Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2006, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006
Sport DV
KR Reykjavík-
urmeistari
kvenna
Kvennalið KR í knatt-
spymu varð í fyrrakvöld
Reykj avíkurmeistari
eftir sigur á
2-1.
um
jafntefli
leiknum
kom
Björk
dóttir þeim
strax á 12. mínútu leiksins
en Hólmfríður Magnúsdótt-
ir jafnaði metin og Katrín
Ómarsdóttir skoraði sigur-
markið áður en fyrri hálfleik
lauk. Valsstúlkur reyndu
hvað þær gátu í síðari hálf-
leik og skutu til að mynda í
þverslá úr aukaspymu en
allt kom fyrir ekki.
Middles-
brough mætir
Roma
Grétar Rafn Steinsson og
félagar í AZ Alkmaar duttu úr
Evrópu-
keppni fé-
lagsliða í
fyrrakvöld
eftir fram-
lengdan leik
gegn Real
Betis frá
Spáni. Betis
mætir Steaua Búkarest í
næstu umferð en Middles-
brough, sem vann Stuttgart í
32-liða úrslitunum, mætir AS
Roma. Bolton, sem gerði
markalaust jafntefli gegn
Marseille í fyrri leik liðanna,
tapaði í Frakklandi í fyrra-
kvöid en Frakkamir mæta
næst Zenit frá St. Pétursborg.
Maradona
fann arftaka
sinn
Knattspymugoðsögnin
Diego Maradona segist hafa
fundið arf-
taka sinn á
vellinum og
heitir hann
Lionel Messi.
Sagði Mara-
dona þetta
eftir að hafa
fylgst með
leik Chelsea
og Barcelona í vikunni þar
sem hinn 18 ára gamli Messi
fór á kostum. „Messi er besti
leikmaður heimsins ásamt
Ronaldinho. Mér finnst
honum svipa mjög til mín á
vellinum," sagði Maradona
sem lék einnig eitt sinn fyrir
Barcelona. Messi verður
væntanlega með Argentínu
á HM í sumar.
Dreqið í riðli
Engíands
Samningafundur fulltrúa
landsliða í riðli Englands í
undankeppni EM 2008 fór
fram í Zagreb í fyrradag en
bar engan árangur. Eng-
lendingar vom reyndar
búnir að frnna lendingu
hvað sína leiki varðar en hin
liðin í riðlinum, Rússland,
Króatía, Andórra, Eistland,
ísrael og Makedónía, gátu
ekki komist að niðurstöðu.
Búist er við að Englendingar
vilji byrja á heimavelli svo
að nýr landsliðsþjálfari geti
helst byrjað á sigri.
Haukar og Stjarnan mætast í fyrsta sinn í bikarúrslitum karla í Laugardalshöll-
inni í dag. Haukar unnu bikarinn síöast fyrir fjórum árum en það eru liðin 17 ár
frá því að Stjarnan vann sinn síðasta bikarmeistaratitil.
1 Hvor tekur bikarinn? Fyrirliðar 1 Stjörnunnar og Hauka, Arnar Freyr J Theódórsson og Birkir Ivar Guð- | mundsson, vonast báðir eftir að lyfta J bikarnum í leikslok i dag. 1 ÍP I . - -Ir-. |||| sz/yÆ
„ \ i í • S m ÉSm
íTíÍiÍTlj vr V / mm niDíRRHiinr J
|I iB | III 1 1 II II E p ii11p11j i i 1 jiijjjjij
Úrslitaleikur karla í SS-bikarnum í handbolta fer fram í Laugar-
dalshöllinni í dag og hefst leikurinn klukkan 15.45. Þetta verður
fjórði bikarúrslitaleikur Hauka en sá fimmti hjá Stjörnunni sem
hefur ekki unnið stóran titil í karlahandboltanum síðan 1989 eða
í 17 ár. Haukarnir hafa unnið fslandsmeistaratitilinn undanfarin
þrjú ár og urðu síðast bikarmeistarar fyrir fjórum árum.
Það er von á spennandi leik ekki
síst þegar litið er á að hvorugt lið-
anna hefur tapað leik síðustu tíu
vikur og að liðin skildu jöfn, 28-28,
í einu viðureign liðanna til þessa í
vetur en sá leikur fór fram á Ásvöll-
um. Sá leikur markaði líka ákveðin
tímamót í tímabil Stjörnumanna
en þetta var einmitt fyrsti leikurinn
í taplausu hrinunni sem telur nú 8
deildar- og 3 bikarleiki.
Æfðu vel fyrir erfitt
prógramm
Haukar æfðu vel í EM-fríinu og
það hefur skilað sér í fjórum góð-
um sigrum í síðustu leikjum og lið-
ið er komið á toppinn í DHL-deild-
inni. Páll Ólafsson, þjálfari liðsins
er líka ánægður með þróun mála.
„Við æfðum vel í fríinu því að við
vissum að við vorum að fara í mjög
erfitt prógram eftir áramót. Það var
ekki bara undanúrslitaleikur í bik-
arnum því við vorum einnig að
spila toppleiki við Val og Fylki í
deildinni. Við vissum það að ef við
færum að misstíga okkur í ein-
hverjum þessara leikja þá værum
við bara út úr íslandsmótinu eða út
úr bikarnum þannig að við tókum
verulega á í janúarmánuði og það
hefur verið að skila sér,“ segir Páll
sem sér margt líkt með liðunum.
Það lið sem spilar betri vörn
tekur bikarinn
„Bæði lið hafa ekki tapað leik
eftir áramót og virðast bæði vera á
góðu skriði þessa dagana. Þau eiga
það líka sameiginlegt að vera mikið
breytt frá því á síðasta ári og það
tók nokkurn tíma að slípa liðin
saman,“segir Páll og bætir við: „Við
þurfum að klára okkar hluti og það
er ljóst að það lið sem spilar betri
vörn það tekur bikarinn. Ég þarf að
koma mínum mönnum í skilning
um það. Það er löng leið frá því að
þessi bikarúrslitaleikur eigi eftir að
þróast eins og sá síðasti hjá Hauk-
um því þessi leikur verður mjög
jafn,“ sagði Páll Ólafsson sem gæti
orðið fyrsti þjálfarinn til þess að
vinna bikarinn á hækjum. „Ég
þekki þá sögu nú ekki alveg," sagði
Páll í léttum tón en hann sleit hásin
á æfingu á dögunum.
Ellefu leikir í röð án taps
„Það er alltaf gaman að fá tæki-
færi til þess að komast í svona leik
og við erum búnir að vinna vel fyr-
ir því. Við erum komnir í úrslita-
leikinn og ætlum að fara alla leið,“
segir Sigurður Bjarnason, þjálfari
Stjörnunnar en Stjarnan hefur
slegið út Val (a og b), Þór Akureyri
og ÍBV á leið sinni í Höllina. „Við
erum því með nýtt lið og það hefur
tekið tíma að spila okkur saman.
Við lendum síðan í meiðslum í
upphafi móts sem heyra nú von-
andi sögunni til þannig að þetta er
allt að korna," segir Sigurður um
Stjörnuliðið í vetur en Stjarnan
hefur ekki tapað í síðustu 11 leikj-
um sínum í deild og bikar.
Sálfræðistríð
„Þetta verður mikið sálfræði-
stríð því það er ljóst í mínum huga
að þeir sem koma betur undirbún-
ir til leiks þeir standa uppi sem sig-
urvegarar. Þetta er því spurning
um hvernig hausinn er stilltur hjá
mínum strákum," segir Sigurður
sem er að sjálfsögðu sáttur við
frammistöðu Patreks Jóhannes-
sonar í síðustu leikjum. „Það er
mjög eðlilegt að menn séu að tala
um Patta því hann hefur spilað
gríðarlega vel og er kominn í gott
form. Ég geri líka kröfur til hans.“
Lyfti sér yfir Héðin Gilsson
Sigurður var vissulega með í
slagnum þegar Stjarnan vann sinn
síðasta bikarmeistaratitil en hann
var þá markahæstur með sex mörk
í 20-19 sigri og skoraði mikilvægt
mark á lokasprettinum. „Ég man
vel eftir sigurmarkinu sem ég skor-
aði þegar ég lyfti mér yfir Héðin
Gilsson, hægra megin og það er al-
veg ljóst að maður man eftir svona
leikjum og þá sérstaklega ef að þeir
vinnast," sagði Sigurður að lokum.
ooj@dv.is
Haukar og ÍBV mætast í bikarúrslitaleik kvenna í Höllinni í dag
Fjórði bikarúrslitaleikur félaganna á sex árum
Haukar og ÍBV hafa spilað sex af
tíu úrslitaleikjum kvennahandbolt-
ans undanfarin fimm tímabil og
handboltaáhugamenn eiga því von
á frábærum úrslitaleik í SS-bikar
kvenna sem hefst klukkan 13.15 í
Laugardalshöllinni í dag. Liðin hafa
mæst þrisvar sinnum í úrslitum ís-
landsmótsins á þessum tíma en
mætast nú í íjórða sinn í bikarúrslit-
unum frá árinu 2001.
Guðmundur Karlsson gerði
Hauka að íslandsmeisturum í fyrra
og stefnir að því að vinna fyrsta bik-
armeistaratitilinn sem þjálfari en
hann hefur gert bæði karla- og
kvennalið Hauka að íslandsmeistur-
um.
„Bæði þessi lið eru mjög sterk og
ég er viss um að þetta verður mjög
skemmtilegur leikur. Þær eru með
gott lið og við þurfum að spila góðan
handbolta til þess að vinna þær og
við ætlum að gera það,“ segir Guð-
mundur Karlsson, þjálfari Hauka
um leikinn. „Síðustu leikirnir okkar í
deildinni hafa verið hreinlega lélegir
og við þurfum að hysja pínulítið upp
um okkur brækurnar. Bikarúrslitin
tikka kannski aðeins bak við eyrað
en það er bara hálf afsökun fyrir
þessari spilamennsku," segir Guð-
mundur sem treysúr á að reynslu-
miklir leikmenn liðsins skili sínu í
dag. „Ég er með marga sigurvegara í
mínu liði og treysti á að þær komi út
til þess að vinna þenrian leik í dag,“
bætti Guðmundur við.
Þetta verður þriðji leikur Hauka
og ÍBV í vetur. ÍBV vann fyrsta leik-
inn í Eyjum með þremur mörkum,
30-27, en Haukar unnu viðureign
liðanna á Ásvöllum fyrir imánuði
með 8 marka mun, 36-28. „Við töp-
uðum mjög naumt í Eyjum og náð-
um muninum niður í eitt mark í lok-
in en unnum síðan sannfærandi á
Ásvöllum. Leikir vetrarins hafa því
verið einn jafn leikur og annar ójafn
en engu að síður er það ljóst að liðin
eru mjög jöfn aö styrkleikai'/i.segix
Guðmundur að lokum.:^;' '