Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2006, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006
<sr
Menning DV
Umsjón: Þúrunn Hrefna Sigurjónsdóttir hrefna@dv.is
Yoko elskar friðinn ennþá
f dag kl. 16 boðar Mermingar- og ferðamátaráð Reykjavíkur til blaðamannafund-
ar með Yoko Ono á Kjarvaisstöðum. A biaðamannafundinum mun Yoko upplýsa
gesti um staðsetningu fríðarsúiu sem hún hefur ánafnað Reykjavíkurborg. Fríð-
arsúian verður úr gleri og mun gnæfa hátt í borgarlandslaginu. Hún verður lýst
upp að innan og utan og mun, vegna einstakrar staðsetningar sinnar á hnettin-
um, varpa Ijósi friðarins á allar þjóðir heims. Inn i súluna verða settar fríðaróskir
af Óskatréi sem Yoko Ono setti upp víða um heim og fólk festi . \
á óskir sínar. Fríðaróskirnar koma hvaðanæva að úr heimin- 2 \
um en friðarsúlan í Reykjavfk mun verða eina verkið slnn
ar tegundar. Utan á súiuna verða greyptar tvær Ijóð-
línur á ýmsum tungumálum. önnur er fengin úr einu
frægasta lagi John Lennons: Imagine all the people liv
irvg life in peace. Hin er friðarboðskapur frá
Yoko Ono sjálfri: A dream you dream together
is reality. Yoko ætiar að ávarpa blaöamenn og
svara spumingum þeirra, en hún veitir engin
Yoko Ono ásamt John Lennon [
Þau 9erðu ýmislegt fyrir friðinn. Nú |
hefur Yoko gefið Reykjavíkurborg
friðarsúlu úr gleri.
Ólafur Kjartan Sig-
urðsson barítón Einn
af Vormönnum Islands.
Söngfuglará
flugi um landið
Nú eru þeir sem kalla sig Vor-
menn íslands, komnir á
blússandi tónleikaferð um landið.
Hópinn skipa tenórarnir Jóhann
Friðgeir Valdimarsson og Óskar
Pétursson, Ólafur Kjartan baritón
ásamt Jónasi Þóri píanóleikara.
Tónleikaferðin byrjaði á Hús-
vfk, síðan var haldið til Dalvíkur
^og þriðju tónleikarnir voru á Ak-
ureyrí. í Reykjanesbæ háldú þeir
fjórðu tónleikana og má segja að
landsmenn hafi tekið þeim með
opnum örmum, því húsfylii hefur
verið á öllum stöðum. Hópurinn
hefur ákveðið að halda áfram
tónleikaferðalaginu, en á morgun
munu þeir halda tónleika í Borg-
arneskirkju kl. 16 og í Grundar-
fjarðarkirkju kl. 20.
i efnisskrá þeirra félaga eru
aríur, sönglög ísiensk sem
íd ásamt söngleikjatónlist.
uglamir lofa afar fjölbreyttrí
kemmtilegri efhisskrá, enda
iressir og kátir og alltaf stutt í
grínið hjá þeim.
Asgeir Baldurs fram-
kvæmdastjóri VÍS og Guð-
Ijón Pedersen leikhússtjóri
lUhdirritun samningsins.
VÍS styrkir
Belgísku Kongó
VÍS hefur gengið til samstarfs
viö Borgarleikhúsið um sýningar
. á Belgísku Kongó og var sam-
*" starfssamningur undirritaður á
forsal Borgarleikhússins, mið-
vikudaginn 1. febrúar síðastlið-
inn, að viðstöddum gestum VÍS.
Belgíska Kongó eftir Braga
Ólafsson gekk fyrir fullu húsi í
Borgarleikhúsinu þau tvö leikár
sem það var sýnt. Vegna fjölda
áskorana var ákveðið að hefja
sýningar að nýju, þriðja leikárið í
röð. Eggert Þorleifsson hlaut
Grímuverðlaunin fyrir bestan leik
í aðalhlutverki karla vorið 2004
fyrir túlkun sína á hinni fjör-
gömlu Rósalind.
Auk Eggerts leika í sýningunni:
Ilmur Kristjánsdóttir, Ellert
A.Ingimundarson og Davíð Guð-
þrandsson. Leikstjóri er Stefán
Jónsson.
Leikritið Hungur eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann í leikstjórn Guð-
mundar Inga Þorvaldssonar var frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins fyrir
viku. Næstum sársaukafullt á að horfa, fannst Þórunni Hrefnu Sigurjónsdóttur,
sem sá verkið í fyrrakvöld, en ekki voru allir í salnum sammála.
Ohugi
HjDMkUJJ
I Elma Lísa Gunnarsdóttir í
hlutverki sínu í Hungri
I Upptrekkt og örvæntingarfuii,
| en skilar stnu með prýði.
.
Stjórn, stjórnun. Vald og valda-
leysi, sársauki og mannleg niður-
læging eru lykilorðin að leikverk-
inu Hungri, eftir Þórdísi Elvu Þor-
valdsdóttur Bachmann.
Leikritið fjallar um vinkonurnar
Emmu (Ásta Sighvats Ólafsdóttir)
og Dísu (Elma Lísa Gunnarsdóttir)
sem eru það sem kallað er „pro-
ana" það er anórexíusjúklingar og
ánægðar með það. Eins og kom
ff am í viðtali við höfundinn Þórdísi
Elvu í DV um daginn, þá eru hópar
slíks fólks (einkum kvenna) til um
allan heim og halda m.a. út fjöl-
breytilegum vefsíðum. Átröskunar-
sjúkdómar á borð við anórexíu og
búlimíu eru hafnir upp til skýja
sem ákjósanlegur lífsstíll eða tæki
til þess að ná stjórn á lífi sínu. Vin-
konurnar kynnast í einhvers konar
meðferð fýrir átröskunarsjúklinga,
en álcveða í sameiningu að þær vilji
halda áfram að svelta sig.
Ólíkt hafast mennirnir að,
vegna þess að hinar tvær persónur
verksins, þau Ingibjörg (Helga
Braga Jónsdóttir) og Hallur (Þor-
steinn Bachmann) eiga í sambandi
sem snýst einkum um að hún
borðar, en hann gefur henni að
borða. Enda er Ingibjörg sennilega
tvöhundruð kíló og þyngist
stöðugt. Slíkar öfgar eiga líka sinn
Fimbulvetur sýnir i samstarfi
vid Borgarleikhúsið á Litla
sviðinu: Hungur eftir Þórdisi
Elvu Þorvaldsdóttur Bach-
mann. Leikendur: Heiga Braga
Jónsdóttir, Elma Lisa Gunnars-
dóttir, Þorsteinn Bachmann
og Ásta Sighvats Ólafsdóttir.
Ljósahönnun: Kári Gislason.
Leikmyndahönnun: Þórarinn
Blöndal. Tónlist: Axel Árna-
son. Kvikmyndalist: Ósk
Gunnlaugsdóttir. Búninga-
hömum: Ragna Fróðadóttir.
Förðun: Petra Dis Magnús-
dóttir. Framkvæmdastjórn:
Árni Árnason. Leikstjóri: Guð
nmndur Ingi Þorvaldsson.
Frttmsýning 18, febrúar 2006.
★ ★★★
Leiklist
úM J JJ'
samastað á netinu í raunveruleik-
anuni, eins og allt annað, en þar
eru hlutverkin kölluð „feeder" sá
sem gefur að borða, og „feedee"
sá/sú sem fær að borða.
Rassadillandi
klámdrottningar
Átröskun er geðsjúkdómur.
Anorexía og búlimía stafar af ofsa-
hræðslu við að missa stjórn á lífi
sínu. Segja má að anorexíu- og
búlimíusjúklingar óttist stjórnleysi
ofætunnar, en missi sig í staðinn út
í öfgar á öndverðum meiði. Stjórn-
unarhugtakið fer aldrei á milli mála
í Hungri. Þær Emma og Dísa sækj-
ast fyrst og fremst eftir því að hafa
stjórn á lífi sínu með því að aga lík-
ama sinn, svelta sig og áfskræma.
Ingibjörg og Hallur eru líka í stjórn-
unar- eða valdabaráttu, þar sem
Hallur drottnar yfir Ingibjörgu með
því að laga líkama hennar að sínu
skapi, en Ingibjörg afsalar sér
stjórninni í von um ást og viður-
kenningu. En boðskapur verksins
er ef til vill fyrst og fremst sá að við
lifum í heimi sem er ákjósanleg
gróðrarstía fyrir sjúkdóma af þessu
tagi. Þar sem flestar söngkonur eru
orðnar „rassadillandi klámdrottn-
ingar" eins og ein persóna verksins
segir - og stöðugur þrýstingur á
fólk til þess að mæta óraunhæfum
útlitskröfum. Það er fínt að vera
grannur, það er merki um sjálfs-
stjórn og hreinleika, en ef fólk er
feitt, þykir það merki um veiklyndi
og viðbjóð.
Sjónhverfingar
Litla svið Borgarleikhússins
býður ekki upp á miklar kúnstir við
uppsetningu leikverka. Áhorfenda-
rýmið umkringir sviðið og því erfitt
fyrir leikarana að komast af því og
á. Það eru snjallar lausnir á ýmsu í
sviðsetningunni, með því að láta
alla leikmuni vera á sviðinu eða
undir því. Margt kemur líka á óvart
og sumt til þess fallið að manni
krossbregður. „Ég vissi ekki að ég
væri að fara að horfa á sjónverfing-
ar,“ sagði vinkona mín þegar einni
brellunni var listilega beitt.
Vídeóskjár hangir í loftinu,
sennilega til þess að víkka út sýn-
ingarrýmið, og þurfa áh&rfendur
að reigja höfuðið aftur til þess að
geta fylgst með honum. Það var
svosem hægt að láta sig hafa það,
en verulega óþægilegt þegar eitt-
hvað var að gerasf samtímis á svið-
inu og í loftinu. Þá minnti áhorf-
endaskarinn á hausaskakandi
þungarokksaðdáendur. Sennilega
var það trix að sýna myndir af ofur-
horuðum átröskunarsjúklingum á
skjánum þegar þær Elma Lísa og
Ásta Sighvats voru önnum kafnar
við að svelta sig, til þess fallið að
auka hughrifin, því auðvitað fór
ekki framhjá áhorfendum að hvor-
ug þeirra er sjúklega grannvaxin.
Mér fannst það ekki alveg ganga
upp og fór skjárinn frekar í taug-
arnar á mér. Notkun ljósa og tón-
listar var þó hæverskleg og ná-
kvæm.
Vald og valdaleysi
Helga Braga Jónsdóttir sýnir á
sér nýjar hliðar í Hungri og er ótrú-
lega sannfærandi sem ofætan Ingi-
björg. Hún sýnir bæði kómíska og
tragíska takta og er sérlega mann-
leg og aumkunarverð í hlutverki
sínu. Þorsteinn Bachmann stendur
sig sömuleiðis vel og Hallur verður
í hans túlkun einhver ógeðfelldasta
persóna sem undirrituð hefúr lengi
séð á leiksviði. Samspil valds og
valdaleysis er sterkt og vel útfært,
þegar þetta undarlega par stígur
dans á hárfínni línu milli hins sorg-
lega og þess hlægilega.
Elma Lísa Gunnarsdóttir er
upptrekkt og örvæntingafull Dísa
og skilar sínu með prýði, en þarf að
gæta þess að missa sig ekki út í of-
leik á köflum. Ásta Sighvats Ólafs-
dóttir leikur sennilega þá persónu
verksins sem hvað minnst kveður
að - en hún á að vera uppburðarlít-
il en tragísk sem Emma og það
heppnast ljómandi vel hjá henni.
Hlegið að niðurlægingunni
Salurinn var einsleitur á annarri
sýningu, þegar ég sá verkið, margt
ungt fólk sem mér skilst að hafi
fengið boðsmiða á sýninguna hjá
útvarpsstöðinni FM-957. Það bæði
sló mig og reitti til reiði að hlátra-
sköllin glumdu um salinn - jafnvel
í áhrifamestu senunum, undir
skelfilegu ofbeldi og niðuriægingu
þegar manni þótti næstum sárs-
aukafullt að horfa og var skapi
næst að • orga af ógeði. Kannski
voru þetta taugaveiklunarviðbrögð
áhorfenda, kannski skilningsleysi
eða illgimi - hver veit? En stómnd-
arlegt engu að síður og mig dauð-
langaði að hasta á liðið!
Það er ástæða til þess að hvetja
sem flesta til þess að sjá þetta
áhrifamikla verk, sem Guðmundur
Ingi Þorvaldsson hefur skilað svo
vel á svið. Maður fyllist viðbjóði á
öfgunum, sjúkleikanum og sjálfs-
fyrirlitningunni sem stýrir persón-
unum, en er þó margs vísari um
þann hrylling sem átröskunarsjúk-
dómar em. Höfundurinn, Þórdís
Elva Þorvaldsdóttir Bachmann,
stimplar sig rækilega inn í íslenskt
leikhúslíf með Hungri, sem hefur
flest það sem góð leikhúsverk
prýða. Textinn er lipurlega skrifað-
ur og hefur sterkan boðskap -
hjartaskerandi sorglegur, en líka
oft fyndinn. Hvað getur maður
beðið um meira?
Þórunn Hiefna Siguijónsdóttir