Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2006, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2006, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR25. FEBRUAR 2006 Helgarblað DV Bundu hund við staur og kveiktu í Einhverjir sjúkir náungar bundu hund viö staur og kveiktu í honum. Litii hundurinn var keflaður um kjaftinn og gat ekki gelt. Lögreglumenn í Bretíandi sögðust hafa átt erfitt með að losa skepnuna af staurnum en hund- urinn var dáinn þegar að honum var komið. „Það er óskiljanlegt af hverju eirthver gerir svona," sagði lögreglumaður á vettvangi. „Hundurinn hefur verið lifandi þegar í honum var kveikt. Hann hafði verið bundinn svo fastur að við þurftum að nota hníf til að losa hann.“ Myrti vegna klósettpappírs Karlmaður hefur verið ákærð- ur fyrir að berja sambýling sinn til dauða með hömrum eftir að sá síð- amefndi kláraði klósett- pappírinn á heimili þeirra. Hinn bandaríski 56 ára Franklin Paul Crow var ákærður fyrir morðið á hinum 58 ára Kenneth Matthews. Sam- kvæmt lögreglunni hefur Crow játað að hafa myrt manninn eftir mJjkgA rifrildi vegna klósett- pappíts. „Menn- irnir tveir höfðu rifist þegar 1% Matthews dró upp hníf. Þá greip Crow til hamranna. Matthews var óþekkjanlegur eftir barsmíð- amar." Lífstíðarfangelsi fyrir skothríð Karlmaður sem hóf skothríð í háskólagarði í Cleveland árið 2003 var í vikunni dæmdur í lífs- tíðarfangelsi. Biswanath Halder baö fjölskyldu fórnarlambs síns afsökunar í réttarsalnum. Hann kennir háskólanum um ofbeldis- verk sitt þar sem annar nemandi hafði hakkað sig inn á heimasíðu sem Halder hafði búið til. „Þeir sem urðu fyrir mér voru einfald- lega saklaus fórnarlömb. Mér þykir þetta leitt," sagði Halder sem er 65 ára. Þrír slösuðust og einn lést í skotárásinni. 1 jl ■ IU ■ Allir lýstu Delcie Winstone sem yndislegri gamalli konu. Hún var 76 ára og haföi rekið verslun sína í áratugi. Börnin í þorpinu elskuðu hana og kölluðu hana góðu ömmuna sín á milli. Það urðu því margir slegnir þegar gamla kon- an fannst barin til dauða á heimili sínu. Blíða amman sem barðist 'móti Góða amman Delice var sérstaklega vinsæl meðal yngstu viðskiptavina sinna. Allir sem þekktu Delice Winsto- ne sögðu hana hafa verið yndis- lega gamla konu. Hún var 76 ára en rak enn litía verslun. Kynslóðir barna höfðu í áratugaraðir Iagt ieið sína til hennar eftir sætíndum. Hún naut svo mikilla vinsælda Sakamál meðal þessa lágvöxnu viðskipta- vina að viðurnefnið „góða amm- an“ hafði fest við hana. En Delice var kjarnakona sem leyfði engum að vaða yfir sig enda náfrækna fyrrverandi heimsmeista í boxi. Átti sér sess í hjörtum barn- anna Delice hafði alltaf búið í smábæ í Suður Wales hún var vinsæl með- al bæjarbúa og því urðu flestir mjög slegnir þegar hún fannst myrt í verslun sinni árið 2004 á köldum degi febrúarmánaðar. Gamla konan sem hafði skipað sér sess í hjörtum barnanna í bænum hafði verið barin til dauða á grimmúðlegan hátt. Lausafé og bifreið hennar hafði verið stolið. Bíllinn fannst þó í nágrenninu en hann hafði verið nær bensínlaus þegar morðinginn tók hann traustahaldi. Greinileg átök Frændi hennar sagði augljóst að einhver sem hún þekkti vel hefði framið glæpinn þar sem hundurinn hennar var inn í versl- uninni þegar hún fannst en það leyfði hún aldrei nema góðkunn- ingjar hennar væru í heimsókn hjá henni. Greinileg átök höfðu átt sér stað en það sagði frændinn ekki koma sér á óvart þar sem frænka hans hefði alltaf tekið harkalega á móti þeim sem reyndu að beita Vettvangur voðaverkanðarins Nágrannarnir fundu gömlu konuna látna I slnu eigin blóöi. Aðeins 17 ára Dwayne Evans varheyrn- arlaus og hafði verið mjög einangraður. hana órétti. Sjálfvörn haldið fram Fljótíega féll grunur á 17 ára dreng að nafni Dwayne Evans. Lögreglan átti þó í erfiðleikum með yfirheyrslurnar þar sem hann hafði misst alla heyrn eftir að hafa fengið heilahimnubólgu í bernsku. Pilturinn neitaði ásökunum um morð en játaði manndráp og þjófnað. Hann hélt því fram að um sjálfsvöm hefði verið að ræða. Lögreglan benti þó á að árásin hefði verið afar grimmileg og gat engan veginn áttað sig á því hversu miklum ofsa ungur maður hefði þurft að beita gegn nær áttræðri konu. Hélt að hún væri góð Dwayne sagðist hafa farið inn í verslunina tíl að kaupa súkkulaði- stykki. Hann hafði verið drukkinn og þegar gamla konan snéri sér við teygði hann sig eftir skiptimynt- inni hennar. Delice stóð hann að verki. „Hún sló mig utan undir, skammaði mig og reyndi að sparka í mig," sagði drengurinn miður sín við réttarhöldin. „Ég hélt að hún væri svo góð og átti ekki von á þessu. Hreinlega missti mig bara, hún sem hafði alltaf verið svo góð við mig,“ útskýrði hann. Þegar hann var beðinn um að lýsa þeim miklu áverkum sem sáust á líki hennar sagði hann að eftir að hún datt í gólfið hafi hún reynt að grípa í fótíegginn á hon- um. Hann hafi því neyðist til að sparka hana frá sér. Greinilegt var að stappað hafði verið á andliti konunnar en Dwaney hélt því fram að það hefði ekki verið fast. Hann hefði líka ekki áttaði sig á því hvar högginn lentu því hann hefði lok- að augunum. Þjakaður ungur maður Við réttarhöldin var bent á að heyrnarleysið hefði valdið Dwayne mildum þjáningum. Hann hefði drukkið mikið frá unga aldri og verið mjög einangraður. Löng fangelsisvist myndi ekki gera hon- um neitt nema einangra hann enn frekar frá því sem hann þyrfti á að halda. Dwayne Evans getur því sótt um reynslulausn eftir átta ára fangelsisvist. Bandarískur karlmaður myrti fyrrverandi kærustuna sína Myrti móðurina og skildi 4 ára stúlku eftir á götunni Karlmaður sem myrti fýrrver- andi kærustuna sína í New York og skildi líkið eftir í ruslagámi viður- kenndi sekt sína fyrir kviðdómi í vikunni. Cesar Acarrunz, 32 ára, skildi íjögurra ára dóttur konunnar ráfandi um á götum New York borgar eftir athæfið. Valery Belen Saavedra Lazoda fannst ein um kvöldið gangandi um götur borgar- innar illa klædd og berfætt. Dómar- inn í málinu segist vilja senda Acarrunz í 25 ára fangelsi og bæta við tveimur til sjö árum vegna með- ferðarinnar á litlu stúlkunni. Ef Acarrunz verður fundinn sekur mun hann að öllum líkindum fá lífstíðarfangelsi. Morðið á kærustunni, Monicu Lozada-Rivadineira, 26 ára, vakti mikinn óhug meðal New York-búa. Fulltrúar frá barnavernd fundu stúlkuna á götunni og lýstu eftir for- eldrum hennar í sjónvarpinu þar sem Monica lýsti mömmu sinni sem „prinsessu". Stuttu síðar fannst líkið af móður hennar. New York Stelpan fannst berfætt ráfandi um göturnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.