Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 Fréttir DV Hljómsveitir íhús Gamla bókasafnið tók fyrr í vikunni við æfinga- húsnæði fyrir unglinga- hljómsveitir í Dverg af Hafnarfjarðarbæ. Húsnæð- ið er ætlað eldri unglinga- hljómsveitum að því er fram kemur á vef Víkur- frétta. Nýja húsnæðið verð- ur rekið sem nokkurs konar framhald af Músík og mót- or. Starfsmennimir þar sjá um húsnæðið og úthiuta æfingaaðstöðunni. Áfram gildir sú gullna regla að hljómsveitir borgi ekki fyrir húsnæðið heldur koma þær þrisvar sinnum fram á árinu fyrir hönd Hafnar- fjaröarbæjar. Má heita Dreki Mannanafnanefiid hefúr samþykkt beiðni um að fá að nota nafnið Dreki. Það sama gildir um nafnið Leo. Ekki var hægt að fallast á stúlkunafnið Maia. Af- greiðslu nafnsins Hnikarr sem oft hefur verið hafnað áður var frestað að þessu sinni. Annarósa var ekki tekið gott og gilt. Millinafnið Ole átti heldur ekki upp á pallborðið. Lisbeth verður tekið á mannanafnaskrá en Kenneth er hafnað. ' Millinafnið Kili-. an er enn úti en Veróna er komin inn. Líka Aletta og Annas. Lengri biðlistar í Hveragerði Bæjarstjórn Hveragerðis hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna þess hve biðlistar eftir hjúkmnar- og dvalarrými fyrir aldraða hafi lengst undanfarin misseri. „Bæjarstjórn mun halda áfram að beita sér fyrir úrbótum í þessu mikil- væga máli og bindur vonir við að fyrirhuguð efling á heimahjúkmn í bæjarfélag- inu komi að einhverju leyti til móts við vandann," sam- þykkti bæjarstjórnin. Jens Eilers, sendiráðsritari í þýska sendiráðinu, þolir illa og getur ekki sætt sig við aukna umferð á Laufásvegi eftir að Hringbrautin var færð til suðurs. Hefur hann ítrekað skrifað borgaryfirvöldum bréf þar sem hann fer fram á að hraða- hindranir verði settar upp í götunni en þær nefnir hann „Schlafende Polizisten“ á eigin tungumáli. Jens Eilers, sendiráðsritari í þýska sendiráðinu, hefur staðið í bréfaskriftum við framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar vegna stóraukinnar umferðar á Laufásvegi eftir breytingu á legu Hring- brautar. Krefst þýski sendiráðsritarinn þess að hraðahindranir verði settar upp á Laufásvegi á milli Barónsstígs og Njarðargötu. Þykir það skjóta skökku við vegna þess að þýska sendiráðið er staðsett á mótum Laufásvegar og Þingholtsstrætis við Hellusund. Þýska sendiráðið Amótum Laufásvegar oq Þina- L holtsstrætis við Hellusund. Þýski sendiráðsritarinnviH I hms vegar hraðahindranir á Laufásveginn á milli Bar- 8 ónsstigs og Njarðargötu, langt frá sendiráðinu sjálfu I Jens Eilers segir umferðina vera orðna óþolandi og allt of firaða. Sjald- gæft sé að ökumenn virði 30 kíló- metra hámarkshraða: Æða eftir götunni „Þeir æða eftir götunni með 70 km hraða, einkum á kvöldin og um helg- ar," eins og Jens Eiler segir í einu af mörgum bréfum sínum til Stefáns Agnars Finnssonar, yfir- ^ verkifæðings Reylcja- ’ k víkirrborgar. „Þessi , hraði veldur mildlli i hávaðamengun, |sem kemur niður á [ lífsgæðum þeirra, sem við götuna búa. Veldur k þetta ekki l síst stórauk- ni hættu, „Þeir æða eftír götunni með 70 km hraða, einkum á kvöldin og um helgar." einkum fyrir böm og gamalmenni í götunni," segir sendiráðsritarinn. Borgin vill bíða Verkfræðingar borgarinnar em þó ekki tilbúnir að setja upp hraða- hindranir á Laufásvegi, á milli Bar- ónsstígs og Njarðargötu, að svo komnu máli. Vilja þeir bíða eftir og sjá reynsluna af flutningi Hring- brautarinnar sem í raun veldur auk- inni umferð um Þingholtin eins og þýski sendiráðsritarinn hefur rétti- lega bent á. I steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri I Jens Eliers segir hávaðann á Laufásvegi óþol- I andi og vill að borgin setji upp hraðahindranir Óþolandi fyrir íbúana „Hávaðinn sem þessi ökutæki valda, er óþolandi fyrir íbúana," segir Jens Eiler og stendur fast á þeirri skoðun sinni að hraðahindranir séu nauðsynlegar; „Schlafende Polizist- en“ eins og hann nefnir þær á eigin tungumáli í bréfum sínum til borg- arinnar. Til að róa þýska sendiráðsritar- ann hafa borgaryfirvöld sent honum niðurstöður mælinga sem gerðar vom á Laufásvegi í ágúst 2003. 1500 bílar Þar kom meðal annars fram að umferðarmagn reyndist um 1500 bflar á sólarhring og var meðalhraði þeirra bæði í austur og vesturátt um 36 kflómetrar á klukkustund. Er það nokkuð meiri hraði en leyfilegur er; en hann er 30 kflómetrar á klukku- stund. Nú er umferðin um götuna hins vegar enn meiri og veldur það áhyggjum sendiráðsritarans. Ekki náðist í Jens Eilers sendi- ráðsritara í gær til að fá upplýsingar um hvers vegna hann viU einvörð- ungu fá hraðahindranir á Laufás- veginn á mflli Baróns- stígs og Njarðargötu þegar þýska sendiráðið er á allt öðrum stað í götunni. Aðrir kvarta ekki Aðrir starfsmenn þýska sendi- ráðsins hafa ekki kvartað yfir um- ferðarþunganum á Laufásveginum, hvorki Johann Wenzl sendiherra, Ute Burghardt, þriðji sendiráðsrit- ari, Ursula Weissenburger aðstoð- arssendiráðsfulltrúi né heldur Bernd Schulze-Holz aðstoðarsendiráðs- fiflltrúi. ’■> uim Hfúi iui i 3AU.ERIF01D Hraðahindrun Mikið verk og vandasamt er að setia uon hraðahmdrun. Hér eru borgarstarfsmenn aö setja úpp PP ema slíka rétt við utanrikisráðuneytið á Rauðarárstíg Hlutverk kynjanna er klárt Svarthöfði er af gamla skólanum. Svarthöfða líkar iUa við breytingar. Þess vegna hlustar Svarthöfði með æluna upp í kok á kvenréttindakeU- ingar sem láta gamminn geisa um óréttlæti heimsins og misslciptingu heimilisverka. Steininn tók þó úr þegar Svarthöfði hlustaði á ein- hverja konu flytja pistil um hlutverk kynjanna og fyrirfram gefnar hug- myndir um þau hlutverk á Nýju fréttastöðinni. Svarthöfði vorkennir reyndar blessaðri konunni sem hefur beðið spennt í marga mánuði eftir auglýs- ingabæklingum leilcfangabúða fýrir & Svarthöfði jólin. Svarthöfði veit að dóttir hans hefur beðið spennt en munurinn á henni og pistlakellingunni á Nýju fréttastöðinni er í það minnsta tutt- ugu ár. Ástæðan fyrir spenningnum hjá konunni var eldd að skoða leik- föngin sem slflc. Nei, hún var. að skoða hvernig hlutverk kynjanna kristölluðust í dótinu í bæklingun- um. Konugreyið bísnaðist yfir því að dótið gæfi mynd af stöðu karla og kvenna í þjóðfélaginu í dag. Hún var Hvernig hefur þú það' „Ég hefþað bara alveg sæmilegt/'sagði Guðrún Eva Mlnervudóttir rithöfundur. „ Veðrið er dásamlegt og ég er með brauðsneið frá Jómfrúnni I maganum. Það amar ekkert að mér, mér er hvergi illt og það eru engir harmleikir Igangi. Það er æsilegur tími fyrir rithöfunda þessa dagana, allt á fullu að lesa upp sem er mjög gaman." bálreið yfir því að stúlkum væri ætlað að íeika með dúkkur og búsáhöld en strákar væru utan á pökkum af verk- færum og bflum. Hún sagði þetta vera einkennandi fyrir þanka- ganginn í þjóðfélaginu og eJcki til þess fallið að hjálpa til við að breyta stöðunni á heimilinu. Svarthöfði hugsaði um orð hennar í forundran á meðan orð hennar buldu í útvarpinu. Svarthöfði man þegar hann var lít- ill. Hann hefði ekki haft gaman af því að fá dúkkur í jólagjöf. Bflar vom ofar á óskalistanum eða þá fótboltar. Svarthöfði veit það manna best að ungir drengir verða ekki hommar þó að þeir leiki sér með dúkkur. Svart- höfði veit hins vegar að þeir hafa meira gaman af því að leika sér með bfla og stúlkur hafa meira gaman af að leiká sér að dúkkum. Það beytist ekki - hlutverk kynjanna em klár. Svaithöfði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.