Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 Helgarblað DV Garðar Thor Cortes er einlægur og mikil herramaður. Hann kemur vel fyrir sjónir, örlítið lokaður en vill gera allt vel. Hann gaf út sína fyrstu sólóplötu á dögunum, en draumurinn hefur alltaf verið að fá að syngja fyrir fólk. Hann er þakklát- ur fyrir gjöfina sem röddin hans er. Garðar, sem alltaf sér það jákvæða í fólki, leyfði Helgarblaðinu að gægjast inn í líf sitt. Líflð ívrir eð trana „Ég var bara átján ára þegar ég fór í söngskólann hjá föður mínum, sem þykir frekar ungt fyrir karl- menn. Hugurinn stefndi alltaf á sönginn, það var alltaf draumurinn að syngja fyrir áhorfendur,“ segir Garðar. Hann var ekki búinn að vera nema tvö ár í söngskólanum þegar hann fór að troða upp í söngleikjum og framundan voru fleiri söngleikir og óperur. Eftir að hann lauk átt- unda stigi í söngnum fékk hann sér umboðsmann í Englandi. Garðar hefur meðal annars tekið þátt í söngleikjum og óperum á Englandi, í Noregi og Þýskalandi. „Ég vil hafa aðsetur á ísiandi þótt ég fari og út og syngi nokkra mánuði á ári. Hugurinn er alltaf heima," seg- ir hann. „Ég vil vera með fjölskyld- una á íslandi og byggja mína af- komu hér. Að sjálfsögðu er það þó virkilega mikið tækifæri að fá að syngja erlendis. Hugurinn er þó mikið meira hér á landi og mér finnst alltaf jafnnotalegt að koma heim eftir sýningar," segir Garðar glaðlega. „Draumurinn var alltaf að verða óperusöngvari. Faðir minn hafði mikil áhrif á mig í mínu uppeldi því hann var mín fyrirmynd og mér finnst það guðsgjöf að fá að syngja og upplifa þannig mína drauma. Söngurinn er ákveðið tjáningarform sem ég get auðveldlega notað og ég Mjúki maðurinn GarðarThorCortes. „Bon Jovi var samt í mestu uppáhaldi," segir Garðarhiæj- andi. „Þótt hárið hafí verið pínu hallæris- legthöfðaði hann til min, mér fannst hann kúl" nýt þess virkilega að standa á svið- inu og syngja fyrir fólk." Garðar er hlédrægur og segir ekki hvað sem er, en veit hvar hann stendur. Þessi einlægi söngvari, sem er að skiia sinni fyrstu sólóplötu, býr yfir mikilli auðmýkt gagnvart fólki. Hann er mikill herramaður, kurteis og í rauninni þessi mjúki maður sem flestum líður vel að vera nálægt. Bon Jovi var í uppáhaldi Garðar hlustaði mikið á popp og rokk þegar hann var unglingur og Bon Jovi var hans uppáhaldshljóm- sveit svo og Prince. „Bon Jovi var samt í mestu uppáhaldi," segir Garðar hlæjandi. „Þótt hárið haf! verið pínu hailæris- legt höfðaði hann til mín, mér fannst hann kúl. Hann lék líka í nokkrum myndum, drekkur ekld á tónleikaferðalögum og hefur verið giftur sömu konunni í mörg ár og er bara flottur," Þó að poppið og rokkið hafi átt huga Garðars á unglingsárunum voru óperuplötur foreldra hans aldrei langt undan og hann hlustaði á þær allar með miklum áhuga. Guð og kirkjan er líka nokkuð sem skiptir Garðar miklu máli. Hann les Biblíuna reglulega og fer með bænir. Hann er sjöupda dags aðventisti og trúir því að Jesús komi aftur og lini þjáningar mannkyns- ins. „Mér er það eiginlegt að sjá það góða í-fólki og leita eftir því jákvæða í öllum. Stundum er eins og ég sjái einfaldlega ekki það neikvæða," segir hann og kveðst vera mikill bjartsýnismaður. Það skín líka í gegn þegar blaðamaður ræðir við hann. „Kirkjan og trúin voru hluti af mér þegar ég var að alast upp, það Ifc áSM SífM var farið í kirkju á hverjum laugar- degi. Að vera aðventisti er lítið öðruvísi en að tilheyra þjóðkirkj- unni. Trúin er eitthvað sem er hluti af mér og Guð er mér mjög mikil- vægur," segir Garðar og brosir. Garðar segist eiga erfitt með að segja nei við fólk, og gerir stundum hluti sem hann væri alveg til í að sleppa til að komast hjá því að valda sárindum. Hann segist heldur ekki vera mjög framsækinn og er ekki mikið í því að trana sér fram. „Einar Bárðarson setti sig í sam- band við mig og bauð mér samstarf, sém varð að plötu. Það var erfiðast að velja lögin á plötuna og finna út hvað hæfði mér," segir hann og bætir við að uppáhaldslagið hans á plötunni sé Caruso. „Einar og Björgvin Halldórsson voru mér mikil hjálp í að finna hvað hentaði mér og hvað ég ætti að syngja." Stuðningur unnustunnar mikilvægur Garðar er nýlega trúlofaður Tinnu Lind Gunnarsdóttur. Annars er Garð- ar ekki spenntur fyrir að deila einka- lífi sínu með fjölmiölum, en segist vera einstaldega hamingjusamur og að unnustan styðji hann heils hugar. „Ég gæti ekki verið án hennar, hún hefur óbilandi trú á mér og hvetur mig í því sem ég tek mér fýrir hendur. Það er ómetanlegt, sérstaklega þegar maður er að taka stór skref eins og núna." 'mmnm HiiCfli Fjölskyldan í fyrsta sæti Garðari fmnst aðventan og jólin yndislegur tími. „Það er svo mikil kærleikur í loftinu og fólk er glaðlegra en vanalega. Þetta er einn af mínum uppáhafdstímum á árinu þótt ég reyni reyndar að finna eitthvað já- kvætt við alla mánuði ársins," segir hann. Fjölskyldan er númer eitt hjá Garðari og vinnan númer tvö. Hann heldur jólin í faðmi fjölskyldunnar, borðar hangikjöt og segist elska jóla- ljósin, amstrið og samveruna með fjölskyldunni. „Jólin eru uppáhalds- tíminn, jólafögin og jólamaturinn," segir hann, „og nú bætist það við að fýlgja plötunni minni eftir. Það er bara tilhlökkunarefni." í kvöld heldur Garðar útgáfutón- leika í Grafarvogskirkju. maria@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.