Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2006, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2006, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 Fréttir DV Sauð upp úr snuðpotti Mikill reykur myndaðist í blokkaríbúð í vesturbæ Kópavogs um hádegisbil í gær þar sem húsráðendur höfðu verið að sjóða snuð í potti. Tilkynning barst til Neyðarlínu um að reyk- skynjari væri í gangi í íbúð- inni. í kjölfarið var björgun- arlið sent á staðinn og braust það inn í íbúðina. Enginn var í íbúðinni og húsráðendur ekki heima. Betur fór þó en á horfðist því engin hætta var á ferð- um. Mikill reykur myndað- ist þó og þurftu slökkviliðs- menn að reykræsta íbúðina. Lésteftirslys Halla Margrét Ás- geirsdóttir, stúlkan sem varð fyrir bfl á Bæjar- braut í Garðabæ þann 15. febrúar, lést á Land- spítala - háskólasjúkra- húsi á fimmtudag. Halla var fædd árið 1990 og var nemandi í 10. bekk í Garðaskóla í Garðabæ. Þar sem vetrarfrí er nú í skólanum efndu for- svarsmenn hans til minningarathafnar í Vídalínskirkju í gær- kvöldi. Hann segir / Hún segir ErgóÖœrið búiö ? Stefán Ólafsson prófessor. „Nei, ekki hefég trú á því. Ég held að það sé ástæöa fyrir okkur til að hægja svolítið á en forsendur fyrirþvt að áfram sé góðæri eru ágætar. Auðvitaö erákveðin ógnun fólgin I misvægi og spákaupmennsku á f]ármáiamörkuöum. En ég hefekki þá trú að það sé kom- iö að hruni, allavega ekki strax." „Hvað á ég að vita um það? Ég hefekki hugmynd um mál- ið. Ég finn ekki fyrirþví hvort það sé góöæri eða hart i ári. I raun erþetta eiginlega alltaf alveg eins hjá mér.Ætii það sé ekki fullt affólki í svipuðum sporum og ég?" Eva María Jónsdóttir sjónvarpskona. Segja má að um þjóðflutninga ríka og flna fólksins hafi verið að ræða í vikunni til London. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og hans menn fóru á völiinn í boði Eiðs Smára. Og Baugur notaði tækifærið og sló upp milljónaveislu á Attica - lúxus- kiúbbi í Soho. Þar voru menn úr viðskiptalífinu og íslenskir pólitíkusar. „Slökkti einhver ljósin þegar þið fóruð?" spurði einn gest- anna á hinum glæsilega Attica-klúbbi í Soho að kvöldi mið- vikudags þegar hann leit yfir hópinn. Var þá vísað til þess að þar voru allir sem eitthvað eru í íslensku fjármála- og við- skiptalífi. Eða því sem næst. Gríðarlegur fjöldi íslendinga var í London í vikunni. Einkum úr banka- og viðskiptalífinu. Þegar kettimir fara af bæ bregða mýsnar á leik. Menn höfðu því engar vamir uppi þegar enska matsfyrirtækið Fitch setti fram skýrslu sína og sló tímabundið niður gengi krónunnar og hlutabréfa meðan bankamenn vom á fótboltaleik. Og margir þeirra fóm á Stam- ford Bridge, heimavöll Chelsea, til að fylgjast með viðureign liðsins við Barselóna í meistarakeppninni. Allar vélarfullartil London „Við vorum með með fullar vél- ar út. 162 út á miðvikudag og heim næsta dag. Þar af sendum við 80 manns á völlinn enda emm við með einkasamning við Chelsea Village-hótelið og þetta er því okkar heimavöllur," segir Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Iceland Express. „Við fljúgum tvisvar á dag til London á vélum sem taka um tvö hundmð farþega. Nánari upplýs- ingar get ég einfaidlega ekki gefið," segir Guðjón Amgrímsson upplýs- ingafulltrúi lcelandair. Hann segir að mjög hugsanlegt sé að einhveijir séu þar á meðal sem millilendi og haidi áffam þaðan út í heim. En þar em þeir upptaldir, af þeim fjölmörgu sem DV hafði sam- band við, sem vildu koma fram undir nafrii. Sem er skrítið því ekki er eins og hlutaðeigandi hafi eitt- hvað á samviskunni nema síður sé. íslenska töluð á vellinum Einn íslendinganna sem var á Stamford fullyrti að landar hans hefðu verið svipaðir að fjölda og áhangendur Barselóna-liðsins. Sá giskaði á að íslendingamir hefðu verið um þrjú hundmð talsins án þess að geta fullyrt nokkuð þar um. I heiðursstúkunni var íslensk sendi- nefitd með forsætisráðherra þjóð- arinnar í broddi fylkingar. Halldór Ásgrímsson og hans menn vom þama í boði landsliðsfýrirliðans Eiðs Smára Guðjohnsen. Bakkavör á sína sérstöku stúku á Chelsea- vellinum og þar vom fjölmargir for- kólfar úr bankah'finu, sem tengjast bönkunum KB banka, íslands- banka og Landsbanka. Áberandi var hversu mikil ís- lenska var töluð á vellinum og heimildarmaður blaðsins sagði ekki gáfulegt að segja dónalega brandara á íslensku á kosmað eins né neins - því talsverðar lflcur væm á því að þar myndu menn hitta fyrir íslending. Sex milljóna króna veisla Fjölmargir íslendingar dvöldust á Stamford Bridge-hótelinu þar sem völlurinn er. Þar em sex veit- ingastaðir sem gerbreyttust þegar fótboltabullumar mættu til leiks, úr huggulegu hóteli í búllu, bjór úti um allt, bara plastglös. En þar vom milljarðamennimir íslensku hins vegar ekki. Að loknum leik blés Baugur til veislu. Hafði leigt glæsilegan klúbb í Soho-hverf- inu. Attica-klúbbinn. Eftir því sem DV kemst næst borgaði Baugur um fimm til sex milljónir fyrir veisluna. Starfsmaður Attica-klúbbsins staðfesti í samtali við DV í gær að 150 manns á vegum Baugsmanna hefðu verið í húsakynnum klúbbs- ins þegar best lét. Skipulagning var ekki í höndum klúbbsins heldur fyrirtækisins Élan sem hefur um nokkum tíma skipulagt veislur og aðrar uppákomur fýrir Baug. Élan er umfangsmikill skipuleggjandi veisla og meðal viðskiptavina auk Baugs em Selfridges, Karen Millen, Topshop og Topman, Whistles, House of Fraser, Debenhams, Oasis og Mosaic Fashion - en öll þessi fyrirtæki eiga það sameigin- legt að hafa Baug Group í eigenda- hópi sínum. jakob@dv.is MEÐAL GESTA Á ATTICA Ari Edwald framkvæmdastjóri 365. Arnór Guðjohnsen athafnamaður. Bjarnl Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Ármannsson bankastjóri. Eggert Skúlason almannatengill. Eiður Arnarson útgáfustjóri Senu. Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnumaður. Einar Bárðarson athafnamaður. Einar Jónsson I Saxhól. Eyþór Arnalds athafnamaöur og pólitlkus. G. Pétur Matthíasson fréttamaður. Hannes Smárason forstjóri FL Group. Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri í KB banka Hreinn Loftsson stjórnarformaður Baugs. Ingvar Sverrisson athafnamaður og bróðir Sveppa. Jóhannes Jónsson i Bónus. Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs. Jón Gunnar Geirdal hjá Senu. Karl Wernersson fjármálamógúll. Kristján Már Unnarsson fréttamaður. Magnús Ármann fjárfestir. Pálmi Haraldsson eigandi lceland Express. Sigurður Bollason fjárfestir. Skarphéðinn Berg hjá Baugi. Sverrir Berg Steinarsson athafnamaður Sverrir Sverrisson - Sveppi skemmtikraftur. Steingrimur S. Ólafsson aðstoðarmaður forsætisráðherra. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóraefniSjálfstæðisflokksins. Þórður Jóhannesson forstjóri Straums-Burðaráss.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.