Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Side 45

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Side 45
Helgarblaö 0V LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 45 Hansína B. Einarsdóttir lætur sér fátt fyrir briósti brenna. Hún var ekki nema átta ára þegar hún réð sig á eigin spýtur norður á Blönduós sem húshjálp og fhrantán ára var hún farin að leigia rútur hjá Teiti Jónassyni og bióða jafnöldrum sinum upp á sætaferðir á sveitaböll. Átján ára stofnaði hún sitt fyrsta fyrirtæki og hefur verið í I rekstri síðan. Nú rekur hún ásamt sambýlismanni sinum Jóni Rafni Högnasyni Hótel Glym í Hvalfirði. Ástarsaga þeirra er falleg og sérstök eins og Hansina sjálf þvi það er ekkert hefðbundið við Hansínu B. Einarsdótttur. & ,,,Ég hef brerwandi áhuga á spákonam og finnst þær miklu ahuga- veráari og skemmtilegri en sálfræðingar/‘ hann. Það kom í ljós að þetta var brytinn góði með kaffikönnuna en hann var á leið á sjó í mánuð og við vorum í símasambandi allan tímann. Svo kom hann í land og vildi hittast með það sama. Ég var nú alveg poll- róleg, heima í jogginggaUanum og léttri þynnku, og sagði honum bara að koma. Þegar hann kom, svona eðalfínn, með hatt og rauðvín, var ég allt í einu eins og hengd upp á þráð. A fyrsta deiti var ég að deyja, mig lang- aði svo að kyssa hann." Hansína verður dreymin á svip og svipast um eftir Jóni Rafni, sem kem- ur í þann mund í salinn og býður okkur kaffi. „Nú eru liðin fimm ár síðan þetta var og við erum búin að vera saman sfðan," segir hún og brosir til síns heittelskaða. „Á þessum fimm árum „Ég er aiveg rasandi yfír því þegar fólk í þessum bransa segir blákalt að sumarið sé brjátaðasti timínn við að þjónusta túristana■* höfum við sennilega ekki verið að- skilin nema fjórtán eða fimmtán nætur. Við búum saman, vinnum saman og förum í öll fh' saman og njótum hverrar stundar." Hansína segist vita til þess að net- ið sé að virka vel en hún hefur haldið að minnsta kosti tvær brúðkaups- veislur fyrir fólk sem kynntist með þessum hætti. Skildi morgunmatinn eftir á boröinu og var farinn Á Hótel Glym ber allt þeim Hans- ínu og Jóni Rafni fagurt vitni. Þau hafa lagt sál sína í staðinn og það sést. Þau óraði þó ekki fyrir því þegar þau voru kölluð upp í Hvalfjörð um verslunarmannhelgina árið 2001 að þau væru á leið í hótelrekstur. Húsið, sem var byggt sem norrænt skólsetur árið 1994, var ekki starfrækt sem slíkt nema einn vetur. „Ég var nú sem leik- maður gapandi hissa að þetta hús skyldi byggt undir þá starfsemi," seg- ir Hansína. „Á þeim tíma voru skólar að fara í eyði um allt land og ég skildi ekki af hverju þau voru ekki frekar notuð. En svo gekk þetta dæmi auð- vitað ekki upp og hinir og þessir reyndu fyrir sér með atvinnustarf- semi hérna sem gekk ekki. Árið 1998 stóð þetta hús autt en árið 1999 voru níu aðilar búnir að kaupa reksturinn og ég var sú tíunda sem lagði í púkkið. Mér fannst þetta aðallega gæti verið svo frábær stað- setning fyrir námskeiðin mín og fyr- irlestrana. Enn þann dag í dag er hvergi að finna alvöruráðstefnuað- stöðu úti á landi nema hér, og ekki einu sinni í Reykjavík," segir Hansína sem veit af reynslu nákvæmlega hvað ráðstefnugestir vilja. „Það náðist þó engin samstaða um að gera neitt með þessum tíu eignaraðilum og staðurinn var í algjörri niðumíðslu þó hann væri vissulega opinn. Það voru ráðnir hin- ir og þessir framkvæmdastjórar sem gáfust auðvitað upp og um verslun- armannahelgina árið 2001 hringdi þáverandi framkvæmdastjóri og sagðist vera farinn. Hann skildi morgunmatinn eftir á borðinu og lét sig hverfa. Ég var sú eina af þessum tíu sem var í bænum svo það var ekki um annað að ræða fyrir mig en drífa mig upp eftir og loka. Ég bauð Jóni með og þar sem við stóðum hér í hlíðinni í dásamlegu veðri laust sömu klilckuðu hugmyndinni niður í okkur bæði: Af hverju tökum við eldd bara húsið og gemm það almennilegt? Jón, sem er matreiðslumaður, var með sitt fyrirtæki í fullum rekstri og ég með mitt, en við vissum að ef við sameinuðum reynslu og þekldngu hefðum við allt sém þyrfti." íslensk ferðaþjónusta þarf að vera metnaðarfyllri Hansína hristir höfuðið. „Það hafði sko aldrei verið inni í myndinni hjá mér að fara út í hótelrekstur, hvað þá einhvem ferðamannbransa sem ég hafði enga þekkingu á. Núna er ég reynslunni ríkari og skil stundum ekki hvað fólk er að hugsa í íslenskri ferðaþjónustu. Það er ýmsu ábóta- vant og kannski ekki allir alveg í takt við tímann. Kannski af því að megnið af þeim sem fóm út í ferðaþjónustu ætluðu sér það aldrei. Það varð bara að gera eitthvað annað þegar at- vinnuhættir breyttust. En við hér í Glym lögðum þó aldrei upp með það etngöngu í huga að þjónusta erlenda ferðamenn, okkar markhópur var mun vfðari. Ég hafði ágæt tengsl í ís- lensku viðsldptah'fi og við byggðum þetta upp til að taka á móti gestum allt árið. Enn er sumarið langróleg- asti tíminn hjá okkur. Ég er alveg rasandi yfir því þegar fólk í þessum bransa segir blákalt að sumarið sé brjálaðasti tíminn við að þjónusta túristana. Ég er ekki þeirra skoðunar. Þeir koma í hús, borða matinn sinn, dást að umhverfinu og fara snemma að sofa. Svo em þeir famir í bítið morguninn eftir. Það þarf yfirleitt minnst íyrir þeim að hafa. Ég vil sjá meiri metnað og aukna fagmennslcu innan ferðaþjónustunnar. Allt tekið í gegn En 22. ágúst þetta ár vom Hansína og Jón Rafn búin að skrifa undir samning um að þau myndu taka reksturinn að sér. „Við ákváðum að opna 13. sept- ember því þá var eina bókunin sem hafði verið gerð þegar við tókum við. Við seldum allt sem við áttum, íbúðir hér og þar, fyrirtæki og sumarhús og fluttum allt olckai dót hingað á hótel- ið, sem var alveg galtómt. Það var ekld einu sinni neitt á veggjunum. Við þurftum að vera búin að mála og gera alla hluti fyrir 13. september og það gekk eftir." Hansína segir að veitingastaður- inn og ráðstefnuaðstaðan hafi vaxi og dafriað en nýtingin á gistingunni hafi verið léleg. „Herbergin vom ennþá heimavistarherbergi sem ég hafði reynt mitt besta til að gera kósí en vom auðvitað ekkert sérstök. Við ákváðum því að laga það og keyptum upp hluthafana tíu og fengum inn tvo nýja hluthafa, sem hafa verið alveg ff ábærir. Svo var hafist handa í janúar við að breyta og bæta. Vð álcváðum að rífa allt út af efri hæðinni og gera her- bergin flott. Svo var ákveðið að taka bara neðri hæðina líka, skipta út hús- gögnum og gera baðherbergin upp.“ í samstarfi við huldufólkið Það tók Hansínu og Jón Rafn 62 daga að gera breytirigarnar en það var sannarlega með góðra manna hjálp. Þau segja margt á sveimi við Glym sem er ofar mannlegum skilningi en staðurinn sé helgur. „Ég, þessi jarðbundna kona, var alltaf að heyra frá gestum að hér væri ýmislegt yfirnáttúrulegt í gangi," segir Hansína. „Það endaði með að ég talaði við tvær konur sem sjá meira en við hin og þær sögðu mér að hér væri mikil álfa- og huldufólksbyggð og að huldu- fólkið væri ósátt við húsið. Það væri byggt á helgum stað. Ég gat auðvit- að ekki hunsað þetta og spurði þær hvað ég gæti gert. Þær ráðlögðu mér að fara út og ræða við huldu- fólkið og fá það til samstarfs. Ég gerði það og nú er sambýlið við þess- ar verur mjög gott. Ég læt alltaf vita hvað ég er að fara að gera og bið jafri- vel um aðstoð en þetta er aldrei bara á annan veginn. Ég geri líka ýmislegt fyrir huldufólkið." Hótel með líf og innihald Hansína segir að einhvem veginn hafi allt í tengslum við reksturinn gengið upp. „Pabbi sagði alltaf „what goes around comes around" og ég trúi því. Ég hef upplifað ótrúlega hluti og einhvem veginn er mér alltaf sent það fólk sem ég þarfnast í lífinu. Hér kemur mildð af fólki sem gefur þess- um stað mikið af sjálfu sér, listafólki og alls konar fólki. Þetta er fólk sem binst oklcur vináttuböndum og kem- ur aftur og aftur. Listamenn skilja hér " eftir listaverk og gestir koma með fal- lega hluti frá sínu heimalandi sem gefa þessu hóteli líf og innihald. Það skiptir öllu máli. Ég veit líka að núna get ég boðið upp á eina bestu ráð- stefnuaðstöðu á Islandi og með þess- um breytingum glæsilega gistingu í töfrandi umhverfi. En við emm ef til vill ekki fyrir alla. Við getum boðið frábæra veisluaðstöðu og tekið á * móti einstaklingum og hópum á okk- ar vinsæla veitingastað. Stundum er betra að vera með færri gesti en fullt hús af fólk á djammi og fýllerií." Meðan á samtalinu stendur hefur dimmt í Hvalfirðinum og úti er fimb- ullculdi og fjúk. Inni er hlýtt og kósí en það er samt ekld hægt að stilla sig um að fara í pottinn. Saurbæjarkirkja blasir við úr pott- inum, upplýst og falleg, og fyrir svefninn er gott að tala við englana og huldufólkið sem býr í sátt og sam- lyndi við mannfólldð í firðinum. Svefhinn er óvenju vær og djúpur og blaðamaðurinn sem heldur heim á leið í morgunsárið er fullur gleði og þakklætis. Þannig líður manni bara eftir gistingu hjá Hansínu og Jóni. edda@dv.is *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.