Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2006, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2006, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 Sviðsljós DV Hinn 1. mars 1977 snaraðist inn á ritstjórn DV tápmikil stelpa sem taldi að hún ætti fullt er- indi í blaðamennsku. Jónas Kristjánsson mun hafa brosað í kampinn en litist nægilega vel á telpuna til að senda hana upp á Viku þar sem hún hóf blaðamannsferilinn. Stelpan hefur nú stundað störf á vettvangi fjölmiðlanna í næstum þrjá áratugi og komið víða við, en 1. mars næstkomandi ætlar hún að hefja störf á Helgarblaði DV, réttum 29 árum eftir daginn forðum þegar henni tókst að heilla Jónas. iVlirápir í M| I ’ ' pfK - -r WMjilíjt skaam \W'0S-mýM epual tékkneskam arnaa 0m Hinn 1. mars 1977 snaraðist inn á ritstjóm DV tápmikil stelpa sem taldi að hún ætti fullt erindi í blaðamennsku. Jónas Krist- jánsson mun hafa brosað í kampinn en litist nægilega vel á telpuna til að senda hana upp á Viku þar sem hún hóf blaða- mannsferilinn. Stelpan hefur nú stundað störf á vettvangi fjöl- miðlanna í næstum þrjá áratugi og komið víða við, en 1. mars næstkomandi ætlar hún að hefja störf á Helgarblaði DV, réttum 29 ámm eftir daginn forðum þegar henni tókst að heilla Jónas. Stelpan er að sjálfsögðu orðin eldri og þroskaðri en enn jafn geislandi. Blaðamaður Helgarblaðs- ins, sem lengi hafði suðað í önnu Kristine um viðtal, sá að nú yrði ekki beðið lengur og tókst að fá hana með sér í spjall yfir kaffibolla. Anna Kristine, sem er hláturmild og glaðsinna, sækir léttlyndið í báð- ar ættir, en hún er í móðurætt eitt langömmu-og afabarna Elísabetar Sigurðardóttur og séraÁrna prófasts Þórarinssonar og föðurættin er tékknesk. „Pabbi minn var tékkneskur og kom hingað sem flóttamaður þegar hann var 19 ára,“ segir Anna Kristine, en viðtalið fer einmitt fram á dánardægri föður hennar, sem lést 23. febrúar árið 1998. „Pabbi var frá borginni Zlín sem er í Móravíu en þar eru skemmti- legstu Tékkarnir. Við gerum greinar- mun á þeim sem eru frá Móravíu og hinum frá Bæheimi því Móravíubú- ar eru miklu glaðlyndari og kunna vel að skemmta sér. Þeir syngja mik- ið, leika á hljóðfæri og dansa," segir hún og viðurkennir að hún nýti sér stundum þennan tékkneska bak- grunn. „Það hefur reynst okkur systrum afskaplega hagstætt ef við gerum eitthvað sem þykir óvenju- legt á íslandi að segja að það sé tékk- neskur siður. Allir mínir skandalar em af tékkneskum uppmna," segir hún og hlær dátt. Litlu frænkurnar íTékklandi pökkuðu eplunum Anna Kristine kynntist þó ekki ffændfólki sínu í Tékklandi fyrr en á fúllorðinsámm en hún vissi alltaf af ömmu og afa í Tékklandi og föður- bróður sem átti tvær dætur á svip- uðum aldri og þær systur hér heima. „Ég ætla ekki að deyja með það á vör- unum að aldrei hafi ég farið til Prag og skrifað bók." „Amma og afi sendu okkur jóla- gjafir á jólunum en það var alltaf búið að opna pakkana og fjarlægja úr þeim trúlega það sem tollverði í Tékklandi vanhagaði um. Það sem stendur þó upp úr í minningunni em trékassar fullir af eplum. Ég hélt alltaf að amma og afi hefðu farið út í garð heima hjá sér og tínt þessi epli af eplatrénu sínu en komst að því löngu seinna, þegar ég hitti föður- fjölskylduna árið 1995, að það var ekkert eplatré í garðinum þeirra. Þau höfðu farið í sveitirnar fyrir ofan og tínt eplin þar. Litlu frænkur mín- ar í Tékklandi höfðu það hlutverk að pakka hverju einasta epli inn í papp- ír og raða í kassann, það vom þeirra tengsl við ísland," segir Anna Kristine og vöknar um augu við frá- sögnina. „Enda þegar við sáumst í fyrsta sinn var mikið grátið. Grátið eins og í Fellini-mynd Ég fór út til Tékklands í fyrsta sinn árið 1995, hitti fjölskylduna og æskuvini pabba og grét í heiia viku. Maríus Sverrisson, söngvari, vinur okkar Lízellu dóttur minnar, sem fór með okkur í þessa ferð sagði að þetta hefði verið eins og í Fellini- kvikmynd. Það vom ditaf að opnast einhverjar dyr og inn kom fólk sem féllst í faðma og grét og grét og svo var opnað inn í borðstofu þar sem allir fengu sér að borða og grétu enn meira og í hvert skipti sem einhver fór og nýir komu inn var grátið. Það má líka sjá það á myndum af mér úr þessari ferð, ég lít út eins og Kínveiji, það rifar varla í augun á mér ég er svo útgrátin." Anna Kristine er stolt af sínum tékkneska uppmna og finnur til mikilla tengsla við landið. „Það kom mér á óvart hvað ég fann fyrir mikilli föðurlandstilfinningu þegar ég kom þangað í fyrsta skipti. Ég er búin að fara óteljandi oft síðan og næsta ferð verður í október með starfsfólki Heilsugæslustöðvar Seltjamamess, en þar er ég nú í 60% starfi sem Anna Kristine Magnússon Fann ástina sína í Bretlandi. læknaritari með frábæm fólki." Anna Kristine segist hafa átt ynd- isleg bemskuár en hún ólst upp á Smáragötunni sem var lítil ævin- týragata. „Ég bjó þar í 21 ár og amma, afi og langamma bjuggu í húsinu, sem var ómetanlegt. Við emm þrjár syst- umar, ég elst og ber auðvitað ábyrgð á hinum og ekki bara þeim heldur öllum þeirra börnum, og elska fjór- fætlingana þeirra," segir hún og hlær. „Meðvirk? Nei, ég held ekki. Meðvirkni er ekki endilega rétt skil- greind," segir hún hugsandi. „Ég man þegar ég efndi til fyrri tónleik- anna minna fyrir fómarlömb flóð- anna í Tékklandi hvernig dundi á mér að ég væri svo meðvirk að ég væri farin að skipta mér af lífi ókunnugs fólks í Tékklandi. Ég hringdi þá í Stefán Jóhannsson áfengis- og fjölskylduráðgjafa og „Ég missti það út úr mér að ég hataði eigin- legaaðfara útáland og hann hefur ekki hringt í mig síðan." spurði hann hvort ég væri endan- lega komin yfir um í meðvirkni. Hann sagði mér að það væri einmitt þetta sem fólk flaskaði á, það væri mikill munur á miskunnsama Sam- verjanum og meðvirku fólki." Eins og tartaletta, hörð að utan og mjúk að innan Anna Kristine hefur látið sig ýmis góðgerðarmál varða enda hefur hún óseðjandi áhuga á öllu sem viðkem- ur mannlegum þáttum tilvemnnar og kannski ekki síst þess vegna lang- aði hana snemma í blaðamennsku. „Ég var átta ára þegar ég ákvað að verða blaðamaður. Þess vegna skil ég ekki alveg hvað ég var að vilja í Verslunarskólann," segir hún hlæj- andi en bætir við að þar hafi hún þó lært vélritun og góða íslensku. „Ég var svo að vinna í Olivetti- ljósritunarversluninni þegar ég sá auglýsingu í DV þar sem var auglýst eftir vönum blaðamönnum. Ég sótti umsvifalaust um og Jónas Kristjáns- son boðaði mig í viðtal og og sendi mig í framhaldi af því inn á Viku til konunnar sinnar því hann var viss um að ég gæti orðið prýðis tímarita- blaðamaður. Síðan hef ég verið við- loðandi fjölmiðla," segir Anna Kristine og kveðst halda mest upp á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.