Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 31
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 3 7 Getur ekki lagt á fólkið s'rtt að hún afhjúpi sig aigjörlega „ Forsidrar \ minir og barn hafa þjaðst nóg vegna * „ min og eiga það inni hjá mér að ég afbjupi mig ekki algjérlega. “ „Vá, þvílík sæla sem ég upplifði. Mér fannst ég geta allt. Feimnin hvarf, ég gat talað við fólk og ég gat rifið kjaft. Ég snarbreyttist, ur feimnu, niðurbældu barni íað vera iöff kona sem upplifði eng- ar hindranir og enga fjötra; ég gat komist þangað sem eg vildi." „VerðiÖ fyrirgreiðanrt var 40 þúsund i byrj- iin m viðskiptavinim- *> komust i samband við mig á þeimömur- íegu börum sem fétk afmínu sauðahúsi sétti." henni ekki, heldur rifjar Erla upp þennan tfma, hnarreist og af öryggi. Hún neitar að það hafi sérstök áhrif á hana að tala um þessar hörmungar en segir að það sé fyrst og fremst vegna þess hve vel hún hafi unnið í sjálfri sér og fyrir þá að- stoð sem hún hafi fengið. „Hörmungarnar, ég er lítið farin að tala um þær því á þessum tíma var þetta líf dans á rósum og ekkert nema eftirsóknarvert í mínum huga,“ segir hún og brosir út í ann- að munnvikið. Seldi sig fyrir 40 þúsund yfir nóttina En það er ekki lengi hægt að sprauta sig daglega eða jafnvel oft á dag og treysta á aðra. Erla átti eftir að komast að því og útskýrir að það sé aðeins í fyrstu. Að því komi að þeir sem í upphafi voru tilbúnir að gefa skot setji stólinn fyrir dyrnar. Hún segist hafa verið ákveðin í að hún ætlaði ekki að vera upp á aðra komin. Hún skyldi vera sjálfstæð og ráða sjálf ferðinni. „Það lá ekkert fyrir annað en að selja sig. Það var einfaldast og þannig gat ég fjár- magnað neysluna," segir hún en aðeins íjórtán, fimmtán ára var hún farin að selja sig körlum á öllum aldri, af öllum stéttum. „Verðið fyrir greiðann var 40 þúsund í byrjun en viðskiptavinirn- ir komust í samband við mig á þeim ömurlegu börum sem fólk af mínu sauðahúsi sótti," segir Erla og út- skýrir að þeir sem hafi haft ráð á að borga 40 þúsund fyrir greiðann hjá henni hafi eðli málsins samkvæmt verið menn sem höfðu efni á því. Hún segir að þeir hafi haft sín ráð til að komast í samband við hana. „Stundum hringdu þeir á barinn eða einhver bar fyrir mig skilaboð; það er ekki vandamál þessara manna að komast í samband við konur sem eru tilbúnar að selja sig. Þeir vita upp á hár hvernig þeir eiga að fara að því," segir hún og þagnar um stund. Hún heldur síðan áfram og rifjár upp að eftir því sem stúlkurnar voru verr á sig komnar og sprautu- förin fleiri, því eftirsóknarverðari voru þær í augum þessara manna. „Oft voru þetta menn sem vildu af- brigðilegt kynlíf, eða ofbeldisfullt. Þeir vissu sem var að eftir því sem við sem seldum okkur vorum verr á okkur komnar, því minni virðingu bárum við fyrir sjálfum okkur. Þannig konu er hægt að ganga í skrokk á án þess að hún æmti eða skræmti. Oft var ég illa á mig komin þegar ég sneri til baka, öll blá og marin eftir barsmíðar, svívirt og niðurlægð," segir Erla rólega. Hvorki í rómi hennar né svip er hægt að ráða að hún sé að segja frá þeim mestu hörmungum sem ein kona getur lent í. Svo kom pimpinn til sögunnar En Erla féll í þann pytt sem vændiskonur í gegnum aldirnar hafa fallið í; að eiga sig ekki sjálf. Hún barðist við að halda sínu fé en manninum sem hún var með fannst það hið mesta óréttíæti. Hann vildi bita af kökunni og hún gaf eftir. Áður en hún gat snúið sér við var hann farinn að gera hana út. Selja hana þeim sem hann skuldaði og greiða sína skuld með blíðu Erlu. „Auðvitað gat ég ekki neitað; hvað þá? Jú, hann barði mig bara til hlýðni. Um tíma var ég með viðvar- andi glóðarauga; stanslaust því þau náðu ekki að hverfa á milli. Maður- inn sem ég var með, sá sem ég hitti þrettán ára á Hlemmi, var nokkrum sinnum nálægt því að drepa mig með barsmíðum Eitt sinn stakk hann höfðinu á mér undir vatnsyf- irborðið þegar ég var í baði og var nærri búinn að drepa mig. í annað sinn braut hann á mér fingur með því að bretta hann aftur auk þess sem hann lamdi mig þegar hann langaði til. En ég var nógu góð til að hann seldi mig,“ útskýrir hún ró- lega. Erla reyndi að hætta inn á milli. Fór í eina meðferðina á eftir annarri en það dugði skammt. Hún segir að af tvennu illu hafi verið betra að vera í vímu en að þurfa að horfa framan í foreldra sína og lífið. „Mamma og pabbi áttu oft eftir að verða fyrir vonbrigðum áður en ég varð edrú en í byrjun vildu þau trúa að mér tækist þetta. Oft stóð ég í pontu inni á Vogi eða einhverri meðferðarstöðinni og sagði frá því hvað mér þætti æðislegt að vera edrú; hvað mér liði vel með að standa þarna og tala. En það sem ég sagði var tóm steypa; orð mín voru sniðin að því sem aðrir vildu heyra. Ég vildi bara að fólki líkaði vel mig og talaði í samræmi við það. En beint úr pontunni stökk ég kannski beint út og var komin með spraut- una í handlegginn innan klukku- stundar," segir hún. Allt sem gaf vímu í sprautuna Erla var farin að nota allar teg- undir eiturlyfja, allt sem kom henni í vímu fór í sprautuna og síðan beint út í blóðið. Hún segir að heróín hafi hún oft náð í og það sé kjaftæði að efnið finnist sama og ekkert hér á landi. Þvert á móti viti hún til þess að innan ákveðins hóps sé það mikið notað. Spíttið var hætt að virka nema í miklum mæli og út- gerðin orðin dýr. Það þýddi aðeins að hún seldi líkama sinn enn oftar. Erla segir að venjulegt fólk myndi ekki trúa því sem hún lenti í. Hún var föl fyrir alla; aðeins fyrir rétt verð. „Ég gerði það sem þeir vildu og það var oft sárt og fór illa með líkama minn. Það eina sem dugði var að sprauta sig vel áður, taka með sér og fá sér á meðan inni á klósetti og svo dældi ég í mig á eftir til að geta gleymt." Erla hélt sig innan um sína líka. Oft vissi hún ekki hvar hún myndi halla höfði að kvöldi eða vakná að morgni. Ef hún komst ekki einhvers staðar inn, var ekki um annað að ræða en að halla sér í húsasundi, undir runna í einhverjum garði eða á milli öskutunna. Hún segist ekki hafa leitað heim til foreldranna nema í undantekningartilfellum enda enginn aufúsugestur þar. „f byrjun urðu þau fegin og bundu vonir við að nú væri komið nóg. En ég olli þeim alltaf vonbrigðum. Síð- ustu árin þurfti ég oft að setja fót- inn í dyragættina og ryðja mér leið inn því þau skelltu bara á mig. Þau voru búin að fá alveg upp í kok af mér og gátu ekkert gert. Oft var ég líka með kjaft og leiðindi þegar ég lét sjá mig hjá þeim og í eitt sinn var ég svo rugluð að þau töldu sig heppin að sleppa lifandi frá mér. Ég olli þeim mildum harmi og sorg en þegar mamma sagði við mig skömmu áður en ég varð edrú: „Erla, þú ert dauð fyrir mér. Hingað vil ég ekki fá þig oftar," fannst mér eins gott að deyja. Það var hræði- legt en átti kannski að einhverju leyti þátt í að ég gat ekki meira og það kviknaði smáneisti uppi í kolli á mér,“ útskýrir hún. Útmigin og útæld Útigangsfólk borgarinnar heldur sig að nokkru leyti saman og það var jafnan hægt að ganga að þess- um óhreinu börnum hennar Erlu á börum sem þeir hafa fyrir sig að mestu. Erla sótti Keisarann, Skipp- erinn og Hafnarkrána á meðan þeir staðir voru opnir. Síðustu árin hef- ur Kaffi Austurstræti þjónað úti- gangsfólki og þeim sem verst eru farnir. Erla segir að þrátt fyrir þoku- kennt ástand hafí hún oft fúndið augu samborgaranna fylgja sér eftir þegar hún kom út af þessum stöð- um. Fyrirlitningin fór ekJd fram hjá henni og oft fleygði fólk að henni og hennar líkum athugasemdum sem erfitt var að kyngja. „Þú ert við- bjóðsleg" eða viðlíka athugasemdir hljómuðu í eyrum þeirra. Erla segir að útlitið á henni hafi ekki verið gæfulegt. „Ég var stundum útmigin og útæld, óhrein og illa til reika. Líkaminn þolir ekki langvarandi neyslu og fólk missir þvag og jafn- vel hægðir. Maginn er alltaf að gefa sig og það er stundum erfiðleikum bundið að halda einverju niðri. Fyr- ir kom að ég kastaði upp við hvern sopa af víni en á endanum tókst manni að halda einhverju smáræði niðri og bæta heilsuna um leið. Auðvitað getur fólk sem hvergi á heima heldur ekki baðað sig þegar það vill, fyrir utan það að þegar maður er eins sjúkur og ég var þá hefur maður ekld sinnu á því,“ seg- ir hún rólega. Erla segir að leiðin hafi aðeins legið niður. Hún var löngu hætt að finna til þeirra áhrifa sem lyftu henni í hæstu hæðir í fyrsta sinn. Skammturinn stækkaði alltaf og að lokum var sama hve magnið var mikið sem hún dældi í sig, það breytti engu. „Þá fer maður að leita í önnur efni en þetta endar alltaf á sama veg; líkaminn hættir að bregðast við og maður verður ónæmur fyrir eitrinu. Líðanin verð- ur hörmuleg og maður hamast í ör- væntingu við að breyta líðan sinni. Dómgreindin fjarar út og eftir því sem meira er innbyrt því fjarri verð- ur hún,“ segir Erla og nú fær hún hroll við tilhugsunina. í fyrsta sinn þetta kvöld. Mektarmenn sem kaupa sér konu á götunni Hveitibrauðsdögum Erlu með efnunum sem höfðu frelsað hana á sínum tíma var löngu lokið og ástin að fjara út. Frelsið sem hún hélt að hún væri að höndla reyndist hræði- legt helsi. Um svipað leyti hitti Erla mann sem hún átti eftir að vera með næstu fjögur árin. Hún var að- eins sautján ára. Hann var rúmlega fertugur, fráskilinn og nokkurra barna faðir. Að mörgu leyti ágætis- maður en samband þeirra var hörmungin ein. Erla segir að hann hafi misnotað sér ástandið sem var á henni. Þessi maður reyndist henni ekki eins og hún hafði vænst. „Árin sem við vorum saman ýttu mér enn dýpra; stundum út í ystu myrkur. Hann kom ekki af götunni heldur rak eigið fyrirtæki; þekktur maður sem enn meira ber á nú en þá. Viðtöl við hann skrýða síður dagblaða og tímarita og ég býst við að menn viti lítið um innræti hans. En hann er sannarlega ekki einn á báti þar. Nokkrir þeirra manna sem ég átti viðskipti við og seldi blíðu mína voru mektarmenn í þessu samfélagi; það voru engir fátæk- lingar sem keyptu sér konur á göt- unni og reiddu fram 40 þúsund krónur. Margir oft í mánuði og eru líklega enn að. Og ég er ekki að ýkja neitt með það,“ segir hún og lítur snöggt upp. Erla segir að í stuttu máli hafí samskipti hennar við þennan mann fyrst og síðast einkennst af líkam- legu og andlegu ofbeldi. Ástin kom þar lítið við sögu. Rétt sé þó að segja í Framhaldá l næstusíðu )
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.