Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2006, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2006, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 Fréttír DV Alltískít Þýski bærinn Elsa í Bavaria-fylki er heldur bet- ur í skítnum. Leiðsla sprakk í bænum, en í henni voru 240 þúsund lítrar af fljót- andi svínaskít. 50 sentí- metra þykkt lag af skít þakti götur bæjarins. „Þorpið var allt í grænbrúnum vökva, sem var úrgangur úr svín- um. Algjör viðbjóður," sagði taismaður lögreglu bæjar- ins. Þetta slys var dýrkeypt, talið er að tjónið nemi um átta milljónum króna. Krókódílaæði á Íríandi Lögreglan á írlandi fann 10 krókódíla og fleiri skrið- dýr inni í bfl í Omagh. Fleiri slflc dýr fundust í húsi skammt frá. Dagblaðið The Sun segir hættuleg gæludýr í tísku í Bretlandi, rétt eins og borið hefur á hérlendis. Áður voru stór kattardýr mjög vinsæl, en skriðdýrin munu hafa komið í stað þeirra. Samtök dýravernd- unarsinna í landinu vilja banna viðskipti með þessi dýr. Þessi dýr þurfa sér- staka athygli og segja dýra- vemdunarsinnar að al- menningur kunni ekki að sjá um þau. ...........T[---------- Hætta að reykja með hundi Hundurinn Rupert, sem er af Cocker Spaniel-teg- undinni, hefUr verið ráðinn til vinnu hjá fyrirtæki í Bradford á Englandi. Starf hans felst í því að hjálpa fólki að hætta að reykja. í stað þess að fara út til þess að reykja sígarettur geta starfsmenn fýrirtækisins farið með Rupert í göngu- túra. „Hann er mikilvægur hluti af starfsliðinu. Hann hjálpar okkur mikið, heldur streitu fólks í lágmarki. Við viljum ekki án hans vera,“ segir Steven Street, yfir- maður fyrirtækisins. Læknar ástarsorg Nú geta þeir sem em í ástarsorg leitað læknis- hjálpar. Þýski lækn- irinn Birgit Delisle hef- ur opnað deild á Schwabing- spítalanum. Hún segir að unglingar með brostin hjörtu verði líklega tíðustu gestirnir. „Að vera í ástar- sorg getur leitt til ýmissa vandamála, bæði líkam- legra og andlegra. Fólk missir stundum matarlyst- ina. Einnig getur það tekið slæmar ákvarðanir þegar það flnnur til sársaukans í sorginni," segir Delisle. [ Rannsókn í fullum gangi Breska lögreglan hefur handtekið þrjá I sambandi við ránið. Tvær konur og einn karlmaður hafa verið handtekin í sambandi við ránið úr peningageymslu í Kent á Englandi. Ránsfengurinn er einn sá mesti í sögunni, jafnvirði tæplega 5,8 milljarða krðna. Mun það vera næststærsta bankarán sögunnar. Hið stærsta var þegar írakski rrkisbankinn var tæmdur árið 2003. Menn eru þó ekki sammála um hvort það teljist sem eiginlegt bankarán. Lögreglan rannsakar málið af fullum krafti. Auk þess að hafa handtekið þrjá aðila, hafa lögreglu- menn fundið þrjá bfla sem tengjast ráninu. Einnig hafa rúmar 230 millj- ónir króna verið settar til höfuðs hinum grunuðu. Þremenningamir vom hand- teknir á fimmtudag. 29 ára karl- maður og 31 árs kona vom hand- tekin í Lundúnum eftir að konan hafði reynt að leggja tæplega 700 þúsund krónur inn á bankareikning í Portman-útibúinu í Kent á Eng- landi. Peningunum var pakkað inn í þar til gerð umslög og vom þau merkt útibúinu sem ránið átti sér stað í. Á fimmtudagskvöld var önnur kona handtekin. Hún er 41 árs. Hún var handtekin í suðurhluta Lúnd- únaborgar. Lögreglumenn frá Scot- land Yard handsömuðu konuna. Hún er gmnuð um að hafa verslað með þýfi að sögn lögreglu. Ótrúlegt rán Mörgum brá í brún þegar spurð- ist út að ránið hefði verið framið, á síðastliðið þriðjudagskvöld, ekki síst fyrir hversu vel skipulagt það virðist hafa verið. Klukkan 18.30 var framkvæmdastjóri peningageymsl- unnar í Kent á Englandi, Colin Dixon, stöðvaður af tveimur mönn- um er hann taldi lögreglumenn. Talið er að ránsfeng- urinn hafi alls verið rúmlega 5,8 milljarð- arkróna, Þeir voru á hvítri Volvo-bifreið. Bfll- in var vel dulbúinn sem lögreglu- bfll. Á þaki og í grilli bílsins vom blá ljós. Mennimir vom einnig dulbún- ir sem lögreglumenn. Þeir rændu manninum. Á svipuðum tíma fóm aðrir menn heim til Dixon-fjölskyldunn- ar. Þeir þóttust einnig vera lögreglu- menn. Þeir sögðu Colin hafa lent í bflslysi og báðu konu hans, Lynn, og átta ára son, Craig, að koma með sér. Þau vom síðan handsömuð og bundið fyrir augu þeirra. Hinir dul- búnu lögreglumenn héldu þá á bóndabæ, sem ekki er vitað hvar er. Þar héldu þeir mæðginunum í gísl- ingu. Miklir peningar Síðan var haldið í peninga- geymsluna. Svo vildi til að breski ríkisbankinn var með seðla geymda þar sem áttu að fara til skoðunar. Því var óvenjulega mikið í hvelfingu peningageymslunnar. Talið er að ránsfengurinn hafi alls verið rúm- lega 5,8 milljarða króna virði. Þegar í peningageymsluna var komið tóku hinir vopnuðu ræningj- ar stjórn á staðnum. Þeir bundu og kefluðu alla 14 starfsmenn geymsl- unnar. Síðan létu þeir fram- kvæmdastjórann opna fyrir hvítum Renault-trukki. Honum var komið fyrir við hvelfinguna. Ræningjarnir tóku sér svo sinn tíma í að hlaða trukkinn. Alls er talið að þeir hafi verið rúman klukkutíma að. Klukkustund eftir að ræningjarnir yfirgáfu geymsluna tókst einum | starfsmanninum að losa sig og hafði hann samband við lögreglu. Bílar fundnir Hvíta Volvo-bifreiðin sem talið er að þjófamir hafi dulbúið sem lögreglubfl fannst á fimmtudags- kvöld. Hann stóð þá í ljósum log- f um. Silvurlituð Nissan-bifreið sem Colin Dixon ók, áður en honum var rænt, fannst einnig fyrir utan krá, skammt frá staðnum sem honum var rænt á. Sendibfll, sem talið er að þjóf- arnir hafi notað til þess að ferja mæðginin Lynn og Craig á bónda- bæ sem ekíd er hvar er, fannst einnig fyrir utan krá. Rannsóknarlið bresku lögreglunnar er nú að skoða alla bflana í leit að sönnunargögn- um. Hvíti Renault-trukkurinn er ennþá ófundinn. Breskyfirvöld lofa hverjum þeim sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku þjófanna 230 milljónum króna. Vonast er til þess að ein- hverjir sem tengdir eru þjófunum muni ásælast slíkar fjárhæðir og leysi frá skjóðunni. kjartan@dv.is I Nákvæmt Lögregian | j leitar nú aðöllum j hugsaniegum sönn- j unargöngum. j Á leið á ránsstað Hér | sést hvíti vörublllinn sem | þjófarnir notuðu til þess I að ferja ránsfenginn. Ástrali kom í leitimar eftir fimm ár Kærður fyrir að veraálífi Ozzy talar inn á staðsetningartæki Ozzy finnur bestu leiðina Ástralinn Harry Bentley Gordon var í gær dæmdur sekur fyrir trygg- ingasvik. Árið 2000 var Gordon úr- skurðaður látinn, talinn hafa farist í slysi sem gerðist á hafi úti. En í raun flutti hann ásamt fjölskyldu sinni til Nýja-Sjálands. Þar tók hann upp nafnið Robert Motzel og lifði í hin- um mestu makindum. Samviskan nagaði Gordon þó all- an tímann. Hann ákvað því að snúá aftur til síns heima í lok síðasta árs. Við réttarhöldin sagðist hann hafa viljað útkljá þetta mál. „Ég vildi klára þetta mála lagalega séð. Ég flúði því ég hélt að þetta væri lausn á mínum vandamálum. Það voru aftur á móti mistök, greinilega." Enn á eftir að ákvarða hversu löng fapgelsisvist Gordons vérðuf. ' * ! Honum hefur einnig verið skipað að greiða rúma milljón króna til upp í kostnaðinn sem fór í að leita að honum. Eiginkona og dóttir Gor- dons hafa einnig verið kærðar, en réttarhöld þeirra hefjast ekki strax. .... ia i iiii aldUi J1 UJZOV fld ,|3V Nú getur fólk látið rokkararann Ozzy Osboume segja því hvert best er að fara. Hægt er að kaupa staðsetn- ingartæki sem Ozzy talar inn á. Á skjánum á tældnum má sjá kort og geta þeir sem nota tækið valið sér upphafs- og endapunkt. Tækið hjálp- ar þeim svo að finna bestu ieiðina að endastöðinni. Hægt er að kaupa tæk- ið með mismunandi röddum, en nýjasta tegundin - einnig sú vinsæl- asta - er með Ozzy Osboume. Orða- val rokkarans er aftur á móti ekki fal- legt: „Nú em 400 metrar í fjandans endapunktinn." Einnig verður Ozzy pirraður ef að tækið missir samband við gervihnött. „Ég er búinn að missa andskotans sambandið." Chris Hilton, yfirmaður fyrirtækis- ins Voice Skins sem framleiðir vör- una, segir að hægt sé _að fá tvær teg- undir af tækjum sem Ozzy talar inn á. ,,Hægt er að fá útgáfu með öllum blótsyrðunum en einnig er hægt að kaupa tækið án blótsyrðanna. Þetta er okkar vinsælasta vara í dag.“ Einnig er hægt að kaupa tæki sem Sharon Osbourne, kona Ozzys, talar inn á. „Snúðu við, asninn þinn,“ heyr- ist reiðilega í henni. Ratvís Ozzy Osbourne er greinilega ratvís maður. wmm Nýja-Sjáland Gordon lifði góðu llfí á Nýja-Sjálandi á meðan hann var talinn dáinn I heimalandiilnu. in verg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.