Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2006, Side 27
DV Helgarblað
LAUGARDACUR 18. FEBRÚAR 2006 27
Regina í kringum tíu ára aldurinn
Hún var valin einsöngvari I kórÁr-
bæjarskóla þegarhún var fjórtán
ára og varð undraðist það val mest
sjálf. Siðan hefur hún ekki þagnað.
nóg að gera við að syngja í ferming-
arveislum og hinum og þessum
uppákomum," riíjar Regína Ósk
upp og segir að þeim hafi þótt þetta
ógurlega gaman.
Fékkekki inngögnu
Hamrahlíðarkórinn
I MH sótti hún um inngöngu í
kórinn en stóðst ekki prófið og var
hafnað. Hún segist telja að hún hafi
verið of örugg en hún hafi ekki tekið
það sérlega nærri sér. Eftir stúdents-
próf var ekki neitt sérstakt sem hana
langaði að læra en Regína Ósk
stundaði samhliða menntaskóla-
námi nám í Söngskóla Reykjavíkur.
„Ég tók þriðja stig en fann mig ekki
almennilega eftir það. Var ekki alveg
á því að fara út í klassískan söng. Lét
það nám duga en fór þess í stað í
Regina Ósk elskar að standa á sviði
Hún segir það einstaka tilfinningu sem
ekki sé hægt að lýsa.
sköpun og hafa jákvæð áhrif.
Regína Ósk er sjálf mjög ánægð
með að hafa fengið tældfæri til að
velja úr nokkrum lögum til að
syngja í keppninni. Hvers vegna
fleiri en einn lagahöfunda hafi leit-
að til hennar segist hún ekki vera
viss en líklega hafi reynsla hennar
haft eitthvað þar um að segja.
„Það kann lfka að vera að fjöl-
breytni raddarinnar hafi eitthvað
með það að gera. Ég veit það ekki
en það var óneitanlega gaman að
geta valið og hafnað. Lagið sem ég
flyt valdi ég vegna þess að mér þótti
það best og hæfa minni rödd vel.
Það er þjóðlegur tónn í því og
vinna mikið. Mér líður afskaplega
vel ef ég hef nóg að gera,“ segir hún
og brosir og bætir við eftir að hafa
tekið upp símann og talað smá
stund að hún sé eiginlega í klukku-
stundar hléi á milli kennslustunda í
Söngskóla Maríu Bjarkar.
„Ég er hér yfirkennari eftir að
Sigga einbeitti sér að söngskóla
sínum í Noregi," segir hún um leið
og hún stingur upp í sig bita af há-
degismatnum þann daginn. Hún
segist alltaf vera á hlaupum því
ekki mæti hún í vinnu á morgnana
og fari heim klukkan fimm eins og
annað fólk.
Regína er á lausu eftir skilnað
Regína Ósk er á lausu. Hún var í
sambúð í sjö ár en upp úr henni
slitnaði eins og hjá mörgum öðr-
um. Hún neitar að í kringum þau
slit hafi verið meiri átök en gengur
og gerist en dóttir þeirra, þriggja
ára, býr hjá henni en er mikið hjá
föður sínum.
„Ég vil nú ekkert vera fara mikið
í þau mál. Við skildum í mjög góðu
í byrjun árs 2005 en auðvitað er
alltaf erfitt að hætta einhverju sem
er búið að vera fastur punktur í til-
verunni svona lengi. Svona er lífið
stundum og auðvitað ætlar maður
ekki að skilja og þetta er aldrei
skemmtilegt, sérstaklega þegar
börn eru í spilinu, en ef fólk er með
báða fætur á jörðinni og spilar vel
úr spilunum gagnvart börnunum
þá þarf þetta ekki að verða eitt-
hvað skelfilegt. Aðalmálið er að
láta þetta ekki bitna á þeim. For-
eldrar skilja ekki við börnin heldur
makann. Ég hef aldrei skilið fólk
sem notar börnin sem eitthvert
vopn í sinni tilfinningalegu bar-
áttu,“ segir hún og segir að þeim
hafi tekist vel upp við að taka á
skilnaðinum í sameiningu.
„Svo er auðvitað að lokum mik-
skemmtilega útsett. Ekkert var til
sparað að gera það sem best úr
garði og með mér eru hljóðfæra-
leikarar sem setja mikinn svip á
það. Ég hafði mikla ánægju af
þessu og það var ótrúlega gaman
að koma fram á þessu stóra sviði.
Það er eitthvað sem söngvarar
elska; að koma fram fyrir fjölda
manna og fá að túlka á sinn hátt
gott lag. Um æðar manns streymir
notaleg tilfinning, sem enginn get-
ur lýst nema að reyna það,“ segir
hún og túlkar með höndunum þá
kennd.
Afgreiddl blýanta og bækur
í Árbænum
Regína Ósk er úr Árbænum og
þar ólst hún upp og gekk í skóla.
Foreldrar hennar ráku Ferstiklu í
Hvalfirði þegar hún var krakki og
þar var hún mikið í frítímum. „Ég
lærði snemma að steikja hamborg-
ara og afgreiða pylsur," segir hún
hlæjandi og bætir við að hún hafi
átt notalega æsku. Amma hennar
var mikið á heimilinu og var alltaf
til taks þegar Regína og systkini
hennar komu heim úr skóla. Hún
bendir á að foreldrarnir hafi verið
uppteknir við reksturinn en krakk-
arnir höfðu það fi'nt á meðan.
Seinna rak móðir hennar Bóka-
verslun Árbæjar og þar afgreiddi
hún blýanta og bækur.
„Þannig lærði ég að vinna og
það hefur loðað við mig síðan að
„Sylvía kæmi líka vel
út og myndi vekja
mikla athygli. Inn-
koma hennar í und-
ankeppninni var
smart og lagið er
flott. Það situr í
manni og áður en
mcður veit afer mað-
ur farin að söngla
það."
ilvægast af öllu að vera hamingju-
samur. Börnin sjá alveg á
foreldrum sínum hvernig þeim
líður," segir Regína Ósk og segist
vera afar sátt við líf sitt. Hún eigi
marga góða að sem aðstoði hana
með litlu dóttur hennar og sé
aldrei í vandræðum með að kom-
ast frá til að syngja.
„Nei, ég hef ekki neina sérstaka
þörf fyrir að vera í sambandi og
mér leiðist aldrei," svarar hún
þeirri spurningu hvort ekki sé erfitt
að vera ein á báti í starfi eins og
hennar.
„Ég er mjög sátt og hef það gott.
Það er mikið atriði fyrir mig að
hafa nóg fyrir stafni og ég hef það.
Ég gæti ekki bætt meiru á mig.
Morgnana á ég fyrir mig og dóttur
mína en hún er í fínum leikskóla
þar sem tekið er tillit til þess að
hún er ekki alltaf mætt klukkan
níu. Mér finnst ósköp notalegt að
hafa hana heima hjá mér í róleg-
heitum. En auðvitað er ég ekki
öðruvísi en aðrar konur að því leyti
að ég myndi ekki slá hendinni á
móti því að hitta þann eina sanna,
hver neitar því?" spyr hún hlæj-
andi.
Fékk allgjöra dellu fyrir
söngnum
Söngurinn hefur fylgt Regínu
Ósk frá því hún var unglingur. Hún
segist hafa lært á píanó en eins og
svo margir aðrir laakkar vildi hún
frekar vera úti að leika sér en sitja
inni og æfa sig.
„Mamma spurði hvort hún ætti
þá að selja píanóið og ég var fljót að
játa því. En nú sé ég auðvitað eftir
þvf að hafa ekki lært áfram. Það
væri gaman að geta bæði sungið og
spilað."
Hún var í kór Árbæjarskóla og
velti aldrei fyrir sér hvort hún gæti
sungið frekar en hinir í kórnum.
Vinkonur hennar skráðu sig einn
daginn í söngvakeppni í Árseli og
það gerði hún líka.
„Ég vildi vera með og ég vann,
sjálfri mér til mestrar undrunar. Ég
hef verið eitthvað um fermingu og
nokkru síðar tók kórstjórinn í kórn-
um mig í prufu. Aftur varð ég jafn
hissa þegar hún valdi mig sem ein-
söngvara og eftir það hef ég varla
þagnað. Fékk allgjöra dellu og við
vinkonurnar notuðum allar stundir
til að æfa okkur saman. Rödduðum
meira að segja," segir hún og hefur
gaman af minningunni.
„Við vorum ógurlega áhuga-
samar og æfðum stíft. Og það bar
svo mikið á okkur að vinir og ná-
grannar okkar voru farnir að biðja
okkur um að skemmta í veislum og
boðum í Árbænum. Við höfðum
dugleg og sterk. Ég lít mjög upp til
hennar og met hana mikils. Yfir hana
get ég hellt mínum sigrum jaJht sem
ósigrum og hún styður við bak mér í
öllu sem ég geri," segir Regína og bæt-
ir við að vinir hennar séu henni einnig
mikils virði. Þeir séu tryggir og þannig
telur hún sig einnig vera. „Ég er vinur
vina minna og það er hægt að treysta
mér. Þannig em einnig vinir mínir
enda hef ég mikla skömm á óheiðar-
leika,"
Hún tekur fram að hún sé félags-
lynd og hafi gaman af að fara út og
Reglna alns og
Eurovision aödá-
endur sjá hana
Það er flott umgjörð
i krlngum keppnina
og allt frá förðunin-
ni og klæðnaði að
sviðinu sjálfu er
vandað til verks.
FÍH. Þar var ég í einn vetur. Síðan
hef ég verið að syngja. Stundum hef-
ur ekki verið það mikið að gera að ég
hef unnið með en þess á milli hef ég
haft nóg. Núna er nóg um að vera.
Ég syng núna í sýningunni með
Björgvini Halldórs og kem fram við
hin ýmsu tækifæri eins og brúð-
kaup. Svo ætla ég að fara að undir-
búa aðra plötu en ég var með plötu
fyrir þessi jól sem ég er mjög ánægð
með. Hún hefur vakið athygli á mér
og skapað mér meiri vinnu."
Regína Ósk er mikið í svokallaðri
„session" vinnu og segir að innan
tónlistarheimsins þekki allir alla. Oft
sé því kallað á hana vegna kunn-
ingsskapar. Þeir sem þurfi viti hvar
hún standi og hvað hún geti. „Opn-
ar pmfur þar sem hver sem er getur
mætt og reynt sig em ekki oft haldn-
ar hér. Ég hef verið mjög sátt við
framgang minn og ég held því fram
að stígandi lukka sé best. Það er ekki
alltaf gott að vera á allra vörum á
unga aldri. Það þarf svo lítið til að
gleymast alveg," segir hún og bend-
ir á að með auknum áhuga á söng
séu fleiri og fleiri ungir söngvarar að
koma fram á sjónarsviðið. Sem bet-
ur fer helst það í hendur við aukna
eftirspurn.
Móðir hennar helsti
stuðningsmaðurinn
„Það er því aðeins okkur öllum til
góða að fá nýjar og ferskar raddir og
það hefur verið gaman að fylgjast með
öllum þessum ungu söngvurum sem
komið hafa fram á sjónarsviðið á und-
anfömum árum þótt gengi þeirra hafi
verið misjafrit," bendir hún á.
Hún segist vera í mjög nánum
tengslum við móður sína. þær tali
saman nokkmm sinnum á dag og
mamma hennar styðji hana í öllu sem
hún geri.
„Mamma er mikil hörkukona,
gera eitthvað skemmtilegt en líði þó
alltaf best heima. „Ég get dundað mér
vel, horft á sjónvarp, ráðið krossgátur
eða lesið og sakna einskis," segir
Regína Ósk sem er farin að ókyrrast.
Til hennar er kominn nemandi sem
bíður.
„Ég bæti þér þetta upp seinna. Þá
færðu lengri tíma," segir hún alúðlega
og stekkur inn í sal.. Snýr sér áður en
hún lokar við og segir, „Nú er bara að
krossleggja firígur fýrir laugardaginn.
Það verður gaman að sjá hvernig fer,"
segir Regína Ósk og er bjartsýn.