Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Page 27
Helgarblað DV
LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 27
Sesselja Thorberg Sigurðar-
dóttir er ungur, upprenn-
andi hönnuöur og einn
þáttarstjórnenda hönnun-
ar- og lífstílsþáttarins Vegg-
fóðurs. Sesselja hefur oröið
fyrir miklu mótlæti á sinni
ungu ævi en hefur þroskast
við lífsreynsluna. Sesselja
er hér í opinskáu viðtali við
DV og ræðir um fjölskyld-
una, systurmissir, veikindi
móður og trúna á Guð sem
hún hefur aldrei misst.
Sesselja hefur vakið athygli
fyrir fagmannlega fram-
komu í sjónvarpinu og það
er vert að fylgjast ineð þess-
ari stelpu 1 framtíðinni.
Sesselja byrjaði að vinna
með Valgerði Matthías-
dóttur, betur þekktri sem
Vöiu Matt, í Innliti/útliti á
Skjá einum árið 2004. Hún
útskrifaðist sem vöru- og
iðnhönnuður frá Listaháskóla ís-
lands árið 2003 og hafði unnið sem
„freelance" hönnuður í nokkra
mánuði þegar Vala frétti af henni.
„Á Skjá einum var ég miklu meira á
bak við tjöldin en þar var ég ráðin
til að aðstoða pródúsentinn auk
þess sem ég átti að koma með hug-
myndir og hanna og sjá um heima-
síðu Innlits/útlits. Þegar við fórum
yfir á Sirkus var Vala farin að prófa
mig meira fyrir framan myndavél-
arnar og í dag er ég miklu meira í
sjónvarpinu," segir Sesselja glöð í
bragði. Aðspurð þykir henni lítið
mál að vera fyrir framan myndavél-
ina enda aldrei verið þekkt fyrir að
vera feimin. „Fyrir mér er það að
vera í sjónvarpinu ekki aðalmálið,
ég lít ekki á þetta þannig. Auðvitað
vil ég standa mig og gera þau verk-
efni vel sem ég tekst á við, en aðal-
lega lít ég á sjónvarpið sem tól til að
gefa landanum hugmyndir og
sniðugar lausnir enda er sjónvarpið
besti miðillinn til þess. Við viljum
gera þetta vel og höfum metnað til
að koma ákveðnum gæðastimpli á
þáttinn og höfum nú þegar gert
það. Á bak við hvern þátt er ótrú-
lega mikil vinna og ég er bæði stolt
og ánægð með að vera hluti af
þessu hönnunarteymi."
Eiga sitt barnið hvort úr fyrri
samböndum
Sesselja hefur staðið sig vel í
þáttunum og á eflaust eftir að eiga
glæsilegan feril hvort sem verður í
hönnun eða fjölmiðlum, nema
hvort tveggja verði. Hún starfar sem
aðalhönnuður Veggfóðurs auk þess
að aðstoða Heru Ólafsdóttur
pródúsent og að sjálfsögðu Völu
Matt. Það er því nóg að gera hjá
þessari ungu konu sem er auk þess
tiltölulega nýgift fjölskyldukona.
Eiginmaður hennar heitir Magnús
Sævar Magnússon en þau Sesselja
höfðu verið saman lengi áður en
þau létu pússa sig saman í Nes-
kirkju síðastliðið haust. Fyrir eiga
þau sitt barnið hvort og svo
skemmtilega vill til að börnin eru á
sama aldri, tíu að verða 11 ára. Son-
ur Sesselju, sem heitir ísak Númi,
býr hjá þeim í Vesturbænum en
dóttir Magnúsar, Lára Theódóra,
dvelur hjá þeim aðra hvora helgi.
„Ég byrjaði ung,“ segir Sesselja
brosandi en hún var ekki nema 17
ára þegar ísak Númi fæddist.
Gæti ekki gert þetta án hans
Þegar talið berst að sambandi
þeirra hjóna segir hún þau ótrúlega
samstíga og góða vini. „Það getur
verið mjög mikið að gera hjá mér,
sérstaklega núna þegar ég er í fram-
leiðslunni líka. Vinnan kemur að
sjálfsögðu í törnum en að undan-
förnu hefur verið mikið að gera.
Aftur á móti virðist álagið minna
þegar þú ert að vinna við það sem
þú hefur ástríðu fyrir," útskýrir
Sesselja og bætir við að það geri
mikið gagn að eiga eiginmann sem
standi þétt við bakið á henni.
„Maðurinn minn er gull af manni
og ég gæti þetta ekki án hans. Hann
trúir á mig og það sem ég geri,“ seg-
ir hún en Magnús starfar í fjármála-
bransanum. „Hann er ekki alveg
týpan með málningarpensilinn
eins og ég en hefur þó gaman af því
að fylgjast með því sem ég geri."
Hæfileikarnir í ættinni
Sesselja hefur mikinn metnað
fyrir hönnun og hefur frá barnæsku
vitað að þetta væri bransi fyrir
hana. Hún segist hafa mestan
áhuga á sniðugum og ódýrum
lausnum þótt þær dýru og flottu
veki einnig áhuga hennar. „Við höf-
um fengið mikla athygli frá áhorf-
endum og alls ekki aðeins frá þeim
eldri. Til dæmis auglýstum við eftir
ungu pari sem við Gulla stílisti ætl-
um að hjálpa að koma sér fyrir í
sinni fyrstu íbúð og það hefur ein-
faldlega rignt inn umsóknum. Okk-
ur þykir voðalega gaman að sýna
skemmtilegar lausnir en ekki að-
eins það flottasta og dýrasta, þótt
það komi auðvitað með. Mitt „tra-
demark" hefur líka verið að koma
með lausnir sem kosta ekki of mik-
ið, því ég veit að hinn almenni Jón
Jónson sem vill peppa aðeins upp á
heimilið er til í að eyða í það
nokkrum þúsundköllum en ekki
endilega miklu meira en það,“ segir
hún. Hæfileikana til að nýta hlutina
til hins ýtrasta segist hún líklega
hafa fengið frá móður sinni, Edith
Thorberg. „Þótt ég myndi ekki segja
að við höfum verið fátæk þá höfð-
um við ekki mikið á milli handanna
á mínum yngri árum. Ég upplifði
mig samt aldrei sem lítt efnaða því
mamma var snillingur að gera mik-
ið úr litlu og þaðan fæ ég þá hæfi-
leika," segir hún og bætir aðspurð
við að hún hafi einnig erft listrænu
hæfileikana frá ömmum sínum.
„Ömmur mínar, Dóra Sigfúsdóttir
og Sesselja Sigurðardóttir, eru báð-
ar miklar handverkskonur og það
eru listamenn og hönnuðir í báðum
ættum mínum svo það kom ekkert
annað til greina fyrir mig,“ segir
hún og brosir.
„Ég upplifði mig samt
aldrei sem lítt efnaða
því mamma varsnill-
ingur að gera mikið úr
iitíu og þaðan fæég
þá hæfileika
Missti systur sína ung
Lífið hefur ekki alltaf verið dans
á rósum hjá Sesselju. Hún missti
eldri systur sína þegar hún var tólf
ára og mamma hennar veiktist þeg-
ar Sesselja var 18 ára gömul. „Án
þess að vera með fordóma kom
aldrei til greina að ég yrði ein af
þessum dæmigerðu ungu mæðr-
um," segir hún hugsandi og heldur
áfram. „En ef ég hugsa til baka
svitna ég bara og skil eldd hvernig
ég fór að. Ég var á leið í gagnfræða-
skóla þegar systir mín dó og það
tekur mörg ár að vinna úr svona
hlutum. Það kemur samt með tím-
anum, þótt maður trúi því ekki þeg-
ar svona gerist," segir hún ákveðin
og bætir svo við: „Mamma fékk
heilablóðfall og fór í hjólastól þegar
ég var sjálf unglingur með ársgam-
alt barn. í rauninni heid ég að vin-
konur mínar, sem margar voru
einnig ungar mæður í svipaðri
stöðu og ég, hafi hjálpað mér mikið
því við héldum hópinn og studdum
hver aðra og í rauninni veit ég ekki
hvar ég væri í dag án þeirra. Ég er
samt svo stolt af mömmu. Hún er
svo jákvæð og lífsglöð og algjör
pæja sem elskar að vera fín,“ segir
hún glaðlega og bætir við að móðir
hennar sé ein af hennar helstu fyr-
irmyndum í lífinu.
í kirkju á sunnudögum
öli þessi lífsreynsla hefur mótað
Sesselju. Hún er ákveðin ung kona
sem veit hvað hún vill og hvert hún
stefnir. Hún er fjölskyldukona og
velur frekar að eyða helgunum með
fjölskyldunni eða í góðra vina hópi
en að skella sér á djammið þótt
vissulega kíki þau hjónin annað
slagið út á iífið. Eitt sem vekur sér-
staklega athygli er kirkjusókn fjöi-
skyldunnar en Sesselja, Magnús og
börnin eru nánast fastagestir f
sunnudagsmessum Neskirkju.
„Þetta er kannski óvenjulegt fyrir
svona ungt par en fyrir mig er þetta
eðlilegt. Eg átti mína barnatrú eins
og aðrir sem margir missa á ung-
lingsárunum en finna svo aftur
þegar fólk er komið með fjölskyldu.
Að mínu mati er kirkjustarfið hér í
Neskirkju alveg einstakt og prest-
arnir, séra Sigurður Árni og séra
Örn Bárður alveg æðislegir. Þeir eru
fyndnir og skemmtilegir og mess-
urnar höfða tii nútímafólks á öllum
aldri," segir hún og bætir við að vel
sé mætt á venjulegum sunnudegi
og svo vel mætt á hátíðisdögum að
þau geti ekki annað en mætt
snemma til að fá sæti. „Ég get ekki
sagt að við mætum um hverja ein-
ustu helgi en samt að nokkuð oft,
sérstaklega miðað við normið.
Þetta er bara svo gott fyrir krakkana
og þar sem við vöknum hvort sem
er snemma með krökkunum þá er
alveg eins gott að drífa sig út og
gera eitthvað saman," segir hún og
bætir við að hún og Magnús séu
samtaka í þessu líkt og öðru. „Ann-
að okkar er alls ekki að draga hitt í
kirkjuna, við erum í þessu saman
enda trúum við mikið á hvort ann-
að og styðjum hvort annað til hins
ýtrasta," segir hún og bætir við að
þau hjónin séu miklar félagsverur
og kirkjusóknin sé aðeins partur af
þeirráfélagsstarfi.
Glöggt er gests augað
Auk sjónvarpsþáttarins starfar
Sesselja sjálfstætt við að ráðleggja
fólki með innanhúshönnun. „Ég
hef verið að fara heim til fólks og
aðstoða og er einnig með ýmis önn-
ur járn í eldinum," segir hún og
bætir við að það geti oft verið erfitt
að samræma fjölskyldustarfið,
vinnuna, vinina og áhugamálin.
„Það er bara svo svakalega gefandi
að sjá glampann í augunum á
kúnnanum því það er staðreynd að
það er mikið af fólki sem veit ekkert
hvernig það á að snúa sér á heimil-
um sínum, einfaldlega af því að
hæfileikar þeirra liggja kannski
annars staðar. Maður getur líka
orðið svo samdauna sínu eigin
heimili og þá virkar málshátturinn
„glöggt er gests augað" vel. Áður
fyrr var eins og fólk skammaðist sín
fýrir að leita hjálpar með heimili
sín, en fólk er alltaf að átta sig meira
og meira á því að það er fagfólk
þarna úti sem getur gert þetta fyrir
mann. Margir eru ef til vill hræddir
um að hönnuðirnir og arkitektarnir
komi eins og stormsveipir og breyti
öllu eftir eigin smekk en að mínu
mati er mjög mikilvægt að setja sig í
spor kúnnans og hanna út frá hans
smekk og persónu."
Verðum að vinna fyrir hlut-
unum
Að lokum berst talið að framtíð-
inni. Sesselja segist eiga marga
drauma og hún trúi því að þeir ræt-
ist einn af öðrum. „Ég trúi því að
ekkert hoppi upp í fangið á manni,
við verðum öll að vinna fyrir hlut-
unum. Ég vildi gjarnan vera meira í
fjölmiðlum og svona þáttum en svo
vildi ég líka eiga mitt eigið
hönnunarfyrirtæki og taka að mér
að umturna heimilum líkt og ég hef
verið að gera." Hún vill lítið tjá sig
um hugsanlega stækkun á fjöl-
skyldunni, það verði einfaldlega að
koma í ljós. „Það er aldrei að vita og
ef það gerist verður það bara frá-
bært," segir Sesselja að lokum.
indiana@dv.is