Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 33
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 33 Jónheiður Pálmey Halldórsdóttir og Eva Lind Björnsdóttir börðust fyrir að Konukot, athvarf fyrir útigangskonur, yrði opnað. Þær segja að næsta skref hljóti að vera að opnað verði áfangaheimili. Það er eina lífsvon kvennanna en þar myndu þær fá uppbyggingu og styrk til að snúa til lífsins aftur. Þær vita hvað þær eru að segja enda þekkja þær vandann af eigin reynslu. „Útigangskonur hafa ekki átt sér neinn málsvara því svo mikið er víst að þær standa ekki með kröfuspjöld og æpa: „Við viljum athvarf og við viljum áfangaheim- ili!“ Sjálfar þekkjum við vanda þeirra af eigin raun, vitum hvað er að eiga hvergi höfði að halla og þurfa að leggjast til svefns undir beru lofti eða betla gistingu hjá einhverjum sem er örlítið betur settur,“ segja þær stöllur Jónheið- ur Pálmey og Eva Lind. Þær Eva Lind og Jónheiður hafa undanfarin tvö ár barist hart fyrir því að konur sem þannig er ástatt fyrir fái skjól. Karlmenn hafa lengi haft sitt athvarf, bæði gömlu Far- sótt við Þingholtsstræti og eins rekur Samhjálp athvarf og áfanga- hús við Miklubraut. Jónheiður segir að frumkvæðið hafi Eva Lind átt en eftir að hún varð edrú hafi henni runnið til rifja hvernig vin- konur hennar sem hún hafði í mörg ár umgengist daglega höfðu það. „Ég gerði mér grein fyrir að þær myndu aldrei hafa það af nema til kæmi einhver hjálp. Ég þekkti það af eigin reynslu, eftir að hafa sjálf verið útigangsmanneskja, að venjuleg meðferð gegni ekki. Hún er sniðin fyrir fólk sem er ekki eins illa farið og ég var og þessar konur sem enn liggja úti,“ segir hún. Viðhorfin grimm Eva Lind minnist þess að þegar hún var eitt sinn í meðferð á Teigi hafi hún talað um sjálfa sig og líf sitt á götunni eins og fólk í með- ferð gerir. Eftir að hafa sagt frá, stóð upp maður og spurði hvert hann væri eiginlega kominn og sagðist ekki vera í meðferð með svona soramanneskju. Hann væri ekki kominn þangað til að hlusta á útigangskonur og annað eins pakk. „Þessi maður var ekki einn um að hafa þessi viðhorf, hann sagði bara upphátt það sem hann meinti og aðrir hugsuðu," bendir Eva Lind á og Jónheiður bætir við að það sé ekki aðeins viðhorf ann- arra til þessara kvenna, heldur ekki síður þeirra eigin viðhorf. Þær fóru því af stað og gengu á milli Pontíusar og Pflatusar og bentu á hvað væri að; þær þekktu það af eigin raun. „Okkur var ekld tekið fagnandi. Kerfisfólkið var kurteist og þakkaði okkur fyrir að koma. Málið skyldi athugað. Það voru svörin sem við fengum. For- dómunum gagnvart okkur sem höfðum verið í þessum sporum fundum við greinilega fyrir," skýt- ur Eva Lind inn í. Mikill sigur að fá Konukot „Það var ekki fyrr en við feng- urn í lið með okkur Helgu Þóreyju Björnsdóttir mannfræðing sem vann að ritgerð um útigangsfólk í Reykjavík að eitthvað fór að ger- ast. „Við heitum Jónheiður og Eva Lind og erum alkóhólistar. Okkur langar að vinna að því að opnað verði athvarf fyrir konur. Og þetta er hún Helga mannfræðingur." Þá kvað við annan tón, fyrst hún var í liði með okkur væri kannski hægt að hlusta á okkur," segir Jónheið- ur og þær hlæja báðar. Rauði krossinn féllst síðan á að leggja til húsnæði við Tjarnargötu sem áður hafði verið notað fyrir unglinga til að setja á laggirnar at- hvarf fyrir konur. „Konukot var mikil framför og vissulega áfangasigur fyrir okkur sem barist höfum fyrir því að sett yrði á fót skýli þar sem þær gætu sofið. Þangað gátu konurnar kom- ið og fengið að borða og gistingu. En þær þurftu að fara út fyrir tíu á morgnana, sama í hvaða ásig- komulagi þær voru. Baráttan hélt því áfram og fjölmiðlaumræðan að undanförnu varð síðan til að félagsmálayflrvöld í Reykjavík hafa ákveðið að hafa það opið all- an sólahringinn," segja þær stöll- ur. „Við vitum líka fyrir víst að konur á götunni eru mun fleiri en skýrsla sem félagsmálaráðuneytið lét taka saman gefur til kynna." En þær eru ekki hættar. Nú berjast þær fyrir því að áfanga- heimili fyrir þessar konur verði opnað. Eva Lind segir að það sé eina von þessara kvenna til að verða edrú og ná sér upp þannig. Fyrir þeim liggur ekki annað en að deyja ef þær halda svona áfram því þótt Konukot sé frábært dugi það ekki. Þar er engin virk með- ferð með raunhæfum markmiðum fýrir konurnar. „Meðferð er góð út af fyrir sig en fyrst og síðast þurfa þær öxl til að gráta við, skilning og eyru sem hlusta. Þær eru fjarri lagi tilbúnar til að meðtaka meðferð eins og hún er skipulögð á meðferðar- stofnunum. Konurnar sem vinna á Konukoti eru ofsalega góðar og yndislegar en þær hafa ekki geng- ið í gegnum sömu reynslu og þess- ar konur," segir Eva Lind og bætir við að hún hafi boðið fram starfs- krafta sína á Konukoti en þeir sem höfðu með málið að gera hjá Rauða krossinum hafi afþakkað, ekki talið reynslu hennar þess virði. Ætla ekki að gefast upp Jónheiður grípur inn í og bend- ir á að fleiri en Eva Lind og hún þekki vandamálið af eigin raun, það hafi hins vegar ekki verið gert neitt í því að finna starfsfólk sem hafi reynslu af alkóhólisma. Það sé nauðsynlegt að þeirra mati. „Þessar konur eru svo illa farn- ar að þær líta á sjálfar sig sem það lægsta af öllu lágu. Þeirra vandi er að treysta annarri manneskju en það er aftur forsendan til þess að hægt sé að snúa til betra lífs og koma sér af götunni." Þær Jónheiður og Eva Lind ætla ekki að gefast upp. Afram ætla þær að reyna að vekja athygli yfirvalda á þörfinni fyrir áfangaheimili. Það er eina von þeirra útigangskvenna sem ráfa nú um göturnar ár eftir ár og eiga enga von um að fá hjálp. „í DV fyrr í vikunni var viðtal við konu sem hrópaði á hjálp. Hún komst hvergi inn í meðferð. Það er hryllilegt að verða vitni að því að hún þurfi að niðurlægja sig í dag- blöðum í þeirri von um að þannig fái hún aðstoð. Er það þetta sem við viljum eða ætlum við að taka höndum saman og hjálpa þessum konum alla leið?" segja þær Jón- heiður og Eva Lind, tilbúnar til að berjast áfram. Þær þekkja vand- ann, enginn er eins vel til þess fall- inn og þær að greina þennan vanda. Þeir sem með þessi mál fara ættu að taka því fegins hendi að fá frá þeim uppbyggileg ráð. En það er enn von eins og lesa má um hér á undan í viðtali við fyrr- verandi útigangskonu sem lifði ótrúlegar hörmungar og var talin vonlaus. Með hjálp vinkonu sem þekkti vanda hennar og trúði á hana tókst henni að ná sér upp úr ræsinu og lifir nú góðu lífi. Hún sýnir svo ekki sé um villst að hægt er að ná sér upp, sama hve djúpt sokkinn viðkomandi er; með skilningi og trú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.