Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 Fréttir DV Úr bloggheimum Gleymdiru jólagjöfunum? „Um daginn var ég i kjörbúð Jóhann- esar (Bónus) þegar Doddi kallaralltí einu: „MAMMAIÞÚ VERÐURAÐ MUNA AÐ KAUPA HANDA OKKUR JÓLAGJAFIR!" Ég horfði á barnið, svona hálfhissa, og spurði:„eh.. hvað hefur það komið oft fyrir að ég gleymi að kaupa handa ykkur jólagjafir?" Hann tók sér góðan tíma i að hugsa máiið áður en hann svaraði:„aidrei". Nei. Honum fannst bara nauðsynlegt að kalla þetta yfir alla búðina til að gefa ískyn aðég væri svona mamma sem henti pulsum I pott á aðfangadag, setti hass í pipu og segði„vó.. shit.. kids marr.. ég gleymdi að kaupa pakka, hahaha, vá hvað þetta er fyndið, wa- hahahaha" Anna - anna.is/weblog/ Mömmudjöfull „Þegar ég var litill var ég stríðalinn á tertu sem hér MÖMMUDRAUMUR, þegar ég svo kom út í heiminn (með strætó út fyrir póstnúmeriö) komst ég að þvi að allstaðar annarsstaðar er þessi terta köll- uð DJÖFLATERTA. Þetta skýrir svooooooo margt." Bitri Gaurinn - bitringur.blog- spot.com Þeim mun hærra, þeim mun betra „Fari það allt til helvítis bara. siðasta sólarhring inni á meðgöngudeild Landspítalans sem er reyndar hin prýðilegasta, alúö- legt starfsólk og mannsæmandi að- staða fyrir aðstandend- ur. Sem er meira en sagt verður um horngrýtisdeildina á neðri hæðinni, mæli eindregið með þvl fyrir þá sem hyggjast láta leggja sig inn á sjúkrahús að skoða hvar deildin erstaðsett. Það virðist nokk- uð gild regla að þvi hærra uppi sem deildin er þeim mun betri sé aðstað- an og starfsfólkið. Furðulegtþað." Fangória - fangor.blogspot.com Fyrsta hjartaígræðslan Á þessum degi árið 1967 varð fyrsta manneskjan til að fá nýtt hinn 53 ára Lewis Washkansky hjarta. Þetta gerðist á Groote Schu- ur sjúkrahúsinu í Höfðaborg í Suð- ur Afríku. Washkansky var að dauða kominn þegar möguleiki opnaðist á að græða í hann nýtt hjarta þegar 25 ára kona lést í bílslysi. Aðgerðin var gerð af Christiaan Barnard, lækni sem hafði hlotið þjálfun sína í Banda- ríkjunum og Suður Afríku. Níu ár voru liðin frá því að fyrsta hjarta- ígræðslan var gerð - þá á hundi. Eftir aðgerðina var hjartaþegan- um gefin lyf til að bæla ónæmis- kerfið svo líkaminn myndi síður hafna hinu nýja hjarta en það var tvíeggjað sverð þar sem aðrir sjúk- dómar herjuðu á hann í kjölfarið. Hann lést þremur vikum eftir að- gerðina úr lungnabólgu, þótt ekk- Lesendur eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sinar á málefnum andi stundar. Útvarp eldra fólksins hætt Ég er alls ekki sátt við þá ákvörð- un hjá Rás 2 að segja upp Gesti Ein- ari en ég hlusta á útvarpið á hverjum degi. Hann ásamt öðrum á Rás 2 hjálpa til við að halda utan um ís- lenska menningu þar sem gömlu og góðu íslensku lögin eru flutt. Nú erum við ekki í nógu góðum málin því nú er búið að ráða einhverja konu hjá RÚV og hún ætlar að ná til ungu kynslóðarinnar. Afhverju? Er ekki nógu mikið til af útvarpsstöðv- um fyrir unga fólkið? X-ið og FM 977 og hvað þetta nú heitir. Það sem Lesendur heillaði mig við Rás 2 er að þar eru lögin kynnt svo vel. Þar er sagt frá hverjir semja tónlistina, hverjir flytja hana og hvort búið sé að gefa út plötu eður ei. Eitthvað heyrði ég af því að það ætti að breyta morgunút- varpinu hjá Rás 2 líka. Ég vill nú bara mótmæla því. Hvern morgun vakna ég við rólega tónlist og maður er vakinn blíðlega. Fimmtán mínútur yfir sjö koma veðurfréttirnar sem eru svo yndislegar en þá einmitt veit maður einnig hvað klukkan slær. Nú á að gera það líka fyrir unga fólkið. Það er ekki einu sinni vaknað svona snemma á morgnana. Mömmurnar, eins og ég, erum að vekja ungu kyn- slóðina um átta leitið en þá er þess- ari yndislegu morgundagskrá lokið. Endilegahugsum líka um eldra fólkið. Unga fólkið er með nógu mikið af útvarpsstöðvum en við eldra allt of fáar. Gestur Einar Jónasson Varsagt upp hjáRás 2 og stefnan er tekin á unga fólki, Tilgangslaust að kvarta í opinbera kerfinu Bjami Valdimarsson Njálsgötu 102skrífar DV hefur mikið fjallað um gamla fólkið að undanförnu. Margt starfs- fólk í stofnunum virðist halda að fögur orð „Bæti upp" sér-einangr- unarstefnu! Sumt starfsfólk lítur á sjálft sig sem æðri verur. Við hin erum bara óhreinir stéttleysingjar! Lesendur Þessi afstaða kristallast í áletrun á eldhúshurðinni: “Aðeins fýrir starfs- fólk.“ Enda skálmar það ótæpilega inn í eldhús erindislaust og þvælist þar fyrir. Það á til að blanda sér í bið- röðina, eftir veitingum sem auðvitað er algjört brot á aðskilnaðarstefn- unni sem aðallinn hefur sett og að- gerðarstjórinn framfylgir, að kröfu þeirra ósvífnustu í liðinu. Það króar sig af í mat og kaffi og þangað má enginn óinnvígður koma, ekki einu sinni í dyragættina og enn síður ávarpa aðalinn. Enda þótt hurðin sé yfirleitt opin og hlátrasköllinn glymji langt fram á gang. Svona vin- strikvenna jafnréttis aðskilnaðar- regla viðgengst víðar í kerfinu. Ég bað aðgerðarstjórann um kaffi. Svarið var nei; þetta kaffi er fyrir starfsfólkið! Kaffikannan var full og megnið af kaffinu fór aftur í eldhús- ið. Hugsið ykkur á DV allan skarann taka sér bolla í hönd sleppa kaffinu í eldhúsinu, skálma þvert yfir salinn, eftir endilöngum ganginum, til að klára allt kaffið frá starfsfólkinu!? Beiðni mín um kaffi var komið sem fýllti mælinn. í dag eru 35 ár síðan verslun- armiðstöðin Glæsibær var oþnuð. Þar var meö- al annars verslun Silla og Valda, þá stærsta matvöruverslun lands- ins. ert hafi amað að hjartanu. Barnard hélt áfram að framkvæma hjarta- ígræðslur og undir lok áttunda ára- tugarins lifðu margir sjúklinga hans í allt að fimm ár eftir aðgerð. Núorðið eru hjartaígræðslur orðn- ar hversdagslegar þótt erfitt reynist oft að finna heppilega gjafa. Álitsgjafi um íslendinga Svava Sigbertsdóttir erkölluðáteppið þegar Islendingar sækja um íenska dansskólanum. Lesendur Ég var kölluð upp til skólastjór- ans um daginn. Var skíthrædd um að ég hefði gert eitthvað rangt, sem er reyndar ekki erfitt, þar sem skól- inn er fáránlega strangur. Kem upp með hjartað í buxunum og spyr hvað hann vill. „Eh, það er stúika frá íslandi, Anna, 17 ára og dökkhærð, að sækja um inngöngu. Þekkirðu hana?" Ég hugsaði rrteð mér að hann hlyti að vera að grínast. Ekki þekki ég alla þótt landið sé lítið. En hann starði bara á mig og beið. Beið eftir upplýsingum um þessa vinkonu mína. Ég reyndi að útskýra fyrir honum að landið væri ekki ein stór blokk. Allir saman í kommúnu. Hann hlustaði en ekkert síaðist inn. Hann hélt ennþá að það væri til- fallandi að ég þekkti önnu ekki. Þannig að í hvert einasta skipti sem einhverjum heima dettur í hug að sækja um í skólann er ég kölluð upp á skrifstofu til umsagnar. Ég vona að enginn sæki um næsta ár. Nú er ég búin að venjast sér- visku skólastjóranna. Það sama verður hins vegar ekki sagt um heimsku ensku bekkjarsystkina minna. Eitt dæmi: Stansted verður vanalega fyrir valinu þegar ég og flestir hinir útlendingamir fljúgum heim. Eitt sinn sat ég í matsalnum og Gemma kom til mín. „Hvað er svona merkilegt við Stansted?" spurði hún. „Ekkert. Af hveiju?" sagði ég. „Nei, ég vildi bara vita. Þú veist, af hverju Stansted væri betra en önnur lönd. Af hveiju það er svona geðveikt gaman alltaf að fara þangað." Eg er mjög stolt af því að hafa náð að halda í mér hlátrinum. Sagði henni svo að Stansted væri flugöllur en ekki eitthvað posh land. Síðan þá er hún alltaf kölluð Stansted. Þetta er eitthvað svo satanískt „Ég get ekki hugsað verkið rökrétt núna en ég skal útskýra það fyrir þér í heilsíðu helgar- blaðsviðtali þegar það er tilbúið." segir Daníel Bjömsson myndlist- armaður sem í dag klukkan 18 opnar einkasýninguna Inngarður í Gallerí Bananas á homi Barón- stíg og Laugavegs. DV náði tali af Damel í gær þegar hann var að setja upp sýn- inguna ásamt Harrý Jóhannssyni sem rekur galleríið með miklum sóma. „Ég get samt upplýst þig um að sýningin verður ljósasjóv og gosbmnnar og einhverstaðar milli hluta liggur fegurðin í því. Ég er meðal annars að notast við hitaperur eins og fólk þekkir úr kjúkklingabúum og hamborgara- búllum. Þetta verður allt saman innrautt og útfjólublátt" segir Daníel og vill ekki tjá sig meira um eðli verksins að svo stöddu. Daníel er einn forsvarsmanna Klíng og Bang gallerí á Laugavegi og rak Kh'nk og Bank meðan það var og hét. „Ég er búinn að vera stunda- kennari við Hönnunardeild Listaháskólans í vetur þar sem ég kenni hugmyndakúrsa. Ég kann mjög vel við það, það er stórkost- legt," segir Daníel sem undrast mjög velgengni sína á kennara- sviðinu miðað við hve stutt er síðan „ Þetta verður allt saman innrautt og útfjólublátt" hann skreið sjálfur úr skóla. Daníel er með hugann við samsetrúngu verksins fyrir opn- unina og eftir því sem líður á við- talið sér Daníel verkið betur fyrir sér. „Þetta er eitthvað svo fallegt, svo satanískt," segir Daníel hug- fanginn og fjarar út. Daníel Bjömsson útskrifaöist úr skúlpturdeild L.stahaskola .s- lands árið 2002.1 kjölfarið lagði hann stund á frjálst listnam Berlín. Daníel Rekur gallerf Klíng og bang asamt oðrum sjo listamönnum. Hann hefur unnið við framleiðslu- og umonn unarstörf og stýrt ótal listviðburðum hér á landi og erlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.