Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2006, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006
Helgarblað E»V
‘íslendingar hafa um árabil leitað í yl og suðræna stemmingu til Kanaríeyja meðan vetrarstormar i
ellilífeyrisþegar sæki Kanarí heim. Nú er á Kanaríeyjum fólk á öllum aldri enda eitthvað við allra
mánuðina. Það er því óneitanlega stórt samfélag og ýmislegt sem gerjast á staðnum. Fjöldi fólks h<
Fleiri velja þó enn sem komið er að leigja sér húsnæði í nokkra mánuði enda leiga hagstæð.
Ekkert plebbalegt við Kanarí
Stemmingin a Ensku ströndinni nr
Blaðamaður DV hafði viðdvöl á
Ensku ströndinni á Gran Canaria um
tveggja vikna skeið og varð margs vís-
ari um það sem þar er að gerast. For-
dómamir sem aðeins örlaði á fyrir
ferðina vom jarðaðir á fyrsta degi,
*«ida fáránlegt að heimsækja nýjan
stað með fyrirfram ákveðnar hug-
myndir. Það kom líka í ljós að það er
ekkert plebbalegt við að fara til
Kanarí.
Það er hins vegar nauðsynlegt að
gera sér grein fyrir að Enska ströndin
er fyrst og fremst ferðamannastaður
þar sem túrisminn blómstrar. Sömu-
leiðis að ekki verður undan því kom-
ist að detta um íslendinga í hvert sinn
sem maður rekur út nefið, hvort sem
er í verslunum, á veitingastöðum eða
á ströndinni.
Júmbóið, Klörubar og Örvar
Kristjáns
Þeir sem hafa farið margar ferðir á
JEnsku ströndina þekkja hana eins og
lófann á sér. Þeim líður alltaf eins og
þeir séu að koma heim. Fyrir nýlið-
ann tekur nokkra daga að átta sig á
bænum og verða þokkalega ratfær, en
þá fer hann líka að tala eins og hinir,
nefnir staði og strendur eins og ekkert
sé og horfir spekingslega á nýkomna
meðan hann deilir vitneskjunni um
besm veitingastaðina og skemmtileg-
ustu „showin“.
Þeir sem koma með íslenskum
ferðaskrifstofúm fá á fyrsta degi allar
helstu upplýsingar. Þeir sem em á
eigin vegum verða hins vegar að átta
sig smám saman. Þeim verður þó
fljótlega ljóst að Júmbóið, Klömbar,
OK, Græna teppið, örvar Kristjáns og
Bjami Tryggva em íslendingum töm
á tungu. Helga nuddari, Matti hár-
greiðslu, Andrea fótaaðgerða og ís-
landsvinurinn Harrý heyrast líka oft
nefnd. Þá er þó bara fátt eitt talið af
því fólki sem kemur við sögu því far-
arstjórar og skemmtanastjórar ferða-
skrifstofanna gegna stórum hlutverk-
um.
Fóru í gang eftir 11. september
Kjartan Traustí Sigurðsson hefur
verið fararstjóri á sólarströndum frá
árinu 1988, nánast án þess að koma
heim. Nú starfar hann fyrir Úrval-Út-
sýn á Kanarí og trúlega em fáir eldri í
bransanum.
Hann segir margt hafa breyst á
Kanarí á þeim áratugum sem hann
hefur verið viðloðandi. „Það er
kannski helst að áður fyrr kom hér að-
allega eldra fólk, enda ekki talið að
aðrir ættu heimangengt á vetuma.
Gistingin á þessum fyrstu árum var
oft léleg en það hefur gjörbreyst svo
og aldursbreiddin. Nú sér maður í
hverri viku fjölskyldufólk með böm
og ungt fólk sem kemur til að
skemmta sér. Mesta breytíngin hér
varð þó eftír 11. september, en þá
tóku þeir sig tíi, vitandi að fáir færu
vestur, og byggðu allt upp. Nánast all-
ir staðir hér á Ensku ströndinni vom
orðnir þreyttir og komnir til ára sinna
en það hefur allt verið tekið í gegn. „
Kjartan segir vinsældir Kanaríeyja
enga tilviljun og bendir á að Geim-
ferðastofnun Bandaríkjanna telji
Hawaí og Kanarí veðursælustu staði
jarðarinnar.
„Það er sem betur fer vor í íslenska
ferðabransanum og núna er í boði
beint flug árið um kring og ekki
seinna vænna. í sumar verðum við í
Úrval-Útsýn og Sumarferðum á Lans-
arote og Tenerife, Heimsferðir verða
á Lansarote og svo er ferðaskrifstofan
Apollo með beint flug hingað niður
eftír," segir Kjartan.'1
Bingó með gamla fólkinu
Ferðaskrifstofurnar bjóða við-
skiptavinum sínum afar góða þjón-
ustu því fyrir utan skemmtiferðir um
eyjamar og til Afríku er stanslaust fjör
í gangi, ekki síst fyrir eldra fólkið.
Svona rétt til að staðfesta það fer að
streyma inn fólk á Klömbar þar sem
samtalið við Kjartan fer fram og áður
en blaðamaður fær rönd við reist er
hann kominn í bingó með gamla fólk-
inu. Didda skemmtanastjóri stjómar
bingóinu af röggsemi og vinningar
em gjafabréf frá Harry.
Það verður því ekki hjá því komist
að heilsa upp á Harry sem hefur þjón-
að íslendingum dyggilega í gegnum
árin og talar meira að segja nokkra ís-
lensku. Eftír að hafa villst örlítíð af leið
hljóma skyndilega íslenskar fréttir
hátt og snjallt yfir götuna og eðlilegt
að álíta að þar sé Harry fundinn. Sem
stendur heima því Harrý er alltaf með
íslenskt útvarp í botni fyrir utan versl-
unsína.
Harrý sem er fæddur í Bombay er í
miklum önnum enda verslunin full af
fólki en hann gefur sér tíma í örlítið
spjall.
„Alltaf bissí, bissí, bissí"
„Ég búinn að þjónusta íslendinga
frá árið 1982," segir Harrý. „Fyrst
koma bara gamalt fólk en Icelandair
mælti með mér og ég reyna að gera
alla glaða með góð þjónusta og góð
gæði. Ég tala íslenska því gamla fólkið
sem kom tala bara íslenska og ég bara
læra samt aldrei fara til ísland. Ég
alltaf á leiðinni, bara alltaf bissí bissí
bissí og hafa engan tíma," segir Harrý
hlæjandi. „Þú skrifa ég er með 100%
gæði og ef ekki allt í lagi ég gefa pen-
inga til baka."
Harrý verslar með raftæki og fatn-
að, meðal annars leðurfamað, og er
með tvær íslenskar starfsstúlkur í
vinnu.