Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 34
34 LAUGARDACUR 3. DESEMBER 2005 Helgarblað DV Salatbarinn I Hagkaupum vinsæll. Ardísi Ólöfu þekkja allir frá því hún tók þátt í Idol-Stjörnuleit í hittiðfyrra. Nú er hún að fylgja eftir plötunni Heitar lummur jafn- framt því að kenna í söngskóla Maríu Bjarkar. Hún er einnig að ljúka áttunda stigi í Nýja tónlistarskólanum. X Ardís er lærður snyrti- fræðingur en ákvað að taka sér frí frá snyrtifræðinni til að geta einbeitt sér alveg að tónlistinni. Hún segist elda mjög sjaldan því vinnutíminn sé ekki „matartímavænn". „Ég elda samt alltaf steiktan flsk á miðvikudagskvöldum því þá kemur Smári vinur okkar frá Akranesi á kóræfingu og þetta er fastur punkur hjá okkur." Ardís reynir að halda sig við hollustuna þó að það takist ekki alltaf. „Salatbar- inn í Hagkaupum er afar vinsæll," segir Ardís og hlær og minnist á grill sem hún fékk í jólagjöf, sem tekur alla fitu úr matnum. „Það grill held ég mikið upp á,“ segir hún. „Svo förum við mikið í mat til mömmu eða tengda- mömmu og þar fáum við ekta heimilismat, það er nefnilega svo leiðinlegt að elda bara fyrir tvo." maria@dv.is Grillið Sem er í r* miklu uppáhaldi. I t Notalegt og hlý legt Hjá Ardísi. m Ardis Farin að hugsa til jóla. Ardís leldhús- inusinu. u u JUNI Ásgeir Ólafsson er einkaþjálfari í World Class ásamt því að vera dag- skrárgerðarmaður á Létt 96,7. Hann mætir í ræktina og þjálfar skjólstæðinga sína ásamt því að mæta í útsendingu á Létt 96,7 alla virka daga. Hann á fimm ára patta sem heitir Óliver Andri Ásgeirsson sem hann tekur aðra hverja helgi. „Ég sæki Óliver alltaf á fimmtudögum eftir leik- skólann og hef hann fram á þriðjudagsmorgun, en þá fer hann aftur í skólann og mamma hans sækir hann þangað," segir Ásgeir. „Við erum voða duglegir að dunda okkur eitthvað. Förum í sund eða á bretti, en erum nýbyrj- aðir að læra það. Okkur finnst mjög gaman að fara norður til Akureyrar til afa og ömmu, eða „momo og afa" eins og Óliver kallar þau. Það ger- um við sérstaklega á veturna en afi á nefnilega snjósleða og það trekkir heldur betur að. Við heimsækjum líka vini og kunningja en einna helst förum við til Ásrúnar systur og Stjána. Þar eru nefnilega ofurskvísurnar Ásdís Alís og Soffía, frænkur hans Ólivers, og honum finnst ekki leiðinlegt að líta í Fellahverfið í heimsókn." Ásgeir og Óliver eru miklir útivistarmenn og fara oft í göngutúra fyrir utan að sinna innimálum eins og að lesa og lita. Sá yngri er einmitt mikill listamaður. Svo hlusta þeir mikið á tón- list saman. „Það sem okkur finnst það allra heilagasta og það besta er að slaka á saman, sitja og spjalla, og gera ekki neitt. Þá líður okkur best. Við erum bestu vinir í heimi og erum að ná að sinna áhugamálum hvors annars þrátt fyrir 27 ára aldurs- mun. Ég er með ákveðnar reglur varð- andi það helsta en við reynum að njóta þess eins og mögulegt er að vera saman án þess að stressa okk- ur of mikið. Þetta er fullkomnasta samband í heimi. Tveir aðilar sem bera virðingu fyrir hvor öðrum og elska hvorn annan út af lífinu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.