Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2006, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2006, Blaðsíða 21
DV Sport LAUGARDACUR25. FEBRÚAR2006 21 Andri Steinn hættur hjá Víkingum Knattspymumað - urinn Andri Steinn Birgisson hefur ákveðið að hætta hjá Víkingum en hann fór þangað á miðju tíma- bili síðasta sumar frá Fram. Hann fór til reynslu til Notts County fyrir skömmu en þar er Guðjón Þórðarson við stjómvölinn. Þar lenti hann í bflslysi og segir hann í samtali við stuðningsmannasíðu Vflc- inga að „eitt og annað hafl gengið á" síðan hann lenti í slysinu. Þar að auki hafi hann ákveðið að hætta af persónulegum ástæðum. Úrslitaleikur enska deildarbikarsins fer fram á Þúsaldarleikvanginum í Cardiff á morgun, sunnudag. Spútnik tímabilsins, Wigan, tekur þá á móti Manchester United, í fyrsta úrslitaleiknum í sögu félagsins. Leikurinn er síðasta von United um að vinna titil á þessu tímabili. Smith klár eftir hálftár? Sir AlexFergu- son, knattspyrnu- stjóri Manchester United, segir að það sé góður möguleiki á því að Alan Smith verði orðinn klár á nýjan leik eftir aðeins sex mánuði. Smith varð afar slæmum síðustu leik er hann aði liðþófa í hné, ökklalið og fótbrotnam. „Meiðslin vom hræðileg en það er ýmislegt sem gengur Alan í hag, sérstaklega hug- rekki hans og sú staðreynd að hann er enn ungur," sagði Ferguson og bætti því við að aðgerðin sem Smith gekkst undir heppnaðist vel. Tmm AF ÞESSU Laugardagur 10.55 Vetrarólympíu- leikarnir í beinni á Rúv. Skíðaskotfimi karla og kvenna. 13.15 Haukar-ÍBV mætast í úrslitum SS (ss) bikarkeppni kvenna. í beinni á Rúv. A? 15.45 Haukar-Stjarnan í úrslitum SS bikar- (ss) keppni karla. í beinni á Rúv. 17.25 Vetrarófympíu- leikarnir í beinni á Rúv. i'Jt'U'VA.Iílil* Svig karla. 20.50 Barcelona-Real Zaragoza í spænsku „ M deildinni í beinni á Sýn. 02.00 Hnefaleikar. Fernando Vargas og | . Shane Mosley mætast f beinni á Sýn. Sunnudagur 14.45 Manchester United-Wigan í úrslit- um ensku deiidabikar- keppninnar í beinni á Sýn. 17.50 Mallorca-Real Madrid í spænsku deildinni í beinni á Sýn. 19.15 Heil umferð í Iceland Express - deild karla: Skallagrím- ur-Snæfell, Fjöln- ir-Grindavík, Hauk- ar-Hamar/Selfoss, Þór-Keflavík, KR-ÍR, Njarðvík-Höttur. Ævintýratímabil Wigan gæti fengið orðið enn glæstara á morgun þegar liðið mætir Manchester United í úrslitaleik enska deildar- bikarsins. Paul Jewell og lærisveinar hans eru sem stendur í 8. sæti en hafa verið meðal sex efstu liða meiri hluta af sínu fyrsta tímabili í úrvalsdeildinni. Fyrir aðeins 28 árum var Wigan utan deildarkeppninnar og margir hafa rifjað upp sigur Wimbledons- liðsins í bikarnum 1988 þegar þeir hafa verið að leita að saman- burði við uppgang Wigan í ensku knattspyrnunni. Alex Ferg- usson og lærisveinar hans eru hins vegar í óvenjulegri stöðu í febrúarmánuði því enski deildarbikarinn er nú eini bikarinn sem félagið á möguleika á að vinna á tímabilinu 2005-2006. Það skiptir miklu máli fyrir Manchester United að Rio Ferdin- and er búinn að ná sér af meiðslun- um og verður með. „Ég ætla ekki að fara í gegnum annað tímabil með United án þess að vinna nokkuð. Þá yrði ég alveg niðurbrotinn. Meist- aratitilinn og Meistaradeildin voru forgangsverkefnin hjá okkur en við fögnum hverjum titli í húsi og að vinna þennan gæti verið byrjunin á einhverju meiru í framtíðinni," sagði Ferdinand á heimasíðu United. Stéphane Henchoz ekki með? Arjan De Zeeuw, fyrirliði Wigan, gæti verið án félaga síns í vörninni, - Stéphane Henchoz, því Svisslend- ingurinn glímir við hnémeiðsli sem gætu hindrað þátttöku hans í leikn- um. De Zeeuw er staðráðinn í að njóta stundarinnar enda ekki vanur úrslitaleikjum eftir að hafa spilað með liðum eins og Barnsley, Wigan og Portsmouth á sínum ferli. „Mig dreymir ekki um að lyfta bikarnum því mér líkar ekkert við dagdrauma. Ég ætla að lyfta honum í alvörunni. Þetta er stór stund fyrir mig því þetta er minn fýrsti bikarúrslitaleikur en ég er ekkert að æsa mig mikið yfir kom til liðsins í janúar 2004 því hann var ekki löglegur í bikarkeppninni sitt fyrsta tímabil. .megin:Saha hefur verið í fi'nu formi í deildarbikarn- um og fimm af tíu mörkum hans í vetur hafa komið í þessarri keppni. Hann er markahæstur í inni og getur fullkomnað það að skora í öllum umferðum skori hann gegn Wigan á morgun. „Eftir öll meiðslin og vandræðin sem ég hef þurft að glíma við þá væri það mikill léttir að vinna deildarbikarinn," sagði Saha við blaðamenn fyrir úrslita- leikinn sem hefst 15.00 klukkan á morgun og verður í beinni útsendingu á sjón- varpsstöðinni Sýn. ooj@dv.is Chelsea vann í fyrra Leikmenn Chelsea fagna hér sigri i enska deildarbikarnum í fyrra. þessu, ekkert frekar en vanalega," segir þessi 35 ára Hollendingur sem hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína með Wigan- liðinu í vetur. Öll pressan er á Manchester Það er liðinn mánuður síðan Wigan sló Arsenal út úr undanúrslitunum og tryggði sér sæti í úr- slitaleiknum. „Fólk var að koma til okkar og « óska okkur til hamn- ingju en ég bið við- komandi alltaf að bíða með það þangað til eftir úrslitaleik- inn," segir De Zeeuw sem gerir sér vel grein fyrir því að þetta er líka eina von Manchester United um bikar í vetur. „öll pressan er á liði Manchester United og það eru allir að tala um að þetta sé eini möguleiki liðsins á titli. Það búast allir við að þeir vinni okkur," segir De Zeeuw. Saha á eftir sínum fyrsta titli með United „Ég viðurkenni alveg að ég hélt að það yrði auðvelt að koma til United og fara að vinna titfa. Það skipti ekki öllu máli þótt þú spilað- ir ekki vel því liðið væri það sterkt að það ynni samt sem áður. Það hef- ur bara ekki gerst, þetta hefur því reynt á taugarnar en núna er gott tækifæri til þess að fara breyta því,“ sagði Frakkinn Louis Saha sem hef- ur ekkert unnið neitt með Manchester United frá því að hann keppn flr ,i3-- Það var nóg um óvænt úrslit í 18. umferð Iceland Express-deildar karla í körfubolta Fallbaráttan er nú fyrst hafin fyrir alvöru Það var mikið um óvænta sigra í 18. umferð Jceland Express-deildar karla á fimmtudagskvöldið og í fjór- um af sex leikjum unnu liðin sem voru neðar í deildinni. Hamar/Sel- foss, Höttur og Haukar unnu öll mikilvæga sigra og það stefrúr því í æsispennandi baráttu um áfram- haldandi sæti í deildinni. Keflvfldngar hefndu fyrir tapið gegn Grindavík í bikarúrslitaleikn- um og rúlluðu upp bikarmeisturun- um með 25 stigum, 109-84. Grinda- vík lék reyndar án þriggja lykil- manna, Páls Axel Vilbergssonar, Helga Jónasar Guðfinnssonar og Guðlaugs Eyjólfssonar. Skallagríms- menn unnu ÍR, 95-85, og eru komn- ir í baráttuna með KR, Grindavflc um 3. sætið. Þar gætu Snæfellingar líka gert usla eftir 54-51 sigur á toppliði Njarðvíkur. Þetta var þriðji sigur Snæfells í röð með þremur stigum eða minna. Líkt og undanfarin ár þá eru Hamars/Selfoss-menn vanir að bíta vel frá sér á lokasprettinum og liðið vann dramatískan sigur á KR í fram- lengdum leik í Hveragerði. Það munaði sex sætum og 16 stigum á liðunum. Clifton Cook skoraði 13 af 42 stigum sínum í framJengunni og Hamar/Selfoss vann átta stiga sigur, 94-86. Ljubodrag Bogavac lék sinn fyrsta leik með KR en var aðeins með 1 stig á 8 mínútum og misnotaði öll fimm skotin sín utan af velli. Hattarmenn unnu Fjölni, 89-86, á Egilsstöðum þar sem Höttur vann lokakafla leiksins 14-6 en Fjölnis- 40 stig annan leikinn í röð Clifton Cook skoraði 42 stig gegn KR og hefurþvf skorað 82 stig í tveimur síðustu leikjum Hamars/Selfoss-liðsins. menn eru því ekki enn öruggir með sæti í úrslitakeppninni því Grafar- vogsliðið mætir síðan efstu liðum deildarinnar í lokaumferðunum. Haukar unnu einnig gríðarlega mikilvægan sigur í framlengdum leik gegn Þór á Akureyri, 103-92, ekki síst þar sem Hamar/Selfoss og Hött- ur unnu sína leiki. Haukar sendu með þessu Þórsliðið niður í fallsæti. Þórsarar tryggðu sér framlengingu með því að skora fjögur síðustu stig venjulegs leiktíma en Haukar voru sterkari í fram- lengingunni og unnu hana 18-7 og náðu með því betri innbyrðis- stöðu gegn Þór verði liðin jöfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.