Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2006, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2006, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 Helgarblaö DV MRE Líkamsræktardrottningin Ágústa John- son segist algjör sælkeri og aö líklega hafl áhugi hennar á mat ýtt henni út í líkamsræktina. Ágústa segist elda nær öll kvöld handa fjölskyldunni og að hún reyni aö hafa matinn hollan og góðan án þess að láta hollustuna fara út í öfgar. .. . . . * Italskur pastaréttur að hætti Ágústu: Sælkeri „Ég hefskapað mér þessar venjur í gegnum árin og aölaga matinn þannig að hann takmarki óhollust- una án þess aðhérsé ein- hver meinlæta lifnaður. ‘ Ágústa Johnson „Efekkert stendur til á föstudags- eða laugardagskvöldum tökum við hjónin oft fram upp- skriftabækurnar og skemmt- um okkur vel við að grúska I þeimyfir rauðvlnsglasi. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á mat og matseld," segir Ágústa John- son ffamkvæmdarstjóri Hreyfingar. Ágústa segist alltaf hafa gaman af því að elda og þó að undirstaðan í því sem hún eldi sé hollt og gott láti hún hollustuna ekki fara út í öfgar. „Þessi mataráhugi er kannski ein af ástæðunum að ég fór í líkamsrækt- ina," segir hún hlæjandi og bætir við að sem betur fer þyki henni hollur matur góður. „Ég er mikill sælkeri og þykir gott að borða en sem betur fer er það yfirleitt á hollu nótunum." Borðar hvorki smjör né rjóma Ágústa segir mikilvægt fyrir sig að börnin hennar fái hollan og góðan mat án þess að matarvenjurnar ganga út í öfgar. „Við erum mjög mikið með búst drykki og eigum gíf- urlegt töfratæki sem tætir hráefnið í frumeindir svo út kemur mjög góður drykkur. Börnin elska þetta og ég nota þetta tæki á hverjum degi enda snilldar leið til að koma hollustunni niður í krakkana. Sjálfri finnst mér smjör og rjómi og mikið af þessu feitasta alls ekkert gott og kaupi það ekki inn á heimilið og því hafa krakkarnir vanist, svo að því leytinu til erum við á léttu línunum," segir Ágústa en bætir við að hún passi þó upp á að krakkarnir séu ekki á fitu- snauðu fæði. Sunnudagskvöld eru spari- kvöld „Á sunnudögum gerum við fjöl- skyldan vel við okkur í mat. Sunnu- dagskvöldin eru svona sparikvöld þar sem við eldum allskonar mat, hvort sem það er lambalæri eða grillaðir kjúklingar. Þá erum við með salat og annað meðlæti en bökum ekki upp sósuna heldur búum til léttari útfærslu af sósum," segir hún og bætir við að heimilsmatur geti verið góður þótt hann sé ekki löðr- andi í fitu. „Eg hef skapað mér þess- ar venjur í gegnum árin og aðlaga matinn þannig að hann takmarki óhollustuna án þess að hér sé ein- hver meinlætalifnaður. Enda trúi ég því að allt sé gott í hófi." Fjölskyldan saman yfir kvöld- matnum Ágústa segist elda nær öll kvöld fyrir fjölskylduna. Kvöldmaturinn sé tíminn sem þau noti til að spjalla saman um daginn og veginn. „Það heyrir til undantekninga ef ég elda ekki þótt maður sé stundum með eitthvað fljótlegt. Ég hef gaman af þessu og finnst mjög mikilvægt að hafa þennan fasta punkt þar sem fjölskyldan kemur saman. Þessi sið- ur virðist á undanhaldi í löndunum í kringum okkur en ég ætla að halda fast í þessa hefð." Susi í uppáhaldi Þegar Ágústa er spurð út í uppá- haldsmatinn nefnir hún nokkrar tegundir matargerðar. „Mér finnst ítalskur og indverskur matur æðis- legur en sushi er uppáhaldið mitt," segir hún og bætir við að hún og Guðlaugur Þór, eiginmaður henn- ar, séu dugleg að búa til sitt eigið sushi. „Við höfum verið að prófa okkur áfram og lærum mest af því sem við borðum á veitingahúsum úti. Mér finnst samt eiginlega allur matur góður ef hráefnið er gott." Grúska í kokkabókum yfir rauðvínsglasi Ágústa segir að hún og Guðlaug- ur séu dugleg að grúska í kokka- bókum og stela hugmyndum héð- an og þaðan. „Ef ekkert stendur til á föstudags- eða laugardagskvöld- um tökum við hjónin oft fram upp- skriftabækurnar og skemmtum okkur vel við að grúska í þeim yfir rauðvínsglasi. Ég á örugglega yfir 150 kokkabækur og hef verið áskrifandi af Gestgjafanum í lang- an tíma. Ég tek samt sjaldast heilu uppskriftirnar úr bókunum en styðst frekar við þær auk þess sem maður lærir af reynslunni. Matur og matargerð er áhugamál okkar hjóna og þegar við erum á ferða- lögum erum við dugleg að leita uppi veitingastaði sem hafa gott orð á sér. Þá finnst okkur gaman að prófa eitthvað nýtt og biðja kannski kokkinn um að velja það sem hann mælir með hverju sinni," segir Ágústa að lokum. indiana@dv.is Gott pasta eftir smekk, spagettí eða englahárpasta. Smávegis af ólífuolíu Salt og pipar 2-3 hvítíauksgeirar, smátt saxaðir 2 stk. þurrkaður rauður chilipip- ar, smátt skorinn Ca 500 gr. skelflettur humar 1- 2 dl. hvítvín 2- 3 msk maukaðir sólþurrkaðir tómatar (purée) Ferskur sítrónusafi Slatti af rucola „Sjóðið pastað eftir leiðbeining- um á pakka. Ágætt er að salta að- eins vatnið. Skellið olíunni á pönnu og steikið hvítíauk og chillipipar. Bætið fljótíega humri og léttsteikið hann í stutta stund. Bætið víni og tómatmauki og hit- ið á lágum hita í smá stund. Þegar pastað er tilbúið og búið að hella af því þá er innihaldi pönn- unnar hellt yfir pastað og blandað vel saman. Kreistið sítrónusafa yfir og setjið að lokum rucola yfir og blandið vel. Piprið með fersk- um svörtum pipar. Þetta bragðast sérlega vel með góðu léttvínsglasi." Fallegri hendur fyrir vorið Handáburður Fjárfesting á einni kremtúpu á ekki eftir að íþyngja þér'l framtíðinni. Það er llka alveg óþarfi að kaupa allra dýrasta kremið á markaðn- um. Þegarþú hefursvo fundið tegund- ina sem hentar þér skaltu hafa það við höndina, til dæmis á skrif- borðinu þínu eða I töskunni eða öðrum handhægum stað. ♦ Naglaböndln Hugs- ^r' aðu vel um nagla- böndin. Þú skalt aldrei klippa þau eöa rlfa heldur bera vel á þau vaselln og halda þeim fallegum og heilbrigðum. Efþú hefur lagt I vana þinn að klippa þau I burtu er líklegt að þau séu farin aö veröa hörð og þurr en það veldurþvl svo að þau springa auð- veldlega. Það er þó hægt að rjúfa þann vítahring með því að bera ríkulega næringu á þau dag hvern og mæla flestir sérfræðingar meö því að þú notir einfaldlega vaselln tilþess. Naglaþjöl Gakktu alltafmeð naglaþjöl á þér. Efeinhverjar misfellur verða á nöglunum þá snyrtir þú þær ekki með þvl að bíta þær afheldur dregur þú þjölina upp úr pússi þlnu eins og kven- legur riddari og þjalar varlega yfir blett- inn. Fáðu ráðleggingar starfsfólks snyrtivöruverslana og apóteka um góðan útbúnað fyrir neglurnar. Mildar og umhverfísvænar sápur Ef sápan sem þú notar fer illa með náttúr- una er llklegt aö hún geri höndunum á þér takmarkað gagn. Margar sápur valda því að hendurnar þorna með þeim afleiðingum að neglurnarverða stökkari og húðin viökvæmari. Vand- aðu þvi vatið þegar þú velur sápur og notað hanska þegar þú ert að þrífa húsið. Handsnyrting Efhendur þínar og neglur eru illa farnar afmargra ára vanræksiu er kannski tlmi til kominn að þú litir við hjá handsnyrti. Það gæti ver- iö fjárfesting sem myndi leiða til þess að þú yrðir sjáiföruggari með hendur þínaroglærir aö hugsa um þærsjálf. Naglalakk Þegar hendurnar eru orðnar fal- legar getur þúfariðað dekra við þær og dunda. Keyptu fallegt naglalakk sem fer vel við litarhaft handa þinna. Kannaðu hvaða litum tískugúrúar heimsins mæla með um þessar mundir. Það verður ekki amalegt aö mæta á kaffi- hús með vinkonunum I vorismart föt- um og með fallegar neglur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.