Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 25. MARS 2006
Helgarblað 0V
Þuríður Backman
Púður frá Clinique
„Ég er alltaf með púður við
höndina enda verður maður
að geta púðrað nebbann í
þessu starfi. Þetta púður er
ágætt en ég verð að
ónæmisprufaða
þar sem ég er
næmisgemsi og
því verða vand-
aðar vörur frek-
ar fyrir valinu hjá
mér en
annaö."
Augnskuggi
Chanel
litur, i
gráir si
nota
sem og
aða frá Chanel sen
eru í grænum tón
um en ég er með grá
græn augu.“
Clarence-maskari
„Ég nota maskara á hverjum
degi. Ég hef prófað margar teg-
undir og þessi er ágætur."
Armani augabrúnalitur
og pensill
„Ég reyni að muna
eftir að mála
augabrúnirn-
ar á hverjum
degi."
Varalitur frá
Clarence
„Þessi er frá
Clarence og er
svona milli-ljós-
brúnn. Ég nota varalit
á hverjum degi og set gjarn-
an gloss yfir."
Gloss frá Clarence
„Þetta litaða gloss er
Clarence en mér finnst
fínt að setja glossið yfir varalit."
Þuríður Backman, þinkona Vinstri - grænna, segist ekki mála sig mikið dagsdag-
lega. Hún á hins vegar mikið af snyrtidóti enda býr hún á tveimur stöðum, í
Reykjavík og á Egilsstöðum. „Ég kaupi mér samt ekki mikið af snyrti vörum, að-
eins þegar ég klára eitthvað. Hins vegar þarf ég að eiga nokkur eintök af hverju.
Ég er með sett í sundtöskunni minni héma og fyrir austan og eins er ég með sett
á baðherberginu hérna og fyrir austan og svo þetta sem ég er alltaf með f tösk-
unni," segir Þuríður og bætir við að hún hafi gaman af því að prófa eitthvað nýtt
þegar kemur að snyrtivörum. „Vörurnar verða hins vegar að vera ofnæmispró-
faðar og því vel ég frekar vandaðar vörur en eitthvað annað."
Athafnakonan
María Björk Sverrisdóttir stofnaði söng-
skóla fyrir þrettán árum. í upphafi var hún eini kennarinn
með 30 nemendur en í dag er fjöldi nemenda kominn yfir 200
þar sem yngstu nemendurnir eru aðeins þriggja ára en þeir
elstu um sextugt.
„Áhugi ísléndinga á söng er alltaf
að aukast og ætli það sé ekki Idol -
Stjörnuleit og Eurovision að þakka,"
segir María Björk Sverrisdóttir sem
rekur Söngsskóla Maríu Bjarkar.
María Björk stofnaði skólann fyrir
13 árum en starfsemin hefur aukist
til muna. Fyrsta árið var hún eini
kennarinn með þrjátíu nemendur
en þremur árum síðar, þegar nem-
endum hafði fjölgað upp í 60, fékk
hún Sigríði Beinteinsdóttur með sér
í lið. f dag fær María Björk reglulega
til sín þekkta gestasöngvara auk
annarra söngkennara.
Stofnaði skólann eftir skiln-
að
Aðspurð segi María Björk stofn-
un skólans hafa verið heldur einfalt
verkefni. „Ég stofnaði skólann á því
tímabili sem ég var að skilja. Þá
ákvað ég að gera eitthvað sjálf og
auglýsti námskeið í söng. Ég fékk
inni í Tónabæ gegn því að vera
dómari í Músíktilraununum," segir
María Björk þegar hún rifjar þetta
upp. Skólinn er nú til húsa í
Fákafeninu og hefur nemendum
fjölgað upp í rúmlega 200. Nemend-
ur eru á öllum aldri og að sögn
Maríu Bjarkar eru þeir yngstu að-
eins þriggja ára en þeir elstu um
sextugt.
Lærði í LA
Sjálf lærði María Björk söng við
Söngskóla Reykjavíkur og FÍH auk
þess sem hún sótti einkatíma hjá
Diddú. „Þegar ég var 26 ára fór ég
svo í djass-söngnám til Los Angel-
es,“ segir hún og bætir við að sú lífs-
reynsla hafi verið frábær. „Mér
fannst ofsalega gaman að vera
þarna úti og ég kynntist mikið af
góðu fólki. Þegar ég kom heim aftur
skildum við hjónin og ég ákvað að
stofna skólann."
Móðir á ferð og flugi
María Björk á þrjú börn. Sú elsta,
sem er tvítug, er einnig í söngnum
og söng meðal annars lagið
Skólarapp ásamt Þorvaldi Davíð á
sínum tíma. Þrátt fyrir að vera ávallt
með annan fótinn í útlöndum, þar
sem hún er umboðsmaður Jóhönnu
Guðrúnar, segir María Björk lítið
mál að sameina starfið móðurhlut-
verkinu. „Þau eru svo dugleg að
hjálpa mér auk þess sem ég er líka
með aðstoð heima fyrir," segir hún
og bætir við að söngkonan Regína
Ósk Óskarsdóttir sjái um söngskól-
ann fyrir hana á meðan hún er er-
lendis.
Þeir laglausu með óþjálfað
tóneyra
María Björk segir allskonar fólk
sækja söngnámskeið. Flestir hafi
áhuga á söng en margir vilji einnig
öðlast meira sjálfstraust. „Ég veit al-
„Þegar ég kom heim
aftur skildum við
hjónin og ég ákvað að
stofna skólann."
veg hvernig þetta er því þegar ég var
í námi í LA fannst mér ofsalega erfitt
að koma fram fyrir framan bekkinn.
Með svona námi þjálfast fólk hins
vegar og öðlast meira sjálfstraust,"
segir hún. Aðspurð hvort allir geti
sungið segir hún allan hátt á því.
„Við getum lagað ofsalega mikið hjá
hverjum og einum. Gerum þá góðu
enn betri og þjálfun þá sem eru
komnir stutt. Oftast eru þeir lag-
lausu með óþjálfan tóneyra og heyra
því ekki að þeir eru laglausir og
halda að þeir syngja vel," útskýrir
María Björk og brosir.
indiana@dv.is
Maria Björk Sverris-
dóttir Maria Björk þakkar *
Idol - Stjömuleit og Euro-
Ivision aukinn áhuga
landsmanna á söng.
Efnalaugin Bjorg
Gæðahreinsun
Þekking
Reynsla
Þjónusta
Opid; mán-f»m 8:00 -18;00 föst 8ÆO -19:00 laugardaga 10K)0 * 13;00
Háaleitisbraut 58-60 * Sfml 553 1380