Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Síða 42
DV myndir E.ÓI. 42 LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 -F Helgarblað DV Hann stendur í frystihúsinu í Ólafsvík og á þann draum ein- an að komast þaðan burt. Burt af þessum stað þar sem hann hefur orðið fyrir ólýsanlegu einelti, þar sem kveikt er í skón- um hans, þar sem hann er barinn af skólafélögum og hrækt á hann. Hann þráir það eitt að komast í ljós borgarinnar. Sextán ára tekur Skjöldur Eyfjörð allt sitt hafurtask og held- ur til móts við drauma sína. Hann lítur ekki um öxl. Eg er bara ekki þessi „úti á landi'' týpa, þótt ég sé alinn upp fyrir vestan, nánar tiltekið á Reyk- hólum," segir hann brosandi. „Borgarljósin heilluðu mig frá fyrstu stundu. Um leið og þau birtust kviknaði neist- inn innra með mér. Ég er reyndar eina stórborgarbarnið í allri minni fjölskyldu," bætir hann við. „For- eldrar mínir eru venjulegt íslenskt verkafólk sem hefur alla tíð búið úti á landi og á sumrin var ég í sveit hjá ömmu og afa að Hafrafelli í Breiða- firði. Kannski hafði ég þessa útþrá frá ömmu Ölmu, sem er Þjóðverji og kom hingað með skipi eftir stríð. Að minnsta kosti hafði ég alltaf þessa þrá að sjá eitthvað annað en þorp og sveitir. I Ólafsvík bjó ég í fjögur ár, frá tólf ára til sextán ára aldurs og fannst það ömurlegt. Ég hef aidrei snúið til baka, nema í tveggja daga heimsóknir til foreldra minna. Tveir dagar í Ólafsvík eru nógfyrir mig." Skjöldur segist hafa gert sitt ítrasta til aö vera dreifbýlisstrákur: „Ég virkilega lagði mig fram um það," segir hann. „Ég reyndi að vinna í fiski, moka skurði og vinna unglingavinnu en það var ekki ég. Auðvitað fylgir það manni út í lífið að hafa upplifað einelti. Það er pakki að vinna úr þvi þegar aðrir segja eitthvað það um þig að þú far- ir að efast um þitt eigið sjálf. Úr því þarf að vinna og það hef ég gert." Fallegt lótusblóm í drullu Þaö var reyndar söngkonan Tina Turner sem gerði útslagið og varð tii þess að Skjöldur ákvað að kveðja heimahagana: „Ég var fimmtán ára að horfa á kvikmyndina What’s love got to do with it og heyrði þá í fyrsta sinn setninguna „namu myoho renge kyo", sem í lauslegri þýðingu er „í lotningu fyrir lótus-sútrunni", en sútra er eitt af helgiritum búddista. Myndin fjallar um það þegar Tina Turner gerðist búddisti. Breyting- arnar frá því að hún var undirgefin, sundurbarin kona, eiginlega bara þræll, hafði djúpstæð áhrif á mig. Þessi setning hefur setið í mér og ég fer með hana alla daga. í kristinni trú fann ég ekki það seih ég leitaði að. Þessi setning kenndi mér að lótusblómið vex í mikilli drullu. Því dýpri sem drullan er, því fallegra er blómið. Ég hugsaði með mér: Ég er í öm- urlegum aðstæðum, ég er fastur úti á landi, þar sem ég fæ ekki að vera eins og ég er. Ég er barinn, það er hrækt á mig, fötin mín eru eyðilögð og skórnir mínir brenndir. Hér vil ég ekki vera. Drullan mín er djúp, en hversu fallegt blóm get ég orðið? Tók mitt hafurtask og fór. í Búddisma lærði ég að taka líf mitt í mínar eigin hendur. Ég læt ekki veður og vinda stjórna því hvernig líf mitt er heldur tek stjórnina sjálfur. Mér finnst það yndisleg tilfinning." Séra Skjöldur Eyfjörð „Mamma hélt reyndar alltaf að ég yrði prestur," segir hann hlæjandi, „að ég yrði séra Skjöldur Eyfjörð. Ég hef alltaf verið mjög heillaður af hug- takinu „æðri máttur" og sótti alla sunnudagaskóla sem ég komst í. Það skemmtileg- asta sem ég gerði var að syngja sálma hástöfum. Ég hef alltaf elskað söng og tónlist og elskaði gleðina sem fylgdi messuhaldi. Mamma kenndi mér bænir og ég hef alltaf farið með bænir, þó ég stundi nú bænir á annan hátt en að biðja til Jesú Krists." Sextán ára horfði hann á borgar- ljósin, sem þá urðu hans. Hann bjó fyrst í stað hjá frænku sinni, en iagði svo einn af stað út ílífíð: „Hvað hef ég gert? Það er fljót- legra að spyrja hvað ég hafi ekki gert!“ segir hann hlæjandi. „Ég byrj- aði á að ljúka námi frá 10. bekk, því í eineltinu í Ólafsvík var ekki mikill námsáhugi eftir. Ég hef þrisvar búið í Danmörku, þar sem ég vann á skemmtistaðnum Pan Club í Kaupmannahöfn, ég hef átt ljósastofu, lært förðun, naglaá- setningu, tískuráð- gjöf, átti fyrirsætu- skrifstofu, var skemmtanastjóri... æi, bara svona störf hingað og þangað. I haust ákvað ég svo að láta stóran draum rætast og fór að læra hárgreiðslu. Ég vinn hjá frá- bærri mann- eskju, Sigrúnu Ævarsdóttur sem á Hár- sögu, og hún er ein af duglegustu konum sem ég þekki." Við tölum um vináttuna: „Vinir koma og vinir fara. Það er alltaf flæði í lífinu," segir hann. „Ég get gefið þér eitthvað og þú mér eitthvað akkúrat á þessu augna- bliki. Þegar við höfum fengið það sem við þurfum, þá skilja leiðir. Fólk er alltaf að breytast. Eitthvað sem er sannleikur í dag er kannski ekki sannleikur á morgun. Þess vegna koma vinir og fara. Ekkert er endanlegt. Mér finnst æðislegt að hitta gamla vini, en ég er ekki að halda í vináttu sem ekki er grund- völlur fyrir. Ég á ótal marga kunn- ingja, en örfáa vini." Tilfinningar sem ég hafði aldrei upplifað Tölum um ástina. Tölum um þig ogMagga, sambýlismann þinn: „Ég man ekki eftir að hafa borið svona tilfinningar til nokkurs," seg- ir hann dreyminn á svip. „Við Maggi ætluðum ekki að vera sam- an. Við unnum báðir á skemmti- staðnum Jóni forseta þar sem ég var skemmtanastjóri og plötusnúður en Maggi var glasabarn. Ég sá að þessi strákur var svo feiminn að ég mátti til með að stríða honum. Ég er óheyrilega stríðinn og elska að fá skrýtin viðbrögð frá fólki. Ég elska að ýta á takka hjá fólki þannig að það hætti að vera feimið. Við opin- beruðum trúlofun okkar á gamlárs- kvöld 2004 eftir þriggja mánaða kynni. Við fórum upp á Vatnsenda- hæð þar sem ég bað hans ldukkan tólf á miðnætti. Ég veit ekki hvað ég var að hugsa, en sú hugsun var rétt. Við erum að flytja í yndislega íbúð í „Lótusblómið vexí mikilli drullu. Því dýprí sem drullan er, því fallegra er blómið." % X

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.