Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 Helgarblað DV að um tíma hafl hún trúað að um einhvers konar ást væri að ræða. Helst hafi það verið hann sem kom henni í trú um að hún gæti ekki án hans verið. „Hann skemmti sér við að berja mig og hann seldi mig vin- um sínum. Eitt sinn kom hann með bróður sinn og bauð honum upp á afnot af líkamanum. Hann hélt mér fastri og læsti mig inni svo ég færi ekki út. f næsta herbergi voru börn- in hans sem komu og voru hjá hon- um aðra hverja helgi. Þau voru sett gæslumenn og áttu að hringja í hann um leið ef ég gæti brotið mér leið út. Oft heyrðust ópin í mér langar leiðir og börnin hans í næsta herbergi hágrétu á meðan,“ rifjar Erla upp og lækkar aðeins róminn. Vinurinn braut handlegginn eins og spýtu Hún þagnar augnablik og hallar sér aftur á bak í sætinu alveg ótrú- lega yfirveguð, lítur síðan upp og heldur áfram og segir dálítið hastar- lega frá því þegar hann fékk vin sinn til að brjóta á henni handlegginn. Svona rétt eins og spýtu sem hann smellti á hnéð og þrýsti snöggt nið- ur. Hún segist hafa heyrt þegar beinið brotnaði. „Ég var svo dofin, annars hefði ég líklega misst með- vitund af sársauka. Ég var líka öllu vön en ég gleymi aldrei hve sárt þetta var," segir hún og bætir við að líkamlega ofbeldið hafi verið snöggtum skárra að þola. Það and- lega hafi verið verra og skilji eftir sig svo mörg ör á sálinni. „Ég held að hann hafi fyrirlitið mig og níðst á mér fyrir það hvað honum fannst ég mikill aumingi og ræfill, að ég skyldi láta hann fara svona með mig. Ég var hratið í samfélaginu í hans aug- um og hann kom fram við mig í samræmi við það. Hann taldi sig langt yfir mig hafinn og hæddist að mér og níddi fýrir framan félagana. Stór kall og mikill, fannst honum. Eitt sinn hringdi hann í mig á að- fangadag þunnur og ræfilslegur og bað mig að koma og halda jól með sér og krökkunum. Hvolpurinn ég stökk af stað í von um að fá nú gott klapp. Tók allt til og þreif eftir fyllirí, setti steikina í ofninn og undirbjó jólin. Þá bankaði önnur upp á, ein af mörgum kvenna sem hann notaði. Hún tók við og mig kvaddi hann með þeim orðum að hann þyrfti ekki á mér að halda lengur. Henti í mig kápunni og benti á dyrnar," segir Erla og það má heyra nýjan tón í röddinni. Þessum jólum eyddi hún á þvæl- ingi á milli annarra í svipaðri stöðu. Það fór eitthvað lítið fýrir jólamatn- um dagana þá á meðan borð svign- uðu undan kræsingum í öðru hverju húsi allt í kring. Sárin á sálinni gróa aidrei Hún reisir sig upp og færir sig fremst á stólinn um leið og hún hækkar róminn og útskýrir að nú viti hún að ástæða þess að hún vildi halda í þennan mann hafi ekki átt neitt skylt við ást. Sjálfur drakk hann í túrum en var edrú í fleiri mánuði á milli. En hann átti alltaf nóg af öllu, víni og spítti. Það sótti hún í. „Ég var búin að vera á göt- unni í mörg ár en þegar ég kynntist honum þurfti ég ekki lengur að selja mig; þurfti ekki heldur að hafa áhyggjur af hvar ég næði í næsta „Eitt sinn hringdi hann í mig á aðfanga- dag þunnur og ræfils- legur og bað mig að koma og halda jól með sér og krökkun- um. Hvolpurinn ég stökk afstað í von um að fá nú gott klapp. Tók allt til og þreifeft- ir fyllirí, setti steikina í ofninn og undirbjó jólin. Þá bankaði önn- uruppá..." skammt og lifði öruggara lífi. Niður- læginguna, barsmíðar og kynlífs- þrældóm þoldi ég fyrir það öryggi. En ég veit það núna að þessi maður markeraði sálina fyrir lffstíð. í raun var ég mjög lengi að jafna mig eftir þetta samband og það var örugg- lega ekki til að flýta fyrir því að mér tækist að verða edrú. Þetta situr enn mjög í mér," segir Erla og strýkur burt tárin úr augnkrókunum. „Úff, ég er á leið að gráta," bætir hún við og þagnar stundarkorn og horfir niður. Það er ekki annað hægt en að dást að þeim styrk sem þessi stúlka býryfir að geta riíjað upp það helvíti á jörð sem hún var svo lengi í. Skýrt og skilmerkilega, með ákveðinni röddu hefur saga hennar runnið áfram án þess að röddin hafi nokkurn tíma brostið. Hún segist hafa fengið mikla og góða hjálp þeg- ar hún sneri til mannheima. Það geri það að verkum að hún getur og vill ræða þessi ár. „Áður en sambandi okkar lauk varð ég ófrísk. Honum var alveg sama; það skipti hann engu máli. Ég var tuttugu og eins árs og ekki reiðubúin að eignast barn. Enda hafði ég engar forsendur til að ala það upp en ég vildi heldur ekki drepa barnið með því að fara í fóst- ureyðingu. Fékk að koma heim til foreldra minna og var þar í fimm mánuði. Þegar fór að líða á með- gönguna tók fíknin að ásækja mig en mér tókst að halda aftur af mér, þar til barnið var fætt. Aftur á götuna daginn eftir fæðinguna Erla segir að hennar eina hugsun hafi verið að fæða barnið og hverfa þá aftur til sinna heima; á götuna. Hún hafði aldrei viljað þetta barn og þegar það var fætt vildi hún ekki einu sinni líta á það. „Þetta hljómar eins og ég hafi verið samviskulaus tæfa en sannleikurinn er sá að hug- urinn var fastur; að hverfa í þoku vímunnar aftur var það eina sem komst að. Barnsfaðir minn vildi ekkert af mér og þessu barni vita og ég hefði skrifað undir hvað sem var á þessari stundu til að þurfa ekki að axla ábyrgð á barni okkar. Lán mitt var hins vegar það að foreldrar mín- ir gátu ekki hugsað sér að barninu yrði ráðstafað. Þau tóku það og hafa alið upp síðan eins og foreldrar þess. Ég reif hins vegar úr mér allar nálar og kom mér burtu um leið. Var mætt á barinn á sama sólarhring, þar sem mjólkin flaut úr brjóstum mínum um leið og spraut- an stakkst í handlegginn á mér," segir hún og það má greina sárs- auka í rómnum. Fyrir venjulega mæður sem líta á fæðingu barns síns sem mestu hamingjustund lífs síns hljóma þessi orð undarlega í eyrum. En Erla bendir á að það sé ekki hægt að lýsa þeirri hugsunarvillu sem ásækir dópista þegar hver fruma líkamans kalli á vímuna. Þetta eigi ekkert skylt við eigingirni; þetta sé rugl í heilastarfseminni sem valdi því að dómgreindin hverfi. Það skiptir ekk- ert annað máli en dópið sem slái á allan sársaukann, viðbjóðinn og fýr- irlitninguna sem fíkillinn hefur á sjálfum sér. Allir búnir að gefast upp nema einn Næstu átta ár hélt Erla áfram að misbjóða sjálfri sér og likama sín- um. Hún fór nokkrum sinnum í meðferð og mislengi hélt hún út. Nokkrum árum síðar í Byrginu urðu straumhvörf í lífi hennar. Þar kynnt- ist hún manneskju sem hún fann að hún gat treyst. I fyrsta sinn síðan hún var barn fann hún til andlegs skyldleika við einhvern annan sem ekki fyrirleit hana og fylltist viðbjóði á henni fyrir það líf sem hún hafði lifað. „Þessi stúlka varð edrú, eign- aðist mann og börn og lifði eðlilegu lífi en ég hélt áfram. En það gerðist samt eitthvað. Ég fór að finna til löngunar til að verða edrú. Hún sleppti aldrei af mér hendinni og var alltaf tilbúin þegar ég vildi reyna. Marg sinnis tók hún mig heim til sín og lét mig baða mig og hlúði að mér. Oft var það í óþökk manns hennar sem hafði enga trú á að það þýddi neitt fyrir hana að reyna að hjálpa mér. Hann eins og allir aðrir taldi að mér væri ekki við- bjargandi. En þessi þrautseigja hennar og væntumþykja varð til þess að ég varð að lokum edrú. Ég á henni og manninum mínum sem ég kynntist skömmu áður líf mitt að launa," segir Erla og rifjar upp daginn sem hún sá hann fyrst. Hún sat á Kaffi Austurstræti og reyndi að drekka. Hún var búin að fá skammtinn sinn í æð en ein- hverra hluta vegna sló sprautan ekki á kvalirnar og linaði ekki þjáningar eins og hún gerði vanalega þótt hún væri löngu hætt að finna til þeirrar vímu sem hún var alltaf að leita eft- ir. Hún gat ekki heldur drukkið og hélt ekki neinu niðri. Einn sopi af bjór en hálfri mínútu síðar enda- sentist hann upp úr henni. „Þá tók ég eftir manni sem ekki var vanur að vera þarna. Hann sat við borð úti í horni, drakk og fylgd- ist með þjáningum mínum við að koma einhverju ofan í mig. Forvitn- in rak mig til að tala við hann og það endaði með að hann tók mig með sér heim. Ekki til að nota mig, held- ur til að hjálpa mér. Hann leyfði mér að þvo af mér skítinn og tók af mér fötin og þvoði þau. Þetta var eitt- hvað sem ég hafði aldrei kynnst áður; þarna var einhver sem gerði eitthvað fyrir mig án þess að krefjast einhvers í staðinn. Hann ætlaðist ekki einu sinni til að ég borgaði fyr- ir greiðann með líkama mínum," segir hún og útskýrir að þessi dagur fyrir þremur árum hafi verið upp- hafið að því að rofaði til og ferðalag- ið í samfélag manna hófst. Þekkti ekki barnið sitt Hún segir að þau skref hafi verið örstutt og hún hafi staulast þetta á brauðfótum með tilheyrandi bylt- um. En þarna hófst það. Erla fór styttstu leið, beint inn í AA samtökin og með hjálp þeirra, vinkonu henn- ar mannsins hennar en bæði höfðu óbilandi trú á að henni tækist að skila sér til baka, er hún edrú nú. Þrjú ár eru liðin síðan en Erla segir að í tvígang hafi hún nær sokkið í fenið. „í annað skiptið í fjóra tíma en í hitt voru þeir sex. Og ég var ekk- ert að þefa af því. Byrjaði á að sprauta mig og drekka og áður en ég vissi af búin að taka inn öll þau lyf sem að kjafti komu. Eins ótrúlega og það hljómar er ég þakklát fýrir að hafa reynt þetta því mér leið ömur- lega allan tímann sem ég var í vírnu. í huga mínum var hugsunin um vímuna jákvæð og eftirsóknarverð. Nú finn ég til óhugnaðar og mikil örvænting þarf að hellast yfir mig til að ég sjái það sem leið út úr vanlíð- an eða þunglyndi. Þetta hefur ekki verið létt en ég er þakklát fyrir hvern dag sem ég fæ að vera allsgáð og lifa eðlilegu lífi. Ég og maðurinn minn rekum saman fyrirtæki og ég vinn þess utan úti. Ég er að treysta bönd- in við barnið mitt sem er orðið tíu ára og er áfram hjá foreldrum mín- um. Við eigum oft góðar stundir saman en ég er að kynnast barninu mínu því ég kynntist því fyrst fyrir þremur árum," segir Erla. Erfiðast segir hún að hafi verið að sætta sig við fortíðina og takast á við eigin fordóma og fyrirlitningu. Með hjálp AA samtakanna, sporanna tólf og annarra alkó- hólista auk þeirrar sjálfsræktar sem hún stundar finni hún hvað hún eflist með hverjum deginum. „Ég er ánægðari og hamingju- samari en mér datt nokkru sinni f hug að ég gæti orðið því ég var alveg búin að gefa það upp á bátinn að ég ætti eftir að komast út úr þessu og verða eðlileg manneskja. Eg vakna að morgni og finn hvergi til, fer í mína vinnu og geng um göturnar án þess að á mér hvíli augu vanþókn- unar, fyrirlitningar og vorkunnar. Ég er að venjast þessu og það er æð- islegt," segir Erla og brosir þannig að skær augun ljóma. Lífið kemur henni stöðugt á óvart. bergtjot@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.