Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2006, Blaðsíða 47
XJV Helgarblað
LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 47
kuldi herja á þá sem heima sitja. Þetta hefur aukist undanfarin ár og af sem áöur var aö eingöngu
fi. Nærri má geta aö um það bil 2000 íslendingar séu staddir á Kanarí á hverjum tíma yfir vetrar-
r valiö aö hafa búsetu á Kanarí stóran hluta ársins og nú færist 1 vöxt að fólk fjárfesti í húseignum.
Kjartan fararstjóri Hefurverið viðloðandi
sólarstrandir í áratugi.
Jörundur Hætturaö vera skemmtikraftur
og farinn að selja fasteignir.
Dúett Eldra fólkið fergjarnan upp á svið og
tekur fallegan dúett.
Þóra Steina Hefur rekið matsölustað á
Ensku ströndinni siðan / október.
Velkommen Dyravörðurinn á Græna tepp-
inu býður fólk velkomið á hverju kvöldi.
Aríld segist elska ís-
lendinga, þeir séu svo
fjárí skemmtilegir og
nátengdir Norðmönn-
um. Þegar Örvar tekur
pásu hleypurhin
sænska Eisa frá
Varmeland í skarðið.
Hún er 83 ára.
Fyrir utan hjá Harrý stendur Jör-
undur sem er íslendingum að góðu
kunnur sem skemmtikraftur en nú
selur hann fasteignir á Kanarí. Hann
segir fasteignaverð svipað á Kanarí-
eyjum og á Torreveja á Spáni en eftir-
spum fari vaxandi. „Flestir hugsa
þetta sem fjárfestingu,“ segir Jömnd-
ur sem á undanfömum mánuðum
hefur selt íslendingum sjö hús. „En
þetta er lfka staðurinn til að vera á yfir
vetrartímann og gríðarleg uppbygg-
ing á öllu héma.“
Það em sannarlega engar ýkjur og
í skemmtilegri strætóferð eftir strönd-
inni að hafnarbænum Mogan sem er
í um það bil 40 mínútna fjarlægð frá
Ensku ströndinni sést svo ekki verður
um villst hversu hröð uppbyggingin
er. Hvarvema má sjá nýbyggingar í
fjallshlíðum og á Hettasnösum því
undirlendi er nánast ekkert. í Mogan
verður blaðamaður var við að Norð-
menn og Svíar virðast allsráðandi en
bærinn er ægifagur og í Mogarí segist
fólk detta í unaðslegan letigír því þar
er streita ekki til í orðabóHnni.
Kjartan fararstjóri benti líka á að
fófk hefði ekH séð Kanaríeyjar fýrr en
það hefði ferðast um eyjuna. „Hér er
hrjóstmgasti Jiluti Kanarí, fólHð er
einfaJdlega hér af því strendumar em
hér. En það er mildlvægt að byrja á að
fara í ferð með fararstjórum og fá sög-
una og fróðleikinn. Þannig kemst fólk
víða á skömmum tíma og svo getur
það valið og hafnað og skoðað á eigin
vegum það sem mestan áhugann
vekur."
„Þú heilsar ekki íVestmanna-
eyjum, helvítið þitt"
Það kvöldar á Ensku ströndinni og
kominn tími til að plana hvert á að
fara að borða og hvað á að gera eftir
það.
Kvöldið byrjar gjaman á Klömbar
Kanaríeysk rósemd /smábænum Mogan
er gott að slaka áþvl þar rlkir sannkölluð
letiorka.
þar sem margir velja að borða dýrind-
is mat meðan aðrir koma til að sýna
sig og sjá aðra. Þar verða oft miklir
fagnaðarfundir og fólk sem myndi
aldrei heilsast heima faðmast og spyr
frétta. Fræg er setningin „þú heilsaðir
mér aldrei í Vestmannaeyjum, helvít-
ið þitt" en það gilda önnur lögmál á
Kanarí.
Við ákveðum að borða á nýja ís-
lenska staðnum OK sem Þóra Steina
opnaði 22. oHóber síðastliðinn. Þóra
Steina rekur staðinn ásamt tveimur
dætmm sínum en hún kom fyrst sem
ferðamaður til Kanarí fyrir 20 árum og
heillaðist strax af eyjunni.
„Það var alltaf draumurinn að hafa
fasta búsetu á Kanarí," segir Þóra
Steina, „en til þess þarf maður náttúr-
lega að hafa lifibrauð. Ég ákvað að
opna þennan stað og það hefur geng-
ið mjög vel. Ég er ekkert eingöngu að
sigta í íslendingana, hér leggjum við
áherslu á góðan mat og góða þjón-
ustu og bjóðum alla velkomna," segir
hún, en blaðamaður má vtirt mæla
eftir máltíðina sem var í einu orði sagt
himnesk, enda kokkar úr Perlunni
sem galdra fr am veitingamar.
Þóra Steina sinnir þó sínum ís-
lensku fastakúnnum með salfisH og
hamsatólg einu sinni í viku og karl-
amir kunna vel að meta það.
íslendingar svo fjári
skemmtilegir
Meðan á máltíðinni stendur
hljóma íslensHr tónar handan göt-
unnar á norska barnum Nya
Trollstuva þar sem vertinn Arild
Sanders gengur brosmildur um
beina og örvar Kristjáns heldur uppi
stuðinu. Menn sveiflast í hröðum
valsi á gangstéttinni fyrir framan og
konur sitja dreymnar og syngja há-
stöfum um vornætur í Reykjavík. Þó
Kanarí sé falleg jafnast ekkert á við
vornóttina heima. Arild segist elska
íslendinga, þeir séu svo fjári
skemmtilegir og nátengdir Norð-
mönnum. Þegar Örvar tekur pásu
hleypur hin sænska Elsa frá
Varmeland í skarðið. Hún er 83 ára
og stendur vart fram úr hnefa en
lætur sig ekH muna um. að þenja
nikkuna og nú taka Svíar og Norð-
menn undir í Evert Taube.
íslendingahópurinn ákveður að
taka stefnuna á Græna teppið sem
heitir reyndar Playa de Sol og er hótel.
Þar á jarðhæðinni er sænsk dans-
hljómsveit og staðurinn er sneisafull-
ur af Skandinövum sem kunna vel að
Bjarni Tryggva í góð-
[ um gír Bjarni er að gera
það gott á Kanarí og er
meðal annars að vinna að
nýrri plötu.
meta Sven Ingvars-sveifluna. Meðal-
aldurinn er 50+ og svarbrúnir karl-
mennimir í hvítum skyrtum með
Hagann út á öxl og gylltar keðjur um
hálsinn fara haukfránum augum um
salinn í leit að dansmeyjum kvölds-
ins. Flestir eru með peysumar
„sködelöst" yfir axlimar eins og tíðk-
aðist á áttunda áratugnum en
kannsH er það ekkert „out" á Kanarí.
Það er óneitanlega svolítið fyndið að
meðan á smðinu stendur koma rútu-
farmar af Svíum með ferðatöskur í
eftirdragi arkandi gegnum staðinn
því Græna teppið er líka inngangur í
hótelanddyrið. Við sleppum okkur í
dansinn en þegar „Jag ringer pa
fredag" hljómar í sjötta sinn ákveðum
við að fr eista gæfunnar annars staðar.
Mesta stuðið með hommunum
Leiðin liggur beint út í Júmbóið
aftur og nú niður á jarðhæðina þar
sem hommabarir em í hundraðatali
og alls staðar dragshow sem laða að
áhorfendur. Abba og Cher em frísk-
andi eftir Kristínu frá Vilhelmínu og
hommamir ómótstæðilegir hvort
sem er í gervi Julie Andrews eða bara
gleiðbrosandi eins og þeir eiga að sér.
Við röltum á milli pöbba og tökum
nokkur diskóspor þar sem stuðið er
mest.
Nú berast boð um að Bjami
Tryggva sé að spila á næturHúbbi
annars staðar í bænum svo stefnan er
teHn þangað. Bjami hefur verið að
gera góða hluti á Kanarí því fyrir utan
að spila á bömm og næturklúbbum
hefur hann verið í stúdíói og er að
taka upp plötu. Bjama er vel fagnað
eftir giggið sem hann heldur á nætur-
Húbbnum Dukes, en hópurinn er
þreyttur og ákveður að halda heim á
leið.
Nekt og nýjar
viðskiptahugmyndir
Á morgun stendur til að fara í
nudd til Helgu og í klippingu til
Matta. Svo er það ströndin. Á strand-
gönguferðinni Hassísku út í vita ligg-
ur leiðin gegnum neHamýlenduna
þar sem striplingarnir njóta sín í sól-
inni. Fyrir viðkvæma er kannsH ekk-
ert sniðugt að setjast á barstól við
kaffihúsið þar sem sjötug eistu fletjast
út á stólnum við hliðina, en fyrir aðra
getur þetta verið áhugavert. Margir
striplinganna em vel við aldur og ekk-
ert nema krúttlegt að sjá gamla fólHð
skvetta hvert á annað í flæðarmálinu,
jafnnaHð og þegar það kom í heim-
inn. „Ég var lítið bam og lék mér á
ströndinni...."
Svo er að byrja festival í Las
Palmas sem færist niður eyjuna og
endar með pompi og pragt á Ensku
Skemmtilegheitin hjá hommunum
bregðast aldrei Hommarnireru á neðstu
hæðinni ijúmbóinu' og þeir bregða gjarnan
á leik með gestum og gangandi. Bragi vissi
þó varla hvaðan á hann stóð veðrið.
ströndinni í mars. Það er endalaust
eitthvað í gangi og bara örgustu fýlu-
pokar sem geta ekH skemmt sér á
Kanarí. Enda fæðast nýjar viðsHpta--C
hugmyndir daglega meðal íslending-
anna sem marga dreymir um að flytja
með allt sitt hafurtask á suðlægar
slóðir í stað þess að þreyja alltaf þorr-
ann og góuna. edda@dv.is
Uppbyggingin á Kanarí hefur verið
hröð undanfarin ár Undirlendi ernánast
ekkert og þvi er byggt I fjöllum og klettum.
Mannabar, Klörubar og Nya trollstua
Islendingar safnast saman á þessum stöðum
á kvöldin að ógleymdum Minnies sem eris-
lenskurpöbb.
Helga nuddari Lætursig ekki muna um að
dansa við austurriska þjóninn á Klörubar
milli rétta.
Harrý er alltaf bissí Enda þjónustar hann^
kröfuharða Islendinga allan liðlangan dag-
inn.