Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2006, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006
SfOast en ekki síst DV
Felldur vegna slæms geðslags
Ha?
„Það voru miklar vonir bundnar
við Eld sem því miður urðu að engu,"
segir Unnur Sigþórsdóttir,
fræðslustjóri Húsdýragarðs-
ins um fráfall „þarfanautsins" Elds.
Eldur fékk í gær að
á vit
sinna
og var felld-
ur. Ástæðan
var sú að geðslag
hans hentaði ekki
gestum Húsdýra-
garðsins en ólíkt
þjóðargerseminni
Guttormi
var hann
mjög úrill-
ur og tókst aldrei að hleypa honum í
nálægð við gesti. Eldur var orðinn
tveggja ára gamall og eftir því sem
tfrninn leið stafaði meiri hætta af
honum.
Sá sem mun fylla í skarðið fýrir Eld
er 25. kálfur Guttorms og hans eina
eftirlifandi afkvæmi. Kálfinn átti kýrin
Búkolla með Guttormi og fæddist
hann í haust. „Hann er eiginlega ná-
kvæmlega eins og Guttormur - með
stóra hvíta stjömu á hausnum og
nánast sama geðslag," segir Unnur.
Starfsmenn Húsdýragarðsins leita
nú óðum að nafhi á hinn nýja arftaka.
„Við höfum kallað hann Hróður,
enda er hann hróður föður síns og
garðsins alls. Það er mikið traust sett á
Ónefndur Arftaki Elds og kálf-
ur Guttorms. Tillögur um nafn
skulu sendast á netfangið:
unnur@husdyragardur.is.
hann," segir Unnur. Vafaiaust verður
erfitt fyrir kálfinn að fylla í skarð föður
síns en nú vegur kálfurinn heil 230
kíló og er talið að hann geti náð þyngd
Guttorms sem var yfir 900 kíló á sín-
um tíma.
íslendingar em greinilega áhuga-
samir um nýja kálfinn en frá hádegi í
gær og fram til fjögur höfðu borist yfir
300 tölvupóstar með tillögum. „Til
allrar hamingju verð ég í fríi um helg-
ina en á mánudag mun ég líta yfir
þetta allt," segir Unnur ánægð með
viðbrögðin.
Hvað veist þú um
Baggalút
1. Hver er slóðin á
vefsíðu Baggalúts?
2. Hvað heitir helsti lagahöf-
undur Baggafútsmanna?
■^3. Hvers konar tónlist spilar
Baggalútur?
4. Hvað hét aðventulag
Baggalúts fyrir síðustu jóf?
5. Hvers lenskur er banjó-
leikari Baggalúts?
Svör neðst á síðunni
Hvað segir
mamma?
„Þaöernúekki
annaö hægten
að vera stolt af
onum Bryn]-
ari," segir Fann-
ey Úlfljótsdótt-
ir, móöir
Brynjars Þórs
Björnssonar,
nemaogvon-
arstjörnu fs-
lands I
körfuknattleik.
„Hann byrjaöi
aö æfa sig I körfubolta þegar hann var
þriggja ára gamall. Þá fékk hann svona litla
körfu á huröina I herberginu slnu. Þess
vegna er hann svona góöur I vltunum. Svo
var eldri bróöir hansl hinum fræga '82 ár-
gangi IKR sem uröu Islandsmeistarar til
J^fjölda ára. Brynjar var mikiö í kringum liðiö
og læröi mikiö á þvl. Hann hefur alltafveriö
hvers manns hugljúfí. Eg man til dæmis þeg-
ar hann varyngri. Þá sagöi móðir besta vin-
ar hans, sem hann fékk stundum að gista
hjá, aö hún væri meira en tilbúin tilþess að
ættleiöa hann. Svo er hann metnaöargjarn
og leggursig allan fram I þaö sem hann
gerir. Hann er einnig samviskusamur I námi.
Gengur vel I Menntaskólanum við Sund."
Fanney Úlfljótsdóttir viðskiptafræð-
ingur er móðir Brynjars Þórs Björns-
sonar. Þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára
gamall er Brynjar lykilmaður i meist-
araflokksliði KR. (siðustu umferð skor-
aðl Brynjar 29 stig og þar af fimm
þriggja stiga körfur. Brynjar spilar
einnig með drengja - og unglinga-
flokki KR og gengur frábærlega þar.
Hann var valinn f stjörnulið fslendinga
sem lék við stjörnulið erlendra leik-
manna i úrvalsdeildinni. Brynjar er
einnig lykilmaður i unglingalandslið-
um fslands og hefur leitt landsliðið f
sínum flokki sem náð hefur frábærum
árangri, eru f A-deild i Evrópu.
gera kvikmyndina Blóöbönd.
Það er baggalútur.is. 2. Hann heitir Guðmundur Páls-
son. 3. Það er köntrí. 4. Þaö hét Sagan af Jesú. 5. Hann er
rússneskur.
Helgi Seljan
„Grænn I framan gekk égútog spjó. “
sem hefur vakið mikla athygli að
undanförnu fyrir snjalla og snöfur-
manniega framgöngu í fjölmiðlum.
Tökumaðurinn Einar var með hon-
um í för og kvikmyndaði það sem
fýrir augu bar á Súlunni.
„Þetta verður sýnt strax eftir
helgina," segir Helgi. Hann segir
fróðlegt að hafa fengið að fljóta með
Súlunni og gaman að kynna sér
loðnuveiðamar. „Þetta er einn elsti
loðnuskipstjóri landsins sem ég fékk
að fara með. Bjarni Bjarnason, mað-
„Jújú, ég hef verið á sjó áður. Tvö
þrjú ár fyrir „ustan" á þeim merka
báti Sveini Benediktssyni SU sem
skírður er í höfuðið á bróður Bjarna
Benediktssonar," segir Helgi Seljan
sjónvarpsmaður sem á ættir að rekja
austur á Reyðarfjörð þar sem hann
sleit barnsskónum.
Helgi fór á sjó á dögunum, á Súl-
una EA, til að kynna sjónvarpsáhorf-
endum hvernig loðnuveiðar fara
fram. Þrátt fyrir einmuna blíðu þá
lagðist lítið fýrir kappann, sem varð
grænn af sjóveiki og spjó sem mest
hann mátti út fyrir borðstokkinn.
„Þetta kom mér eiginlega ekkert
á óvart. Þegar ég var á sjó yngri varð
ég alltaf sjóveikur fyrst. Og bjóst því
við að svo yrði núna aftur. Og það
stóð ekki á því. Nú skil ég textann
hans Þorsteins Eggertssonar -
Grænn í framan gekk ég út og spjó -
svo miklu betur."
Helgi hefur verið að láta ljós sitt
skína í íslandi í dag að undanförnu
og virðist það form blaðamennsku
ekki vefjast fyrir hinum knáa Helga
ur sem ekki bara er skip-
stjóri heldur einstakur
listamaður á því sviði að
finna loðnuna. „Það vafðist!
ekki fyrir honum nú sem
endra nær þó svo að Magn-
ús Þór hafi ekki séð kvikindi
fyrir nokkru."
Helgi ætlar ekki að söðla um í
bráð og munstra sig til sjós. „Nei,
ég held ekki. Held ég láti það bíða.
Mínum sjómannsferli er algerlega
lokið. Toppnum var náð þegar
ég fór túr með Hólmaborg
inni, sem er Rollsinn í
loðnuflotanum."
jakob@dv.is
Nýjasta stjarnan
Hefur vakiö mikla
athygli að undan-
förnu fyrirsnjalla
og snöfurmannlega
framgöngu.
Fyrsta hlutverkið í sjónvarpi
„Ég man þetta eins og það gerðist í
gær,“ segir Hermann Gunnarsson, betur
þekktur sem Hemmi Gunn, en gamla
myndin að þessu sinni er frá 1980. Þá var
verið að taka upp áramótaskaupið. Á
myndinni er Hemmi með Magnúsi Ólafs-
syni sem er betur þekktur sem Bjössi bolla.
„Ég var að vinna í útvarpinu á gömlu
gufunni og var í íþróttafréttum á þessum
tíma. Það var síðan haft samband við mig
um miðjan desember og þá var verið að
vinna við áramótaskaupið. Málið var að
leikarar voru í verkfafli og þá var ég dreg-
inn á flot en ég hafði aldrei haft neinar
langanir til þess að fara í sjónvarp. Þetta
var stórmerkilegt áramótaskaup fyrir vikið
þar sem engir leikarar tóku þátt en Maggi
Ólafs lék þarna. Eiríkur Fjalar kom þar
fram í fyrsta skipti og Laddi lék þarna
nokkur hlutverk og meðal annars hann,
þetta var þrælgott skaup. Ég var látinn
syngja Rauðhettu og var líka settur sem
kynnir á þetta áramótaskaup og ég byrjaði
á því að blindast í ljósunum. Á þessum
tíma voru Utangarðsmenn á banníista en
þarna komu þeir fram í fyrsta skipti í sjón-
varpi, Bubbi og co með lagið Poppstjöm-
una. Þetta var meiriháttar skemmtilegt.
Það hvarflaði ekki að mér að ég ætti eftir
að vinna meira í sjónvarpi, ég var ekki á
leiðinni í þetta. En það breyttist eins og allt
annað í mínu lífi."
Hemmi Gunn Hér ásamt Magnúsi
Ölafssyni enþeirléku báðiríára-
mótaskaupi sjónvarpins árið 1980 þegar
leikaraverkfallið stóð yfir.
tnorgun
Hlnn