Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2006, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2006, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 Helgarblað I>V Forríkur prins heillast af Miller Leikkonan breska Sienna Miller eignaðist konunglegan aðdáanda um síðustu helgi. Leikkonan var úti að skemmta sér með vinum sín- um þegar þau rákust á son Sultansins af Bru- nei,Abdul Azim prins. Hinn forríki prins var svo heillaður af Millerað hann bauðsttil að borga reikninginn fyrir hana og vini hennar, hvorki meira né minna en 14 þúsund punda reikning. „Prins- inn rakaugun í Siennu og leit ekki af henni allt kvöldið," sagði barþjónn. Skemmtu sér saman á ólympíuleik- unum Tveir vinsælustu feður Evrópu skemmtu sér vel á vetrarólympíuleikun- um. Friðrik krónprins Danmerkur og Hákon krónprins Noregs voru myndaðir saman þar sem þeir hlógu og skemmtu sér á meðan þeir fylgdust með krullu- keppni kvenna.Áhorfendur sögðust ekki hafa heyrt hvað prinsarnirtveir ræddu en þeir hefðu brosað og hlegið dátt og Friðrik hefði greinilega sagt brandara sem þeir skemmtu sér yfir. Snobbaða prinsessan platar Snobbaða prinsessan Michael, eig- inkona frænda Elísa- betar drottn- ingar,vakti mikla athygli á tískusýn- ingu í London á dögunum. Samkvæmt slúðri ÍThe SundayTel- egraph beið prinsessan í bíl sinum þangað til rétt áður en tískusýningin byrjaði. Michael lét bílstjóra sinn kalla á sig þegaröll stóru nöfnin höfðu komið sérfyrir ( sætum sínum en þá stökk hún inn og settist í sæti sitt. 30 sekúndum seinna byrjaði sýningin svo gestir töldu víst að beðið hafði verið eftir prinsessunni. Albert vildi keppa Albert fursti af Mónakó fylgdist með bobsleðaliði landsins á vetrar- ólympfuleikunum. Samkvæmt vinum hefði prinsinn ekkert á móti því að keppa fýrir landiðenda keppti hann frá árinu 1988 til 2002. „Hann sagðist öf- unda okkur. Hann sakn- aði keppn- innar og vildi óska að hann væri aftur kominn (liðið," sagði Pat- rice Servelle (bobsleðaliði Mónakó. „Hann sagðist vera með okkur (anda en að hann vildi miklu frekar vera með okkur á sleðanum," sagði Ser- velle áður en hann renndi sér af stað. Karl Gústaf verður sex- tugur Svíar undirbúa nú veislu (tilefni sextugsafmælis Karls Gústafs kon- ungs.Kóngurinn verður sextugur f aprfl en á þessu ári munu hann og Silvía drottning einnig halda upp á þrjátíu ára brúðkaupsafmæli sitt. Gestalisti afmælisveislunnar hefur ekki verið birtur en talið er að fjöldi konunga og fyrirmenna muni koma saman (sænsku höfuðborginni þann 30.apr(I.Um það bil 10 þúsund aðdá- enda heiðruðu konunginnfýrirfram- an kastalann á fimmtugsafmæli hans og búist er við að minnsta kosti sama fjölda í ár. MiUjarðamæringurinn og tengdafaðir Harry prins hefur losar sig við umdeilda viðskiptavini í von um að greiða leið dóttur sinnar inn í bresku konungsQöl- skylduna. Karl Bretaprins hefur boðið Chelsy Davy með í skíðaferð með fjöl- skyldunni. Kunnugir segja að Karl sé að verðlauna son sinn fyrir góðan árangur í skólanum. Karl prins vihurkennir samband Harry og Chelsy Chelsy Davy, kærustu Harry Bretaprins, hefur verið boðið með bresku konungsfjölskyldunni í skíðaferð til Sviss yfir páskana. Vil- hjálmur prins og Kate Middleton munu einnig skella sér með í ferð- ina. Talið er að Cheisy hafi verið boðið með til að verðlauna Harry fyrir góðan árangur í Sandhurst herskólanum en prinsinn kláraði nýverið 44 vikna langt og strangt námskeið í skólanum. Með boðinu er einnig talið að Karl prins hafi lagt blessun sína yfir sambandið. Vinir parsins segja þau í skýjunum yfir boðinu. „Hún er mjög ánægð enda hefúr árið verið þeim báðum erfitt. Hver einasta mínúta sem þau eyða saman er þeim mjög mikilvæg/' sagði vinkona Harry og Chelsy. Tengdó tengdur Mugabe Dagblaðið The Mail on Sunday segir föður Chelsy hafa losað sig undan tengslum við umdeilt fyrir- tæki sem græðir á veiðum á sjald- gæfum dýrum. Dagblaðið veltir fyr- ir sér hvort Charles Davy, faðir Chelsy, sé með því að greiða leiðina fyrir dótturina inn í bresku kon- ungsfjölskylduna og hvort Harry og Chelsy séu á leiðinni upp að altar- inu. Charles Davy er sjáifúr sagður hafa hringt í ritstjóra blaðsins með fréttirnar enda hefur The Mail on Sunday verið iðið við að segja frétt- ir af sambandi hans við umdeilda afríska viðskiptamenn en Charles tengist meira að segja hin- um illa einræðisherra Ro- bert Mugabe, forseta Zimbabwe. „Umdeild við- .. skiptatengsl herra Davy hafa verið í fréttunum. Ef ' dóttir hans hefur einhvern áhuga á að giftast inn í bresku konungsfjölskyld- una verður hann einfaid- lega að gefa þessi um- deildu viðskiptatengsl sín upp á bátinn," sagði heim- ildamaður blaðsins. Dugleg að skemmta sér saman Harry og Chelsy hafa verið saman í næstum tvö ár. Mestum tíma hafa þau þó eytt í sundur en Chelsy býr í Afríku. Þau hafa þó verið dugleg að hittast og kunna að skemmta sér vel saman eins og sést hefur á fréttum af þeim þar sem bjór, áfengi og sígarettur eru ávallt innan handar. Harry prins Chelsy Davy, kær- ustu Harry Breta- prins, hefur verið boðið með bresku konungsfjöl- '| skyldunni ískiða- ferð til Sviss yfir I paskana. Chelsy Davy Dagblað- ið veltir fyrir sér hvort Charles Davy, faðir Chel- sy, sé með þvl að greiða leiðina fyrir dótturina innlbresku konungs- fjölskylduna og hvort Harry og Chelsy séuá leiðinni upp að altarinu Vilhjálmur prins stóöst fyrstu prófin í Sandhurst herskólanum Oaílg Abattle of Wifls --Micr 74 houre nn tlie irarch | r, dppi flnd snow. prince’s rcmive istestedtothe IWt Vilhjálmur í frábæru formi Vilhjálmur prins stóðst fyrstu prófin í Sandhurst herskólanum. Prinsinn var einn af fáum nemendum sem náði að klára hin lík- amlega erfiðu próf fýrir flugherinn. Hinn 23 ára prins þurfti að ganga úti við erfiðar að- stæður í 60 klukkutíma án svefns og matar. „Það náðu ekki næstum allir. Vilhjálmur er í frábæru formi og náði glæsilegum árangri," sagði ókunnur heimildamaður. Prinsinn var myndaður í fullum herklæðum. Á tíma virtist sem hann væri búinn á því. Hann datt niður á hnéin en eftir örstutta hvfld reis hann upp aft- ur og hélt ferðinni áfram. Veðmangarar í Bretiandi telja um 50% lík- ur á að prinsinn gangi að eiga kærustuna sína Kate Middieton á næstunni. Bretar telja að um brúðkaup ársins verði að ræða og lfkja Kate við Díönu prinsessu. Kærustuparið býr saman í húsi Karls Bretaprins. Vilhjálmi hefur verið bannað að gista í íbúð Kate í London þar sem myndir af húsinu hafa birst í breskum blöðum. Prins Veðmang- arar I Bretlandi telja um 50% lík- ur á að prinsinn gangi að eiga kærustuna sina Kate Middleton d næstunni. Hermaður Prinsinn var myndaður I full- um herskrúða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.