Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2006, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2006, Blaðsíða 23
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 23 Gunnar í byrjun sjötta áratugarins: leikari, leikstjóri, skemmtikraftur 05 leiðsögumaður. breytingu. Þeir höfðu kennt glæsi- mennsku í fasi öðru fremur, skýra framsögn að sið efri stétta Breta, en heimurinn var breyttur. Ungt fólk úr öllum stéttum sótti í skólana. Framsagnarkennarar þurftu ekki aðeins að takast á við erlendan framburð: inn í skólana næstu árin streymdu krakkar sem voru ný- sloppnir úr herskyldunni, höfðu margir staðið í hildarleik stríðsins miðjum, bæði sem borgarar og her- menn. Piltar eins og Peter O’Toole og Albert Finney settust nú á skólabekk með sinn útkjálkahreim. Alþýðufólk var komið inn í leikhúsið og fram undan var valdataka Verkamanna- flokksins í stjómmálalífinu með stór- sigri í kosningunum 1946. Borg í rústum Stríðslokaárið 1945 sest Gunnar á skólabekk í heimsborg í rústum. Hann er nítján ára. Tveimur árum seinna lýkur hann prófi með láði og sérstakri viðurkenningu fyrir leik í Shakespeare-rullum. Hann fékk jafn- framt Tennant-styrkinn sem tryggði honum atvinnuleyfi í Bretlandi skamma hríð. Því er það að strákur úr Keflavík gengur inn í stærsta einkaleikflokk Lundúna og leikur þar undir stjórn manna eins og hins kunna leikhús- ffömuðar Peters Brook sem voru þá komungir eins og hann og að stíga sín fyrstu spor á leikstjórabrautinni. Ekki er vafamál að Gunnar Hafsteinn Eyjólfsson átti framavon í Bretlandi, en hugur hans stóð heim. Sex í bíl Næstu árin vom mikill umbrota- tími: Gunnar stofríar sjálfstæðan leik- flokk ásamt Hildi Kalman, Bjama Guðmundssyni blaðamanni, Lámsi Ingólfssyni, Jóni Sigurbjömssyni og flefrum, Sex í bíl. Stefna var tekin á sveitir landsins. I fjögur sumur og haust fór flokk- urinn um landið í rútu og lék í smá- um og stórum þorpum og endaði sýningarhald sitt í Reykjavík. Hildur Kalman hafði reynslu af slíkum ferðaflokk í Bretlandi sem hún var hjá á stríðsárunum. Brautryðjendastarf En krafturinn í þessari starfsemi var óumdeilanlega Gunnars: hópur- inn fór um erfiða fjallvegi, ófæmr myndu ksumir l segja í dag. Sigldi milli þoipaef þurfti. Leik- tjöldum var hent upp og ljós stillt við aðstæður sem þættu ómögulegar í dag. Leikið í tvígang ef eftirspum var nóg. Leikferðir vom í þann tíma sjald- gæfar og þá einungis á einstaka staði: suður með sjó, til Eyja, norður á Akureyri og á leiðinni norður á Króknum. Vafalítið var sú ótrúlega aðsókn sem sýningar Sex í bíl nutu til marks um hungur á landsbyggðinni í skemmtun. En flokkurinn var líka að ryðja braut. „Við emm hið raunvem- lega Þjóðleikhús," sagði Gunnar Eyj- ólfsson í viðtali við Morgunblaðið fyrsta sumarið. Óskin Fyrsta stóra hlutverk sitt á sviði lék Gunnar veturinn 1949: Galdra-Loft í sviðsetningu Lámsar Pálssonar. Hann átti síðar eftir að leika Loft 1' tvígang. Loftur var fyrsta rulla Gunn- ars af titilhlutverkum: Pétur Gautur, Fást, Hamlet, Odiðus konungur, sölumaðurinn, þjóðníðingurinn. Þessar þurftafreku rullur sem heimta af leikaranum nánast ofurmannlega krafta með langri viðvem á sviði, stómm boga í kynningu, risi og lykt- um. En í hlutverki Lofts í upphafi var hann strax merktur hinu foma franska leikhúsheiti: „Jeune premier" - hinn fagri og fremsti. Og gagn- rýnendur fundu þegar í upphafi að framsögn hans og áttu síðan í mörg ár eftir að finna að háttstemmdum og oft fjálglegum stíl sem Gunnari var sumpart eðlilegur, en réðist ekki síð- ur af menntun hans. Kvikmynd og utanför Sumarið 1949 lék Gunnar í sinni fyrstu kvikmynd: Milli fjalls og fjöru. Þar mættust í raun gamla ísland og unga: Loftur Guðmunds- son vildi gera leikna mynd í lit og réði í hlutverk ungra elskenda þau Bryndísi Péturs- dóttur og Gunn- , ar, en Brynjólfur | Jóhannesson og 1 Alfreð Andrés-1 son vom full- trúar eldri tím-1 „Á ströndinni geri ég mína Qi Gong æfingar og legg áherslu á þá erfiðustu sem finnst í kerfinu: að standa grafkyrr eins og full- skrúðugt laufgað tré með djúpsæknum rótum og finna endur- nýjun í kjarna minum. Það eru sjötíu og niu árhringir sem víkka út í kjarna mínum og endurnýjast. Sá átt- ugasti er að hefjast ef ég lifi eitt ár í viðbót. framhaldsnáms til sænska Þjóðleik- hússins, Dramaten, veturinn 1949 og naut þess að sjá og kynnast þar eldri og yngri leikurum og leikstjómm. Hann tók því ekki þátt í opnunarsýn- ingum Þjóðleikhússins og kom ekki til starfa í sýningum fyrr en á öðm starfsári hússins sem átti síðan eftir að verða aðalstarfsvettvangur hans í meir en hálfaöld. Vesturför Fyrstu starfsár hans í Þjóðleikhús- inu vom ekki átakaár. Hjartað var fullt af ólgu og 1952 hleypti hann heimdraganum. Nú lá leið hans vest- ur til New York til frekara náms og starfa. Hann settist á bekk hjá Actor’s Studio í New York sem þá var heitasti skóli í vesturheimi undir stjóm Lee Strasberg og hafði þá skilað á Broadway og það- an til Hollywood stórum nöfnum; þeirra frægustum Marlon Brando. Gunnar hefur löngum sagt að per- sónulegar ástæður ; hafi ráðið för sinni |H vestur en var það ekki sama fjörið, krafturinn sem kallaði hann vestur og hafði fleytt honum m'tján ára gömlum til London? Útlegðarár Dvöl Gunnars vestan hafs dróst á langinn. Hann lék þar með flokkum í sumarleikhúsi, Red Bam Theatre á Long Island. Starfaði sem þjónn og ílentist um síðir hjá Pan Am sem flug- þjónn. Ferðaþráin dró hann. Hann vildi sjá heiminn. Frá þessum tíma, 1954 til 1958, í lífi hans em margar ævintýralegar sögur. Gunnar er mikill sögumaður og kann þá list slíkra meistara að gera munnlega frásögn að ævintýri. Sögur hans em jafrían með dýpri örlaga- þáttum, siðferðilegum þunga en jafnan Utaðar skoplegum einkennum. Ágúst Guðmunds- son kvikmyndaleik- stjóri hefur um skeið unnið að langri viðtals- mynd við Gunnar sem er gerð sérstaklega til að festa sögumann- inn á filmu. Þá hefur Illugi Jökulsson nær þriggja ára skeið unnið að ævisögu hans og bíða margir spenntir eftir að hún komi út á bók sem mun verða síðar á þessu ári. ans. Að ráði Guð- laugs Rósenkrans þjóðleikhússtjóra hélt Gunnar til Skátahöfðing- inn 1988. Reiður maður Örlögin höguðu því svo að heim- koma Gunnars til Islánds var mörk- j uð nokkmm tímairíótum: leik- | rit Johns Osborne Ij Horfðu reiður um 3 öxl var frumsýnt í síðla árs í London | og markaði inn- I göngu nýrrar kyn- * slóðar í enskt leik- ’ húslíf. Hróður verksins barst fljótt út. Guðlaugur Rósenkrans tók þeirri tillögu vel að við aefingar á þaki Þjóðleikhússins 2000 Framhaldá næstusíðu Gunnar við kennslu íTal- skóla sínum 1985. verkið kæmi á svið Þjóðleikhússins. Leikstjórinn taldi Gunnar einn geta ráðið við erfitt hlutverk Jimmy Porter og Gunnar Eyjólfsson sneri heim. Sýning Þjóðleikhússins á Horfðu reiður um öxl markaði nokkur skil í sögu leikhússins. Ný kynslóð leik- skálda var að koma fram í Evrópu og Ameríku, nýr tónn kvað við á sviðinu, myrkari en hafði heyrst í langan tíma. Það var engu líkara en kynslóðin sem vitnað hafði stríðið væri loks að taka til máls. Jimmy Porter var úr lægri lögum samfélagsins, hann er gagn- rýninn, reiður, árásargjarn og kann ekki skil á tilfinningum sínum. Fullur af skáldlegum belgingi. Og ofsa með ríka blíðu undir niðri. Komið heim Samtrmamenn töldu leik Gunnars sigur og í kjölfarið voru honum falin æ stærri og vandasamari hlutverk. Horfðu reiður um öxl var leikið ffá hausti 1958 og lauk sýningum ekki fyrr en haustið 1961. í millití'ðinni tóku fleiri rullur við: Engill horfðu heim, Húsvörðurinn, Andorra. En Gunnar er ekki einham- ur: hann var farinn að leikstýra: revíur og gamanleikir, jafn- vel undarleg verk eins og Stromp- leikurinn eftir Halldór Lax- ness, táknlegt verk sem sam- tí'minn velti vöngum yfir og hefur af síðari tíma mönnum verið talið flopp, en fékk góða aðsókn og mikla at- hygli í leik- stjóm hans 1961. Þá reyndi hann fyrir sér sem skemmt- anastjóri í Þjóðleikhús- kjallaranum og tók að flytja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.