Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 40
Hrinti vininum fyrirlest Unglingur í New York hefur verið ákærður fyrir að hrinda vini sínum fyrir neðanjarðarlest. Richie Molina, 19 ára, var að rífast við Edison Guzman, 22 ára, á brautarpallinum þegar hann réðst á hann. Edison féll í gólfið og tók Richie sig þá til og rúllaði honum í veg fyrir lestina. Drengirnir höfðu verið miklir vinir og var haft eftir föður Edison að hann vonaði innilega að mistök hefðu átt sér stað og að Richie bæri ekki ábyrgð á dauða sonar síns. Richie gæti hlotið allt að 25 ára fangels- isdóm fyrir ódæðið. Drap konuna með naglabyssu Richard Williams, frá Nevada, hefur verið ákærður fyrir að koma eiginkonu sinni, Hetty Willi- ams, fyrir kattar- nef með naglabyssu. Brestir voru í hjónabandinu og Hetty var byrjuð að hitta annan mann sem varð til þess að Richard réðst á hana með verkfærið að vopni. Hann beindi síðan naglabyss- unní að sjáffum sér og hlaut mik- il sár sem ollu því að hann dvald- ist í flmm vikur á spítala. Lög- reglan vaktaði hann á meðan á vistinni stóð og þar sem hann hefur nú náð fúUri heilsu hefur hann verið ákærður og bíður réttarhalda. Buddy Musso, 59 ára, var í sjöunda himni, nýbúinn að finna ástina eftir næstum tuttugu einmanaleg ár. Hann hafði hitt Sue Basso á kirkjubasar nálægt heimili sínu í New Jersey. Sue var frá Houston í Texas og eftir nokkurra mán- aða fjarvistarsamband ákvað Buddy að flytjast til hennar. Vinir hans voru ánægðir fyrir hans hönd en um leið nokk- uð áhyggjufullir þar sem Buddy var þroskaheftur og auðvelt fyrir óprúttna að notfæra sér gott eðli hans. Buddy hafði verið ekkill í langan tíma og vinir hans og nágrannar pössuðu vel upp á hann. Hann kvaddi vini sína með bros á vör og sagði þeim að búast fljótlega við boði í brúðkaup. Buddy pyntaður og myrtur Tíu vikum og tveimur dögum síðar fannst lík hans í Galeno Park í Houston. Hann hafði látist af höfuðhöggum en líkami hans var þakinn sárum, bæði gömlum og nýjum. Höfuðkúpa hans var sprungin sem gerði það að verk- um að hann var með tvö kolsvört glóðaraugu. Tíu af rifbeinum hans voru brotin, tveir hryggjar- liðir sem og bein í hálsi hans og nefi. Marblettir þöktu allan lík- ama hans, meira segja hendur Sakamál hans, fætur og kynfæri. Á baki hans voru þrjátfu sár, mörg eftir sígarettur. Ljóst var að Buddy hafði verið pyntaður og síðan drepinn. Sonur Sue játar morðið Sue tilkynnti um hvarf Buddys nokkrum tímum eftir að lík hans fannst. Hún og sonur hennar James O’Malley voru fengin til að bera kennsl á líkið og vöktu við- brögð þeirra athygli lögreglu- manna sem voru viðstaddir. Sue tók yfirdrifið móðursýkiskast en James var sallarólegur eins og ekkert við atvikið kæmi honum á K>Ha _ CUHTE aaassíssB QJJUEHA PARK pooec oowmftEMr Sue Basso Fékk fólk i lið með sér til að murka llfiö úr Buddy. óvart. Þegar hann var tekinn til hliðar og spurður hvort hann vissi hvað hefði gerst sagði hann einfaldlega „Já, við drápum hann“. Með „við" meinti hann sig, móður sína og fjóra aðila sem búsettir voru á heimili þeirra. Þau voru vinkona Sue að nafni Bernice Ahrens Miller, sonur hennar og dóttir, Craig og Hope Ahrens og unnusti Hope, Terence Singleton. Öll voru þau handtek- in og kærð fyrir morð. Buddy Musso Saklaus sál sem þurfti að þola miklar misþyrmingar. Líftryggingin kemur í Ijós Buddy hafði orðið það á að brjóta Mikka mús styttu sem var í uppáhaldi hjá Hope og var það ástæðan fyrir hinstu barsmíðum hans en við leit á heimilinu kom í ljós líftrygging Buddys upp á 15.000 dollara. Tryggingin mundi hækka upp í 60.000 dollara ef um ofbeldisfullan dauðdaga væri að ræða. Einnig fannst erfðaskrá sem Buddy hafði skrifað undir þar sem hann ánafnaði Sue allt sem hann átti og var hún dagsett nokkrum árum fyrr, en í heimilis- tölvunni kom í ljós að hún hafði verið skrifuð tólf dögum fyrir morðið. Aðilarnir sem tekið höfðu þátt í morðinu bentu allir á Sue sem forsprakka ódæðisins. Sue misnotaði börn sín Dóttir Sue Christine Hardy greindi frá erfiðu lífi á heimili móður sinnar. Hún og bróðir hennar þurftu að þola ofbeldi og bæði kynferðislega og andlega misnotkun. Bróðir hennar og mamma áttu í kynferðislegu sambandi og heimilið var alltaf Gatesville fangelsi ÞarsiturSue og bíð- ur dauða slns. fullt af fólki sem þau vissu lítil deili á. Ákveðið var að rétta yfir sakborningunum sex í sitthvoru lagi. Við sín réttarhöld sagði James að hann hefði hræðst móður sína og því gert eins og hún sagði. Dæmd til dauða Sakborningamir hlutu allt frá sextíu árum og upp í lífstíðar- James O'Malley Hræddist móður slna eftir að hafa þolað ofbeldi og misnotkun. fangelsi - nema Hope sem að- stoðaði lögregluna og hlaut að- eins tuttugu ár og Sue Basso sem dæmd var til dauða. Hún situr nú á dauðadeild í fangelsi í Gates- ville og má búast við að hún verði líflátin árið 2010. Dóttir hennar telur niður dagana og býst við að fagna með flösku af kampavíni. Buddy Musso yfirgaf heimabæ sinn þegar hann hélt hann hefði fundið ástina. Hann bjóst við að hefja nýtt líf á heimili ástkonu sinnar, Sue Basso. en í staðinn lenti hann í hreinasta helvíti. Sue ásamt, syni sínum og vinafólki, misþyrmdi og pyntaði Buddy vikum saman uns hann dó af sárum sínum. 40 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 Helgarblað Pyntuöu og myrtu þroska- heftan mann Eitraði matínn með klór Drepin af sex óðum hundum 56 ára gömul kona hefur verið kærð fyrir að reyna að eitra fýrir fullorðinni dóttur sinni og fjöl- skyldu hennar. Victoria Lynn O’Donnell var að elda kvöldmat fyrir sambýlismann sinn og böm- in þeirra tvö, sex og tveggja ára, og hafði skroppið frá eitt augna- blik. Þegar hún kom aftur inn í eldhús barst klórlykt fýrir vit hennar og smakkaði hún þá mat- inn sem af var mikið klórbragð. Hún vatt sér að móður sinni, Nancy O’Donneil, sem viður- kenndi að hafa viljað gera hana veika og sagði hana ekki eiga bömin sín skilin. Nancy situr í fangelsi og bíður geðrannsóknar. í Thorndale í Texas fyrir nokkru urðu sex hundar konu að bana. Lillian Loraine Stiles var við vinnu í garðinum sínum þegar ná- grannahundarnir réðust á hana og lést hún á staðnum. Vegfarandi sem átti leið framhjá reyndi að koma henni til hjálpar en var sjálf- ur bitinn af hundunum. Eiginmað- ur hennar skaut einn hundinn en náði þó ekki að bjarga konu sinni. Hinir fimm hundarnir voru svæfð- ir í kjölfar árásarinnar. Jose Hern- andez eigandi hundanna sagðist aldrei hafa upplifað það að hund- arnir hegðuðu sér svona og að barnabörnin hans léku oft við þá án atvika. Hundarnir voru skoðað- ir og fundust engin merki þess að þeir væru haldnir hundaæði, hefðu verið notaðir til slagsmála eða að illa hefði verið farið með þá Kona í Texas lést þegar sex óöir hundar réöust á hana. Eiginmaöur hennar og gangandi vegfarandi reyndu aö koma henni til bjargar en höföu ekki roö viö hundunum. á nokkurn hátt. Hernandez verður ekki ákærður fyrir manndráp en hann gæti þurft að svara til minni saka. Lögreglan segir hann hafa veitt fulla samvinnu við rannsókn málsins. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.