Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Síða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2006, Síða 53
DV Sviösljós * LAUGARDAGUR 25.MARS 2006 53 Nokkrir ungir menn safna þessa dagana á undirskriftalista og halda úti vefsíöu í þeim tilgangi að koma Jóni Páli Sigmarssyni á peningaseðil ---- Tíuþúsundkallinn LABANK Áhugasamuraðdáandi ÍSLAND£ sendi Sturlu og félögum þessa mynd. Sigmar Jónsson Syni Jóns llst vel á hugmyndina. f „Við stefnum á að koma Jóni Páli Sigmarssyni á seðil," segir Sturla Óskarsson. Hann er einn af nokkrum félögum sem hafa sett upp undirskriftarlista þess efnis á netinu. „Við strákarnir vorum bara tala um íslenska peninga og að maður þekkti engan á þessum peningum. í framhaldi af því fórum við að ræða það hvað það væri gott að hafa ein- hvern sem maður þekkir á seðli. Þá datt okkur í hug Jón Páll," segir Sturla um tildrög hugmyndarinnar. Sturla segir þó að allt sé þetta mjög nýlega komið til og að þeir strák- arnir séu ennþá að móta hana. „Ég sá líka einhverja Gallup- könnun, að ég held, þar sem kom í ljós að Jón Páll væri sá íslenski íþróttarmaður sem íslendingar halda hvað mest uppá." Ekkert grín á ferð Sturla tekur það skýrt fram að þeir eru ekkert að grínast með hug- myndina um að hafa Jón á seðli. „Hann er einn mesti ef ekki mesti afreksmaður íslands fyrr og síðar og engin skömm að hafa hann á seðli." Sturla segir að Jón hafi ekki bara verið afreksíþrótt- amaður. „Hann var líka frábær karakter og góð fyrirmynd. Hann var alltaf hress og kom vel fyrir." Ef30?8J3f Vantar 10.000 króna seðil „Okkur datt í hug að hann færi á tíuþúsundkallinn. Það vantar þannig seðil og það myndi líka sæma honum vel," segir Sturla hress og kátur. Inni á síðu strák- anna er búið að teikna upp hvernig seðillinn gæti litið út, en Sturla seg- ir að þeir hafí fengið myndina senda eftir að hafa sett upp sfðuna. Jónsson, sonur Jóns Páls, um uppátækið. Sigmar tók undir hug- mynd Sturlu og félaga að það væri skemmti- legra að hafa þekkt andlit á peningaseðili. „Ég mun fýlgjast með þessu." Hægt er að kvitta á undirskriftarlistann á slóðinni petitiononline. com /jps 123 /petition.html. Einnig er hægt að fylgjast með þeim félögum á blog.central.is/jonpall. asgeir@dv.is Jón Páll Sigmar- son heitinn Einn fræknasti íþrótta- maðurheims. Sonur Jóns ánægður með framtakið „Ég hef nú ekkert heyrt um þetta, en það væri frábært ef þetta myndi gerast," segir Sigmar Rósin gefur " útmyndbönd Sigur Rós gefur út smá- skífuna Sæglópur áttunda maí næstkom- andi. Á henni verða lögin Sæglópur, Refur, Ófriður og Kafari. En rúsínan í pylsuend- anum er sérstakur DVD-diskur sem fylgir skífunni. Á honum verða öll þrjú Takk-myndböndin; Glósóli, Hoppípolla og Sæglópur, sem verður frumsýnt á næstunni. BrtGMN rtV'LGJAN BVLGJAN BWjtSJAM Bylgjan end- urnyjar sig * Útvarpsstöðin Bylgjan er 20 ára á árinu og stendur fyrir ýmsum uppákomum og breytingum vegna þess. Nú hefur vefur út- varpsstöðvarinnar, bylgjan.is, verið tekinn rækilega í gegn. Á honum er boðið upp á fjórar mis- munandi útvarpsstöðvar. Bylgj- una, Létt Bylgjuna (áður Létt), Ný Bylgjuna og Gull Bylgjuna. Ný og Gull Bylgjurnar eru vefútvarps- stöðvar en hinar eru einnig á hefðbundnum útvarpstíðnum. Þá ætlar Bylgjan einnig að setja aukinn kraft í að gera útvarps- þætti sína aðgengilega á netinu og fylgja þannig auknum v podcast-vinsældum. Barðimeð Búlgörum Eftir um mán- uð kemur út ný í plata eftir Barða Jó- hannsson. Hún heitir HAXAN og er samin við samnefnda þögla mynd frá árinu 1920. Fyrir tveimurárum var Barði fenginn til að semja tónlistina í seríu þar sem tónlist- armenn sömdu tónlist við þöglar myndir. Barði og Þórir Baldurs- son útsettu síðan verkið fyrir sin- fóníuhljómsveit á Vetrarhátíð í fyrra og stuttu seinna fór Barði til Búlgaríu og tók þar upp með sin- fóníuhljómsveit landsins í húsi ríkisútvarpsins í Sofiu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.