Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Síða 37
I DV Lífsstíll LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 37 Hættir til þrjósku Jóhanna Vigdís Arnar- dóttir leikkona Fædd 26.05.1968 Lifstala Jóhönnu er 7 Lifstala er reiknuð út frá fæðingardegi. Hún tekur til eiginleika sem eiga ööru fremur að móta lifviðkomandi. Eiginleik- ar sem tengjast þessari tölu eru: ■ Frumkvæði; forsvar, sjálfstæði og árangur - hættir til þrjósku oft á tíðum. En þessi hæfileikaríka leik- og söngkona leitarán efa sann- leikans og trúirþví að hann sé aðeins einn þegar ástin er annars vegar. Hún getur gert það sem henni likar efhún hlúir öllum stundum að eigin tilfinning- um og jafnvægi. Árstala Jóhönnu árið 2006 er 3 Rikjandi þættir i þristinum eru: Félagsleg- ir sigrar, sköpun og velgengni. Árstala er reiknuð út frá fæðingardegi og þvi ári sem við erum stödd á. Hún á að gefa vis- bendingar um þau tækifæri og hindranir sem árið færir okkur. Finn orkuna streyma um allan kroppinn Kristján Viðar Haraldsson, eða Viddi í Greifunum „Ég fæ mér oftast lýsi og hafragraut með rúsinum, “ svarar Viðar hress i bragði og bætir við: „Stundum fæ ég mér ávaxtasmoothie, þá með peru, banönum, jarðarberjum og bláberjum. Hræri þaðallt saman í mixer. Þetta er bomba. Maður finnur orkuna streyma um kroppinn." „Átta ára gömul söng ég einlægt fyrir fullu húsi kúa í fjósinu hans afa," svarar Ingibjörg hlæjandi þegar við hefjum spjall okkar og forvitn- umst hvenær hún ákvað að leggja leiklistina fyrir sig og bætir við: „Tíu ára bönkuðum við vinkonurnar reglulega uppá hjá bflskúrshljóm- sveit götunnar og spurðum hvort við mættum syngja inn á plötu. Það var alltaf skellt á nefið á okkur af bólu- gröfnum félögunum en við gáfumst ekki upp,“ segir hún hlæjandi og bætir við: „Við álitum þessa menn lykilinn að heimsfrægð. En tólf ára kom ekkert annað til greina hjá okk- ur stöllum en að verða fyrirsætur í Englandi með það eitt að markmiði að leika í tónlistarmyndbandi hjá Duran Duran. Tuttugu og fimm ára tók ég stefnuna á leiklist. Það að vera alltaf að fást við ný og mismunandi verkefni heillaði mig og að fá að skapa eitthvað," segir Ingibjörg og bætir við eftir stutta stund: „Ég er svo mikill eldur. Ef ég er að gera það sama of lengi án tilbreytinga spring ég úr eirðarleysi." Grýlusögur um inntökuprófin hér heima Talið berst að inntökuprófum og Ingibjörg riíjar upp hvernig það gekk fyrir sig: „Það er nú þannig að ég fór aldrei í nein inntökupróf hér heima," viðurkennir hún og heldur áfram: „Ég gekk ekki í þann ágæta skóla Leiklistarskóla íslands. Af hverju veit ég ekki alveg en ég man að það gengu alltaf einhverjar grýlu- sögur um þessi inntökupróf. Ég held satt best að segja að ég hafi verið „Gunga Jónsson" í þeim efnum," segir hún og hlær og bætir við: „Ein- hver tepruskapur. En ég flutti til Kaupmannahafnar árið 1995. Þá var ég í einhverskonar ævintýraleit. Það æxlaðist þannig til að ég endaði í inntökuprófi í leiklistarskóla þar í borg hvergi smeyk. Meira að segja á dönsku. Svona er maður skrýtinn. Komst inn og nam leiklistina þar ytra," segir hún töfrandi. Lék nýríka snobbhænu í Maður eins og ég „Þegar ég kom heim áriðl999 fór ég að vinna með Guðmundi Har- aldssyni leikara. Við vorum í svona „underground" ffling til að byrja með og æfðum upp farandbama- sýningu. Þá sýningu fórum við með um allt land og við vorum mjög skrautleg," segir hún dreymin og heldur áfram frásögninnni: „Gummi átti gamlan rússneskan jeppatrukk sem var fyrir löngu orðinn barn síns tíma. Á þessu flykki sem okkur þótti afar vænt um keyrðum við alla Vest- firðina og víðar. Við vorum alveg eins og Bonnie og Clyde en munur- inn var sá að við skemmtum böm- um í hveiju kmmmaskuði. Síðan fékk ég hlutverk í kvikmyndinni Maður eins og ég. Ég var voða glöð II með það." Hún segir að það hafi ekki verið verra að Róbert Douglas leikstýrði myndinni en hann gerði heldur meira úr því hlutverki en handritið hafði gefið til kynna.. „Þar lék ég svona nýríka snobbhænu. í kjölfarið ákvað ég að taka að mér leiklistarkennslu í grunnskólum og gerði það í eitt ár. Hoppaði í nokkrar auglýsingar á þeim tíma líka." Allir litir hafsins eru kaldir stuttu eftir barnsburð „Ég er búin að fá Óskarinn," svarar hún ánægð aðspurð um fjöl- skylduhagina og heldur áfram: „Því ég bý með honum Óskari mínum. Ég fékk hann. Ég á 13 ára dóttur, Lovísu Rós og tveggja og hálfs árs soninn Reyni þannig að það er í nógu að snúast á heimilinu. Lovísu Rós finnst stundum að ég mætti nú alveg vera dálítið húslegri eins og að baka og svona. Hef þetta ekki í mér enda hefur heimilisfólkið síður en svo gott af endalausu kökuáti. Þvottakarfan er engu að síður alveg sú alleiðinlegasta. Hún er alltaf orð- in full um leið og hún tæmist. Hrikalega leiðinlegt," segir hún óhrædd að viðurkenna að hún vilji takast á við skemmtilegri hluti en að taka til. Hún ljómar hins vegar þegar hún ræðir um starfið. „Þegar ég varð ófrisk af Reyni tók við róleg- heitatími um sinn. Hann var rétt sex vikna þegar ég fór í tökur á sakamálaseríunni Allir litir hafsins eru kaldir en ég var ansi blómleg í hlutverki Lóu ritara, með brjóst og mjaðmir eins og konu sæmir. Þetta gekk ótrúlega vel, drengurinn kom „Þegar ég varð ófrisk afReyni tók við róleg- heitartími um sinrt. Grænmetiskarrý meö cashewhnetum Uppskrift fyrir sex: 600 g grænmeti árstíðarinnar (gulrætur kartöflur, rófur, kúrbítur, strengjabaunir, hvitkál osfrv.) Ilaukur 2 hvitlauksgeirar 200 g cashew-hnetur 1 tsk kórianderduft (Rajah) 1 tsk saffranduft 7 tsk turmericduft (Rajah) 1/2 tsk chilliduft (Rajah) 1/2 tsk cuminduft (Rajah) 1/2 tsk engiferduft (Rajah) 1 glas kókosmjólk (S.Maria eða Amoy) 3 msk sojaolía salt Finsaxið laukana og mýkið i 2 msk af oliunni á pönnu. Bætið kryddinu útá pönnu eitt aföðru og að lokum hnet- unum (fjarlægið einnig innra hýði). Blandið vel saman og látið malla við vægasta hita i 5 min. Skolið og þurrkið grænmetið og skerið svo I kubba (ekki strengjabaunir þó). Mýkið á annarri pönnu 11 msk afoliu í nokkrar min. Hellið grænmetinu út á pönnuna með kryddhnetublöndunni. Smakkið til með salti og hellið kókosmjólk saman við. Blandið öllu vel saman og látið malla við mjög lágan hita í ca. 15. mín. Berið fram sjóðandi heitt með soðnum hrisgrjónum og/eða pappadum- brauði (Patak's)og e.t.v. mangó-engi- ferchutney (Patak's). Kveðja, Ingvar á tökustað með pabba sínum á þriggja klukkutíma fresti til að nær: ast. Þá þurfti allt liðið að bíða. En þetta blessaðist allt vel," segir hún brosandi. Hún lék einnig hlutverk í Strákunum okkar og skrifaði leik- verkið Móðir mín Dóttir mín sem frumsýnt var í Hafnarfjarðarleik- húsinu síðastliðið vor þar sem hún fór með aðalhlutverkið sjálf. „Eigin heilsa og þeirra sem mér þykir vænt um,“ segir Ingibjörg áður en kvatt er þegar við spyrjum hana hvað skiptir hana máli í líf- inu.„Án hennar gerir maður ósköp fátt. En á faglega jviðinu leitast ég við að fást við eitthvað sem veitir mér innri næringu í starfi. Get al- veg orðið geggjuð innra með mér ef fæ ekki tækifæri til að springa út og blómstra. Það koma sko alveg þannig tímabil í þessum bransa. Hann er svo óútreiknanlegur og óstabfll. Vorið leggst samt rosalega vel j mig. Ég er að fara til Ljubljana, höfuðborgar Slóveníu, í lok aprfl. Það verður æðislegt. Hef heyrt að borgin sé stórkostleg," segir hún og kveður okkur með einstaklega fal- legu brosi og segir: „Svo ætla ég bara að verða sólbrún og sæt í sumar." elly@dv.is Harmvarréttsex wifma þegarég fórí takur á sakúmálaseri~ tmm MMr íMr hafsms eru kakfírentég var arisi bíámíeg íhkrt- verki Lóu ritúm, með bfimtúgmjaðmir eifts og konu sæmir.m LIFSÍNS ILBRIGÐUM FSSTÍL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.