bók um sérhvern lesanda Ástin, sem hefur alltaf orðið Mátthíasi að yrkisefni, er líka við- farígsefni hans í þessari bók. „Ég nefndi áðan að Kvöldgangan hefði mikil tengsl við Jörð úr ægi. Þá bók orti ég rúmlega þrítugur og hún fjallar um landið, arfleifðina og ást- ina. Stúlkuna sem kom með landið til mín. Ég var bara reykvískur borg- arstrákur og þekkti ekld landið. Þó ég hefði unnið í vegavinnu og verið á sjó þekkti ég ekki landið séð út um gluggann á Hólsfjöllum þar sem Herðubreið blasir við. Það fer ekki milli mála að stúlkan í ljóðunum kom með þessa nýju sýn inn í líf mitt. Þessi nýja bók á rætur í þessari reynslu að viðbættri háifri öld. Það gefur því augaleið að bókin hefur tU hliðsjónar allar þær áskoranir, alla þá reynslu sem við fáum með tíð og tíma. En það sem fyrir ljóðskáldi vakir er ekki að yrkja svo einkalega eða persónulega um sjálft sig að enginn botni neitt í neinu, heldur um sammannlega reynslu. Mér finnst hver og einn eigi að fá það á tUfinn- inguna að ljóðin fjalli um hann og umhverfi hans." Setti daglega upp svuntuna Nú eru liðin fimm ár síðan Matthías yfirgaf ritstjórn Morgun- blaðsins og hann viðurkennir að hann hafi verið búinn að fá nóg. „Ég held það hafi verið kominn tími tU að ég hætti. Ég var búinn að vera á Morgunblaðinu um það bil hálfa öld og þar af ritstjóri blaðsins á fimmta áratug. Það var meira en nóg. Auk þess langaði mig alltaf að verða minn eigin ritstjóri og ritstýra bara því sem ég hugsaði og vildi skrifa. Þegar maður vinnur á blaði fer svo óskaplega mUdll kraftur og tími í aðra. Þetta var viðstöðulaus þjónusta og mér fannst stundum að ég væri aðalvinnukona landsins. Ég byrjaði aUa daga sem ritstjóri á því að setja upp svuntuna með það að markmiði að standa mig vel í eld- húsinu. Síðan ég hætti hef ég fundið ánægjuna af því að vera minn eigin ritstjóri. Að vísu hafði ég gaman af blaðamennsku og skriftir hafa aUtaf verið mín freisting. Svo hafði ég gaman af að atast í þvi sem um var að vera á hverjum tíma í þjóðlífinu, eins og sagt er. En ég er búinn að fá mig fullsaddan af því. Hvað blaðamennsku snerti var ég orðinn eins og þorskur sem er svo fuUur af loðnu að hún rennur út úr honum. Já, ég held þetta sé bara ágæt samlíking, einkum þetta um þorskinn!" Tilraunirtil mannskemmda í fjölmiðlum Matthíasi leiddist þó aldrei blaðamannska en segist aUtaf hafa gert sér grein fyrir að henni fylgdi mikU ábyrgð. „Ég vissi vel að við blaðamenn gerum of miklar kröfur tU þess að vera teknir mjög hátíðlega. Sann- leikurinn er sá að við erum oft og einatt að gera kröfur tU annarra sem við gerum ekki tU okkar sjálfra. I hverju felst það? „í dægurþrasinu, að skrifa nei- kvætt um fólk. Mér finnst hafa orðið vond þróun í þá átt. Ég sé nokkuð oft tilraunir til mannskemmda í fjöl- miðlum. Það eru klámhögg sem Blaðamannafélagið ætti að gagn- rýna fremur en afsaka." Þegar Matthías hætti á Morgun- blaðinu má segja að allt hafi verið með kyrrum kjörum í fjölmiðla- heiminum á íslandi, enda kalda stríðinu lokið. Síðan hefur umhverfi fjölmiðla á íslandi gjörbreyst. • „Það hefur allt farið í háaloft síð- an, ekki út af hugsjónum, heldur orðaskaki um völd og peninga. Hitt er annað mál að ég þufti að verjast mjög ákveðið á pólitískum vígstöðv- um þegar ég var ritstjóri því kalda stríðið var í algleymingi. Við vorum þá í baráttu gegn því einræði sem maður óttaðist og það hefur komið í ljós að sú barátta var nauðsynleg. Ég ásaka mig ekki fyrir að hafa tekið þáttíhenni." Blóðsugur á ferð um heiminn „Fólk á að deila í ijölmiðlum um stóra hluti og merka, grundvallar- atriði, en ekki einhveijar dægurflug- ur ogpeninga sínkt og heilagt. Menn eiga að virða frelsi hvers og eins og líka frelsið til að gera mistök og vera manneskjur. Stundum finnst mér eins og blaðamenri krefjist þess að fólk sé heilagt. Alls konar fólk utan úr bæ, kjaftforir pólitíkusar, dálkahöfundar og ýmsir aðrir, eru alltaf að beija á öðru fölki á þessu opna fjölmiðla- torgi sem ætti að vera í ætt við Sókrates, eri ekki Drakúla. Mér finnst þetta já, stundum eitr- aða karp, óheillavænleg þróun. Blaðamennska ætti helst að vera fólgin í því að segja fréttir hlutláust og fræða, mennta og rækta fólkið í landinu. Og þá kemur menntað að- hald sem er nauðsynlegt af sjálfu sér. Fjölmiðlar eru ekki dómstólar og ég sé ekki betur en þeir hafi nóg með sjálfa sig!" Finnst þér þetta aðhald algjör- lega á skorta? „Nei, ekki algjörlega, en það vantar mikið á. Blaðamennska er nefnilega galdur. Hún er mikill vandi og krefst kunnáttu, mennsku og lærdóms. En eins og allur galdur, þá er blaðamennnska bæði svartur galdur og hvítur. Galdra-Loftur réð ekki við þann svarta, hann sökk eins og dómkirkjan í Hruna. Ég er einmitt að lesa bókina Sagnfræðinginn eftir unga, erlenda skáldkonu sem heitir Elisabeth Kostova. Hún heldur því fram að Drakúla og aðrar vampírur eða blóðsugur séu ódauðar og geysist um heiminn. Svei mér ef það eru ekki að renna á mig tvær grímur." Vissi ekkert um nýja fréttastöð Hluti af frelsi Matthíasar frá fjöl- miðlum felst í því að fylgjast með úr álitlegri fjarlægð eins hann sjálfur orðar það. Hann segist til dæmis ekkert hafa vitað um tilvist nýju fréttastöðvarinnar NFS fyrr en dag- inn áður en þetta viðtal er tekið og hefur þess vegna enga skoðun á henni. „Einhver minntist á þessa nýju fréttastöð við mig í gær," segir hann. „Nú, já, sagði ég, er komin ný frétta- stöð? Viðkomandi varð hissa og spurði hvort ég hefði virkilega ekkert frétt af því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.