Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 Menning DV BÓKMENNTARÝNIR Kastljóssins var enda hálf orðlaus þegarfyrsta þætti þessa skemmtiþáttar bóka- útgefenda var lokið. Hann bara gat ekkert sagt. Flugur Þetta eru sem- sagt skáldsögu- verðlaun.Tveir karlartvær konur og einn reyfarahöfundur. Raun- verulegt val er milli þriggja: Jóns Kalmans, Hallgríms og Steinunnar. Valnefndin er ekki að drepast úr dirfsku, hún virðir allar umferða- reglur og aðframkomin af settleg- heitum. Valið gerir ekkert meir en spegla persónulegan smekk og pólitíska rétthugsun nefndarinnar. Khaled Hosseini lennréö Umsjon'. Pall Baidvin Baldvmsson pbbf’dv.is Khaled Hossemt: V Flugdreka- hlauparinn. Þyðandi: Anna ÍÉÉIew JS María Hilmarsdóttir. JPV Út gáfa Verð 4.280 kr ★★★★★ Bókmenntxi Saga komin alla leið frá Afganistan kann að reynast mörgum lesendum eftir- minnilegust þeirra bóka sem á boðstólum eru fyrir þessi jól: fögur, grimm og hittir mann beint í hjartastað. ★★ Tónlist Uppboð í Fold Uppboð verður á listmunum og mynd- listarverkum hjá GalieriFold á sunnu- dag kl. 19. Uppboðsstaður er Súlnasal- ur-að vanda. Á uppboðinu eru 131 gripur. Uppboðsskráin er fáanleg á vefnum myndlist.is en uppboðsverk verða til sýnis I dag i Galleri Fold á Rauðarárstígnum og i Súlnasal fyrir uppboðið. Meðal uppboðsverka eru málverk eftir Kjar- val og Ásgrím auk fjölda annarra verka smærri spámanna. Þá eru til sölu handofin teppi og kort. KVÓTATILFINNINGIN hvolfist yfir mann þegartilnefningartil Gull- miðans - (slensku bókmennta- > verðlaunanna - eru opinberaðar. Reyndar var það svo að þegar Þórhallur Gunnarsson kynnti at- höfnina sagði hann fagurbók- menntir - skáldsögur. Þar voru heldur engin Ijóð i boði og hafa þó komið út fáein veigamikil Ijóðasöfn á árinu: Þorsteinn frá Hamri, Halldóra Thoroddsen, Steinar Bragi,Gyrðir og Þórarinn Eldjárn koma í hug.En Ijóðið er víðs fjarri... IVALI fræðirita er úr vöndu að ráða. Verkið um Kjarval er sannar- lega á réttum stað.Verk Guð- . mundar heitins Pálmasonar um jarðhita er merkisrit og fýrst sinn- ar tegundar. En er ekki fuglabók Guðmundar mestan part upp- suða úr eldra riti sama höfundar? Ekki er óhætt að fullyrða um stöðu verka (þessu mikla rófi nema maður hafi kynnt sér þau: íslensk tunga hefur ekki borist hingað á blaðið og ævisögu Hannesar hef ég ekki enn lesið. HINN almenni flokkur er Ifka und- arlegur bastarður og getur ekki kallað á annað en álitamál. Það er samt hreint furðulegt að ný orða- bók þótt steypt sé úr þremur eldri verkum komí ekki til álita. Enn jrðulegra er að Myndirá þili, sem telja verður verulega viðbót ((slenskri Kjarvalsbókin stóra Glæsilegt verk sem ekki er ólíklegt að taki verðlaunin I lokjanúar. menningarsög komi ekki til álita.Kirkju- bækurnar tvær um Skagafjörðim koma (hug- ann af sama tilefni. VERÐLAUN sem þessi stilltu sér hátt á stall, bæði með framlagi forsetans, þó hann hafi ekkert lagt til þeirra úr eigin vasa, og nafninu sem þau bera. Það hefur löngum verið gagnrýnt hvernig staðið er að vali þeirra nefnda sem sinna þessu erfiða starfi. Ef miklar og vaxandi efasemdir verða landlæg- ar (viðurkenningum á borð við Eddu og þessi verðlaun, leiðir það s til þess að hætt verður að senda inn verk frá tilteknum aðilum og þau verða hreinn skrfpaleikur. Sinfóníuhljómsveit íslands. Efnisskrá: Rameau: Svíta úr óp- erunni Synir Boréasar; Bach: kantata nr. 51; konsert f. óbó, fiðlu og strengi; Handel: Úr Vatnasvítunum. Einsöngvari: Hallveig Rúnarsdóttir. Einleik- arar: Atli Þór Vilhjálmsson, fiðla, Matthías Birgir Nardeau, óbó. Stjórnandi: Harry Bicket. Háskólabió 1. desember. allt fór vel að lokum og síðasti spretturinn var beinlínis dáleið- andi, hendingar ofur næmar og blæbrigði aðdáunarverð. Ef gagnrýnandinn má blása smávegis út egóið, eins og nú er í tísku, getur hann ekki gleymt því að kantata Bachs nr. 51, Jauchzet Gott in allen Landen, var fyrsta Bach- kantatan sem hann heyrði á ævinni (fyrir ævalöngu) og hefur staðið í ástarsambandi við þetta glæsiiega verk allar götur síðan. Útkaflarnir eru virtúósamúsik bæði fyrir söngvarann og trompet- leikarann. Þeir voru leiknir svo skelfilega hratt að það drap allt í dróma. Fyrir vikið urðu söngur, trompetleikurinn, þótt góður væri og vörpulegur, spil hljómsveitar- innar og tónlistin öll einkenniiega kæfð og lokuð f stað þess að vera opin og glæsileg. Því er ekki logið að Flugdreka- hlauparinn er eftirminnileg saga og spennándL Hún er komin gegnum Amerílaj frá Afgahistan, landi sem er oftast hrakmælt í munni Vestur- landabúa. Hvergi verður vanþekking okkar eins himinhrópandi og þegar við Iátum falla ofð um fjarlæga staði sem við þekkjutn ekkert. Kanntu að fljúga flugdreka? Flugdrekahlauparinn vísar til þess verknaðar þegar hlaupið er með flugdreka svo hann lyftist í loft- straumi eða vindi og eins þess að hlaupa með hann svo drekinn hald- ist á flugi. Þetta er vísun til leiks sem mörgum er ókunnur en krefst tveggja manna. Báðum er keppikefli að drekinn fljúgi sem hæst og lengst. Þar er vísað til þeirrar samkenndar sem hvergi verður sterkari en í leikn- um. Þar er vísað til heiðblárrar bemskunnar, sakleysis, eindrægni og vináttu. Opinberar aftökur Sagan teigir sig frá þeim tfma þégar talíbanar réðu lögum og lofum í Afganistan og aftökur fóm fram op- inberlega, fólk grýtt á leikvöngum fyrir siðferðisbrot, og svo langt aftur, nær tvo mannsaldra. Þetta er saga um fjölskyldu sem brotnar, herra og þjónustulið, sam- félag sem er í ömggum skorðum að því er virðist en gengur svo í gegnum hraðar umbreytingar, innrás, borg- arastyrjöld og er á endanum ofurselt eyðileggingu og tortímingu. Auður og auðna Verkið er frábærlega samið: höf- undurinn er bandaríkjamaður af af- gönsku bergi og því rekur sagan sig áfram til Bandaríkjanna þar sem sögumaður og faðir hans leita hælis og lenda þar á botni samfélagsins. Auður mátti sín lítils þegar til kemur. En umfram allt er sagna fögur lýs- ing á vináttu bemskunnar og hvað gerist þegar einstaklingur bregst vini sínum og sjálfum sér. Ofan í em ör- lög sögumatínsins merkt forsögu án hans vitundar og-sett í sögulegt sam- ' hengi þjóðfélags sem má þola, hræðilegar hamfarir af manna völd- um. Bræður og feður Söguna má lesa sem dæmisögu um Afganistan: þokki fyrri hluta verksins er lýsing á ffamandi heim austrænna samfélaga sem okkur er býsna framandi. Kabúl bemskunnar er sælustaður þó í þeim ranni sé höggormur og ekki allt sem sýnist. Svikin em djúpstæð og sögumaður og allir sem honum tengjast upp- skera svo sem sáð var. Ekki em síðri lýsingar á Banda- ríkjum hinna landflótta feðga. Skynj- un sögumanns á þeim er austræn: markaðir með notaða hluti spegla markaði Kabúl. Hún er ekki síður út- legging á minninu um Kain og Abel, og nær þar sammannlegri dýpt sem öllum er hollt að rifja upp. Að hefjast á loft... Það er svo í hinum spennandi lyktum sögunnar þegar á okkar mann reynir, að skáldið spennir bogann helst til hátt og' lokákafli hennar er með miklum ógnum og átökum uns höfundurinn nær aftur tökum á sögunni og henni lýkur á þeirri fögm mynd sem hún hófst á: drengjum hlaupandi með drekann sinn. Sagan er áhrifamikil og fögur í lýsingum á ró og öryggi sem grimmd og skelfingu. Hún á erindi við stóran hóp lesenda og enginn þeirra verður svikinn. Páll Baldvin Baldvinsson Barokk hjá sinfóníunni Svíta Rameaus úr óperunni Son- um Boréasar er hugmyndarík tón- list og sjarmerandi, ekld síst í sam- leik hljóðfæranna. Byrjunin tókst óhönduglega, falsleikinn var alveg skerandi í blásturhljóðfærunum. En „I hægu köflum kantötunnar | náði Hallveig sér vel á strik, söngur hennar var gæddur næmri andakt eins og vera ber og Ijúfri nærfærni við boðskap textann. * Hallveig réð samt prýðilega við þessa erfiðu söngþraut tæknilega e naut sín þó ekki fyllilega, þraðans vegna var söngurinn því miður eins og þegar böm lesa afskaplega hratt í belg og biðu án þess að anda við punkta og kommur. Það er synd að Hallveig skuli ekki hafa fengið færi á að breiða úr glæsileikanum. í hægu köflum kantötunnar náði Hallveig sér vel á strik, söngur hennar var gæddur næmri andakt eins og vera ber og ljúfri nærfæmi við boðskap textann. Meðleikurinn á selló var sérlega innísmjúgandi og öll hljómsveitin var reyndar vel með á nótunum. Konsertinn fyrir óbó, fiðlu og strengi var röggsamlega tekinn en kannski ekki af sérlega miklu and- ríki, stundum var fremur mattur hljómur í strengjunum. En einleik- aramir vom traustir, galvaskir og fimir. Vatnasvíta Handels er talið gott verk þó gagnrýnandanum hafi alltaf fundist hún hálfgert stagl og standa langt að baki einu göfugsta verki tónbókmentanna; konsertunum op. 6 eftir Handel, sem er eðalmúsik út í gegn. Svítan var skýrt og skil- merkilega leikin. En títið var um konunglegan glæsibrag og höfð- ingslund. Áheyrendur vom þeir fæstu sem verið hafa á sinfóníutón- leikum í vetur. Sigurður Þór Guðjónson Steinunn Sigurðardóttir skáld- kona Fær hún bókmenntaverðlaunin fyrir góða sögu, aldur eða fyrri störf? Brosandi drengur DV-mynd E.ÓI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.