Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 18
J 8 LAUGARDACUR 3. DESEMBER 2005 Helgarblaö DV Berglind Fríða Steindórsdóttir horfði á eftir syni sínum úr landi fyrir sléttu ári. Þá átti hún ekki annan kost en af- sala honum til móður sinnar og fela henni forsjá hans. Um jólin sameinast þau á ný en það hyllir undir að hún endurheimti hann alfarið. Fyrir því hefur hún barist frá því í sumar og gefur ekki tommu eftir í þeirri bar- áttu. Sameinuð um jólin eftip aö haia nauðug látið son sinn írósór Berglind Fríða Átti ekki annan kost en að fela móður sinni forsjá drengsins síns. DV-mynd Stefán „Ég get ekki um annað hugsað en jólin framundan og hvað það verði yndislegt að eiga loks jól með syni mínum. Ég hef saknað hans alveg ofsalega mikið, alltaf meira og meira eftir því sem tíminn líður," segir Berglind spennt og glöð eftir því að fá að halda litla drengnum í örmum sínum á ný. Hún gaf hann nauð- ug frá sér og vinnur að því hörðum höndum að sanna sig svo móðir hennar, sem hefur forsjána láti hann af hendi til hennar aftur. Berglind Fríða með Kristófer Breka í sumar Það varþeim báðum erfitt að skilja isumar en Berglind átti ekki annan kost. Berglind eignaðist son sinn, Kristófer Breka, þegar hún var sautján ára og h'f þeirra saman var lengi brösótt. Hún barðist alltaf harðrammri baráttu við móður sína sem vildi halda honum hjá sér. Fyr- ir sléttu ári átti hún þann eina kost að afsala honum til móður sinnar, ella sjá á eftir honum í hendur barnaverndaraðila. „Ég var í mikilli óreglu frá því snemma á unglingsaldri og sam- bandið við móður mína var slæmt. Eftir að Kristófer Breki fæddist hélt ég áfram harðri neyslu en mamma tók hann alltaf þegar ég var verst. Hún vildi hafa hann alfarið en ég þijóskaðist við. Fyrir ári var staða mín þannig að það átti að taka hann alveg frá mér og gat átt von á að hon- um yrði ráðstafað í fóstur. Það var þá sem ég neyddist til að skrifa undir pappíra þess efnis að mamma fengi forræðið og hún tók hann með sér út til Edinborgar þar sem hún býr,“ út- skýrir Berglind og segist hafa óttast að missa son sinn alveg annars. Berglind fór hins vegar í meðferð og hefur gengið vel hjá henni síðan. Eftir því sem tíminn hefur liðið hef- ur löngun hennar eftir að fá dreng- inn sinn aukist. Hún fékk hann í heimsókn fyrst í maí og síðan nokkrum sinnum í sumar. „Mig langaði ekki að skilja við hann þegar hann var hjá mér síðast í september. Það var mikil sorg þegar við kvödd- umst og hann var þungur og sár yfir að þurfa að fara. Það var því enn erf- iðara að sjá á eftir honum en mamma vildi ekki að ég fengi hann aftur. Ég gerði því kröfu hjá sýslu- manni um að fá forræðið aftur og það mál er nú í vinnslu," segir hún og bætir við að síðan hafi þær mæðgur getað rætt málin og vonast hún til að ekki þurfi til málaferla að koma. Kristófer Breki er væntanlegur núna 15. desember en á að snúa út aftur í byrjun janúar. Berglind er ekki á því að skilja við hann þá en ef hún fái ekki að hafa hann áfram hef- Kristófer Breki sæll og glaður Bergiind segir að þau hafi notið hverrarstundarsaman í sumar og getur vart beðið eftic að hitta hann aftur. ur hún uppi áform um að fara með honum út og vera þar hjá honum. Hún vonast til að geta sannfært móður sína um að hún sé hæf til að hafa barnið og Kristófer Breki komi alfarið til hennar í vor. Fyrir því ætl- ar hún að berjast með kjafti og klóm. Sjálf á hún von á öðru bami í febrúar. „Ég var mömmu ógurlega reið fyrir að vilja ekki láta mig hafa hann þegar ég vildi en ég er að átta mig á alltaf að berjast við að troða honum inn í það líf sem ég lifði, nú er ég til- búin að haga mínu lífi í samræmi við hans og fórna öllu til að við get- um verið saman. Síðast sá Berglind á eftir honum þegar hann gekk hnugginn og dap- ur í gegnum vegabréfsskoðun í Keflavík í sumar. Berglind segir að hann hafi ekki skilið hvers vegna hann gæti ekki verið hjá henni. „Á leiðinni sagðist hann vona að flug- „Mig langaði ekki að skilja við hann þegar hann var hjá mér síðast íseptember. Það var mikil sorg þegar við kvöddumst og hann var þungur og sár yfir að þurfa að fara. Það var því enn erfiðara að sjá á eftir honum en mamma vildi ekki að ég fengi hann aftur." að það er hagsmunir hans sem hún ber fyrir brjósti. Og eins reið og ég var henni, þá hefur mér skilist að ég á henni mikið að þakka. Hún hefur annast hann vel, en það er samt ekkert sem kemur í stað þess að vera hjá mér. Mamma verður að skilja það. Nú er líf mitt í föstum skorðum, mér gengur vel og þrái ekkert meira en hugsa um hann og litla barnið sem ég á í vændum. Áður var ég vélin pompaði í sjóinn á leiðinni og það var sárt, alveg óendanlega sárt að geta ekki huggað hann. Nú telur hann dagana þar til hann fær að hitta mig og það verður æðisgengið að fá að halda jól með honum. í fyrsta skipti síðan hann fæddist því ég var aldrei í formi til þess að njóta þeirra almennilega," segir Berglind Fríða alsæl með að njóta fyrstu al- mennilegu jólanna þeirra saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.