Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Síða 44
;í 44 LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 Helgarblað DV egar komið er inn á Hótel Glym finnst fólki það komið inn á glæsilegt og fallegt heimili sem er ekkert skrýtið, því Glymur er heimili Hansínu og Jóns og allir fallegu munirnir og húsgögn- in eru hlutir sem þau hafa eignast í gegnum tíðina. Þau búa og starfa á hótelinu og reka það af ástríðu og umhyggju fyrir gestum sínum. Þau hafa mjög ákveðnar hugmyndir um „konseptið" sem hótelið byggir á og hafa stefnt að þvf hægt og sígandi að sjá drauma sína rætast. í dag opna þau formlega á ný eftir glæsilegar og nánast ævintýralegar breytingar, en heimilisandinn og hlýjan umlykja staðinn eftir sem áður. Þó Hansína hafi komið víða við á sínum starfsferli og hafi aldrei ætlað sér út í hótelrekstur lítur helst út fyrir að hún sé komin heim. Hansína er afbrotafræðingur að mennt auk þess sem hún menntaði -y sig í stjórnun. Hún gerði stjómunar- hlutann að sínum karríer og hefur haldið óteljandi námskeið og fýrir- lestra fýrir fýrirtæki og stofnanir. Hún er líka langt í frá hætt því þó Hótel Glymur tafd orðið stóran hluta af tíma hennar. Átta systkin og 30.000 bolluvendir Hansína er elst af átta systkinum og alin upp í Kópavoginum. Heimil- islífið var vægast sagt sérstakt en Hansfna segir heimilið hafa verið rekið eins og fyrirtæki þar sem mamma hennar var verkefnisstjór- inn. „Pabbi var múrarameistari, en það var eitt af skylduverkefnum okkar systkinanna að vera hjá honum í handfangi. Það var þó bara hluti af öllu saman því við vomm í alls kyns fjölskylduverkefnum sem snemst um að búa til tekjur fyrir heimifið og vasa- peninga fyrir okkur krakkana. Þetta vom verkefni eins og blaðaútburður og svo rukkuðum við inn fyrir stjóm- málaflokka. Við vomm með mörg rukkunarhefti fyrir hvem flokk og svo var slegist um hver fengi að mkka fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn því það var auð- veldast og mest út úr þvf að hafa. Svo tíndum við og seldum ánamaðka og skemmtileg er sagan af því þegar mamma var hirt af lögreglunni fyrir að tína maðka og pabbi lét sig hverfa. Það fannst okkur systkinum fyndið þó mamma sé varla búin að jafna sig enn. En stærsta prójektið var auðvitað bolluvendimir á ámnum 1968-1972. Þegar mest var bjuggum við til og seldum í kringum 30.000 bolluvendi. Þetta hófst strax þegar jólaskrautið var tekið niður en þá þurfti að skipuleggja hvaða herbergi átti að nota fyrir hverja framkvæmd fyrir sig. Það var til dæm- is skaftaherbergið, herbergið þar sem pappírinn var klipptur og svo þar sem familían sat og vafði. Systkinin af öll- um stærðum fengu svo verkefni eftir því sem hæfði aldrinum og þau elstu auðvitað ábyrgðarmestu hlutverkin." Á hvítum sportsokkum á haugunum Hansína hlær dátt og rifjar upp hvernig mamma hennar skipulagði allt saman og blandaði hveitilímið. „Þegar bolluvandavertíðinni lauk skipti pabbi um bíl og svo hafði hann það hlutverk að fara með okkur í bíltúr á sunnudagsmorgnum. Þá var brunað beint á haugana, í hvítum sportsokkum og í óþökk mömmu, en enn eigum við marga ómetanlega hluti sem við fundum þar. Nú rekum við öll systkinin meira og minna eig- in fyrirtæki nema ein systir sem er hjúkka. Vinir okkar segja að við höf- um fengið verkefnisstjórnunarþátt- inn með móðurmjólkinni." Hansína segir þetta hafa verið mjög gott veganesti út í lífið enda aðaláherslan í uppeldinu að hver væri gerandi í eigin lífi. „Það var líka alltaf verið að kenna okkur að skapa verðmæti og vinna saman og ég held það hafi bara heppn- ast vel. Við erum öll duglegt fólk og mamma getur verið ánægð og sátt. Ég segi mamma af því pabbi dó tiltölulega ungur árið 1985, nóttina sem ég eign- aðist einkason minn Einar. „Ein þeirra sagði mér að ég ætti að hugsa um hvernig mann ég vildi og senda svo hugsunina út í al- heimsvitundina." En það er líka ýmislegt annað óvenjulegt við okkur systkinin. Þegar mamma kynntist nýjum manni árið 1990 leist honum ekki meira en svo á blikuna þegar hún sagði honum að ekkert okkar væri gift nema ein systir mín og til að kóróna það væri hún gift konu í Noregi. Það munaði engu að þessi ágæti maður tæki til fótanna," segir Hansína og skellihlær. Fittar ekki inn í boxakúltúrinn Hansína stofnaði sitt fyrsta fyrir- tæki átján ára og hefur alla tíð verið í atvinnurekstri nema eitt ár sem hún vann hjá Iðntæknistofnun. „Ég fittaði bara ekki inn f svona boxakúltúr. Fyrir mér eru verkefnin til að leysa þau og klára og það gerir rnaður hvenær sem er sólarhringsins. Ég get ekki látið setja mig inn í ein- hvers konar ramma." Hún ákvað svo 28 ára að fara í framhaldsnám og uppgötvaði þegar hún var að leggja af stað að hún var ófrísk. Það stoppaði hana þó að sjálf- sögðu ekki og á fyrsta ári í meistara- námi í Noregi eignaðist hún son sinn. „Ég ákvað að fara í nám af því ég vildi bara gera það sem mig langaði að gera, ráða vinnutímanum sjálf, að ógeymdum tekjunum," segir hún brosandi. „Ég var í tvöföldu fram- haldsnámi í Noregi f níu ár og útskrif- aðist með gráðu í stjórnun og af- brotafræði. Þó afbrotafræðin sé áhugaverð lagði ég fyrir mig stjórnun og hef síðan rekið fýrirtæki sem sér- hæfir sig í fyrirlestrum og námskeiða- haldi." Þó Hansína byggi ein þegar hún kom úr námi fann hún fljótlega að það væri ekki það sem hún viídi til frambúðar. „Ég bjó ein í fimmtán ár, en mig langaði að eignast félaga og maka. Ekki síst til að ferðast með og gera eitthvað spontant og skemmtilegt. Ég fór oft til spákvenna, aðallega af þvf ég hef brennandi áhuga á spákonum og finnst þær miklu áhugaverðari og skemmtilegri en sálfræðingar. Ein þeirra sagði mér að ég ætti að hugsa um hvernig mann ég vildi og senda svo hugsunina út í alheimsvitundina. Þá myndi hann örugglega skila sér. Éggerði eins ogmér var sagt, teiknaði manninn upp í huganum og hugsaði svó ékki meira um þaðl“ r. Uppákoma á netinu Nú víkur sögunni aftur til ársins 1996 þegar Hansína tók að sér ráð- gjáfar- og stjórnunarverkefni fyrir skipstjóra og stjómendur á milli- landaskipum Eimskipafélagsins. „Ég hef alltaf unnið þannig að ég fer á staðinn, greini stöðuna og skipulegg námskeiðið í framhaldi af þVfí Þetta þýddi því að ég yrði að sigla með Eimslcipum um allan heim og þama hóf ég siglingar á Evrópu, Ameríku og Skandinavíu. Það var 'ýridisiégt að sigla með þessum strákum og ég byrjaði yfirleitt á að vingast við brytana því ég drekk ekki nema espressokaffi og þurfti að hafa aðstöðu til að hella upp á kaffi á mína eigin espressokönnu. Um borð í einu skipanna var bryti sem tók vel í þetta með kaffið en var heldur óhress með umræðutíma sem ég var með á kolvitlausum tíma- punkti fyrir hans smekk, eða milli 11 og 12 á morgnana. Hann var samt alltaf duglegur að taka þátt í umræð- um um borð og hafði áhuga á verk- efninu. Löngu seinna, eða árið 2001, var ég niðri í bæ með Helgu vinkonu þegar ég sé þennan flotta mann sem heilsar mér og segist alltaf vera með kaffikönnuna mína. Helga hló rosa- lega og sagðist hafa heyrt að konur gleymdu ýmsu hjá karlmönnum - en kaffikönnu! Svo spurði hún mig hver þetta hefði verið. Ég hafði bara ekki grænan grun og mundi ekkert eftir honum. Nema hvað,“ segir Hansína, hag- ræðir sér í sófanum og brosir sam- særislega. „Sama sumar var sonur minn að skamma mig fýrir að nýta mér ekki netið nóg sem varð til þess að ég fór inn á einkamál.is. Ég tel mig nú sæmilega skynsama og gerði mér grein fýrir að þama væri öll flóran en fannst þetta samt magnað fýrirbæri fýrir margra hluta sakir. I staðinn fyr- ir að setja hefðbundið bréf inn á net- ið setti ég snúna gátu og viti menn. Ég fékk ótal svör og ekki öll jafri gáfu- leg. Eitt svarið var þó óhemju gott og ég ákvað að skrifast á við þann sem átti það. Ég var óskaplega „discret" en þegar ég fékk þriðja bréfið ff á hon- um byrjaði það svona: „Jæja, Hans- ína mín..." Ástin kviknar Ég ffíkaði alveg út og reif tölvuna úr sambandi. Daginn eftir hringdi síminn svo kukkan tvö og þá var það « 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.