Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Page 20
20 LAUCARDAGUR 25. MARS 2006 Sport DV ÍBV ekki með í deildabik- arnum Knatt- spyrnudeild ÍBV hefur dregið kvennalið sitt úr keppni í deildabikarnum þar sem illa gengur að fullmanna liðið. ÍBV hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku frá síðasta sumri og hefur verið rætt um að sameina liðið við lið Selfoss. Þær samningaviðræður hafa gengið nokkuð illa og mun meðal annars hafa strandað á því undir hvaða nafni sameiginlegt lið myndi keppa. Niðurstöðu er að vænta á næstu dögum um hvort ÍBV muni verða með á íslandsmótinu í sumar. Issa og Branco ekki farnir Þeir Issa Abdulkadir og Branislav Milicevi'' eru ekki farnir frá Keflavík eins og sagt var frá fyrr í vikunni. Þeim var vissulega tilkynnt að starfskrafta þeirra væri ekki ósk- að en leikmennirnir fóru fram á tækifæri til að sanna sig á nýjan leik. Rúnar Arn- arsson, formaður knatt- spyrnudeildar Keflavíkur, sagði við DV Sport að þeir félagar væru ekki í góðu formi eftir vetrarhléið og stæðu því ekki undir vænt- ingum. Tvímenningamir munu því fara með liði Keflavíkur í æfmgaferð til Spánar á næstunni. GunnarÞór til Öster Gunnar Þór Gunnarsson, varnaimaður hjá Fram, fór í gær til Svíþjóðar þar sem hann mun dvelja hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Hammarby til reynslu og meðal annars fara með því í æfingaferð til Möltu. Einn annar íslendingur er hjá fé- laginu, landsliðsmaðurinn Pétur Hafliði Marteinsson sem einnig er gamall Fram- ari. Gunnar er ekki nema 20 ára en þótti engu að síður með betri vamarmönnum Landsbankadeildarinnar í fyrra. Hann hefur verið dug- legur að heimsækja lið á Norðurlöndunum undan- famar vikur. #OOOy HAUKAR 5 vinnast oooo Appelsínugult: Hættulegur andstæðingur oooo Grœnt: Auoveldur sigur Gutt: Ættl aö vinnast Rautt: Erfitt verkefni ooom. Guðmundur Karlsson Hauka■ stúlkur geta unnið Islandsmeist- aratitilinn efþær klára sina leiki. Hér leggur Guðmundur Karlsson þjálfari leikmönnum lífsreglurn- ar. DV-mynd Anton Brink Áfram (BV Eyjamenn geta litið annað gert en að styðja sitt fólk og vona það besta. Hér hvetur Alfreð Finnsson þjálfari sina leik- menn til dáða. DV-mynd Pjetur ANDSTÆÐINGAR TOPPLIÐANNA Valur(ú) 25. mars KA/Þór(h) l.apríl •ooo ÍBV___________ Grótta(h) 25. mars áK)00 IÚ1 oooo VALUR Haukar (h) 25. mars Stjarnan (ú) l.apríl í dag verður næstsíðasta umferð DHL-deiIdar kvenna leikin. Þar sem engin úrslitakeppni er eftir deildakeppnina eins og síðustu ár mun keppnin um Islandsmeistaratitilinn ráðast um næstu helgi. Þrjú lið eiga enn möguleika á titlinum en leikur Vals og Hauka í dag mun ráða mestu um hver stendur uppi sem sigurvegari. STAÐAN - DHL-DEILD KVENNA: Haukar 16 14 0 2 497-414 28 (BV 16 13 1 2 419-350 27 Valur 16 13 0 3 446-369 26 Stjarnan 16 11 1 4 422-367 23 FH 16 9 0 7 424-393 31 Grótta 16 6 0 10 370-397 12 HK 16 5 1 10 432-472 11 Fram 16 3 0 13 384-447 6 Víkingur 16 2 1 13 351-436 5 KA/Þór 16 2 0 14 375-475 4 1 „Valur á raunvemlega engan séns á íslandsmeistaratitlinum því ÍBV tapar ekki á heimavelli fyrir Gróttu né heldur hér uppi á landi fyrir HK. Það em 95% líkur á því. Það verða því annað hvort Haukar eða ÍBV sem verða íslandsmeistarar nema eitthvað mjög óvænt komi upp á," sagði Guðmundur Karlsson, þjálfari Hauka. Kollegi hans hjá Val tekur í sama streng. „Leikurinn í dag verður úrslita- leikur um hvort Haukar eða ÍBV verði íslandsmeistarar. Við eigum því miður ekki mikla möguleika á titlinum." Ágúst segir að hann hafi orðið fyrir ákveðnum vonbrigðum með liðin sem em neðar í töflunni. „Þau hafa, því miður, ekkert náð að koma á óvart og taka stig af þessum efstu liðum. Af þeim ástæðum sé ég það ekki í spilunum að annað hvort Grótta eða HK vinni ÍBV." Gaman að spila í Höllinni „Við erum mjög vel stemmd fyrir þennan leik,“ sagði Guðmundur. „Það er líka gaman að það hittir á að þessi leikur er f Laugardalshöllinni, þar sem við spiluðum bikarúrslita- leik- inn fyr- ir skömmu. Það gefur þessu fyrirkomulagi aukið gildi. En þrátt það ætlum við fyrst og fremst að einbeita okkur að því að vinna þennan leik gegn Val." Þessi lið mættust í lok janúar á Ásvöllum og þá hafði Valur sigur. En skyldi Guðmundur búast við að Valsstúlkur komi í þennan leik með því hugarfari að berjast fram í rauð- an dauðann? „Það er kannski erfitt að átta sig á því hvernig Valsstúlkur koma stemmdar í þennan leik. En ég á samt ekki von á öðru en að þær muni leggja allt í sölumar. Þær hljóta að vilja vinna þennan leik rétt eins og aðra." Munum berjast Ágúst er hins vegar ekki í vafa um ásetning sinna leikmanna. „Það er engin spurning um að við komum til með að berjast í þessum leik eins og titillinn væri í húfi. Við höldum auð- vitað alltaf í vonina um að eitthvað óvænt gerist." Bæði lið munu mæta með sitt sterkasta lið til leiks. „Þær verða vel úthvíldar og vel undirbúnar," segir Ágúst en Valur hefur leikið marga leiki að undanförnu en fékk nú viku- hvíld. „Þessi pása hefur verið kær- komin," bætirhann við. Guðmundur segir að sumir leik- menn eigi við einhver smávægileg meiðsli að stríða en að allir verði engu að síður með. „Ramune Pekar- skyte hefur verið tæp síðan við mættum Val síðast en í þeim leik tóku sig upp meiðsli sem hún varð fyrir í landsleik í nóvember síðast- liðnum." Hugsum um okkar verkefni Alfreð Finnsson, þjálfari ÍBV, vildi lítið segja um leik Vals og Hauka þegar DV Sport hafði sam- band við hann. „Eðlilega mun mað- ur hugsa um þann leik líka en við þurfum fyrst og fremst að einbeita okkur að okkar verkefni. Það hafa margir brennt sig á því að gleyma að hugsa um sjálfa sig fyrst og fremst. öll þessi lið geta unnið titilinn og þannig á þetta að vera,“ sagði Alfreð. eirikurst@dv.is INNBYRÐISLEIKIR TOPPLIÐANNA Dags. Leikur Úrslft 16/10 (BV-Haukar 30-27 22/10 Valur-fBV 19-24 21/1 Haukar-lBV 36-28 25/1 Haukar-Valur 30-34 4/3 IBV-Valur 22-18 25/3 Valur-Haukar ??-?? Haukar og Valur mætast í dag í nokkurs konar úrslitaleik DHL-deildar kvenna. Þaö er þó ekki svo aö Valskonur eigi mesta möguleika á titlinum ef þær vinna Hauka í dag, heldur myndu þær meö sigri færa ÍBV íslandsmeistaratitilinn á silf- urfati. Vinni Haukar í dag verður það nánast formsatriði fyrir íslandsmeistarana að verja titilinn í lokaumferðinni sem fer fram um næstu helgi. Sigup Vals lærir ÍBV titilinn á silfurfati

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.