Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 Helgarblað DV „Sagan segir að aðalskemmtun starfsmanna á Breiðuvík hafi verið að úthluta tóbaki eftir mjög svo ógeðfelldum leiðum, en sjálfsfróun fyrir framan hlæjandi karl- ana var algengt gjald fyrir tóbakið. Hreinn Vilhjálmsson hefur marga fjöruna sopið. Hann ólst upp ásamt tvíburabróður sínum Leifi^hjá einstæðri móð- ur á Kaplaskjólsveginum. Tvíburarnir sóttu félagsskap í braggahverfið Camp Knox þáfisem þeir fengu útrás fyrir sköpunargáfuna með ótrúlegustu prakkarastrikum. Um fermingu fóru þeir báðir að drekka og dópa og slógust í för með helstu rónum og glæponum bæjarins, sem voru hetjur þeirra og fyrirmyndir. Glæpir og ítrekuð fangavist samhliða lífinu á götunni varð hlutskipti þeirra bræðra um áratugaskeið. Það var kallað að vera á bísanum. Leifur féll fyrir eigin hendi fyrir tólf árum, en Hreinn bar gæfu til að snúa við blaðinu og er lifandi dæmi um að alltaf er von. Nú hefur Hreinn skrifað bók um .ðesku sfna og árin á bísanúm. Bókin heitir Bæj- arins verstu og lýsir tæpi- tungulaust því sem á daga Hreins og vina hans dreif á þessum árum. Þótt einkennilegt megi virðast er bókin drepfyndin. Tvíburamir Hreinn og Leifur vom líka þekktir húmoristar og þó harkið á bísanum hafi verið dauðans alvara var oft gam- án hjá strákunum. Æskan leið við áhyggjuleysi og kannski óvenju stóran skammt af óknyttum, en þó var aldrei meiningin hjá strákunum að meiða neinn. Hreinn segir algengt að fólk næstum tárfelli þegar hann rifjar upp æsku sína, en hann minnist þessara ára með gleði. „Við bjuggum á Kaplaskjólsvegin- um, alveg við rætur Camp Knox- braggahverfisins, og það er eins og mig minni að okkur hafi þótt við skör ofar en braggakrakkarnir. Samt átt- um við okkar bestu vini þar. Þama var alls konar skrýtið og skemmtilegt fólk, mikið af einstæðum mæðmm með svoköliuð Kanaböm, en við bræður áttum einmitt bandarískan föður sem hvarf af landi brott áður en við fæddumst. Við þekktum aldrei pabba okkar en þegar ég var orðinn 54 ára fann sonur minn í Svíþjóð upplýsingar um hann á netinu. Pabbi var þá látinn en það kom í ljós að ég átti bróður í Boston sem ég fór og heimsótti." Gaman að segja sögur Ástæðan fyrir því að Hreinn ákvað að gefa sögu sína út á bók var hvatn- ing frá vinkonu hans og dóttur, en hann hefur alltaf haft gaman af að segja sögur. „Og fólki hefur þótt skemmmtilegt að hlusta," segir Hreinn hlæjandi. „Það var samt ekki fyrr en við fórum að drekka sem uppátæk- in tóku á sig aðra og alvarlegri mynd. Þá þurfti að fjármagna áfengiskaupin og þjófnaðir og innbrot urðu daglegt brauð." „Ég fór svo að skrifa og sýndi Ein- ari Kárasyni rithöfúndi það sem ég hafði hripað niður. Hann varð mjög hrifinn og hvatú mig áfram. Núna finnst mér það eiginlega sjálfum ótrú- legt að ég, sem þótti með vonlausustu rónum bæjarins, sé orðinn rithöf- undur." Hreinn skrifar skeleggan og skemmtilegan texta og segist enn búa að íslenskukennslunni í Melaskólan- um forðum. „Mamma hefur verið að rifja upp að okkur bræðrum gekk alltaf ágæt- lega í skóla. Það er eiginlega með ólík- indum að við skyldum fara þá leið sem við fórum en einhvem veginn kom ekkert annað til greina. Ég hafði ekki fyrr tekið fyrsta brennivíns- sopann en ég var heillum horfinn og ákveðinn í að rónalífið væri einmitt fyrir mig. Ég var svo gjörsamiega heillaður af frægum efúrlýstum tugt- húslimum og rónum í bænum og sá þetta allt í hillingum." Hrikaleg meðferð á Breiðuvík Bók Hreins er ekki ævisaga í þess orðs fyllstu merkingu, en hann fer ekki í launkofa með að það sem stendur í bókinni gerðist í raun og vem. Hann breyúr þó öllum nöfnum og lítur á söguna sem sjálfsævisögu- lega skáldsögu. „Prakkarasírikin sem við strákam- ir gerðum í Kampinum vom mörg hver hrikaleg og oft mikii miidi að ekki fór verr. Við vorum fullir af orku og vfluðum ekkert fyrir okkur. Það var samt ekki fyrr en við fórum að drekka sem uppátækin tóku á sig aðra og al- varlegri mynd. Þá þurfú að fjármagna áfengiskaupin og þjófnaðir og inn- brot urðu daglegt brauð." Vinir Hreins í Kampinum bjuggu Þekkti aldrei föður sinn Pabbi Hreins var bandariskur hermaöur sem Hreinn kynntist aldrei. margir við erfiðar fjölskylduaðstæður og einn þeirra var sendur á skóla í Breiðuvík. Sögur hans þaðan af harð- ræði og ofbeldi, sem sagt er frá í bók- inni, vekja óhug. „Já, þetta hefur verið hroðaleg meðferð," segir Hreinn. „Lflcamlegar og andlegar refsingar vom víst dag- legt brauð. Strákarnir þama byrjuðu flesúr snemma að reykja og sagan segir að aðalskemmtun starfsmann- anna hafi verið að úthluta tóbaki eftir mjög svo ógeðfelldum leiðum, en sjálfsfróun fyrir framan hlæjandi karl- ana var algengt gjald fyrir tóbakið. Við Leifur vorum heppnir að lenda ekki þama, en það var meðal annars vegna þess að mamma hugsaði vel um okkur og við mættum samvisku- samlega í skólann." Skrifaði sjálfur sína lyfseðla Hreinn hætú þó í skóla ári áður en hann hefði átt að taka gagnfræðapróf og fór að vinna hjá Ríkisskipum. „Ég hafði engan tíma tÚ að sinna skólanum lengur og þurfú peninga til að geta drukkið, sem var aðaláhuga- málið. Til að byija með stóð drykkjan frá föstudegi tfl sunnudags en ég var ekki nema 15 ára gamall þegar ég fór að umgangast þá hörðustu á bísan-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.