Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2006, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2006
Fréttir DV
Kostir & Gallar
Helga þykir kát, skemmtileg
og lífsglöð. Góður söngvari og
traust manneskja.
Hún er forfallinn golfari,
kröfuhörð og skaprik og
býr oflangt frá Sauðár-
króki.
„Hún er traust, örugg og góð
manneskja. Við höfum unnið
mikið saman eða frá
1989 þegar hún söng
lagið mitt, Ort í sandinn.
Okkar kynni eru frábær
og það er mjög gaman
að vinna með henni, hún er
skemmtileg, hress og kát. Svo er
hún mögnuð tónlistarmann-
eskja og frábær söngkona. Galli
hennar er sá að hún býr alltof
langt í burtu, hún þyrfti að flytja
á Krókinn og þá gætum við
unnið miklu meira saman."
Geirmundur Valtýsson tónlistarmaður
„ “Helsti kostur hennar er góða
skapið. Hún er alltafhress og
brosandi og mjög lífs-
glöð kona. Svo er hún
frábær golfari og mjög
gaman að spila með
henni en hún er miklu
betri en ég og ég læri afhenni.
Helga er áreiðanleg kona sem
hægt er aö treysta. Galli á
henni, en samt kostur lika, er
hversu kröfuhörð hún ergagn-
vart sjálfri sér.“
Sigríður Beinteinsdóttir söngkona
„Ég hefallt gott um hana að
segja. Hún er mjög prófessjónal
i sínu starfi og mikill
drifkarftur í henni. Hún
syngur mjög vel og það
er einstaklega ánægju-
legt að vinna með
henni. Hún hefur enga galla
nema kannski hversu skaprík
hún er og kröfuhörð en það er
reyndar nauðsynlegur eiginleiki
góðs söngvara."
Gunnar Þórðarson tónskáld
Helga Möller söngkona fæddist 12. maí
1957. Hún hefur sungið með mörgum
þekktum tónlistarmönnum, sungið inn á
fjöldann allan afbreiöskífum og varí
dúettnum Ég og þú um nokkurra ára skeið
með Jóhanni Helgasyhi. Helga hefur tekið
þátt í undankeppni fyrir Eurovision í nokkur
skipti og er gjarnan kölluð diskódrottning
íslands.
Fjögur
prósent á
ibúafundi
Á dögunum var haldinn
fámennur íbúafundur í
Vogum. Fundurinn fjallaði
um aðalskipulagsmál um-
hverfls þéttbýli Voga. íbú-
arnir voru þó ekkert að
stressa sig yfir því að aðeins
40 manns sóttu fundinn,
sem eru rúm fjögur prósent
af íbúum í Vogum. Fulltrúar
frá Landslagi fóru yfir tillög-
ur að nýju aðalskipulagi
umhverfis Voga og bæjar-
stjórinn fór yfir þá þjón-
ustuþörf sem fýlgir í kjölfar
fjölgunar íbúa. í tillögunum
er gert ráð fyrir að byggðar
verði um 400 íbúðir norðan
íþróttamiðstöðvarinnar og
um 80 íbúðir á miðbæjar-
svæðinu.
Líkamsræktardrottningin Sif Garðarsdóttir segir Sæmund Bæringsson hafa ofsótt
sig. Sif var i vikunni dæmd i Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að ráðast á Sæmund.
Hún segist hafa ráðist á hann i bræði. Hún hafi óttast um barn sitt og leitað til lög-
reglunnar sem enga hjálp hafi getað veitt. Sæmundur vísar ásökunum um ofsóknir
á bug. Hann segir að Sif eigi sjálf um sárt að binda.
„Hann ofsótti mig í fimm vikur áður en upp úr sauð,“ segir Sif
Garðarsdóttir sem var dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í vik-
unni fyrir líkamsárás á Sæmund Bæringsson í
líkamsræktarstöðinni Gym 80. Sif réðst á Sæmund með spörk-
um og klóri þegar hún fékk loksins nóg. Henni var ekki gerð nein
sérstök refsing og segir Sif að hún geti búist við því að Sæmund-
ur byrji aftur að ofsækja hana eftir dómsmálið.
„Við kynntumst á skemmtistað,"
segir Sif Garðarsdóttir einkaþjálfari
um upphaf sambands hennar og
Sæmundar Bæringssonar.
Sif segist hafa haldið að Sæ-
mundur væri venjulegur strákur.
Þau hafi kynnst gegnum sameigin-
lega kunningja og spjallað saman
um íþróttir. Hún segist hafa látið
Sæmund hafa símanúmerið sitt
vegna þess að hún vildi leiðbeina
honum í líkamsræktinni. Hann hafi
Gym 80 Sif réðst á Sæmundþegar hann
var I bekkpressu.
svo byrjað að hringja. Sif segir að sig
hafi ekki grunað hvaða mann Sæ-
mundur hefði að geyma.
Bankaði í tvo daga
„Hann varð gríðarlega uppá-
þrengjandi," segir Sif og útskýrir að
hún hafi reynt að slíta þessum und-
arlegu kynnum. í kjölfarið hafi Sæ-
mundur komið heim til hennar.
„Hann hékk á bjöllunni og bankaði í
tvo daga."
Seinni morguninn sér hún að
hennar bíða tugir skilaboða í síman-
um frá Sæmundi þar sem hann seg-
ist vera fyrir utan. Þegar hún lítur út
um gluggann sér hún Sæmund inni í
bflnum sínum þar sem hann hafði
dvalið síðan snemma um morg-
uninn.
Óttaðist um barnið sitt
„Ég fór þrisvar til lögreglunnar en
hún sagðist ekkert geta gert," segir
Sif sem eftir þetta fór að eigin sögn
„Hann varð
gríðarlega
uppáþrengjandi. “
unum Sifjar á bug. Hann segir að
þau hafi átt í ástarsambandi og Sif
hafi óttast að upp um það kæmist.
Það sé Sif sjálf sem eigi um sárt að
binda.
valur@dv.is
Pressan varð of mikil
„Að lokum fékk ég bara nóg,"
segir Sif um árás sína á Sæ-
mundu í líkamsræktarstöð-
inni Gym 80. Hún sparkaði í
Sæmund og klóraði hann.
Sif segir það undarlegt
að hún sé dæmd því það sé
augljóslega Sæmundur sem
eigi erfitt. Hún hafi vissu-
lega brugðist rangt við og
sjái eftir gjörðum sínum.
Það geti bara enginn heil-
vita maður lifað í svona ótta
eins og hún hafi þurft að
þola.
Sæmundur vísar ásök-
Sæmundur Bæringsson „Ég fór
þrisvar til lögreglunnar enhún
sagðist ekkert geta gert,“segir Sif
Garðarsdóttir sem kveður Sæmund
hafa ofsóttsig í fimm vikur.
að óttast um barnið sitt.
Sif segir að hún hafi talað við aðr-
ar stúlkur sem hafi „lent í" Sæmundi
og þær hafi haft sömu sögu að segja.
Hún segist hafa fengið það heilræði
að hún yrði að ná í barnið sitt sjálf í
skólann og að enginn annar mætti
gera það. Þá segist Sif hafa áttað sig
á því að Sæmundur væri hreint ekki
meinlaus.
Könnun Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits
cmn
„Sem betur fer hefur örveru-
ástand í kjúklingum á markaði farið
batnandi frá aldarmótum 2000,"
segir Herdís M. Guðjónsdóttir, sér-
fræðingur á matvælasviði Umhverf-
isstofnunnar.
Umhverfisstofnun og heilbrigð-
iseftirlit sveitarfélaga hafa undanfar-
in ár tekið sýni úr kjúklingum á
markaði og rannsakað með tilliti til
örveranna kamfýlóbakter og
salmonellu.
í eftirliti seinni hluta ársins í fyrra
kom í ljós að engir kjúklingar voru
sýktir af salmonellu en hins vegar
voru fjögur prósent sýna sýkt af
kamfýlóbakter.
„Það að engin salmonella skuli
hafa fundist í fyrra er mjög gott. Sú
niðurstaða að fjögur prósent
kjúklinga hafi verið smituð af
kamfýlóbakter er svipuð og niður-
stöður síðustu ára," segir Herdís.
Fóik sem neytir sýkts kjúklings
getur sýkst þótt það innbyrði aðeins
fáeinar bakteríur. Bakterían veldur
bólgu í þörmum með niðurgangi,
kviðverkjum, hita, ógleði og upp-
köstum. Ksmfýlóbakter drepst við
suðu og venjulega matreiðslu ef
maturinn er gegnumsteiktur.
„Vinsældir kjúklinga hafa aukist
jafnt og þétt síðan farið var að leyfa
sölu þeirra ófrosinna árið 1996,"
segir Herdís. Fyrir þann tíma höfðu
kjúklingar einungis verið seldir
frystir vegna hættu á salmonellu-
sýkingu.
„Næstu ár á eftir tók að bera á
kamfýlóbaktersýkingum í fólki. Þær
náðu síðan hámarki árið 1999 og
voru raktar til kjúklinga. í ársbyrjun
2000 fór af stað átak sem miðaði að
því að draga úr kamfýlóbakter-
mengun í kjúklingarækt," segir Her-
dís sem þakkar litla örverumengun í
Kjúklingar í rækt-
un Fjögur prósent lík-
ur á að kjúllinn I ís-
skápnum sé sýktur.
kjúklingum samstilltu átaki fram-
leiðenda og eftirlitsaðila samfara
fræðslu til neytenda um meðhöndl-
un hrárra kjúídinga.