Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 Lifsstill DV Vatnsberinnfjo.jflfl.-i8.few Réttlæti og styrkur eru ein- kunnarorðin hér. Sannleikurinn er styrk- ur þinn og það veistu, kæri vatnsberi. Mál sem tengjast réttvísinni og heiðar- leika virðast vera efst á baugi um þessar mundir. Mikilvægi réttlætisins er efst í huga þínum varðandi mál sem skipta þig og aðra máli. F\Skm\\ (19. febr.-20.mars) | Þú gætir haft það á tilfinning- unni að ekki sé allt með felldu varðandi verk sem þú tengist jafnvel og munt þar af leiðandi kanna málið.Tilfinningalega tengist þetta líðan þinni og rifrildi gæti | verið í uppsiglingu eða nýafstaðið. Mis- sætti munu leysast. Hrúturinn (2hmars-19.april) Samviskusamlega virðist þú gefa þig alfarið í verkefni sem tengist starfi þínu eðajafnvel breytingum á heimilinu. Hér beitir þú þínum einstæðu hæfileikum rétt. Nautið (20. april-20. mai) Yfir helgina leitar þú eftir að- stoð. Hjálpin er nær en þig grunar og vandamálin leysast skjótt með jákvæðu viðhorfi og óbilandi bjartsýni þinni. Tækifæri kann að verða á vegi þínum ef þú neitar að leyfa aðstæðum að stjórna iífi þínu. Tvíburarnir (21.mai-21.júni) Njóttu stundarinnar af alhug og veldu fólkið sem þú kýst að umgang- ast. Krabbinn (22.júni-22.júii) Ef þú hefur það á tilfinning- unni að þú hefur ekkert val yfir helgina er þér ráðlagt að bíða átekta og setja þér fyrir sjónir það sem þú vilt og þráir en gefðu þér tima með sjálfinu ef þú getur svo þú komist í snertingu við þitt eigið orkusvið. Komið er inn á þetta því líf þitt einkennist af hraða sem er af hinu góða ef þú hlúir vel að þér. LjÓnÍð (23. júli-22. átjúst) Annir birtast samhliða stjörnu Ijónsins yfir helgina og í byrjun næstu viku. Þess vegna er komið inn á að þú ættir ekki að reyna að gera meira en þú telur þig hafa burði til að takast á við. Meyjan (23. ágúst-22. septj Endir er á bið sem hefur ein- kennt umhverfi þitt og líðan þína nýverið. Hvað um ræðir er ekki vitað en eitt er víst: Útkoman uppfyllir óskir þínar og þrár. Vogin (23.sept.-23.okt.) Spenna, metnaður og áhyggjulaust viðhorf þitt er áberandi um þessar mundir sem er reyndar gott því þú kýst að ná árangri og tekur því áhættur. Þú hefur varðveitt barnið með sjálfinu sem er af hinu góða en þar með ýtir þú undir áhuga þinn á umhverfi þínu með opnum huga óháð hættum sem kynnu að tengjast framhaldinu. Sporðdrekinn^.ofe-ji.flW Nýtt ævintýri er um það bil að hefjast ef marka má stjörnu sporðdrek- ans með komu vorsins. Bogmaðurinn (22.n0v.-21.desj Oft á tiðum virðist þú hafa það á tilfinningunni að þú sért læst/ur inni (tilfinningar þínar). Yfir helgina mættir þú leggja þig fram við að njóta stundarinnar. Steingeitin (22.des.-19.janj Hugmyndasmiður er orðið yfir steingeitina þessa dagana. Þú ert fær um að koma hugmyndum þínum frá þér og metnaður þinn flýtir fyrir ferlinu svo sannarlega. Nýr kafli sem er nú þeg- ar hafinn færir þér fjárhagslegt og ekki siður andlegt öryggi. Árekstrar óhjákvæmilegir Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri er 61. árs (dag 25. mars Stærsti þröskuldurinn sem hún þarf að yfirstíga sam- hliða breytingurri sem einkenna nánasta umhverfi henn- ar með komu vorsins er eignarástríðan. Hún er ein af þeim sem veit og viðurkennir að árekstrar eru óhjá- kvæmilegir þegar fyrrnefndar breytingar eiga sér stað. Hún hefur áttað sig á því að hún ræður við til- finningar sínar ef hún tjáir þær ávallt á sama tíma og | þær koma upp. Ingibjörg Reynisdóttir leikkona fór meö hlutverk ný- ríkrar snobbhænu í bíómyndinni Maður eins og ég og ritarans í framhaldsþættinum Allir litir hafsins eru kaldir sem sýndir voru í sjónvarpinu fyrr á árinu. Ingibjörg segir Lífsstíl frá grýlusögunum sem komu í veg fyrir að hún þreytti inntökupróf í Leiklistarskóla íslands og af hverju hún ákvað að gerast leikkona. „Ég gekk ekki í þann ágæta skóla Leiklist- arskóla íslands. Af hverju veit ég ekki al- veg en ég man að það gengu alltaf einhverj- ar grýlusögur um þessi inntökupróf. Held satt best að segja að ég hafi verið „Gunga Jónsson" í þeim efnum" Heimakaer Liðurvel heima en þvottakarfan er ekki í upphálaldi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.